Íslenski boltinn

Ræðst í dag hvort Bjarni fari í Val

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.

„Á einn eða annan hátt mun þetta skýrast í dag," sagði Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, þegar Vísir náði tali af honum fyrir skömmu. Bjarni er sterklega orðaður við Valsmenn sem vilja ólmir fá hann í sínar raðir.

Annars vildi Bjarni ekkert um málið segja fyrr en niðurstaða væri komin í það. Börkur Edvardsson, formaður Vals, vildi heldur ekkert tjá sig en hann sagði að viðræður stæðu enn yfir.




Tengdar fréttir

Viðræður um Bjarna standa yfir

Valsmenn ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að klófesta Bjarna Guðjónsson frá ÍA. Þetta sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals, í viðtali í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×