Fleiri fréttir

Lét húðflúra á sig tár undir augað

"Tárið sýnir að ég er enn grátandi inn í mér," sagði Amar'e Stoudemire, leikmaður NY Knicks. Hann hefur látið húðflúra tár undir hægra augað í minningu bróður síns.

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum, 4-0 sigur AC Milan

AC Milan frá Ítalíu og ekki síst sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovich sýndu snilli sina í 4-0 sigri liðsins gegn enska liðinu Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þorsteinn J. fór yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport í kvöld þar sem hann ræddi við sérfræðinga þáttarins; Heimi Guðjónsson, Reyni Leósson og Pétur Marteinsson.

Áhorfendur ruddust inn í hringinn og lömdu boxara

Áhorfendur gengu af göflunum eftir hnefaleikabardaga í Buenos Aires þar sem boxari frá Filippseyjum hafði rotað heimamann í tíundu lotu. John Riel Casimero rotaði heimamanninn Luis Alberto Lazarte með stæl og það kunnu heimamenn í stúkunni ekki að meta.

Draumadvöl Henry hjá Arsenal endaði með martröð

Thierry Henry lék sinn síðasta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en enska liðið er svo gott sem úr leik í keppninni eftir þessi úrslit.

Kobe og Vanessa kannski að taka saman á ný

Bandarískir slúðurmiðlar velta því upp í dag að Kobe Bryant gæti verið að taka aftur saman við fyrrum eiginkonu sína, Vanessu. Aðeins er 61 dagur síðan þau skildu.

Sigurður Ragnar sá Belgana tapa stigum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, var meðal áhorfenda þegar Belgía og Norður-Írland gerðu 2-2 jafntefli í Dessel í Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Þessi lið eru með Íslandi í riðli og eru Belgar næstu mótherjar íslensku stelpnanna.

Snorri Steinn fékk rautt fyrir að tefja en AG vann

AG Kaupmannahöfn vann dramatískan eins marks sigur á Sönderjyske, 29-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. AG hefur því áfram sjö stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg á toppi deildarinnar en liðið lenti í miklum vandræðum í kvöld á móti liði í 11. sæti deildarinnar.

Tuttugu sigrar í röð hjá Kiel - Rhein-Neckar-Löwen vann líka

Tveir Íslendingaslagir til viðbótar leiks Füchse Berlin og SC Magdeburg fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel vann Bergischer HC 34-21 og Rhein-Neckar-Löwen vann 35-27 sigur á TSV Hannover Burgdorf. Íslensku þjálfararnir, Dagur Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, fögnuðu því allir sigri í kvöld.

Dagur: Romero hjálpaði okkur mikið

Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara Füchse Berlin, á blaðamannafundi eftir sigur sinna manna á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur voru 24-20 og Dagur var ánægður með sína menn - sérstaklega spænska leikstjórnandann Iker Romero.

Dagur og refirnir frá Berlín gefa ekkert eftir

Vísir fékk stemninguna beint í æð í Max-Schmeling-höllinni í kvöld þar sem að heimamenn í Füchse Berlin unnu góðan sigur á grannliðinu Magdeburg, 24-20, í þýsku úrvalsdeildinni.

Arsenal steinlá á móti AC Milan og er nánast úr leik

AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum.

Snorri Steinn framlengdi saming sinn við AG

Snorri Steinn Guðjónsson gekk í dag frá nýjum eins árs samningi við danska stórliðið AG Kaupmannahöfn og mun tímabilið 2012-13 því verða hans þriðja með liðinu. Snorri Steinn hefur unnið danska meistaratitilinn einu sinni og danska bikarinn tvisvar síðan að hann gekk til liðs við AG haustið 2010.

Schumacher hræðir Rosberg ekki

Liðsfélagi Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu, þjóðverjinn Nico Rosberg, segir sjöfalda heimsmeistarann ekki hræða sig. Schumacher hefur þriðja ár endurkomu sinnar í Formúlu 1 í ár.

Juventus náði ekki að komast á toppinn

Juventus mistókst að komast í toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Parma sem var ellefu sætum neðar í töflunni fyrir leikinn.

Benfica komst yfir en tapaði fyrir Zenit í frostinu í Pétursborg

Fyrri leik dagsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar er lokið og það voru skoruð fimm mörk í frostinu í Pétursborg þegar heimamenn í Zenit St. Pétursborg unnu 3-2 sigur á Benfica. Aðstæður voru erfiðar í dag en frostið var yfir tíu gráður.

Frank de Boer: Ég vona að Luis Suarez verði áfram hjá Liverpool

Frank de Boer, þjálfari Ajax, vonast til þess að Luis Suarez haldi áfram að spila með Liverpool á næsta tímabili þrátt fyrir allt fjaðrafokið á síðustu mánuðum í kringum Suarez og Patrice Evra hjá Manchester United. De Boer segir að Suarez sé góð og hlý manneskja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir kynþáttaníð.

Colts vill halda Manning en semja upp á nýtt

Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefur gefið það út að hann vilji halda Peyton Manning hjá félaginu. Hann segir þó ekki koma til greina að halda Manning á þeim samningi sem hann er með.

Hernandez: Viljum vinna alla bikara

Það er óhætt að segja að Evrópudeildin hafi aldrei áður verið eins áhugaverð og í vetur með tilkomu Man. Utd og Man. City. Man. Utd mun spila gegn Ajax á morgun.

