Fleiri fréttir

Grétar Sigfinnur: Áttum ekki að fá á okkur mark

Grétar Sigfinnur Sigurðarson fyrirliði KR hefur leikið þrjá Evrópuleiki á ferlinum og skorað í þeim tvö mörk en vildi lítið dvelja við það enda ósáttur við að landa ekki sigri gegn Basel í kvöld.

Toure: Manchester City getur unnið titilinn

Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure, nýjasti liðsmaður Manchester City, hefur fulla trú á því að félagið geti látið til sín taka strax á næstu leiktíð og svo unnið ensku úrvalsdeildinni í náinni framtíð.

Neville gagnrýnir eltingarleik City á eftir Lescott

Fyrirliðinn Phil Neville hjá Everton er allt annað en sáttur með kaupæði forráðamanna Manchester City í sumar og þá síst af öllu hvernig þeir neita að gefast upp á að fá Joleon Lescott varnarmann og liðsfélaga Neville hjá Everton.

Smá bakslag í endurkomu Rosicky

Miðjumaðurinn Tomas Rosicky hjá Arsenal hefur hægt og bítandi verið að ná sér eftir erfið meiðsli sem héldu honum lengi utan vallar en spilaði til að mynda á dögunum sinn fyrsta leik í átján mánuði þegar Arsenal mætti Barnet.

Keflvíkingar slógu FH-inga út úr bikarnum annað árið í röð

Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn.

Murphy vill enda ferilinn hjá Fulham

Fyrirliðinn Danny Murphy hjá Fulham hefur staðfest að hann sé nálægt því að skrifa undir samning við Lundúnafélagið til ársins 2011 en miðjumaðurinn gamalreyndi hefur verið sterklega orðaður við bæði Birmingham og Stoke í sumar.

Redknapp útilokar ekki að fá Huntelaar

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham viðurkennir að hann sé enn ekki búinn að gefa upp alla von á að landa framherjanum Klaas-Jan Huntelaar til Lundúnafélagsins í sumar.

Wenger ætlar ekki að flýta sér að eyða City-peningunum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki áhyggjur af því að liðið geti ekki keppt um enska meistaratitilinn þrátt fyrir að hann sé búinn að selja miðvörðinn Kolo Toure og framherjann Emmanuel Adebayor til Manchester City.

Fram - Fylkir 2-0: Umfjöllun

Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram.

Umfjöllun: Barátta innan sem utan vallar í Kópavogi

Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni.

Ólafur var ekkert að segja frá að hann væri veikur

Ólafur Guðmundsson, stórskytta úr FH, ætlaði ekkert að láta veikindi stoppa sig í að spila undanúrslitaleikinn á móti Túnis í gær. Ólafur skoraði tíu mörk í leiknum og átti frábæran leik.

Hleb valdi á endanum að fara til Stuttgart

Hvítrússinn Alexander Hleb er kominn á fornar slóðir því hann gekk í dag til liðs við þýska félagið Stuttgart á árs löngum lánssamningi frá Barcelona.

Enn 250 miðar eftir á leik KR og Basel í kvöld

KR og Basel mætast í fyrri leik sínum í þriðju umferð Evrópudeildar UEFA á KR-velli í kvöld og því mikil eftirvænting í Vesturbænum enda stóð KR sig frábærlega í síðustu umferð með því að slá gríska liðið Larissa úr keppni.

Endurkoma Schumachers frábær fyrir íþróttina

Ralf Schumacher, bróðir Michael Schumacher telur að endurkoma hans sé frábær lyftistöng fyrir íþróttina eftir margar neikvæðir fréttir af íþróttinni síðustu vikurnar.

Alonso biður um að vera settur á sölulista

Samkvæmt breskum og spænskum fjölmiðlum í morgun hefur miðjumaðurinn Xabi Alonso hjá Liverpool lagt inn skriflega beiðni til forráðamanna félagsins um að vera settur á sölulista.

Gunnleifur: Þetta er hápunktur knattspyrnusumarsins í Kópavogi

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú loksins kominn með leikmheimild með HK að nýju eftir ævintýri með FC Vaduz og snýr til baka í kvöld í stærsta leik sumarsins hjá Kópavogsbúum Þegar erkifjendurnir HK og Breiðablik mætast í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins á Kópavogsvelli.

FH og Valur skipta á Matthíasi og Ólafi Pál

Valsmenn tilkynntu á opinberri heimasíðu sinni seint í gærkvöldi um að félagið hefði náð samningum við FH um leikmannaskipti á Matthíasi Guðmundssyni til Vals og Ólafi Pál Snorrasyni sem fer í skiptunum til FH.

Hrafnhildur setti Íslandsmet - Ragnheiður nálægt sínu besta

Íslenska sundfólkið fer afar vel af stað á Heimsmeistaramótinu í sundi sem nú fer fram í Rómarborg á Ítalíu. Í morgun setti Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi þegar hún synti á tímanum 2:31,39 en gamla metið hennar var 2:32,29 og því um stórbætingu að ræða.

Zola vonast enn til þess að krækja í Balotelli

Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham segist hafa gert allt sem í sínu valdi standi til þess að sannfæra forráðamenn Inter um að lánssamningur fyrir framherjann efnilega Mario Balotelli myndi hagnast báðum aðilum.

Elano genginn til liðs við Galatasaray

Forráðamenn Manchester City eru ekki bara að kaupa leikmenn því í dag var staðfest að Brasilíumaðurinn Elano væri á förum frá félaginu og hefði þegar samþykkt samningstilboð frá Galatasaray í Tyrklandi.

Sir Alex: Ætli þeir verði ekki bara að nota Ronaldo í miðverðinum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sérstaklega gaman af því þessa daganna að gagnrýna kaupæði félaga eins og Manchester City og Real Madrid en þangað fóru tveir af bestu leikmönnum hans í sumar - Cristiano Ronaldo til Real og Carlos Tevez til City.

Strákarnir í 19 ára landsliðinu spila um gullið í Túnis

Strákarnir í 19 ára landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á HM í Túnis með 33-31 sigri á heimamönnum í undanúrslitaleiknum í kvöld. Íslenska liðið lenti mest fimm mörkum undir en kom sterkt til baka og vann glæsilegan sigur.

Bayern skoraði fjögur mörk gegn AC Milan í kvöld

Bayern Munchen tryggði sér sæti í úrslitaleik Audi-bikarsins á móti Manchester United á morgun með því að vinna 4-1 sigur á ítalska liðinu AC Milan í kvöld. Tvö marka Bayern komu á tveimur síðustu mínútum leiksins.

Ólafur Þór Gunnarsson í markið hjá Fylkismönnum

Ólafur Þór Gunnarsson mun taka fram markmannshanskana á ný og verja mark Fylkismanna það sem eftir lifir af tímabilinu en Fjalar Þorgeirsson markvörður liðsins, handarbrotnaði í síðasta leik.

Schumacher mætir til leiks í stað Massa

Michael Schumacher mun keppa í staðinn fyrir Felipe Masssa í kappakstrsmótinu í Valencia á Spáni í lok ágúst. Þetta var staðfest í dag af Schumacher, en orðrómi um þetta efni var neitað í gær af umboðsmanni hans.

Sjá næstu 50 fréttir