Vettel: Tókum áhættu mörgum sinnum og það gerir sigurinn enn sætari 29. maí 2011 19:41 Verðlaunahafarnir í Mónakó í dag. Fernando Alonso. Sebastian Vettel og Jenson Button. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel á Red Bull vann sitt fimmta mót í Formúlu 1 á árinu, þegar hann kom fyrstur í endmark í Mónakó kappakstrinum í dag. Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren sóttu stíft að honum í lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Alonso varð annar og Button þriðji. Vettel er nú með gott forskot í stigamóti ökumanna. Hann er með 138 stig, en Lewis Hamilton hjá McLaren er með 85, Mark Webber hjá Red Bull 79, Button 69 og Alonso 69. „Það er erfitt að lýsa deginum. Tilfinningin er frábær, en ég hef séð hvað þarf til að vinna hérna. Keppnin var brjáluð í dag", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Það er erfitt að ímynda sér að hægt sé að keyra mót hérna á einu þjónustuhléi, en það gerðum við. Þjónustuhlé okkar gekk ekki nógu vel og við töpuðum sæti til Jenson, sem kom mér á óvart. Hann ók hratt á mýkri dekkjunum, en ég var á þeim harðari sem voru í boði." „Ég hugsaði með mér að gefast ekki upp til að minnka bilið. Útkoma öryggisbílsins hjálpaði okkur, en það var engin leikur að aka um 60 hringi á sömu dekkjunum. Það var ekki inn í myndinni! Við tókum margar áhættur og það gerir sigurinn í dag enn sætari." Þegar toppmennirnir höfðu lokið þjónustuhléum sínum var Vettel fyrstur. „Í lok mótsins voru dekkin hvergi nærri góð, en eina leiðin til að sigra var að klára dæmið á sömu dekkjum. Það var mikil pressa frá Fernando og Jenson og síðustu hringirnir hefðu verið erfiðir. En öryggisbíllinn kom út og við gátum því skipt um dekk." „Ég er mjög ánægður. Um tíma þegar ég var í öðru sæti og Jenson 15 sekúndum á undan, þá var sigur fjarri mér, en þetta er brjálaður staður. Rúllettunni var rúllað í gærkvöldi og snerist í keppninni líka. Ég er mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit og heiður að vera meðal þeirra sem hafa sigrað Mónakó mótið. Við áttum sigurinn skilinn, við tókum áhættu og uppskárum verðlaunin", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull vann sitt fimmta mót í Formúlu 1 á árinu, þegar hann kom fyrstur í endmark í Mónakó kappakstrinum í dag. Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren sóttu stíft að honum í lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Alonso varð annar og Button þriðji. Vettel er nú með gott forskot í stigamóti ökumanna. Hann er með 138 stig, en Lewis Hamilton hjá McLaren er með 85, Mark Webber hjá Red Bull 79, Button 69 og Alonso 69. „Það er erfitt að lýsa deginum. Tilfinningin er frábær, en ég hef séð hvað þarf til að vinna hérna. Keppnin var brjáluð í dag", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Það er erfitt að ímynda sér að hægt sé að keyra mót hérna á einu þjónustuhléi, en það gerðum við. Þjónustuhlé okkar gekk ekki nógu vel og við töpuðum sæti til Jenson, sem kom mér á óvart. Hann ók hratt á mýkri dekkjunum, en ég var á þeim harðari sem voru í boði." „Ég hugsaði með mér að gefast ekki upp til að minnka bilið. Útkoma öryggisbílsins hjálpaði okkur, en það var engin leikur að aka um 60 hringi á sömu dekkjunum. Það var ekki inn í myndinni! Við tókum margar áhættur og það gerir sigurinn í dag enn sætari." Þegar toppmennirnir höfðu lokið þjónustuhléum sínum var Vettel fyrstur. „Í lok mótsins voru dekkin hvergi nærri góð, en eina leiðin til að sigra var að klára dæmið á sömu dekkjum. Það var mikil pressa frá Fernando og Jenson og síðustu hringirnir hefðu verið erfiðir. En öryggisbíllinn kom út og við gátum því skipt um dekk." „Ég er mjög ánægður. Um tíma þegar ég var í öðru sæti og Jenson 15 sekúndum á undan, þá var sigur fjarri mér, en þetta er brjálaður staður. Rúllettunni var rúllað í gærkvöldi og snerist í keppninni líka. Ég er mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit og heiður að vera meðal þeirra sem hafa sigrað Mónakó mótið. Við áttum sigurinn skilinn, við tókum áhættu og uppskárum verðlaunin", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira