Fleiri fréttir

Massa: Alonso með ásana í hendi

Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag.

Pienaar fer frítt frá Everton

David Moyes, stjóri Everton, hefur játað sig sigraðan í baráttunni um að fá Steven Pienaar til þess að skrifa undir nýjan samning við félagið. Pienaar mun því fara frítt frá félaginu næsta sumar.

Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli

Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna.

Allt í góðu hjá Forlan og Flores

Diego Forlan hefur ítrekaður verið sagður á förum frá Atletico Madrid en sjálfur segist hann ekki vera að fara neitt þó svo áhugi stórliða á honum sé mikill.

Hvað segja keppinautar Vettels um stöðuna?

Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton.

Vettel: Gæti ekki verið í betri stöðu

Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton

Forseti Sampdoria er með Cassano-vírusinn

Ricardo Garrone, forseti Sampdoria, hefur engan áhuga á því að sættast við framherjann Antonio Cassano en Sampdoria sækir nú mál fyrir dómstólum svo það geti sagt upp samningnum við leikmanninn.

Telma og Ingólfur tvöfaldir meistarar í kumite

Íslandsmeistaramótið í kumite, annarri af tveimur keppnisgreinum í karate, fór fram í dag í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum. Margir glæsilegar bardagar áttu sér stað og enduðu sumir í framlengingu.

Sigur hjá Þóri en tap hjá Aroni og félögum

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Hannover Burgdorf máttu þola tap, 22-25, gegn Göppingen í kvöld. Leikurinn var í járnum lengst af en Göppingen var sterkara á lokasprettinum og tryggði sér sigur.

Stoke vann sannfærandi sigur á Liverpool

Vandræðagangur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag er liðið tapaði fyrir Stoke, 2-0. Sigur Stoke var fyllilega sanngjarn enda var liðið mun sterkara nær allan leikinn.

Mancini finnur ekki fyrir pressunni

Breskir fjölmiðlar segja að það sé heitt undir Roberto Mancini, stjóra Man. City, eftir markalausa jafnteflið gegn Birmingham í dag. Sjálfur segist Mancini ekki vera undir neinni pressu.

Holloway skipti út öllu byrjunarliðinu

Ian Holloway, stjóri Blackpool, gaf enska knattspyrnusambandinu langt nef í dag þegar hann gerði ellefu breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn West Ham. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Metin féllu á ÍM í dag

Fimmta hluta Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug er lokið eftir spennandi keppni. Eins og við var að búast féllu met í þessum keppnishluta eins og í þeim fyrri.

Ragna komin í úrslit

Ragna Ingólfsdóttir mun keppa til úrslita í einliðaleik á Iceland International en hún tryggði sér sæti í úrslitaleiknum nú rétt áðan.

Logi: Mikill léttir að vinna þennan leik

"Við erum hrikalega ánægðir með þennan sigur í dag. Þetta var ekki frábær leikur hjá okkur en við unnum. Ég er ógeðslega ánægður með það," sagði Logi Geirsson við Þorkel Sigurbjörnsson hjá Rúv eftir sigur FH á Val í dag.

Ernir Hrafn: Lykilmenn eru að klikka

Valsarinn Ernir Hrafn Arnarson var brúnaþungur eftir sjötta tap Vals í N1-deild karla. Valur hefur ekki enn unnið leik í deildinni og það er mikil krísa á Hlíðarenda.

Botnlið Vals engin fyrirstaða fyrir FH

FH komst aftur á sigurbraut í N1-deild karla í dag er liðið vann góðan útisigur á Val, 26-30, en FH leiddi með tveim mörkum í leikhléi, 13-15.

Jóhannes Karl aftur kominn í lið Huddersfield

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Huddersfield í dag er það tapaði fyrir Oldham, 1-0, í ensku C-deildinni í dag. Jóhannes hefur mátt verma bekkinn mikið síðustu vikur en er aftur kominn í liðið.

Dapurt gengi Íslendingaliðanna í ensku B-deildinni

Aron Einar Gunnarsson var frekar óvænt á bekknum hjá Coventry í dag er liðið sótti Crystal Palace heim í ensku B-deildinni. Aron Einar lék síðustu 25 mínútur leiksins sem Palace vann, 2-0.

Ferguson: Við vorum allt of lengi í gang

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var þakklátur fyrir stigið gegn Aston Villa í dag og viðurkenndi að sitt lið hefði verið í tómu bulli áður en það kom til baka með stæl og jafnaði leikinn.

