Fleiri fréttir Bosingwa tæpur fyrir fyrsta leik Jose Bosingwa, hægri bakvörður Chelsea, gæti misst af byrjun tímabilsins á Englandi. Þessi portúgalski landsliðsmaður meiddist í æfingaleik með Chelsea í Asíu fyrr í vikunni. 26.7.2008 13:22 United að greiða metfé fyrir Tevez? The Sun heldur því fram að Manchester United hafi samþykkt að greiða 32 milljónir punda fyrir argentínska sóknarmanninn Carlos Tevez. Leikmaðurinn hefur verið á lánssamningi síðan í ágúst í fyrra. 26.7.2008 13:00 Gravesen á leið frá Celtic Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Glasgow Celtic, segist ekki ætla að nota hinn danska Thomas Gravesen þar sem leikmaðurinn henti ekki leikkerfinu sem liðið spilar. 26.7.2008 12:40 Karel Brückner tekinn við Austurríki Tékkinn Karel Brückner var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Austurríkis. Brückner er 68 ára en hann var þjálfari Tékklands frá 2001 og þar til Evrópumótinu lauk í sumar. 26.7.2008 12:09 Manchester United í beinni á Stöð 2 Sport 2 Klukkan 13:30 verður flautað til leiks í úrslitaleik Vodacom æfingamótsins í Suður-Afríku. Heimamenn í Kaizer Chiefs munu þá mæta Englands- og Evrópumeisturum Manchester United. 26.7.2008 12:25 Favre ætlar að mæta til æfinga um helgina Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tjáð framkvæmdastjóra Green Bay Packers að hann ætli að mæta í æfingabúðir liðsins nú um helgina. Hinn 38 ára gamli leikmaður tilkynnti síðasta vor að hann ætlaði að hætta að leika í NFL deildinni. 25.7.2008 22:04 Þór/KA lagði Stjörnuna Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Stjörnunni fyrir norðan 2-0. Það voru þær Ivana Ivanovic og Rakel Hönnudóttir sem skoruðu mörk norðanliðsins í síðari hálfleik. 25.7.2008 21:43 Fyrsta tap íslensku stúlknanna í Makedóníu Íslenska stúlknalandsliðið skipað 20 ára leikmönnum og yngri tapaði í kvöld fyrsta leiknum sínum á HM sem fram fer í Makedóníu þegar það lá 32-28 fyrir Rúmenum. 25.7.2008 21:17 Tap fyrir Spánverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld fyrir Spánverjum 38-32 á æfingamóti sem fram fer í Frakklandi. Spænska liðið hafði yfir í hálfleik 17-14. Íslenska liðið mætir heimamönnum á morgun. 25.7.2008 21:11 Paul Robinson semur við Blackburn Enski landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson gekk í kvöld formlega í raðir Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni fyrir 3,5 milljónir punda. Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið. 25.7.2008 19:45 Heiðar og Eygló í forystu í Eyjum Heiðar Davíð Bragason og Eygló Myrra Óskarsdóttir hafa forystu þegar Íslandsmótið í höggleik er hálfnað í Vestmannaeyjum. 25.7.2008 19:25 Scolari ætlar að spila sóknarknattspyrnu Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea mun væntanlega bjóða stuðningsmönnum sínum upp á talsvert breytta leikaðferð þegar liðið hefur leik í deildinni í næsta mánuði. 25.7.2008 18:38 Indriði framlengdi við Lyn Indriði Sigurðsson framlengdi í dag samning sinn við norska úrvalsdeildarfélagið Lyn út leiktíðina 2011. Indriði hefur verið hjá Lyn síðan árið 2005 og í samtali við Aftenposten í dag sagði Indriði aldrei hafa komið til greina að fara annað, en sagt var að nokkur dönsk félög hefðu verið að spyrjast fyrir um hann. 25.7.2008 18:05 Monta Ellis fær 840 milljón króna kauphækkun Bakvörðurinn Monta Ellis hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við Golden State Warriors í NBA deildinni. Samningurinn færir hinum unga Ellis tæplega 5,5 milljarða króna í tekjur á samningstímanum. 25.7.2008 17:42 Roma gefst upp á að fá Mutu Luciano Spalletti, þjálfari Roma, hefur gefið upp alla von um að fá Adrian Mutu frá Fiorentina. 25.7.2008 16:45 Sastre heldur gulu treyjunni Spánverjinn Carlos Sastre heldur forystunni í Frakklandshjólreiðunum en á morgun verður lykiláfangi í keppninni. Sastre tók litla áhættu á nítjándu dagleiðinni í dag. 25.7.2008 15:42 Heiðar Davíð með forystu í Eyjum Heiðar Davíð Bragason úr GR hefur forystu á Íslandsmótinu í höggleik sem stendur yfir í Vestmannaeryjum. Hann lék hringinn í dag á 67 höggum, eða 3 höggum undir pari. 25.7.2008 15:14 Garðar besti Íslendingurinn í Svíþjóð Þó svo að Norrköping sé á botni sænsku úrvalsdeildarinnar er Garðar Gunnlaugsson, leikmaður liðsins, besti íslenski leikmaður deildarinnar að mati Aftonbladet. 25.7.2008 14:30 Dóttur Mexes var rænt Vopnaðir menn rændu bíl Philippe Mexes meðan ung dóttir hans svaf í aftursætinu. Franski landsliðsmaðurinn var kominn fyrir utan heima hjá sér eftir að hafa farið út að borða með fjölskyldunni. 25.7.2008 14:25 Robinson færist nær Blackburn Blackburn vonast til að ganga frá kaupum á markverðinum Paul Robinson frá Tottenham á næstu klukkustundum. Talið er að félögin hafi komið sér saman um kaupverðið sem nemur 3,5 milljónum punda. 25.7.2008 14:00 Arnar: Kominn tími til að Blikar taki bikar Breiðabliksliðið hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Liðið hefur þótt spila skemmtilegan fótbolta og þá hafa nokkrir kornungir og efnilegir leikmenn vakið mikla athygli. 25.7.2008 13:28 Stoor á leið til Fulham Fulham er að ganga frá kaupum á sænska landsliðsmanninum Fredrik Stoor frá Rosenborg í Noregi. Þessi 24 ára varnarmaður lék með Svíum á Evrópumótinu í sumar. 25.7.2008 13:21 Ásmundur: Ætlum að gera betur en í fyrra „Það er endurtekin viðureign frá því í fyrra og það verður spennandi að mæta Fylkismönnum aftur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir bikardráttinn í dag. 25.7.2008 12:35 Breiðablik og KR drógust saman Búið er að draga í undanúrslit VISA-bikarsins en það var gert í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. 25.7.2008 11:56 Króatískur landsliðsmaður missti fingur Handboltamaðurinn Ivan Cupic verður ekki með Króatíu á Ólympíuleikunum. Í raun er ólíklegt að hann spili aftur handbolta af fullum krafti. 25.7.2008 11:15 Capello ætlar að hætta eftir HM Fabio Capello ætlar að hætta þjálfun eftir heimsmeistaramótið 2010. Capello er þjálfari enska landsliðsins en hann hefur enn ekki stýrt liðinu í mótsleik eftir að hafa tekið við því í desember. 25.7.2008 10:34 Martins gæti misst af byrjun tímabilsins Obafemi Martins, sóknarmaður Newcastle, gæti misst af byrjun tímabilsins vegna dauða móður hans. Hann er floginn út til Nígeríu í faðm fjölskyldunnar og ekki er vitað hvenær hann snýr aftur. 25.7.2008 10:18 Phil Neville framlengir hjá Everton Phil Neville, fyrirliði Everton, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Neville verður því á Goodison Park til 2012 en hann vill ljúka ferlinum þar. 25.7.2008 09:34 Beckham og félagar unnu West Ham Stjörnulið MLS-deildarinnar vann enska úrvalsdeildarliðið West Ham í sýningarleik í Toronto í Kanada í gær. David Beckham, leikmaður LA Galaxy, var meðal leikmanna í stjörnuliðinu. 25.7.2008 09:24 Chelsea enn á eftir Robinho Chelsea hefur staðfest að félagið sé ekki búið að gefast upp á því að reyna að krækja í Robinho frá Real Madrid. Viðræður milli félagana standa yfir. 25.7.2008 09:00 Meiðsli hrjá Stewart Downing Vængmaðurinn Stewart Downing hjá Middlesbrough virðist ætla að missa af leikjum liðsins á æfingamótinu Algarve Cup í Portúgal eftir að hann meiddist á æfingu á mánudag. 24.7.2008 22:15 KR, Breiðablik, Fylkir og Fjölnir í undanúrslit KR, Breiðablik, Fylkir og Fjölnir tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum í Visa-bikar karla í knattspyrnu. 24.7.2008 21:25 Eygló Óskarsdóttir í forystu í Eyjum Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO hefur þriggja högga forystu í kvennaflokki eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum. 24.7.2008 20:41 Eiður skoraði tvívegis í stórsigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld þegar liðið vann 6-0 stórsigur á skoska liðinu Hibernian í æfingaleik. Eiður skoraði fyrsta og þriðja mark Barcelona á 5. og 17. mínútu leiksins. 24.7.2008 20:26 Sigur í fyrsta leik hjá Mourinho Inter Milan sýndi engin glæsitilþrif í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Al-Hilal í fyrsta æfingaleiknum undir stjórn Jose Mourinho. Það var Nicolas Burdisso sem skoraði sigurmark Inter í leiknum. 24.7.2008 18:58 Ermolinskij íhugar tilboð frá Spáni Íslenski landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij sem leikið hefur með Ciudad Huelva á Spáni er nú að íhuga nokkrar fyrirspurnir sem gerðar hafa verið í hann frá öðrum liðum. 24.7.2008 18:42 Góður sigur á Þjóðverjum Íslenska 20 ára landslið kvenna vann í dag frækinn 24-23 sigur á Þjóðverjum á HM stúlknalandsliða sem fram fer í Makedóníu. Staðan í hálfleik var 13-11 fyrir þýska liðið. Íslenska liðið hefur nú unnið einn leik og gert tvö jafntefli í riðlinum og á aðeins eftir að spila við Rúmena. 24.7.2008 18:29 Mosley dæmdar tæpar 10 milljónir í miskabætur Max Mosley, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, vann dómsmál sem hann höfðaði gegn breska blaðinu News of the World vegna skrifa um kynlíf hans sem sagt var að bæri með sér nasiskan undirtón. 24.7.2008 18:07 Írakar fá ekki að vera með á Ólympíuleikunum Ólympíunefndin ákvað í dag að banna íþróttafólki frá Írak að taka þátt í Ólympíuleikunum sem hefjast í Peking eftir sextán daga. 24.7.2008 16:45 Haukar komnir á Laugardalsvöll Átta liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í kvöld. Tvö lið úr 1. deild eiga möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar. Haukar taka á móti Fylki og þá heimsækir Víkingur Reykjavík lið Fjölnis. 24.7.2008 16:37 Sastre í góðri stöðu Carlos Sastre frá Spáni er enn í forystu í Frakklandshjólreiðunum. Átjánda dagleiðin fór fram í dag en nú eru aðeins þrír dagar í endamarkið í París og er Sastre í vænlegri stöðu. 24.7.2008 16:29 Eiður Smári er túlkur fyrir Hleb Alexander Hleb er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímabil á Spáni en hann gekk til liðs við Barcelona frá Arsenal á dögunum. Eiður Smári Guðjohnsen og Thierry Henry eru túlkar fyrir Hleb á æfingum. 24.7.2008 15:59 Ræðst í dag hvort Bjarni fari í Val „Á einn eða annan hátt mun þetta skýrast í dag," sagði Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, þegar Vísir náði tali af honum fyrir skömmu. Bjarni er sterklega orðaður við Valsmenn sem vilja ólmir fá hann í sínar raðir. 24.7.2008 15:07 Anthony Gardner til Hull Hull City, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, eru að fá varnarmanninn Anthony Gardner lánaðan frá Tottenham. Þessi 27 ára leikmaður fer í læknisskoðun á morgun. 24.7.2008 14:41 Viðræður um Bjarna standa yfir Valsmenn ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að klófesta Bjarna Guðjónsson frá ÍA. Þetta sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals, í viðtali í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. 24.7.2008 14:07 Sjá næstu 50 fréttir
Bosingwa tæpur fyrir fyrsta leik Jose Bosingwa, hægri bakvörður Chelsea, gæti misst af byrjun tímabilsins á Englandi. Þessi portúgalski landsliðsmaður meiddist í æfingaleik með Chelsea í Asíu fyrr í vikunni. 26.7.2008 13:22
United að greiða metfé fyrir Tevez? The Sun heldur því fram að Manchester United hafi samþykkt að greiða 32 milljónir punda fyrir argentínska sóknarmanninn Carlos Tevez. Leikmaðurinn hefur verið á lánssamningi síðan í ágúst í fyrra. 26.7.2008 13:00
Gravesen á leið frá Celtic Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Glasgow Celtic, segist ekki ætla að nota hinn danska Thomas Gravesen þar sem leikmaðurinn henti ekki leikkerfinu sem liðið spilar. 26.7.2008 12:40
Karel Brückner tekinn við Austurríki Tékkinn Karel Brückner var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Austurríkis. Brückner er 68 ára en hann var þjálfari Tékklands frá 2001 og þar til Evrópumótinu lauk í sumar. 26.7.2008 12:09
Manchester United í beinni á Stöð 2 Sport 2 Klukkan 13:30 verður flautað til leiks í úrslitaleik Vodacom æfingamótsins í Suður-Afríku. Heimamenn í Kaizer Chiefs munu þá mæta Englands- og Evrópumeisturum Manchester United. 26.7.2008 12:25
Favre ætlar að mæta til æfinga um helgina Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tjáð framkvæmdastjóra Green Bay Packers að hann ætli að mæta í æfingabúðir liðsins nú um helgina. Hinn 38 ára gamli leikmaður tilkynnti síðasta vor að hann ætlaði að hætta að leika í NFL deildinni. 25.7.2008 22:04
Þór/KA lagði Stjörnuna Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Stjörnunni fyrir norðan 2-0. Það voru þær Ivana Ivanovic og Rakel Hönnudóttir sem skoruðu mörk norðanliðsins í síðari hálfleik. 25.7.2008 21:43
Fyrsta tap íslensku stúlknanna í Makedóníu Íslenska stúlknalandsliðið skipað 20 ára leikmönnum og yngri tapaði í kvöld fyrsta leiknum sínum á HM sem fram fer í Makedóníu þegar það lá 32-28 fyrir Rúmenum. 25.7.2008 21:17
Tap fyrir Spánverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld fyrir Spánverjum 38-32 á æfingamóti sem fram fer í Frakklandi. Spænska liðið hafði yfir í hálfleik 17-14. Íslenska liðið mætir heimamönnum á morgun. 25.7.2008 21:11
Paul Robinson semur við Blackburn Enski landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson gekk í kvöld formlega í raðir Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni fyrir 3,5 milljónir punda. Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið. 25.7.2008 19:45
Heiðar og Eygló í forystu í Eyjum Heiðar Davíð Bragason og Eygló Myrra Óskarsdóttir hafa forystu þegar Íslandsmótið í höggleik er hálfnað í Vestmannaeyjum. 25.7.2008 19:25
Scolari ætlar að spila sóknarknattspyrnu Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea mun væntanlega bjóða stuðningsmönnum sínum upp á talsvert breytta leikaðferð þegar liðið hefur leik í deildinni í næsta mánuði. 25.7.2008 18:38
Indriði framlengdi við Lyn Indriði Sigurðsson framlengdi í dag samning sinn við norska úrvalsdeildarfélagið Lyn út leiktíðina 2011. Indriði hefur verið hjá Lyn síðan árið 2005 og í samtali við Aftenposten í dag sagði Indriði aldrei hafa komið til greina að fara annað, en sagt var að nokkur dönsk félög hefðu verið að spyrjast fyrir um hann. 25.7.2008 18:05
Monta Ellis fær 840 milljón króna kauphækkun Bakvörðurinn Monta Ellis hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við Golden State Warriors í NBA deildinni. Samningurinn færir hinum unga Ellis tæplega 5,5 milljarða króna í tekjur á samningstímanum. 25.7.2008 17:42
Roma gefst upp á að fá Mutu Luciano Spalletti, þjálfari Roma, hefur gefið upp alla von um að fá Adrian Mutu frá Fiorentina. 25.7.2008 16:45
Sastre heldur gulu treyjunni Spánverjinn Carlos Sastre heldur forystunni í Frakklandshjólreiðunum en á morgun verður lykiláfangi í keppninni. Sastre tók litla áhættu á nítjándu dagleiðinni í dag. 25.7.2008 15:42
Heiðar Davíð með forystu í Eyjum Heiðar Davíð Bragason úr GR hefur forystu á Íslandsmótinu í höggleik sem stendur yfir í Vestmannaeryjum. Hann lék hringinn í dag á 67 höggum, eða 3 höggum undir pari. 25.7.2008 15:14
Garðar besti Íslendingurinn í Svíþjóð Þó svo að Norrköping sé á botni sænsku úrvalsdeildarinnar er Garðar Gunnlaugsson, leikmaður liðsins, besti íslenski leikmaður deildarinnar að mati Aftonbladet. 25.7.2008 14:30
Dóttur Mexes var rænt Vopnaðir menn rændu bíl Philippe Mexes meðan ung dóttir hans svaf í aftursætinu. Franski landsliðsmaðurinn var kominn fyrir utan heima hjá sér eftir að hafa farið út að borða með fjölskyldunni. 25.7.2008 14:25
Robinson færist nær Blackburn Blackburn vonast til að ganga frá kaupum á markverðinum Paul Robinson frá Tottenham á næstu klukkustundum. Talið er að félögin hafi komið sér saman um kaupverðið sem nemur 3,5 milljónum punda. 25.7.2008 14:00
Arnar: Kominn tími til að Blikar taki bikar Breiðabliksliðið hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Liðið hefur þótt spila skemmtilegan fótbolta og þá hafa nokkrir kornungir og efnilegir leikmenn vakið mikla athygli. 25.7.2008 13:28
Stoor á leið til Fulham Fulham er að ganga frá kaupum á sænska landsliðsmanninum Fredrik Stoor frá Rosenborg í Noregi. Þessi 24 ára varnarmaður lék með Svíum á Evrópumótinu í sumar. 25.7.2008 13:21
Ásmundur: Ætlum að gera betur en í fyrra „Það er endurtekin viðureign frá því í fyrra og það verður spennandi að mæta Fylkismönnum aftur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir bikardráttinn í dag. 25.7.2008 12:35
Breiðablik og KR drógust saman Búið er að draga í undanúrslit VISA-bikarsins en það var gert í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. 25.7.2008 11:56
Króatískur landsliðsmaður missti fingur Handboltamaðurinn Ivan Cupic verður ekki með Króatíu á Ólympíuleikunum. Í raun er ólíklegt að hann spili aftur handbolta af fullum krafti. 25.7.2008 11:15
Capello ætlar að hætta eftir HM Fabio Capello ætlar að hætta þjálfun eftir heimsmeistaramótið 2010. Capello er þjálfari enska landsliðsins en hann hefur enn ekki stýrt liðinu í mótsleik eftir að hafa tekið við því í desember. 25.7.2008 10:34
Martins gæti misst af byrjun tímabilsins Obafemi Martins, sóknarmaður Newcastle, gæti misst af byrjun tímabilsins vegna dauða móður hans. Hann er floginn út til Nígeríu í faðm fjölskyldunnar og ekki er vitað hvenær hann snýr aftur. 25.7.2008 10:18
Phil Neville framlengir hjá Everton Phil Neville, fyrirliði Everton, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Neville verður því á Goodison Park til 2012 en hann vill ljúka ferlinum þar. 25.7.2008 09:34
Beckham og félagar unnu West Ham Stjörnulið MLS-deildarinnar vann enska úrvalsdeildarliðið West Ham í sýningarleik í Toronto í Kanada í gær. David Beckham, leikmaður LA Galaxy, var meðal leikmanna í stjörnuliðinu. 25.7.2008 09:24
Chelsea enn á eftir Robinho Chelsea hefur staðfest að félagið sé ekki búið að gefast upp á því að reyna að krækja í Robinho frá Real Madrid. Viðræður milli félagana standa yfir. 25.7.2008 09:00
Meiðsli hrjá Stewart Downing Vængmaðurinn Stewart Downing hjá Middlesbrough virðist ætla að missa af leikjum liðsins á æfingamótinu Algarve Cup í Portúgal eftir að hann meiddist á æfingu á mánudag. 24.7.2008 22:15
KR, Breiðablik, Fylkir og Fjölnir í undanúrslit KR, Breiðablik, Fylkir og Fjölnir tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum í Visa-bikar karla í knattspyrnu. 24.7.2008 21:25
Eygló Óskarsdóttir í forystu í Eyjum Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO hefur þriggja högga forystu í kvennaflokki eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum. 24.7.2008 20:41
Eiður skoraði tvívegis í stórsigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld þegar liðið vann 6-0 stórsigur á skoska liðinu Hibernian í æfingaleik. Eiður skoraði fyrsta og þriðja mark Barcelona á 5. og 17. mínútu leiksins. 24.7.2008 20:26
Sigur í fyrsta leik hjá Mourinho Inter Milan sýndi engin glæsitilþrif í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Al-Hilal í fyrsta æfingaleiknum undir stjórn Jose Mourinho. Það var Nicolas Burdisso sem skoraði sigurmark Inter í leiknum. 24.7.2008 18:58
Ermolinskij íhugar tilboð frá Spáni Íslenski landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij sem leikið hefur með Ciudad Huelva á Spáni er nú að íhuga nokkrar fyrirspurnir sem gerðar hafa verið í hann frá öðrum liðum. 24.7.2008 18:42
Góður sigur á Þjóðverjum Íslenska 20 ára landslið kvenna vann í dag frækinn 24-23 sigur á Þjóðverjum á HM stúlknalandsliða sem fram fer í Makedóníu. Staðan í hálfleik var 13-11 fyrir þýska liðið. Íslenska liðið hefur nú unnið einn leik og gert tvö jafntefli í riðlinum og á aðeins eftir að spila við Rúmena. 24.7.2008 18:29
Mosley dæmdar tæpar 10 milljónir í miskabætur Max Mosley, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, vann dómsmál sem hann höfðaði gegn breska blaðinu News of the World vegna skrifa um kynlíf hans sem sagt var að bæri með sér nasiskan undirtón. 24.7.2008 18:07
Írakar fá ekki að vera með á Ólympíuleikunum Ólympíunefndin ákvað í dag að banna íþróttafólki frá Írak að taka þátt í Ólympíuleikunum sem hefjast í Peking eftir sextán daga. 24.7.2008 16:45
Haukar komnir á Laugardalsvöll Átta liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í kvöld. Tvö lið úr 1. deild eiga möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar. Haukar taka á móti Fylki og þá heimsækir Víkingur Reykjavík lið Fjölnis. 24.7.2008 16:37
Sastre í góðri stöðu Carlos Sastre frá Spáni er enn í forystu í Frakklandshjólreiðunum. Átjánda dagleiðin fór fram í dag en nú eru aðeins þrír dagar í endamarkið í París og er Sastre í vænlegri stöðu. 24.7.2008 16:29
Eiður Smári er túlkur fyrir Hleb Alexander Hleb er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímabil á Spáni en hann gekk til liðs við Barcelona frá Arsenal á dögunum. Eiður Smári Guðjohnsen og Thierry Henry eru túlkar fyrir Hleb á æfingum. 24.7.2008 15:59
Ræðst í dag hvort Bjarni fari í Val „Á einn eða annan hátt mun þetta skýrast í dag," sagði Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, þegar Vísir náði tali af honum fyrir skömmu. Bjarni er sterklega orðaður við Valsmenn sem vilja ólmir fá hann í sínar raðir. 24.7.2008 15:07
Anthony Gardner til Hull Hull City, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, eru að fá varnarmanninn Anthony Gardner lánaðan frá Tottenham. Þessi 27 ára leikmaður fer í læknisskoðun á morgun. 24.7.2008 14:41
Viðræður um Bjarna standa yfir Valsmenn ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að klófesta Bjarna Guðjónsson frá ÍA. Þetta sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals, í viðtali í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. 24.7.2008 14:07