Fleiri fréttir

Þróttur vann sinn fyrsta sigur í sumar

Þróttur vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar þegar liðin vann Leikni 3-1 í lokaleik 3. umferðar. Þróttur var aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina en hoppaði upp um fjögur sæti með þessum góða sigri.

Spænskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni

Það verða spænsku liðin Ciudad Real og Barcelona sem spila til úrslita í Meistaradeildinni í handbolta en bæði lögðu þýska andstæðinga í undanúrslitaleikjum sínum í dag.

Valdes: United með betra sóknarlið en Barca

Victor Valdes, markvörður Barcelona, reyndi að setja pressu á lið Manchester United að sækja í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Valdes talaði um í viðtali fyrir leikinn að United sé með betra sóknarlið en Barcelona.

Komið að ensku liði að vinna í kvöld

Það hefur verið ákveðin hringrás í gangi í Meistaradeildinni undanfarin sex ár þar sem ensk, spænsk og ítölsk félög hafa skipts á að vinna Meistaradeildina. Þetta boðar gott fyrir ensku meistarana í Manchester United sem mæta Barcelona í úrslitaleiknum á Wembley í kvöld.

Hernandez: Ég er hjá besta klúbbi í heimi

Javier Hernandez er markahæsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Manchester United. Hernandez veit þó ekki hvort hann verði í byrjunarliðinu á móti Barcelona í kvöld þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Skagamenn einir með fullt hús eftir sigur á Selfossi

Skagamenn héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Selfossi í dag. ÍA hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu og er eina liðið með fullt hús þar sem að Fjölnismenn töpuðu á móti BÍ/Bolungarvík fyrir vestan.

Perez tognaður og með heilahristing

Sauber Formúlu 1 liðið sendi frá sér fréttatilkynningu vegna óhapps Formúlu 1 ökumannsins Sergio Perez í tímatökunni í Mónakó í dag. Perez var fluttur á Princess Grace spítalann í Mónakó eftir að hann skall harkalega á varnarvegg í brautinni.

Guardiola: Þeir hafa styrkinn og við höfum tæknina

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, býst við flottum fótbolta í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í kvöld og að þar fari uppgjör á milli tveggja ólíkra fótboltastíla. Leikur liðanna fer fram á Wembley og þar á Barcelona möguleika á að vinna annan úrslitaleikinn á þremur árum á móti Manchester United.

Sir Alex: Rooney og strákarnir miklu þroskaðari nú en 2009

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að lið sitt sé mun þroskaðra í dag en þegar það tapaði 0-2 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum. United fær annað tækifæri á móti Barcelona þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen tapaði fyrir Barcelona

Barcelona komst í dag í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 30-28 sigur á Rhein-Neckar Löwen í undanúrslitaleik liðanna í Lanxess Arena í Köln. Barcelona lagði gruninn að sigrinum með því að skora fimm mörk í röð um miðjan seinni hálfleik.

Vettel fljótastur í tímatökum sem töfðust vegna óhapps

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Mónakó kappakstursbrautinni í dag. Tímatakan tafðist mikið vegna óhapps sem henti Sergio Perez hjá Sauber í lok tímatökunnar. Perez skall harkalega á varnarvegg og stöðvaðist tímatakan í langan tíma af þeim sökum á meðan hugað var að Perez.

Gervinho inn í myndinni hjá bæði Arsenal og Liverpool

Fílabeinsstrendingurinn Gervinho gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina í sumar því bæði Arsenal og Liverpool hafa bæði mikinn áhuga á að kaupa þennan 24 ára framherja frá franska liðinu Lille.

Hiddink er til í að skoða tilboð frá Chelsea

Guus Hiddink, núverandi þjálfari tyrkneska landsliðsins, hefur ekki lokað á þann möguleika á að snúa aftur á Stamford Bridge og setjast aftur á stjórastólinn hjá Chelsea ef marka má frétt Sky Sports í dag.

Meistaradeildin í handbolta í beinni á SportTV.is

SportTV.is verður með beina útsendingu frá því þegar úrslitin ráðast í Meistaradeildinni í handbolta um helgina en undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og úrslitaleikurinn er síðan spilaður á morgun.

Rooney: Stóð upp og klappaði fyrir Barcelona

Wayne Rooney, framherji Manchester United, var einn af mörgum sem sá Barcelona-liðið yfirspila erkifjendur sína í Real Madrid í fyrsta Clasico-leiknum á tímabilinu. Barcelona vann leikinn 5-0 á Nou Camp og Rooney hefur sagt frá sinni upplifun af leiknum.

Guardiola: Rétt hjá Ferguson að fá mig ekki til United

Sir Alex Ferguson og Pep Guardiola mætast með lið sín í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld en fyrir tíu árum voru ágætar líkur á því að Pep Guardiola myndi spila fyrir Ferguson hjá Manchester United.

Pippen: LeBron gæti orðið betri en Michael Jordan

Scottie Pippen hristi vel upp í netheimum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið með athyglisverða yfirlýsingu í útvarpsviðtali hjá ESPN í gær. Pippen var þá að bera saman þá LeBron James og Michael Jordan.

Kevin McHale tekur við Houston-liðinu

Kevin McHale hefur samið við NBA-liðið Houston Rockets um að verða næsti þjálfari liðsins en hann gerði þriggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. McHale tekur við af Rick Adelman sem hefur þjálfað Rockets-liðið síðan 2007.

Höfum lagað mistökin frá 2009

Hápunktur knattspyrnuvertíðarinnar verður í kvöld, þegar Manchester United og Barcelona eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. United er að spila sinn þriðja úrslitaleik á fjórum árum en liðið tapaði einmitt fyrir Barcelona þegar liðin mættust í úrslitaleiknum árið 2009.

Búnir að hugsa um Barcelona í tvær vikur

Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer fram í Köln um helgina. Í undanúrslitum mætast Ciudad Real og Hamburg annars vegar og Barcelona og Rhein-Neckar Löwen hins vegar. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikurinn á morgun.

Vertíðin hefst á Garðavelli í dag

Keppnistímabilið hjá afrekskylfingum landsins hefst með formlegum hætti í dag. Leiknar verða 36 holur eða tveir hringir á Eimskipsmótaröðinni og fer fyrsta mótið fram á Garðavelli á Akranesi og nefnist það Örninn golfmótið.

Boltavarpið: Selfoss - ÍA í beinni

Vísir er með beina netvarpslýsingu frá viðureign Selfoss og ÍA í 3. umferð 1. deildar karla. Skagamenn eru búnir að vinna fyrstu tvo deildarleiki sína í sumar en Selfyssingar unnu bikarleik liðanna á dögunum í vítakeppni.

Hjákona Giggs flýr land vegna líflátshótana

Fyrrum hjákona Ryan Giggs, Imogen Thomas, hefur ákveðið að flýja land eftir að hafa fengið fjölda líflátshótana síðustu daga. Hermt er að reiðir stuðningsmenn Man. Utd standi á bak við hótanirnar sem meðal annars hafa verið sendar á Twitter-samskiptasíðunni.

Ancelotti verður áfram í Englandi

Carlo Ancelotti, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, ætlar að halda kyrru fyrir í Englandi en hann hefur til að mynda verið orðaður við stjórastöðuna hjá QPR.

AGK á leiðinni í Legoland

Þegar bandarísk lið lyfta meistaratitli þá er hefðin að fara í Disney-land. Í Danmörku fara menn í Legoland.

Barca og United eiga sex leikmenn í liði ársins

Knattspyrnusamband Evrópu birti í dag lið ársins í Meistaradeild Evrópu en henni lýkur annað kvöld þegar að Manchester United mætir Barcelona á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Leikmenn Man. Utd fóru í leikhús í gær

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur gert sitt besta í vikunni til þess að þjappa liði sínu saman fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona á morgun.

Íris Ásta á leið til Álaborgar

Skyttan örvhenta í Íslandsmeistaraliði Vals, Íris Ásta Pétursdóttir, er á leiðinni til Álaborgar þar sem hún verður til reynslu í vikutíma.

Benzema vill vera áfram hjá Real Madrid

Karim Benzema, franski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid, vill alls ekki yfirgefa spænska stórliðið þrátt fyrir að hann hafi verið í vandræðum með að vinna sér sæti í byrjunarliðinu síðan að hann var keyptur frá Lyon fyrir 35 milljónir evra sumarið 2009.

Ferguson: Snýst ekki um hefnd

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í dag að úrslitaleikurinn gegn Barcelona á morgun snúist ekki um að hefna fyrir tapið í Rómarborg árið 2009.

Vidic verður stoltur fyrirliði á morgun

Nemanja Vidic segist vera ánægður og stoltur yfir því að fá að leiða sína menn út á völlinn þegar að lið hans, Manchester United, mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun.v

Heinze er á förum frá Marseille

Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Heinze er á förum frá franska liðinu Marseille og ætlar að finna sér nýtt félag í sumar. Heinze, sem er fyrrum leikmaður Manchester United er að klára sitt annað tímabil hjá Marseille eftir að hafa komið þangað frá Real Madrid sumarið 2009. Hann ætlar ekki að spila áfram í Frakklandi.

Sjá næstu 50 fréttir