Sigurbergur skoraði þrjú í tapleik

Sigurbergur Sveinsson skoraði þrjú mörk fyrir Rheinland er liðið tapaði á heimavelli fyrir Lemgo, 19-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Sigur hjá AGK en jafntefli hjá Ingimundi og félögum

Danska ofurliðið AG Köbenhavn er komið með þriggja stiga forskot á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir stórsigur á Aarhus í dag, 34-25. Liðin voru í efstu tveim sætum deildarinnar fyrir leikinn og eru það enn.

Houllier: Nýttum færin ekki nógu vel

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, gat verið stoltur af því hversu vel hans leikmenn léku gegn Man. Utd í dag. Að sama skapi var það afar svekkjandi fyrir Houllier að horfa á sína menn missa forskotið niður eftir að hafa spilað vel.

Haye mun flýja land ef hann tapar í kvöld

Það er hörkuþungavigtarbardagi í Bretlandi í kvöld þegar hinn kjaftfori David Haye mætir Audley Harrison í hringnum. Haye hefur verið yfirlýsingaglaður eins og venjulega fyrir bardagann.

Vettel fljótastur og getur orðið yngsti heimsmeistari sögunnar

Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir lokamótið Formúlu 1 mótaraðarinnar sem verður í Abu Dhabi á sunnudag. Hann varð brotabrotum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Fernando Alonso varð þriðji. Fjórði maðurinn í kapphlaupinu um meistaratitilinn, Mark Webber á Red Bull varð fimmti.

Frábær endurkoma hjá Man. Utd

Eftir að hafa verið nær meðvitundarlausir í tæpar 80 mínútur rifu leikmenn Man. Utd sig upp gegn Aston Villa. Unnu upp tveggja marka forskot Villa og tryggðu sér jafntefli, 2-2.

Auðunn varð í áttunda sæti á HM

Kópavogströllið Auðunn Jónsson varð í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í dag. Auðunn keppti í plús 125 kg þyngdarflokki.

Leikaraskapur er að drepa fótboltann

Hinn afar málglaði leikmaður Tottenham, Benoit Assou-Ekotto, er orðinn þreyttur á leikmönnum sem kasta sér ítrekað í grasið án ástæðu og segir að þeir séu að eyðileggja íþróttina.

Hodgson er ekki nógu ánægður með Johnson

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er alls ekki nógu ánægður með bakvörðinn Glen Johnson. Hodgson segir að frammistaða hans í vetur sé ekki í alþjóðlegum gæðaflokki.

Tiger búinn að missa af lestinni í Ástralíu

Það er orðið endanlega ljóst að Tiger Woods nær ekki að verja titil sinn á ástralska meistaramótinu í golfi. Tiger fór þriðja hringinn á 71 höggi og er 10 höggum á eftir efsta manni, Adam Bland, fyrir lokadaginn.

Bendtner verður að vera þolinmóður

Daninn Nicklas Bendtner er orðinn ansi þreyttur á bekknum hjá Arsenal og hefur látið í það skína að hann ætli sér að yfirgefa félagið fái hann ekki fleiri tækifæri.

Ragna komst auðveldlega i undanúrslit

Ragna Ingólfsdóttir tryggði sig í morgun inn í undanúrslitin í einliðaleik kvenna á Iceland International-mótinu sem fram fer í TBR-húsunum um helgina.

Ekki velja Rooney í landsliðið

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur beðið Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, um að velja ekki Wayne Rooney í enska landsliðið sem mætir Frökkum í vináttulandsleik á miðvikudag.

Vettel og Webber fremstir á lokaæfingunni

Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Abu Dhabi í dag. Vettel var 0.133 sekúndum á undan Webber, en Lewis Hamilton var 0.584 á eftir, en Fernando Alonson fjórði. Þessir kappar eru í titilslagnum um um helgina.

Enn og aftur kom Utah til baka og vann

Gott gengi Utah Jazz í NBA-deildinni hélt áfram í nótt er liðið vann sinn fjórða leik í röð. Að þessu sinni lagði liðið Atlanta Hawks.

Pavel fór á kostum í öruggum sigri KR - myndir

Pavel Ermolinskij átti mjög góðan leik með KR í DHL-höllinni í gærkvöldi þegar liðið vann 23 stiga sigur á Njarðvík, 92-69. Pavel skoraði 35 stig, tók 13 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leiknum. Pavel hitti úr 10 af 16 skotum sínum utan af velli og setti niður 12 af 13 vítum sínum

Sjá næstu 50 fréttir