Fleiri fréttir

Alonso og Piquet áfram hjá Renault

Fernando Alonso og Nelson Piquet voru í dag tilkynntir sem ökumenn Renault á næsta ári og Alonso gerði tveggja ára samning við Renault

Jackson og Sneholm fara frá Þrótti

Þróttur hefur ákveðið að erlendu leikmenn félagsins, þeir Jesper Sneholm og Michael Jackson, muni ekki spila með félaginu á næsta tímabili.

Adebayor frá í þrjár vikur

Emmanuel Adebayor verður ekki með Arsenal næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla og missir þar með af leiknum gegn Fenerbahce í Meistaradeildinni í kvöld.

Ferill Nesta sagður í hættu

Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að svo gæti farið að varnarmaðurinn Alessandro Nesta gæti neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.

Garcia öflugur í sigri Göppingen

Jaliesky Garcia skoraði sjö mörk fyrir Göppingen sem kom sér upp í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Dormagen, 30-21.

NBA í nótt: Enn tapar San Antonio

San Antonio Spurs hefur tapað öllum sínum þremur leikjum til þessa í NBA-deildinni en í nótt tapaði liðið fyrir Dallas, 98-81, á heimavelli.

Hamilton: Ekki markmið að slá Schumacher við

Lewis Hamilton segist ekki stefna sérstaklega á að slá met Michael Schumacher hvað flesta titla í Formúlu 1 varðar. Schumacher vann sjö titla á ferlinum, en Hamilton vill þó vinna þrjá til að fá draumabílinn upp í hendurnar.

Celtic hefur yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum átta sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Celtic frá Skotlandi hefur yfir 1-0 gegn Manchester United í hálfleik þar sem Scott McDonald skoraði mark heimamanna á 13. mínútu.

Veigar í liði ársins í Noregi

Aftenposten í Noregi hefur verið að gera upp tímabilið í Noregi. Veigar Páll Gunnarsson er í úrvalsliði tímabilsins en hann lék lykilhlutverk með meistaraliðinu Stabæk.

Mourinho: Of mikið af einstaklingsmistökum

„Það eru ekki enn komin jól en samt erum við farnir að gefa jólagjafir," sagði Jose Mourinho, stjóri Inter. Ítalíumeistararnir gerðu 3-3 jafntefli við Famagusta á Kýpur í kvöld.

Scolari: Gáfum Roma gjafir

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, segir að hans menn hafi komið færandi hendi í leikinn gegn Roma í kvöld. Roma vann leikinn 3-1 og er Scolari ekki ánægður með gjafmildi sinna manna.

Gerrard: Þetta var réttur dómur

Steven Gerrard segir að dómarinn í leik Liverpool og Atletico Madrid hafi tekið rétta ákvörðun með því að gefa sér vítaspyrnu í kvöld. Hann viðurkennir þó að þurfa að skoða atvikið betur á sjónvarpsupptökum og spurning hvort afstaða hans breytist eftir það.

Maradona vill Mascherano sem fyrirliða

Diego Maradona var í kvöld opinberlega kynntur sem nýr þjálfari landsliðs Argentínu. Carlos Bilardo, sem var þjálfari þegar Maradona lyfti heimsmeistarabikarnum 1986, verður aðstoðarmaður hans.

Liverpool jafnaði í viðbótartíma - Chelsea tapaði

Seinni umferðin í riðlum A-D í Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld. Chelsea gerði ekki góða ferð til Rómar og lenti þremur mörkum undir áður en John Terry minnkaði muninn. Deco fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Arnar Freyr í banni gegn KR

Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindavíkur, getur ekki tekið þátt í toppslagnum gegn KR á fimmtudagskvöld þar sem hann tekur út leikbann. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Grindvíkinga.

Ólafur er Beckham handboltans

Handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard sparar ekki stóru orðin þegar hann er spurður út í Ólaf Stefánsson og skipti hans yfir í Albertslund/Glostrup. Nyegaard talar um Ólaf sem David Beckham handboltans.

