Fleiri fréttir

Chicharito, Carrick og Rafael meiddir

Manchester United hefur staðfest að þeir Javier Hernandez, Michael Carric og Rafael muni ekki spila með liðinu gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina.

Sky Sports: Arsenal hafnaði tilboði Barcelona

Fréttastofa Sky Sports hefur það eftir heimildum sínum að Arsenal hafi hafnað síðasta boði Barcelona í Cesc Fabregas, fyrirliða enska liðsins. Fabregas mun hafa sjálfur lagt til þrjár milljónir evra í tilboð Börsunga.

Arsenal mætir Udinese - FCK til Tékklands

Dregið var í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í morgun. Arsenal mætir ítalska liðinu Udinese en Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn þarf að fara til Tékklands.

Blanda gefur enn vel

Þrátt fyrir að lónið uppi á hálendi sé að fyllast er fantagóð veiði á svæðum eitt, tvö og þrjú í Blöndu.

Ingimundur: Þarf bara að smyrja ryðgaða sleggjuna

Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins.

Helga kvaddi Stjörnuna með dýrmætu marki

Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu.

Sigrar hjá Eggerti og Jóhanni - Stoke og Fulham áfram

Ensku úrvalsdeildarliðin Stoke og Fulham tryggðu sig áfram í 4. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Sömu sögu er að segja um Eggert Gunnþór Jónsson og félaga í Hearts auk AZ Alkmaar félags Jóhanns Bergs Guðmundssonar.

Helga: Var búin að lofa mömmu að skora

Helga Franklínsdóttir átti magnaða innkomu í 2-1 sigri Stjörnunnar á Val í kvöld. Hún fiskaði vítaspyrnu og skoraði sigurmarkið í viðbótartíma.

Mist: Þetta er ógeðsleg tilfinning

Mist Edvardsdóttir miðvörður Vals var sár eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna í Garðabænum í kvöld.

Fyrsti sigur Grindavíkur - KR fjarlægðist fallsætið

Shanika Gordon tryggði botnliði Grindavíkur fyrsta sigurinn í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Grindavík í kvöld. KR vann 3-0 sigur á Þrótti í miklum fallbaráttuslag og Fylkir vann flottan sigur á Þór/KA í Árbænum. Þá gerðu ÍBV og Breiðablik jafntefli í Eyjum.

Pardew útilokar ekki Barton en segist þurfa að leysa Twitter-vandann

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði á blaðamannafundi í Newcastle í dag að dyrnar stæðu enn opnar fyrir Joey Barton miðjumann Newcastle. Barton var tjáð að hann mætti yfirgefa félagið á frjálsri sölu fyrr í vikunni. Barton hefur gagnrýnt stjórnarhætti hjá Newcastle reglulega á Twitter undanfarnar vikur.

Óvitað hvenær Skrtel verður klár

Varnarmaðurinn Martin Skrtel er enn að glíma við meiðsli í kálfa og veit ekki hvenær hann mun geta spilað með Liverpool á nýjan leik.

KR úr leik í Evrópudeild UEFA

KR-ingar töpuðu fyrir Dinamo Tbilisi, 2-0, í síðari leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. KR er því úr leik eftir að hafa tapað samanlagt, 6-1.

Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum

Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum.

Redknapp: Evrópudeildin lýjandi

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur áhyggjur af álaginu sem fylgir því að spila í Evrópudeild UEFA í vetur og að það gæti reynst liðinu banabiti í ensku úrvalsdeildinni.

Ingimundur Ingimundarson í Fram

Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson er genginn til liðs við Fram. Ingimundur var kynntur á blaðamannafundi í Safamýrinni fyrir stundu.

Umfjöllun dagblaða um enska boltann í hættu

Svo gæti ferið að dagblöð í Englandi og alþjóðlegar fréttaveitur fái ekki að fjalla um enska boltann þar sem að viðræður þeirra við forráðamenn ensku deildanna ganga illa.

Baldur, Guðjón og Skúli Jón á bekknum gegn Tbilisi

Baldur Sigurðsson, Guðjón Baldvinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru allir á varamannabekk KR sem mætir Dinamo í Tbilisi ytra klukkan 17 í dag. Auk þess fóru Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Viktor Bjarki Arnarson ekki með liðinu til Georgíu.

Allardyce reiknar ekki með Scott Parker

Sam Allardyce, stjóri enska B-deildarliðsins West Ham, reiknar ekki með því að Scott Parker muni spila með liðinu í vetur. Hann muni líklega snúa aftur í ensku úrvalsdeildina áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót.

KR-útvarpið með beina lýsingu frá Georgíu

KR-útvarpið mun lýsa leik KR og Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA ytra í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00 en útsendingin klukkutíma fyrr.

Ferguson segir blaðamanni til syndanna - myndband

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lét á dögunum blaðamann enska dagblaðsins Mail on Sunday heyra það. Samskipti þeirra náðust á myndband sem má sjá hér fyrir ofan.

Chivas fór létt með Barcelona

Barcelona tapaði í nótt fyrir mexíkóska liðinu Chivas, 4-1, í æfingaleik í nótt en leikurinn fór fram á heimavelli bandaríska NFL-liðsins Miami Dolphins fyrir framan rúmlega 70 þúsund áhorfendur.

Cantona: Sneijder minnir mig á mig

Eric Cantona vill að sitt gamla félag, Manchester United, festi kaup á Hollendingnum Wesley Sneijder. „Hann er einmitt það sem United þarf á að halda,“ sagði Cantona við enska blaðið The Mirror í dag.

Chelsea keypti Romeu frá Barcelona

Chelsea hefur gengið frá kaupum á spænska táningnum Oriol Romeu frá Barcelona sem gerði fjögurra ára samning við ensku risana.

Gott í Víðidalnum

Hollið sem hóf veiðar í Víðidalnum seinnipart þriðjudags hafði landað rétt yfir 30 löxum við enda dags í gær. Mest veiddist á neðstu svæðunum á gárutúbur en stór hlut aflans var lúsugur.

Matsuda er látinn

Japanski knattspyrnumaðurinn Naoki Matsuda er látinn, aðeins 34 ára gamall, eftir að hann hneig niður á æfingu á þriðjudaginn.

Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar

Þá er kominn nýr listi frá Landsambandi veiðifélaga þar sem við sjáum stöðuna í ánum. Veiðin hefur verið góð en það vekur þó smá eftirtekt hvað Rangárnar eru langt á eftir veiðinni í fyrra. Ágúst hefur þó alltaf verið gífurlega sterkur í þeim og það má alveg reikna með yfir 2000 löxum veiddum úr hvorri á í þessum mánuði.

Veiðisaga úr Hrolleifsá

Vorum með þrjár stangir í Hrolleifsá um verslunarmannahelgina. Veiðin var ljómandi góð en það veiddist einn 8 punda lax, en það er ekki algengt að það veiðist lax í þessari á. Einnig komu á land nokkrir smáir staðbundnir urriðar og í kringum 20 sjóbleikjur. Bleikjurnar voru allar kringum 1 og hálft pund til 3 pund en þar fyrir utan veiddi hinn ungi veiðimaður Rúnar Ingi Freyr Róbertsson 6 punda bleikju. Laxinn tók á maðk en bleikjurnar veiddust flestar á litlar púpur og maðk. Nóg er af silung í ánni en einnig sáust fleiri laxar.

Fluguveiðiskóli SVAK að hefjast aftur

Fyrir þá sem ætla að bæta köstin fyrir komandi veiðitúr þá eru þeir hjá SVAK með námskeið sem hefst 9. ágúst. Það eru nokkur pláss laus svo við hvetjum ykkur til að skrá ykkur því það er alltaf hægt að læra meira þegar kemur að fluguköstum.

Logi leggur skóna á hilluna

Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Veiðislóð 3 tbl. komið út

Veftímaritið Á Veiðislóð er komið út og er þetta þriðja tölublað. Í blaðinu má finna skemmtilegar greinar og viðtöl við veiðimenn. Það er alltaf fagnaðarefni að fá meira lesefni fyrir veiðimenn enda höfum við gaman af því að lesa um það efni sem sameinir okkur í dellunni.

Tevez fékk lengra frí

Carlos Tevez mun ekki spila með Manchester City gegn Manchester United á sunnudaginn þegar að liðin mætast í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn í Englandi. Markar það upphaf keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrsta stig Bjarnólfs í húsi - myndir

Víkingar náðu í sitt fyrsta stig undir stjórn Bjarnólfs Lárussonar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Víkinni í gær. Björgólfur Takefusa snéri aftur eftir eftir meiðsli og tryggði Víkingum langþráð stig með marki í uppbótartíma.

Eyjamenn gefa ekkert eftir - myndir

Eyjamenn sóttu þrjú stig í Árbæinn í gær þegar þeir unnu 3-1 sigur á heimamönnum í Fylki og minnkuðu forskot KR-inga á toppi Pepsi-deildar karla í tvö stig. Tryggvi Guðmundsson var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora tvö mörk og leggja upp það þriðja.

Ragnheiður safnar fyrir sundinu með fyrirsætustörfum

Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári.

Terry: Villas-Boas er nútíma þjálfari sem heldur ekki langar ræður

John Terry, fyrirliði Chelsea, er mjög sáttur með nýja stjórann á Brúnni, Portúgalann André Villas-Boas. Villas-Boas er tíundi stjórinn sem hinn þrítugi Terry hefur haft á ferli sínum með Chelsea en jafnframt sá langyngsti enda er Villas-Boas aðeins þremur árum eldri en Terry.

Ásdís: Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann

Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Bolt vill komast á reynslu hjá toppliði í Evrópu

Usain Bolt er fljótasti maður í heimi en hann dreymir um að vera atvinnumaður í fótbolta hjá einum af stóru klúbbunum í Evrópu. Helst vill Jamaíkamaðurinn spila með Manchester United enda er hann harður stuðningsmaður félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir