Handbolti

Snorri Steinn fékk rautt fyrir að tefja en AG vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn lék með hanakamb í kvöld.
Snorri Steinn lék með hanakamb í kvöld. Mynd/Heimasíða AG
AG Kaupmannahöfn vann dramatískan eins marks sigur á Sönderjyske, 29-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. AG hefur því áfram sjö stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg á toppi deildarinnar en liðið lenti í miklum vandræðum í kvöld á móti liði í 11. sæti deildarinnar.

Sönderjyske komst í 26-27 í lokin en AG svaraði með þremur mörkum og komst í 29-27. Sönderjyske skoraði síðan síðasta mark leiksins. AG komst í 5-1, 7-3 og var 15-12 yfir í hálfleik.

Snorri Steinn Guðjónsson átti mikinn þátt í að AG-liði hélt út í lokin því hann lét ekki frá sér boltann þegar AG tapaði honum á lokasekúndunum. Snorri Steinn fékk rautt spjald fyrir að tefja en Sönderjyske hafði ekki tíma til að jafna leikinn og AG fagnaði sigri.

Mikkel Hansen var markahæstur hjá AG með 9 mörk en Ólafur Stefánsson var markahæstur íslensku leikmannanna með þrjú mörk. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 2 mörk en Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu ekki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×