GR-ingurinn Stefán Már Stefánsson hefur eins högga forskot efrir fyrri dag á Örninn golfmótinu sem er fyrsta mótið á Eimskipsmótatöðinni í golfi. Mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi um helgina og lýkur í dag.
Heiða Guðnadóttir úr Kili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru efstar í kvennaflokki en þær léku bæði hringinn á pari í gær.
Stefán Már hefur eins högg forskot á Axel Bóasson í Keili en alls léku átta kylfingar á undir pari í gær. Stefán fékk sex fugla í gær og aðeins einn skolla.
Mótið klárast í dag og er hægt að fylgjast með skori keppanda inn á heimasíðu golfsambandsins, www.golf.is.
Staða efstu manna eftir fyrri dag:Karlaflokkur:
1. Stefán Már Stefánsson, GR -5
2. Axel Bóasson, GK -4
3. Ólafur Már Sigurðsson, GR -3
3. Arnar Snær Hákonarson, GR -3
5. Kristján Þór Einarsson, GKJ -2
6. Haraldur Franklín Magnús, GR -1
6. Örvar Samúelsson, GA -1
6. Sigmundur Einar Másson, GKG -1
Kvennaflokkur:
1. Heiða Guðnadóttir, GKJ E
1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL E
3. Signý Arnórsdóttir, GK +1
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +1
5. Nína Björk Geirsdóttir, GKJ +3
6. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK +4
6. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +4
8. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +6
8. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +6