PSV vill fá Hiddink

Það er aldrei neinn skortur á eftirspurn þegar hollenski þjálfarinn Guus Hiddink er annars vegar. Nú vill PSV Eindhoven fá hann við stjórnvölinn í þriðja skiptið á hans ferli.

Scholes líklega með Man. Utd á næstu leiktíð

Paul Scholes hefur staðið sig frábærlega með Man. Utd síðan hann ákvað mjög óvænt að taka skóna niður úr hillunni í byrjun ársins. Nú er talið ansi líklegt að hann spili með liðinu út næstu leiktíð rétt eins og Ryan Giggs.

Bjarni bestur í öðrum hluta N1-deildar karla

Akureyringinn Bjarni Fritzson var valinn besti leikmaður annars hluta N1-deildar karla. Bjarni fór fyrir liði Akureyrar í umferðinni sem náði bestum árangri allra liða.

Tevez fær líklega háa sekt frá Man. City

Carlos Tevez er ansi oft sjálfum sér verstur og það síðasta sem hann gerði í Argentínu áður en hann flaug til Englands í gær var að urða yfir stjóra City, Roberto Mancini.

Wolves með þrjá stjóra í sigtinu

Félag Eggerts Gunnþórs Jónssonar, Wolves, er enn í stjóraleit eftir að félagið rak Mick McCarthy í upphafi vikunnar. Samkvæmt heimildum Sky þá koma þrír stjórar til greina í starfið.

Anton og Hlynur dæma í Meistaradeildinni

Fremsta dómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, fór út til Sviss í dag en strákarnir dæma leik Kadetten Schaffhausen og Chambery í Meistaradeildinni á morgun.

Guðmundur samdi við Hauka

Bakvörðurinn Guðmundur Sævarsson skrifaði í gær undir eins árs samning við 1. deildarlið Hauka en hann kemur til liðsins frá erkifjendunum í FH. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu í dag.

Lin ævintýrið heldur áfram | nýliðinn tryggði Knicks sigur

Sigurganga New York Knicks heldur áfram í NBA deildinni og ævintýrið heldur áfram hjá leikstjórnandum Jeremy Lin sem tryggði sigurinn gegn Toronto með þriggja stiga skoti 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 90-87 og er þetta sjötti sigurleikur Knicks í röð. Liðið hefur nú unnið 14 leiki en tapað 15. Lin var stigahæstur í liði Knicks með 27 stig og hann gaf að auki 11 stoðsendingar.

Ísland í 103. sæti á FIFA-listanum

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gaf út nýjan styrkleikalista í morgun og er íslenska karlalandsliðið í 103. sæti á nýja listanum.

Lennon: Þetta var bara vinaleg stríðni

Eftir leikinn á mánudag fóru Steven Lennon og Gary Martin, leikmaður ÍA, mikinn á samskiptasíðunni Twitter þar sem þeir gerðu stólpagrín að Skúla Jóni Friðgeirssyni, leikmanni KR en Fram vann 5-0 sigur á KR þar sem Lennon skoraði öll fimm mörk Framliðsins.

Stefnum á Evrópusæti í sumar

Framherjinn Steven Lennon segir að Fram-liðið ætli ekki að vera í neinni fallbaráttu í sumar. Hann skoraði fimm mörk í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn KR.

Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld

Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó.

Bryndís er ekki með slitið krossband en Helga er úr leik

KR verður án tveggja lykilmanna á næstunni en liðið stendur í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Varafyrirliðinn Helga Einarsdóttir verður ekkert meira með á tímabilinu vegna meiðsla í baki og Bryndís Guðmundsdóttir missir af næstu þremur til fjórum vikum.

Einar bað Hafstein og Gísla afsökunar

Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur sent frá sér opinberlega afsökunarbeiðni á ummælum sínum eftir jafntefli Fram á móti Aftureldingu í N1 deild karla í síðustu viku.

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport

Þorsteinn J. og gestir ræddu sigur Barcelona á Bayern Leverkusen í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Sérfræðingar þáttarins, Reynir Leósson og Pétur Marteinsson, fóru yfir gang mála. Ennfremur veltu þeir vöngum yfir stórleiknum AC Milan og Arsenal á miðvikudag en upphitun fyrir þann leik hefst kl 19.00 á Stöð2 sport.

Massimo Taibi: Ég sé sjálfan mig í David de Gea

Massimo Taibi, fyrrum markvörður Manchester United, þekkir það manna best hvernig að er falla ekki í kramið á Old Trafford en hann yfirgaf félagið með skottið á milli lappanna árið 2000 eftir að hafa gert nokkur stór mistök í mark Manchester United.

Wenger: Jack Wilshere gæti komið til baka í næsta mánuði

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn á að sjá miðjumanninn Jack Wilshere í búningi félagsins innan eins mánaðar. Wilshere hefur ekkert spilað með Arsenal á tímabilinu en hann fór í aðgerð á ökkla í september og meiddist síðan aftur í endurhæfingunni.

Guardiola: Af hverju ætti ég að hvíla Messi

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var að sjálfsögðu kátur eftir 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum en eftir leikinn var Guardiola spurður út í það hvort að hann ætti að hvíla Messi meira.

Messi og félagar sýndu styrk sinn í Leverkusen - myndir

Tvö mörk frá Sílemanninum Alexis Sanchez og mark frá snillingnum Lionel Messi í blálokin tryggðu Barcelona 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Börsungar eru svo gott sem komnir áfram í átta liða úrslitin eftir þennan flotta sigur.

Sjá næstu 50 fréttir