Fleiri fréttir

Stórsigur hjá Tottenham

Tottenham vann í kvöld góðan 4-0 sigur á Dinamo Zagreb í UEFA-bikarkeppninni í knattspyrnu. Manchester City og Aston Villa unnu einnig sína leiki.

KR lagði Grindavík í uppgjöri toppliðanna

KR vann tveggja stiga sigur 82-80 á Grindavík í toppslag Iceland Express deildar karla í kvöld. KR-ingar höfðu yfirhöndina lengst af en Grindvíkingar komust vel inn í leikinn undir lok leiksins.

Fram tapaði fyrir Akureyri

Tveir leikir fóru fram í N1-deild karla í kvöld. Fram tapaði fyrir Akureyri á heimavelli með fimm marka mun og þá náði Víkingur í sitt fyrsta stig í kvöld.

Ótrúlegur endasprettur hjá Þór á Akureyri

Tveimur leikjum er lokið í Iceland Express deild karla. Þór vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni þar sem liðið skoraði síðustu fimmtán stig leiksins og vann tíu stiga sigur. Þá var leikur Keflavíkur og FSu framlengdur.

Hamilton: Kynþáttahatur er ekki grín

Lewis Hamilton er ekki sammála ummælum Bernie Ecclestone þess efnis að gert hafi verið of mikið úr atvikum sem telja verður kynþáttahatur í garð Hamiltons og þetta væri bara grín.

Vill frekar vinna Evrópubikarinn

Framherjinn Alessandro del Piero hjá Juventus sló í gegn í gær þegar hann skoraði bæði mörk Juventus í 2-0 sigri liðsins á Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni.

Boston á eftir McDyess?

Meistarar Boston Celtics eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá framherjann Antonio McDyess í sínar raðir. McDyess hefur leikið með Detroit síðustu ár en hefur verið skipt til Denver ásamt Chauncey Billups fyrir Allen Iverson.

Wenger er tapsár

Tony Pulis, stjóri Stoke City, segir að starfsbróðir hans Arsene Wenger hjá Arsenal sé tapsár og þvertekur fyrir að Stoke sé gróft knattspyrnulið.

Kjartan semur við Fylki

Kjartan Ágúst Breiðdal hefur samið við Fylki til næstu þriggja ára en hann er uppalinn leikmaður hjá félaginu.

Roberts framlengir við Blackburn

Jason Roberts hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn til ársins 2011 með þeim möguleika að framlengja honum aftur um eitt ár.

Veigar Páll meiddist á æfingu

Óttast er um þátttöku Veigars Páls Gunnarssonar í bikarúrslitaleik Stabæk og Vålerenga um helgina en hann meiddist á æfingu í dag.

Óttast að Agger sé fingurbrotinn

Óttast er að Daniel Agger, leikmaður Liverpool, hafi fingurbrotnað í leiknum gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.

Robben frá í sex vikur

Arjen Robben verður frá að minnsta kosti næstu sex vikurnar eftir að hann tognaði á lærvöðva í leik Real Madrid og Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

Ronaldo besti leikmaður heims

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var valinn besti leikmaður heims í árlegri úttekt tímaritsins FourFourTwo á hundrað bestu knattspyrnumönnum heimsins.

Valur hefur sýnt Ólafi Páli áhuga

Ólafur Páll Snorrason segir að framtíð sín sé óráðin í knattspyrnunni en að hann viti af áhuga nokkurra félaga, þar á meðal frá Val.

Torres spilar líklega um helgina

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, býst fastlega við því að Fernando Torres muni spila með Liverpool gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Sävehof hélt toppsætinu

Sävehof hefur byrjað leiktíðina vel í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta en liðið lagði í gær Ystad, 32-21.

GOG steinlá fyrir Nordsjælland

Gísli Kristjánsson og félagar í Nordsjælland unnu í gær góðan heimasigur á GOG, 31-23. Gísli skoraði eitt mark í leiknum.

Örlög að Hamilton vann titilinn

Bretinn Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Honda segir að hann hafi ekki upplifað jafn magnþrunginn endasprett og í Brasilíu um síðustu helgi. Brawn var aðal tæknistjórinn á bakvið sjö titla Michael Schumacher á hans ferli.

Þórir og félagar enn með fullt hús stiga

Þórir Ólafsson og félagar í Lübbecke unnu sinn níunda sigur í jafn mörgum leikjum í norðurriðli þýsku B-deildarinnar í handbolta er liðið vann stórsigur á Aurich í gær, 41-22.

Ryan Giggs kominn fram úr Raul

Ryan Giggs skoraði í gær sitt fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu en hann hefur nú skorað í þrettán keppnistímabilum í Meistaradeildinni.

Juventus jafnaði árangur Barcelona

Juventus tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og er það í fjórða skiptið sem liðið tryggir sig áfram eftir aðeins fjórar umferðir í riðlakeppninni.

Parker með 55 stig og flautukörfu í ótrúlegum sigri

Tony Parker bætti sitt persónulega met í NBA-deildinni er hann skoraði 55 stig og skoraði flautukörfu í ótrúlegum sigri San Antonio á Minnesota, 129-125, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni. Þrettán leikir fóru fram í deildinni í nótt.

KR yfir gegn Grindavík í hálfleik

KR-ingar hafa betur í hálfleik í toppslagnum við Grindavík. Staðan er 45-39 en bæði lið eru taplaus í deildinni. Leikurinn fer fram í DHL höllinn í vesturbænum og er vel mætt á leikinn.

Fabregas jákvæður

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas kaus að horfa á björtu hliðarnar eftir að lið hans Arsenal gerði markalaust jafntefli við Fenerbahce á heimavelli sínum í kvöld.

Giggs: Við áttum skilið að vinna

Fyrirliðinn Ryan Giggs sagði sína menn í Manchester United hafa átt skilið að fara með öll stigin frá Celtic Park í kvöld þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við skoska liðið Celtic.

Ranieri: Del Piero var frábær

Claudio Ranieri, þjálfari Juventus, var að vonum ánægður með 2-0 sigur sinna manna á Real Madrid á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld. Hann hrósaði markaskoraranum Alessandro del Piero í hástert.

FH lagði Hauka í æsispennandi leik

Einn leikur var á dagskrá í N1 deild karla í handbolta í kvöld. FH-ingar lögðu granna sína í Haukum í Kaplakrika 29-28 fyrir fullu húsi.

Jafnt hjá United og Arsenal

Arsenal og Manchester United urðu að gera sér að góðu jafntefli í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í knatttspyrnu í kvöld, en Real Madrid steinlá heima fyrir Juventus.

Sigurganga Hamars heldur áfram

Kvennalið Hamars er á mikilli siglingu í Iceland Express deild kvenna og í kvöld vann liðið fimmta leikinn sinn í röð í deildinni. Hamar lagði Val 67-51 í Hveragerði í kvöld.

FCK tapaði fyrir Hamburg

Síðari umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. Í C-riðli burstuðu Alfreð Gíslason og félagar í Kiel norska liðið Drammen 40-28.

Milosevic heiðraður í Serbíu

Framherjinn Savo Milosevic mun spila sinn fyrsta og síðasta leik fyrir knattspyrnulandslið Serbíu þegar það mætir Búlgaríu í vináttulandsleik þann 19. nóvember.

Sigur Obama vekur ólympíuvonir í Chicago

Sigur Barack Obama í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær er vatn á millu þeirra sem fara fyrir Ólympíunefnd Chicagoborgar. Borgin er ein þeirra sem sækist eftir því að halda Ólympíuleikana árið 2016.

Rahman mætir Klitschko í næsta mánuði

Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt Hasim Rahman frá Bandaríkjunum mun berjast við Úkraínumanninn Wladimir Klitschko í Mannheim í Þýskalandi þann 13. desember.

King verður hvíldur áfram

Ledley King, fyrirliði Tottenham, mun ekki leika með liði sínu í Evrópukeppni félagsliða annað kvöld þegar það mætir Dinamo Zagreb á heimavelli.

Iniesta verður frá í 6-8 vikur

Barcelona verður án spænska landsliðsmannsins Andres Iniesta næstu sex til átta vikurnar eftir að hann meiddist á læri í leiknum gegn Basel í gærkvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sex breytingar hjá United

Leikir kvöldsins í Meistaradeild Evrópu hefjast klukkan 19:45. Sir Alex Ferguson hefur gert sex breytingar á liði Manchester United frá því það lagði Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir