Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli 14. nóvember 2010 00:01 Christian Horner hjá meistaraliði Red Bull og Martin Whitmarsh ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira