Handbolti

Þórir og félagar enn með fullt hús stiga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke.
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke. Mynd/Oliver Krato

Þórir Ólafsson og félagar í Lübbecke unnu sinn níunda sigur í jafn mörgum leikjum í norðurriðli þýsku B-deildarinnar í handbolta er liðið vann stórsigur á Aurich í gær, 41-22.

Þórir skoraði fjögur mörk á leiknum en Lübbecke er með þriggja stiga forystu á Hamm í riðlinum með átján stig eftir níu leiki. Hamm á þó leik til góða.

Annað Íslendingalið, Hannover-Burgdorf, er svo í þriðja sæti með fjórtán stig en þeir Heiðmar Felixsson og Hannes Jón Jónsson leika með félaginu.

Einn íslenskur handknattleiksmaður leikur í suðurriðli B-deildarinnar. Sturla Ásgeirsson og félagar í Düsseldorf eru í öðru sæti riðilsins með þrettán stig eftir átta leiki. Þar er Bergischer HC í efsta sæti með fimmtán stig og er enn ósigrað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×