Hamilton: Átti ekki von á sigri 26. júlí 2009 15:24 Lewis Hamilton hafði ekki unnið mót frá því í fyrra, en vann öruggan sigur í Búdapest í dag. Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull. Hamilton varð ekki ógnað eftir að Fernando Alonso féll úr leik þegar hann missti framhjól undan bílnum í þjónustuhlé, eftir að hafa verið í forystu og eftir að hafa komist laglega framúr Webber í upphafi mótsins. "Það er frábær tilfinning að sigra á ný og McLaren er komið á beinu brautina. Ég er stoltur af liðinu og allir hafa lagst á eitt að ná þessu marki, eftir slakt gengi á árinu", sagði Hamilton eftir sigurinn. "Ég átti ekki vona á sigri um þessa mótshelgi. Ég hélt við hefðum ekki hraðann til þess, en bíllinn var frábær í dag. En við verðum að framþróa bílinn og berjast í þeim mótum sem eftir eru. Það er ekki okkar stíll að leggja árar í bát á miðju tímabili", sagði Hamilton. Orð sem gætu hrætt Red Bull og McLaren menn, sem hafa til þessa barist um meistaratitlanna tvo. Jenson Button sem leiðir mótið, gekk fremur illa og var í vandræðum með dekkin alla keppnina. Hann er nú 18,5 stigum á undan Webber í stigamóti ökumanna, en Sebastian Vettel sem var annar í stigamótinu féll úr leik vegna bilunnar í bílnum. Sjá stigastöðuna Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull. Hamilton varð ekki ógnað eftir að Fernando Alonso féll úr leik þegar hann missti framhjól undan bílnum í þjónustuhlé, eftir að hafa verið í forystu og eftir að hafa komist laglega framúr Webber í upphafi mótsins. "Það er frábær tilfinning að sigra á ný og McLaren er komið á beinu brautina. Ég er stoltur af liðinu og allir hafa lagst á eitt að ná þessu marki, eftir slakt gengi á árinu", sagði Hamilton eftir sigurinn. "Ég átti ekki vona á sigri um þessa mótshelgi. Ég hélt við hefðum ekki hraðann til þess, en bíllinn var frábær í dag. En við verðum að framþróa bílinn og berjast í þeim mótum sem eftir eru. Það er ekki okkar stíll að leggja árar í bát á miðju tímabili", sagði Hamilton. Orð sem gætu hrætt Red Bull og McLaren menn, sem hafa til þessa barist um meistaratitlanna tvo. Jenson Button sem leiðir mótið, gekk fremur illa og var í vandræðum með dekkin alla keppnina. Hann er nú 18,5 stigum á undan Webber í stigamóti ökumanna, en Sebastian Vettel sem var annar í stigamótinu féll úr leik vegna bilunnar í bílnum. Sjá stigastöðuna
Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira