Handbolti

FCK tapaði fyrir Hamburg

Arnór Atlason og félagar töpuðu fyrir Hamburg
Arnór Atlason og félagar töpuðu fyrir Hamburg Mynd/Birkir Baldvinsson

Síðari umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. Í C-riðli burstuðu Alfreð Gíslason og félagar í Kiel norska liðið Drammen 40-28.

Kiel er með fullt hús í riðlinum og hefur tryggt sig áfram. Í D-riðlinum vann Hamburg 29-27 sigur á FCK frá Danmörku. Arnór Atlason skoraði 3 mörk fyrir FCK í kvöld. Hamborg hefur unnið alla leiki sína í riðlinum, en FCK er í öðru sæti með 4 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×