Hamilton vonast til að ná forystu 26. júlí 2009 08:57 Lewis Hamilton hefur trú á því að hann geti náð fyrsta sæti eftir fyrstu beygju í ræsingunni í Búdapest í dag. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er fjórði á ráslínu fyrir kappaksturinn í Búdapest í dag. Hann kveðst vonast eftir að ná forystu, þar sem hann er með KERS búnað í bílnum sem gefur honum 80 auka hestöfl umfram þrjá fremstu ökumennina. Fernando Alonso, Sebastian Vettel og Mark Webber eru fremstir, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er áttundi á ráslínu á braut sem erfitt er að fara framúr á. "Síðasti hringurinn minn í tímatökum var ekki nógu góður. Ég hefði kannski getað náð enn framar með betri hring. Fjórða sætið er góður árangur og gott að keppa á toppnum á ný. Ég er með aukaafl sem ég ætla að nýta mér til að reyna komast í fyrsta sæti í ræsingunni", sagði Hamilton um keppni dagsins. Bein útsending er frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag og í upphitun verður farið yfir slys sem henti Felipe Massa í tímatökum í gær. Hann liggur höfuðkúpubrotinn á spítala í Búdapest.Sjá brautarlýsingu og rásröð Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er fjórði á ráslínu fyrir kappaksturinn í Búdapest í dag. Hann kveðst vonast eftir að ná forystu, þar sem hann er með KERS búnað í bílnum sem gefur honum 80 auka hestöfl umfram þrjá fremstu ökumennina. Fernando Alonso, Sebastian Vettel og Mark Webber eru fremstir, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er áttundi á ráslínu á braut sem erfitt er að fara framúr á. "Síðasti hringurinn minn í tímatökum var ekki nógu góður. Ég hefði kannski getað náð enn framar með betri hring. Fjórða sætið er góður árangur og gott að keppa á toppnum á ný. Ég er með aukaafl sem ég ætla að nýta mér til að reyna komast í fyrsta sæti í ræsingunni", sagði Hamilton um keppni dagsins. Bein útsending er frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag og í upphitun verður farið yfir slys sem henti Felipe Massa í tímatökum í gær. Hann liggur höfuðkúpubrotinn á spítala í Búdapest.Sjá brautarlýsingu og rásröð
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira