Handbolti

Ísland verður að vinna alla leikina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karen Knútsdóttir og félagar þurfa að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum.
Karen Knútsdóttir og félagar þurfa að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni Evrópumótsins. Þetta varð ljóst eftir að Úkraína lagði Spán á útivelli í dag 28-27.

Með sigrinum komst Úkraína upp að hlið Spánverja með sex stig en Íslendingar eru í þriðja sæti með tvö stig. Ísland, sem mætir Sviss á heimavelli í dag, þarf að vinna alla sína leiki til þess að tryggja sér annað tveggja efstu sæta 7. riðils.

Ísland tekur á móti Spánverjum í lok maí áður en Úkraínukonur verða sóttar heim í upphafi júní.

Fylgst verður með gangi mála í viðureign Íslands og Sviss hér á Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×