Fleiri fréttir

Jóhanna Gerða setti Íslandsmet í Frakklandi

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, setti í dag nýtt glæsilegt Íslandsmet í 200 metra baksundi þegar hún synti á 2:18,88 mínútum á sterku sundmóti í Sarcelles í Frakklandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Ægiringa.

Ólafur og félagar í Ciudad komust í bikarúrslitin

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real komust i kvöld í úrslit i spænsku bikarkeppninnar í handbolta þegar liðið vann 33-29 sigur á CAI BM Aragón í undanúrslitaleiknum. Ciudad Real mætir Barcelona í úrslitaleiknum á morgun.

Pálmi Rafn tryggði Stabæk jafntefli í opnunarleiknum

Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason tryggði norsku meisturunum í Stabæk stig út úr fyrsta leik tímabilsins þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í opnunarleik norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Rakel komin aftur af stað eftir höfuðhöggið

Rakel Hönnudóttir er komin aftur af stað eftir höfuðhöggið sem hún fékk í landsleiknum á móti Kína á miðvikudaginn og í dag lék hún æfingaleik með danska liðinu Bröndby.

Viktor og Fríða Rún Íslandsmeistarar í fjölþraut

Viktor Kristmannsson og Fríða Rún Einarsdóttir, bæði úr Gerplu urðu í kvöld Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum. Viktor varð meistari sjöunda árið í röð en Fríða Rún var að vinna í fyrsta sinn.

Wenger: Verðum betri og betri með hverjum leik

„Við erum alltaf að verða betri og betri með hverjum leik. Við hefðum getað skorað miklu fleiri mörk í dag," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir 4-0 sigur liðsins á Blakcburn í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Víti Hönnu í leikslok tryggði Haukum stig

Hanna Guðrún Stefánsdóttir tryggði Haukunm 30-30 jafntefli á móti Val í N1 deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í dag. Þetta var tíunda mark Hönnu í leiknum en hún skoraði það úr vítakasti í lok leiksins.

Ekki góður dagur hjá Grétari Rafni og Hermanni

Þetta var ekki góður dagur fyrir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Bolton tapaði 1-3 fyrir Fulham á heimavelli og Portsmouth missti frá sér sigur í uppbótartíma á móti Middlesbrough.

Jóhannes Karl innsiglaði stórsigur Burnley

Jóhannes Karl Guðjónsson innsiglaði 5-0 stórsigur Burnley á Notthingham Forrest í ensku B-deildinni í dag aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Grindavík og Snæfell komin 1-0 yfir eftir heimasigra

Grindavík og Snæfell eru bæði komin 1-0 yfir í einvígum sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla eftir örugga heimasigra í dag. Grindavík vann 34 stiga sigur á ÍR, 112-78, en Snæfell vann bikarmeistara Stjörnunnar með 12 stigum, 93-81.

Arsenal upp fyrir Aston Villa - vann Blackburn 4-0

Arsenal-menn komust upp fyrir Aston Villa í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sannfærandi 4-0 sigur á Blackburn í dag. Everton er heldur ekki langt undan eftir 3-1 sigur á Stoke.

Crewe vann mikilvægan sigur á útivelli

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe Alexandra unnu mikilvægan útisigur á Colchester United í ensku C-deildinni í dag. Colchester var níu sætum og fimmtán stigum ofar en Crewe í töflunni fyrir leikinn.

Ferguson: Við vorum betra liðið í leiknum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þótti úrslit leiks Manchester United og Liverpool í dag ekki gefa rétta mynd af leiknum en Liverpool vann þá 4-1 sem var fyrsti sigur félagsins á Old Trafford í fimm ár.

Benitez: Stoltur og ánægður með mitt lið í frábærum leik

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum fyrir að hafa aldrei misst trúna þegar liðið vann 4-1 sigur á Manchester United á Old Trafford í dag. Liverpool lenti 1-0 undir á útivelli á móti liði sem var búið að vinna ellefu deildarleiki í röð.

Stærsta heimatap United í sögu úrvalsdeildarinnar

Manchester United hefur aldrei tapað stærra á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni en liðið gerði á móti Liverpool í stórslagnum á Old Trafford í dag. United hafði tvisvar tapað 0-3 en aldrei 1-4.

Arna Sif með þrettán mörk í sigri HK á Gróttu

Arna Sif Pálsdóttir skoraði 13 mörk fyrir HK í 35-30 útisigri á Fylki í N1 deild kvenna í dag. HK var 20-14 yfir í hálfleik. Arna Sif skoraði aðeins tvö af þrettán mörkum sínum úr vítaköstum.

Heldur spennan áfram í leikjum Snæfells og Stjörnunnar?

Fyrsti leikur einvígis Snæfells og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Snæfell endaði í 3. sæti og Stjarnan í því sjötta en bæði lið hafa spilað mjög vel eftir áramót.

Gerrard: Við spiluðum eins og menn í dag

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var að sjálfsögðu afar kátur eftir 4-1 stórsigur Liverpool á Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í dag.

Vinna Grindvíkingar ÍR-ingar í fjórða sinn í röð?

Fyrsti leikur einvígis Grindavíkur og ÍR í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Röstinni í Grindavík. Grindavík endaði í 2. sæti en ÍR í því sjöunda líkt og þegar þeir slógu út KR-inga í átta liða úrslitunum í fyrra.

Liverpool með fullt hús á móti United og Chelsea

Liverpool vann alla fjóra leiki sína á móti Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þar af báða leikina á þessu ári með tveggja marka mun eða meira. Markatala Liverpool í þessum fjórum leikjum er 9-2 Liverpool í hag.

Liverpool vann Englandsmeistarana 4-1 á Old Trafford

Liverpool minnkaði forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4-1 stórsigri í leik liðanna á Old Trafford í dag. Fernando Torres, Steven Gerrard, Fábio Aurélio og Andrea Dossena skoruðu mörkin eftir að Cristiano Ronaldo kom United í 1-0.

Guðlaugur Þór og Sigurður Kári spá báðir sínum liðum sigri

Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson voru í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni á Stöð 2 Sport 2 í upphitun fyrir leik Manchester United og Liverpool. Þeir spáðu báðir sínum liðum sigri í leiknum sem er hefjast á Old Trafford.

Mikið breytt á aðeins 64 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að minnast á gengi Liverpool eftir að Rafael Benitez gagnrýndi harðlega að Sir Alex Ferguson, stjóri Liverpool, kæmist alltaf upp með meira en allir hinir stjórarnir.

Benitez getur fagnað hundraðasta sigrinum í dag

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, á möguleika á að stjórna Liverpool til sigurs í hundraðasta sinn í ensku úrvalsdeildinni vinni liði Manchester United í stórleiknum á Old Trafford í dag.

Spáir neistaflugi á Old Trafford á eftir

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, passaði sig á að fara ekki í neitt orðastríð við Liverpool-menn fyrir stórleikinn á Old Trafford á eftir og vildi bara einbeita sér að sínu liði.

Getum unnið alla ef við spilum eins og móti Real

Rafael Benitez fullvissaði alla á blaðamannafundinum fyrir leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford í dag að Liverpool geti vel unnið upp sjö stiga forskot United sem á auk þess einn leik inni. Liðin mætast eftir rúman klukkutíma í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Styttist í met hjá Manchester United

Manchester United getur unnið tólfta deildarleikinn í röð þegar þeir taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á eftir. Með sigri í dag væru Manchester-menn aðeins einum leik frá því að jafna metið í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal vann þrettán leiki í röð tímabilið 2001-2002.

LeBron James með 51 stig í sigri í framlengingu

LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 126-123 útisigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Cleveland vann þar með alla þrjá útileiki sína í ferð sinn á Vesturdeildina og er líka búið að tryggja sér sigur í Mið-deildinni.

Maradona vill að Crespo fari frá Inter

Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, hefur sent framherjanum Hernan Crespo þau skilaboð að fari hann frá Inter verði hann valinn í landsliðið á nýjan leik.

Benitez vill klára samningamálin innan tveggja vikna

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur komið þeim skilaboðum á framfæri að hann vilji gera út um samningamál sín við félagið á næstu tveim vikum. Hann vísar því jafnframt á bug að hann sé á leið til Real Madrid.

Giovani til Ipswich

Tottenham hefur lánað framherjann Giovani dos Santos til Ipswich út þessa leiktíð. Mexíkóinn hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til White Hart Lane frá Barcelona síðasta sumar.

Hiddink fer til Rússlands í sumar

Það er komin mikil pressa á Hollendinginn Guus Hiddink að vera áfram hjá Chelsea eftir frábært gengi liðsins síðan hann tók við stjórnartaumunum af Luiz Felipe Scolari.

Sjá næstu 50 fréttir