Fáklæddur Svíi stal senunni af Tiger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2009 22:25 Stenson skartaði aðeins nærbuxum frá landa sínum, Björn Borg. Nordic Photos/AFP Svíinn Henrik Stenson stal senunni á WGC-CA mótinu í dag þegar hann klæddi sig úr öllu nema nærbuxunum á þriðju holu vallarins. Upphafshögg Stensons lenti í drullu við vatn. Svíin taldi sig eiga möguleika á að slá boltann þannig að hann reif sig úr fötunum og lét vaða. „Þar sem það var svo mikil drulla gat ég ekki farið þarna í fötunum. Þau hefðu orðið drulluskítug þannig að það var um ekkert annað að velja en rífa sig úr," sagði Stenson léttur en hann spilaði vel og kom í hús á 69 höggum. „Ég var aðeins í tvennu þegar ég sló - nærbuxunum og golfhanskanum. Það er það eina sem sést á myndum ásamt kylfunni. Ég var bara eins og Guð skapaði mig," sagði Stenson sem býst við að verða strítt þegar hann spilar aftur á morgun. „Það verða klárlega einhverjar háðsglósur, ég er alveg viss um það. Þetta atvik mun líklega fara með mér í gröfina. Ég vona að ég hafi ekki hrætt marga áhorfendur af vellinum," sagði Svíinn og hló. „Kannski fæ ég einhverja auglýsingasamninga út á þetta. Hver veit nema Playgirl hringi." Golf Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson stal senunni á WGC-CA mótinu í dag þegar hann klæddi sig úr öllu nema nærbuxunum á þriðju holu vallarins. Upphafshögg Stensons lenti í drullu við vatn. Svíin taldi sig eiga möguleika á að slá boltann þannig að hann reif sig úr fötunum og lét vaða. „Þar sem það var svo mikil drulla gat ég ekki farið þarna í fötunum. Þau hefðu orðið drulluskítug þannig að það var um ekkert annað að velja en rífa sig úr," sagði Stenson léttur en hann spilaði vel og kom í hús á 69 höggum. „Ég var aðeins í tvennu þegar ég sló - nærbuxunum og golfhanskanum. Það er það eina sem sést á myndum ásamt kylfunni. Ég var bara eins og Guð skapaði mig," sagði Stenson sem býst við að verða strítt þegar hann spilar aftur á morgun. „Það verða klárlega einhverjar háðsglósur, ég er alveg viss um það. Þetta atvik mun líklega fara með mér í gröfina. Ég vona að ég hafi ekki hrætt marga áhorfendur af vellinum," sagði Svíinn og hló. „Kannski fæ ég einhverja auglýsingasamninga út á þetta. Hver veit nema Playgirl hringi."
Golf Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira