Fleiri fréttir

Heimir: Við vorum að skapa okkur fullt af dauðafærum

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með leik sinna manna eftir sannfærandi 2-0 sigur á Víkingum í Eyjum í dag. Eyjamenn voru mikið meira með boltann og Heimir talaði um að þetta hafi verið nánast fullkominn leikur hjá sínum mönnum.

Axel sigraði með yfirburðum í karlaflokki á fyrsta stigamótinu

Axel Bóasson úr Keili sigraði með yfirburðum á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröð GSÍ í golfi. Axel lék hringina tvo á Garðavelli á Akranesi á 7 höggum undir pari samtals og var hann sjö höggum betri en Arnar Snær Hákonarson úr GR sem lék á pari samtals. Stefán Már Stefánsson úr GR, sem var efstur eftir fyrri keppnisdaginn á -5 endaði á 2 höggum yfir pari og endað hann í þriðja sæti.

Umfjöllun: Framherjar Vals sáu um Blikana

Valsmenn unnu frábæran sigur, 2-0, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Matthías Guðmundsson og Hörður Sveinsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Valsmenn í leiknum, en þeir hafa verið nokkuð kaldir fyrir framan markið í sumar, spurning hvort framherjar Valsmanna séu komnir í gang.

Umfjöllun: Grétar skallaði KR aftur upp á toppinn

Grétar Sigfinnur Sigurðarson tryggði KR 2-1 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en KR komst aftur á toppinn með þessum sigri. Eyjamenn voru búnir að vera í rúma þrjá klukkutíma eftir sigur á Víkingi út í Eyjum.

Barcelona vann líka Meistaradeildina í handbolta

Handboltalið Barcelona fylgdi í dag í fótspor knattspyrnuliðs félagsins frá því í gær með því að tryggja sér sigur í Meistaradeild Evrópu. Barcelona vann öruggan þriggja marka sigur á Ciudad Real, 27-24, í uppgjör tveggja spænskra liða í úrslitaleiknum í Köln.

Andy Murray gæti þurft að draga sig úr keppni

Tenniskappinn, Andy Murray, komst í gær áfram í fjórðu umferð opna franska tennismótsins þegar hann bar sigur úr býtum gegn Þjóðverjanum, Michael Berrer, en sigurinn var honum dýr.

Birgir Leifur endaði í 25. til 31. sæti í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í 25. til 31. sæti á Telenet Trophy mótinu í Belgíu sem lauk í dag eftir að hafa leikið lokahringinn á pari vallarins. Birgir Leifur var þarna að keppa á sínu öðru móti á evrópsku Áskorendamótaröðinni en hann lék hringina fjóra á 288 höggum eða á pari vallarins.

Füchse vantar eitt stig í viðbót til að komast í Meistaradeildina

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin unnu öruggan níu marka sigur á HSG Wetzlar, 26-17, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Füchse-liðinu vantar því aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér þriðja sætið í deildinni og þar með öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Leikur Reading og Swansea sá verðmætasti

Samkvæmt útreikningum Deloitte er mikilvægasti leikur ársins úrslitaleikurinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni ef litið er á fjárhagslegan ávinning, en talið er að sá leikur sé 90 milljóna punda virði.

Tryggvi í byrjunarliðinu hjá ÍBV

Tryggvi Guðmundsson er í byrjunarliði ÍBV á móti Víkingi í Pepsi-deildinni en leikurinn hefst klukkan 16.00 á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum.

Sara Björk og Margrét Lára skoruðu báðar

Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru báðar á skotskónum í sænska kvennaboltanum í dag en úrslit leikja þeirra voru þó gerólík. Sara Björk og félagar í LdB FC Malmö unnu 5-0 stórsigur á Dalsjöfor en Margrét Lára og félagar í Kristianstad töpuðu 1-3 fyrir Umeå.

Rakel: Ríkir bjartsýni í hópnum

Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum.

Vettel vann fimmta kappaksturinn á tímabilinu

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull tryggði sér sigur í Mónakó-kappaksturinn í formúlu eitt í dag eftir hraða keppni við Spánverjann Fernando Alonso hjá Ferrari og Englendinginn Jenson Button hjá McLaren.

Sandra hélt hreinu í öruggum sigri Jitex

Sandra Sigurðardóttir og félagar hennar í Jitex unnu 3-0 sigur á Piteå í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.

