Fleiri fréttir

Vettel: Góður dagur fyrir liðið

Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót.

Downing lagði inn félagaskiptabeiðni

Enska dagblaðið The Mirror fullyrðir í dag að Stewart Downing, leikmaður Aston Villa, sé búinn að leggja inn félagaskiptabeiðni til að þvinga í gegn að hann verði seldur til Liverpool.

Björgvin Páll í liði ársins

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn í lið ársins í svissnesku úrvalsdeildinni af vefsíðunni handballworld.com. Hann kom einnig til greina sem handknattleiksmaður ársins.

Viviano til Inter eftir klúður hjá Bologna

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Emiliano Viviano er orðinn leikmaður Inter. Þar til í gær var hann í sameiginlegri eigu Bologna og Inter. Ótrúleg mistök framkvæmdastjóra Bologna urðu til þess að félagið missti leikmanninn úr höndum sér.

Hvíta-Rússland á Ólympíuleikana

U-21 lið Hvíta-Rússlands tryggði sér í dag þriðja sætið á EM í Danmörku með 1-0 sigur á Tékkum í bronsleiknum. Það þýðir að Hvít-Rússar keppa á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári, ásamt Spáni og Sviss sem mætast í úrslitaleiknum í kvöld.

Vettel fremstur á ráslínu í sjöunda skipti á árinu

Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.188 úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum Mark Webber, en Lewis Hamilton varð þriðji á McLaren.

Ytri Rangá endaði í 10 löxum á opnunardaginn

Ytri Rangá opnaði í gær og komu 10 laxar á land víðsvegar um ána. Ægissíðufoss (ásamt Klöpp) var að venju sterkur og einnig Djúpós en þrír laxar komu upp af Rngárflúðunum og við munum hreinlega ekki eftir því að svo margir laxar hafi veiðst fyrir ofan foss í opnun.

Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum

Stórveiðikonan Hekla Sólveig Gísladóttir veiddi í gær, föstudag, stærsta laxinn sem fengist hefur í Elliðaánum í sumar. Hekla er 14 ára gömul og strax orðin vön veiðikona og hefur komið í Elliðaárnar áður og þekkir því nokkuð til.

Stjórnarformaður Swansea steinhissa á ásökunum Ipswich

Huw Jenkins stjórnarformaður Swansea segist ekki vita til þess að neitt ósætti sé milli félagsins og Ipswich Town. Þetta sagði Jenkins eftir að síðarnefnda félagið kvartaði yfir því til ensku úrvalsdeildarinnar og vildi setja félagið í félagaskiptabann.

Samkynhneigð ekki æskileg í nígeríska landsliðinu

Eucharia Uche, þjálfari nígeríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur undanfarin tvö ár reynt að útrýma samkynhneigð í landsliðinu. Nígería spilar sinn fyrsta leik á HM í Þýskalandi á sunnudag.

Birmingham samþykkir tilboð Sunderland í Craig Gardner

Miðjumaðurinn Craig Gardner sem lék með Birmingham síðustu tvö tímabil er að öllum líkindum á leið til Sunderland. Skysports fréttastöðin greinir frá því að Birmingham hafi samþykkt tilboð upp á 5 milljónir punda í leikmanninn.

Brasilískt skotmark Manchester United á skotskónum

Brasilíski sóknarmaðurinn Adryan skoraði draumamark á HM U-17 landsliða sem stendur yfir í Mexíkó. Markið var sigurmark í 1-0 sigri gegn Ástralíu og tryggði Brössum sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Vettel fremstur í flokki á lokaæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Fernando Alonso á Ferrari, sem er á heimavelli varð annar og liðfsfélagi hans Felipe Massa þriðji.

Andri Már og Valdís Þóra leiða

Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari.

Artest vill heita Metta World Peace

Körfuboltakappinn Ron Artest hjá Los Angeles Lakers fer sínar eigin leiðir og nú hefur hann formlega sótt um að breyta nafni sínu í "Metta World Peace."

Garðar: Var ekki sanngjarnt

Garðar Jóhannsson skoraði mark Stjörnunnar í kvöld en það dugði ekki til gegn ÍBV sem vann 2-1 sigur í leik liðanna í Pepsi-deild karla í kvöld.

Tryggvi: Verðskulduð þrjú stig

Tryggvi Guðmundsson var ánægður með stigin þrjú sem ÍBV fékk í kvöld fyrir 2-1 sigur á Stjörnunni á heimavelli.

Daníel: Trúi þessu ekki

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var hundsvekktur með að hafa tapað leiknum gegn ÍBV í kvöld á ódýru víti sem tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur í leik liðanna í kvöld.

Andri: Alls ekki orðinn góður af meiðslunum

Andri Ólafsson skoraði sigurmark ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Hann var þá nýkominn inn á sem varamaður en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu.

Ragnar fékk stig í fyrsta deildarleik sínum með HK

Ragnar Gíslason, þjálfari HK, nældi í sitt fyrsta stig með HK í kvöld í sínum fyrsta leik með liðið í deildinni. HK er með tvö stig í 1. deildinni eftir 1-1 jafntefli gegn ÍR í Kópavogi.

U-21 árs strákarnir styrktu krabbameinssjúk börn

Strákarnir í íslenska U-21 árs landsliðinu í knattspyrnu létu gott af sér leiða í dag er þeir styrktu átakið "Meðan fæturnir bera mig" um 300 þúsund krónur. Peningarnir renna til krabbameinssjúkra barna.

KA lagði Gróttu fyrir norðan

Grótta sótti ekki gull í greipar KA á Akureyrarvelli í kvöld. Heimamenn unnu góðan 1-0 sigur í fyrsta leik sínum á Akureyrarvelli í sumar.

Ætlar að vinna Messi og fara svo til AC Milan

Brasilíski landsliðsmaðurinn Ganso hjá Santos er æstur í að spila fyrir AC Milan og hefur nú beðið félagið um að kaupa sig. Áður en Ganso fer til Ítalíu stefnir hann á að vinna Lionel Messi.

Scott Carson á leið til Tyrklands

Markvörðurinn Scott Carson er á leið frá West Brom þar sem hann er við það að skrifa undir þriggja ára samning við Bursaspor. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Pele: Messi verður að skora meira en ég

Brasilíumaðurinn Pele segir að Lionel Messi verði að skora meira en 1283 mörk á ferlinum til að geta talist betri leikmaður en hann sjálfur var.

Gasperini tekur við Inter

Ítalska félagið Inter tilkynnti í dag að það hefði ráðið Gian Piero Gasperini sem þjálfara félagsins. Hann tekur við starfinu af Brasilíumanninum Leonardo sem verður íþróttastjóri hjá PSG.

Ciudad Real flytur sig væntanlega til Madrid

Flestir bendir til þess að spænska handboltastórveldið Ciudad Real sé að flytja til Madrid. Ekki hefur tekist að fá nóg af stórum stuðningsaðilum í bænum til þess að halda rekstrinum áfram þar.

Robson hafði mikil áhrif á Villas-Boas

Andre Villas-Boas, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Bobby Robson hafi haft mikil áhrif á sig á meðan sá síðarnefndi var stjóri Porto frá 1994 til 1996.

Valencia fagnar komu Young

Antonio Valencia óttast ekki að fá færri tækifæri hjá Manchester United eftir að félagið keypti Ashley Young frá Aston Villa í vikunni.

Umfjöllun: ÍBV vann á umdeildu víti

Andri Ólafsson reyndist hetja sinna manna í ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld þrátt fyrir að hafa spilað í aðeins tíu mínútur. Hann skoraði sigurmark ÍBV úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Lokatölur 2-1 fyrir ÍBV.

Alonso fljótastur á Ferrari

Fernando Alonso á Ferrari náði besta aksturstíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Hann varð á undan Lewis Hamilton á McLaren, Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji og Michael Schumacher á Mercedes fjórði samkvæmt frétt á autosport.com.

Kári fer til Ítalíu með Hearts

Kári Árnason mun fara í æfingaferð með skoska liðinu Hearts til Ítalíu en hann er nú laus allra mála eftir að hann var rekinn frá Plymouth.

Laxveiðinámskeið Veiðiheims í Elliðaánum.

Næstkomandi fimmtudag þann 30. júní fer fram laxveiðinámskeið í Elliðaánum. Farið verður yfir lífsferil laxa, veiðistaðalestur, allar helstu flugurnar, veiðiplanið og meðhöndlun á fiski. Einnig verður farið ítarlega yfir alla helstu veiðistaðina í Elliðaánum, bæði í myndum sem og gengið verður með neðri part ánna. Að loknum veiðistaðalestri verður svo farið í fluguköstin.

Ein öflugasta flugan í göngulax

Núna þegar laxinn er farinn að hellast í árnar er ágætt að taka fyrir eina gamla og góða flugu sem hefur reynst mönnum afskaplega vel við veiðar snemma á tímabilinu. Það er Collie Dog. Þessi fluga hefur verið mikið notuð hér á landi en notkun hennar þó minnkað mikið eftir að túbuvæðingin ýtti henni aðeins til hliðar.

Fljúgandi start í Ytri Rangá

Veiðar hófust í Ytri Rangá í morgun og laxinn var svo sannarlega mættur. Lax-á á er með sína fulltrúa á svæðinu, þá Stefán Pál Ágústsson og Stefán Sigurðsson. Stefán Sig var nú rétt í þessu að landa 12 punda hrygnu en nafni hans Ágústsson var enn fisklaus. Alls voru komnir 6 laxar á land en það er ein besta byrjun í Ytri Rangá í mörg ár.

30 laxar veiðst í Elliðaánum

Í morgun höfðu 30 laxar veiðist í Elliðaánum, en veiði hófst fyrr í vikunni. Þegar ritstjóra bar að í morgun var verið að taka annan kvóta morgunsins úr Fossinum.

Irving valinn fyrstur í nýliðavali NBA

Cleveland Cavaliers átti fyrsta valrétt í nýliðavali NBA og það kom fáum á óvart að félagið valdi leikstjórnandann Kyrie Irving frá Duke-háskólanum.

Andri: Langlíklegast að Kolbeinn fari til Ajax á næstu dögum

Andri Sigþórsson, bróðir og umboðsmaður Kolbeins Sigþórssonar, segir það ekki rétt sem komið hefur fram í hollenskum fjölmiðlum að líklegast sé að Kolbeinn verði áfram hjá AZ. Þvert á móti hafi Ajax lagt fram nýtt tilboð og langlíklegast að Kolbeinn fari til félagsins á allra næstu dögum.

Sjá næstu 50 fréttir