Fram fær tvo unga leikmenn

Framarar hafa samið við tvo unga leikmenn. Það eru þeir Björn Orri Hermannsson sem kemur frá Fylki og Alexander Veigar Þórarinsson kemur frá Grindavík.

Eiður á bekknum gegn Basel

Eiður Smári Guðjohnsen er í fyrsta sinn í leikmannahópi Barcelona í kvöld síðan hann meiddist í landsleik Íslands og Makedóníu um miðjan október. Barcelona leikur gegn Basel frá Sviss í Meistaradeildinni og byrjar Eiður á bekknum.

Torres ekki með gegn Atletico

Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres leikur ekki með Liverpool gegn sínum fyrrum félögum í Atletico Madrid í kvöld. Meiðsli gera það að verkum að hann er ekki einu sinni á bekknum.

Mourinho og Adriano vinir á ný

Vandræðagemlingurinn Adriano hefur náð sáttum við þjálfara sinn hjá Inter, Jose Mourinho. Þetta sagði Gilmar Rinaldi, umboðsmaður leikmannsins, í dag.

Wenger reiður vegna tæklinga leikmanna Stoke

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er allt annað en sáttur við leikstíl Stoke og segir liðið spila grófan fótbolta. Tveir leikmenn Arsenal meiddust í tapleiknum gegn Stoke á laugardag.

Ben Foster í markið hjá United

Ben Foster mun leika sinn fyrsta Meistaradeildarleik á morgun þegar hann ver mark Manchester United gegn Celtic í Skotlandi. Edwin van der Sar er hvíldur og ferðast ekki með Evrópumeisturunum yfir til Skotlands.

Hrefna Huld í Stjörnuna

Hrefna Huld Jóhannesdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna og skrifaði hún undir þriggja ára samning við félagið í dag.

Ólafur: Vildi finna nýja áskorun

Ólafur Stefánsson gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska C-deildarliðið AG Håndbold. Hann sagði í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í útvarpsþættinum Skjálfanda að hann vildi finna sér nýja áskorun.

Ólafur tekur eitt tímabil til með Fylki

Ólafur Ingi Stígsson er hættur við að hætta og býst fastlega við því að leika með Fylki á næsta tímabili í efstu deild karla í fótbolta.

Blikar vilja halda samningslausum leikmönnum

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, segir að félagið hafi boðið flestum þeirra leikmanna sem eru að klára sína samninga hjá Blikum nýjan samning en á breyttum forsendum.

Eftirminnilegasti leikurinn 5-3 sigur á Tottenham

Sir Alex Ferguson fagnar á fimmtudaginn 22 ára starfsafmæli hjá Manchester United. Hann segir að eftirminnilegasti leikurinn á ferlinum sé 5-3 sigur liðsins á Tottenham í september 2001.

Diouf á djamminu skömmu fyrir leik

Enska götublaðið The Sun birti í morgun mynd sem sýndi El-Hadji Diouf, leikmann Sunderland, á skemmtistað. Blaðið segir að myndin sé tekin á fimmtudagskvöldið en á laugardaginn tapaði Sunderland 5-0 fyrir Chelsea.

Guðbjörg á leið í atvinnumennsku

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Vals, hefur tilkynnt forráðamönnum félagsins að hún stefni á að spila erlendis á næsta tímabili.

Bruno Senna prófar Honda

Frændi hins fræga Ayrton Senna, Bruno Senna mun prófa Honda Formúlu 1 bíl á æfingum um miðjan nóvember. Hann á möguleika á sæti hjá liðinu 2009.

Liverpool undir í hálfleik

Kominn er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool er að tapa 0-1 fyrir Atletico Madrid en Maxi Rodriguez skoraði markið.

Attwell kallaður á fund Hackett

Enski knattspyrnudómarinn Stuart Attwell mun á morgun hitta Keith Hackett, yfirmann dómaramála á Englandi, og ræða um frammistöðu sína í viðureign Derby og Nottingham Forest um nýliðna helgi.

Sjá næstu 50 fréttir