Real Madrid að krækja í Coentrao

Real Madrid ætlar sér greinilega stóra hluti á leikmannamarkaðnum í sumar og forráðamenn félagsins eru þessa daganna í leit að nýjum leikmönnum fyrir næstkomandi tímabil.

Ágúst: Eigum raunhæfa möguleika á HM-sæti

Ágúst Þór Jóhannsson tók nýverið við þjálfun kvennalandsliðsins í handbolta ásamt Einari Jónssyni. Þeir fá nú það verkefni að koma Íslandi á næsta stórmót sem er HM í Brasilíu.

NBA: Fær LeBron að dekka Dirk í úrslitunum?

Það styttist nú óðum í að lokaúrslit NBA-deildarinnar hefjist þar sem mætast Miami Heat og Dallas Mavericks. Margir líta á þetta sem einvígi á milli hinna frábæru leikmanna LeBron James og Dirk Nowitzki sem eiga báðir eftir að kynnast því á farsælum ferli að verða NBA-meistari.

Nær Rhein-Neckar Löwen þriðja sætinu? - í beinni á Sporttv

Úrslitin ráðast í Meistaradeildinni í handbolta í dag og verður hægt að sjá bæði úrslitaleikinn og leikinn um þriðja sætið í beinni á Sporttv.is. Það verður alspænskur úrslitaleikur en áður munu Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen reyna að tryggja sér þriðja sætið.

Þórey Rósa: Samheldinn hópur í landsliðinu

Þórey Rósa Stefánsdóttir er nú aftur komin í íslenska landsliðið í handbolta eftir nokkra fjarveru. Reyndar hefur hún ekkert spilað síðan hún byrjaði að spila á meginlandi Evrópu fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Allt Barcelona-liðið fer á Shakiru-tónleika í kvöld

Gerard Pique tilkynnti það á twitter-síðu sinni í gær að Barcelona-liðið ætlaði að halda upp á sigur sinn í Meistaradeildinni í gær með því að fara á tónleika með Shakira á Ólympíuleikvanginum í Barcelona í kvöld.

LeBron James: Ég er ekki betri en Jordan

Scottie Pippen talaði um það í úrvarpsviðtali á ESPN á föstudaginn að LeBron James gæti hugsanlega verið besti körfuboltamaður sögunnar og þar með betri en Michael Jordan.

Bin Hammam dregur framboð sitt til baka

Sepp Blatter verður sjálfkjörinn forseti FIFA í komandi forsetakosningum FIFA eftir að mótframbjóðandi hans, Mohamed bin Hammam, dróg framboð sitt til baka. Blatter hefur verið forseti FIFA í þrettán ár.

Stóriðjutroð og ekkert majónes

Síðustu árin hefur Svali Björgvinsson hlotið mikla athygli fyrir frumlegar og bráðskemmtilegar lýsingar á körfuknattleiksleikjum í sjónvarpi. Rætt er við Svala í helgarblaði Fréttablaðsins og rifjuð upp eftirminnileg ummæli hans úr lýsingum.

Stefán Már á fimm höggum undir pari

GR-ingurinn Stefán Már Stefánsson hefur eins högga forskot efrir fyrri dag á Örninn golfmótinu sem er fyrsta mótið á Eimskipsmótatöðinni í golfi. Mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi um helgina og lýkur í dag.

Barcelona fór illa með United á Wembley - vann 3-1 sigur

Barcelona vann öruggan 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Barcelona-menn sýndu enn á ný að þar fer besta fótboltalið í heimi enda yfirspiluðu þeir Englandsmeistarana stóran hluta leiksins.

Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona

Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld.

Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt

Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley.

Vettel: Mikilvægt að vera fremstur á ráslínu

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi.

SVAK býður uppá lifandi leiðsögn á sinum veiðisvæðum

Nú er unnið að gerð leiðsagnar á formi myndbanda um öll veiðisvæðin sem eru í vefsölu SVAK. Verða fengnir veiðimenn sem þekkja svæðin vel til að tala inn þau. Á vaðið ríður Þóroddur Sveinsson og fer hann yfir öll 7 svæði Hörgár í jafnmörgum myndböndum. Myndböndin verða sett inn á síður svæðanna jafnóðum og þau eru tilbúin.

Sjá næstu 50 fréttir