Fleiri fréttir

Sunderland hefur áhuga á Bellamy

Steve Bruce, stjóri Sunderland, hefur áhuga á að fá Craig Bellamy til liðs við félagið en hann er nú á mála hjá Manchester City, þar sem hann er ekki í náðinni.

Arsenal tapaði í Portúgal

Arsenal lauk undirbúningstímabilinu í Portúgal í kvöld þar sem að liðið tapaði, 2-1, fyrir Benfica.

Jón Guðni á bekknum

Jón Guðni Fjóluson sat á bekknum er lið hans, Germinal Beerschot, gerði 2-2 jafntefli við Gent á heimavelli í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Obertan á leið til Newcastle

Gabriel Obertan er á leið til Newcastle en gengið verður frá félagaskiptum hans í næstu viku, eftir því sem kom fram í enskum fjölmiðlum í dag.

Tottenham vann Athletic á heimavelli

Tottenham vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao frá Spáni í æfingaleik á White Hart Lane í Lundúnum, eftir að þeir spænsku höfðu 1-0 forystu í hálfleik.

Loksins hélt Liverpool hreinu

Liverpool vann í dag 2-0 sigur á Valencia í síðasta æfingaleik liðsins áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi. Andy Carroll og Dirk Kuyt skoruðu mörk liðsins.

Lukaku á leið til Chelsea

Anderlecht hefur tilkynnt að félagið hefur komist að samkomulagi við Chelsea um söluverð á hinum átján ára Romelu Lukaku.

Zhirkov farinn frá Chelsea

Miðvallarleikmaðurinn Yuri Zhirkov hjá Chelsea er genginn til liðs við rússneska félagið Anzhi Makhachkala. Samdi hann við félagið til næstu fjögurra ára.

Þurfum að skoða stöðu Sneijder

Gian Piero Gasperini, þjálfari Inter, gaf til kynna eftir tap liðsins fyrir AC Milan í ítalska ofurbikarnum í dag að til greina komi að skoða betur stöðu Wesley Sneijder hjá félaginu.

Ívar fór vel af stað með Ipswich

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn er Ipswich vann 3-0 sigur á Bristol City í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. Ívar gekk til liðs við Ipswich frá Reading fyrir tímabilið.

Sigraði í fjórgangi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins

Hulda Gústafsdóttir sigraði B-úrslit í fjórgangi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem nú fer fram í Austurríki. Hún hlaut lokaeinkunnina 7,70 eftir æsispennandi keppni við Agnesi Helgu Helgadóttur sem keppir fyrir Noreg, en aðeins munaði 0,07 stigum á lokaeinkunnum þeirra. Hulda er þar með pláss í úrslitum í fjórgangi á morgun.

Sturridge með tvö í sigri Chelsea

Chelsea vann í dag 3-1 sannfærandi sigur á skoska liðinu Rangers í æfingaleik í Skotlandi. Daniel Sturridge skoraði tvö marka Chelsea.

Hoffenheim tapaði án Gylfa

Hoffenheim fer ekki vel af stað í þýsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði í dag fyrir Hannover á útivelli, 2-1, í fyrstu umferð deildarinnar.

Haraldur og Kristján til Stjörnunnar

Handknattleiksmennirnir Haraldur Þorvarðarson og Kristján Svan Kristjánsson hafa gengið frá samningum við Stjörnuna og leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Haraldur leikur á línunni og Kristján Svan í hægra horninu.

Mancini: Á von á glöðum Tevez

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, á ekki von á öðru en að Carlos Tevez verði hamingjusamur og glaður þegar hann mætir aftur á æfingar með liðinu eftir helgi.

Sneijder skoraði en Inter tapaði

AC Milan vann í dag 2-1 sigur á grönnum sínum í Inter í árlegum leik um ítalska ofurbikarinn. Leikurinn fór að þessu sinni fram á Ólympíuleikvanginum í Peking að viðstöddu fjölmenni.

Ferguson misskildi spurningu blaðamanns

Alex Ferguson segir að það sé ekkert hæft í fréttum um að Dimitar Berbatov sé á leið frá Manchester United. Hann hafi í raun misskilið spurningu fransks blaðamanns sem spurði um Berbatov í vikunni.

Fabregas ekki með til Portúgals

Cesc Fabregas fór ekki með liði sínu, Arsenal, til Portúgals þar sem liðið leikur æfingaleik gegn Benfica í kvöld. Stjóri liðsins, Arsene Wenger, segir þó að engar óvenjulegar ástæður séu fyrir því.

Stefnir á Ólympíugull árið 2018

Jakob Helgi Bjarnason er einhver allra efnilegasti skíðamaður Evrópu. Hann er einungis fimmtán ára en er stigahæsti skíðamaður heims í sínum aldursflokki og skrifaði nýverið undir stóran samning við skíðaframleiðandann Atomic.

Gylfi Þór: Líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið

Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær.

Tryggvi Guðmundsson: Við vildum senda skýr skilaboð

Eyjamenn hafa ekki sagt sitt síðasta í Pepsi-deild karla þó svo að margir vilji ganga svo langt að segja að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla sé í raun lokið – ekkert lið geti skákað KR úr þessu. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður 13. umferðar að mati Fréttablaðsins, segir að stundum séu sparkspekingar full snemma í því.

Eggert Gunnþór: Vill fá sigur gegn Tottenham í afmælisgjöf

Dregið var í lokaumferðina í forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær og fékk skoska liðið Hearts það erfiða verkefni að mæta Tottenham, sem sló rækilega í gegn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Hearts og hlakkar vitanlega til að fá að kljást við þá ensku.

Baráttan um borgina

Manchester-félögin City og United mætast á Wembley á morgun í Samfélagsskildinum. Þrátt fyrir gott málefni má reikna með hörkubaráttu á vellinum.Leikurinn er árleg viðureign Englandsmeistaranna og bikarmeistaranna og fer fram á Wembley-leikvanginum í London.

KR sektað vegna framkomu stuðningsmanna á Ísafirði

KR hefur verið sektað um 25 þúsund krónur fyrir framkomu stuðningsmanna sinna á Ísafirði um Verslunarmannahelgina. Stuðningsmennirnir kveiktu á blysum á meðan á leik BÍ/Bolungarvíkur og KR í undanúrslitum Valitor-bikarsins stóð.

Skagamenn óstöðvandi - HK enn án sigurs

Þrír leikir fóru fram í 15. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Skagamenn héldu uppteknum hætti með sigri á heimamönnum í Ólafsvík, HK tapaði í Laugardalnum gegn Þrótti og Fjölnir lagði ÍR í Breiðholtinu.

Dortmund hóf titilvörnina á sigri

Fyrsti leikur þýsku deildinnar fór fram í kvöld þegar heimamenn í Dortmund unnu öruggan 3-1 sigur á Hamburg. Dortmund fór alla leið í deildinni í fyrra og óhætt að segja að þeir byrji titilvörnina vel.

Stefán Gíslason hættur hjá Lilleström

Miðjumaðurinn Stefán Gíslason er hættur hjá norska knattspyrnufélaginu Lilleström. Á heimasíðu Lilleström kemur fram að Stefán hafi undir höndum tilboð frá félagsliði í Evrópu.

Óskar Örn: Tímabilið er búið

Óskar Örn Hauksson leikmaður KR leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Óskar Örn, sem meiddist í viðureign KR gegn Dinamo Tbilisi í Evrópudeildinni í gærkvöld, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Vísis fyrir stundu.

Nýr markvörður til Manchester City

Manchester City hefur fest kaup á rúmenska markverðinum Costel Pantilimon. Leikmaðurinn er sá fjórði sem gengur til liðs við félagið í sumar.

Torres á bekknum í fyrsta leik?

Enskir fjölmiðlar staðhæfa að Fernando Torres verði á bekknum þegar að Chelsea mætir Stoke í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um aðra helgi.

142 laxar úr Eystri Rangá í gær

Eystri Rangá hefur verið í frábærum gír síðastliðna daga. Á mánudag gaf áin 130 laxa en aðrir dagar um 60-90 laxa sem verður að teljast mjög fín veiði. Veiðimenn sem voru við ána í gærdag lönduðu síðan 142 löxum og dagurinn í dag virðist ekki ætla að gefa neitt eftir því rúmlega 70 laxar voru komnir á land eftir morgunvaktina.

Fréttir úr Syðri Brú í Soginu

Þeir hjá Lax-Á heyrðu í Sigurði Vilhjálmssyni stórveiðimanni en hann var við veiðar í Syðri Brú í einn dag 2. Ágúst. Sigurður setti í 9 laxa og landaði 8 af þeim, þar af var einn 87cm en honum var sleppt aftur.

Beðið eftir Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, veit ekki hvort að hann muni geta notað Luis Suarez þegar að liðið mætir Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir rúma viku.

Milito farinn frá Barcelona

Gabriel Milito hefur fengið sig lausan undan samningi við spænska stórveldið Barcelona og er talið líklegt að hann sé á leið aftur til heimlandsins.

Gylfi spilar ekki gegn Ungverjalandi

Gylfi Þór Sigurðsson staðfesti í samtali við Vísi í dag að hann geti ekki spilað með íslenska landsliðinu gegn Ungverjalandi á miðvikudaginn þar sem hann á við meiðsli að stríða.

Sjá næstu 50 fréttir