Fleiri fréttir

Muntari á leið til Inter

Sulley Muntari, miðjumaður Portsmouth, er að ganga til liðs við Ítalíumeistara Inter fyrir 12,7 milljónir punda. Þessi 23 ára landsliðsmaður frá Gana hefur samþykkt fjögurra ára samning.

Fleiri mörk skoruð

Það sem af er móti í Landsbankadeild karla hafa leikmenn reimað vel á sig skotskóna en að meðaltali hafa verið skoruð 3,06 mörk að meðaltali í leikjunum 72 í sumar.

Kuyt: Torres verður betri

Dirk Kuyt varar varnarmenn úrvalsdeildarinnar við því að liðsfélagi hans, Fernando Torres, verði enn betri á næsta tímabili. Torres átti magnað fyrsta tímabil á Englandi og skoraði 33 mörk í öllum keppnum.

Scholes tvö ár í viðbót

Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, segist reikna með því að leggja skóna á hilluna eftir tvö ár. Scholes er orðinn 33 ára en hann hefur allan sinn feril leikið með United.

Fær AC Milan Berbatov á afslætti?

Sögusagnir eru í gangi um að Tottenham vilji alls ekki selja sóknarmanninn Dimitar Berbatov til Manchester United. Í nokkrum fjölmiðlum er sagt að félagið hafi boðið AC Milan að fá leikmanninn á afsláttarverði.

Tevez: Virðið óskir Ronaldo

Carlos Tevez hefur stigið fram og biðlað til stjórnar Manchester United að hlusta á óskir Cristiano Ronaldo og virða draum hans að spila fyrir Real Madrid.

Strákarnir okkar leika í Frakklandi um helgina

Íslenska handboltalandsliðið tekur þátt í æfingamóti í Strasbourg í Frakklandi um komandi helgi. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi sautján manna hóp til að taka þátt í verkefninu.

Valsmenn úr leik í Evrópukeppninni

Valur tapaði í kvöld 1-0 fyrir liði Bate frá Hvíta-Rússlandi í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er því úr leik í keppninni. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum ytra 2-0.

Stuðningsmenn Inter bauluðu á Mourinho

Jose Mourinho fékk í dag að upplifa þá óskemmtilegu reynslu að láta stuðningsmenn Inter baula á sig. Þjálfarinn uppskar reiði þeirra þegar hann ákvað á síðustu stundu að hafa æfingu liðsins í dag á bak við luktar dyr.

Hugsar enn um vítið á hverjum morgni

John Terry, fyrirliði Chelsea, segist enn hugsa um vítið sem fór í súginn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á hverjum einasta morgni þegar hann vaknar.

Dortmund sigraði í meistarakeppninni

Borussia Dortmund vann í kvöld 2-1 sigur á Bayern Munchen í meistarakeppninni í þýsku úrvalsdeildinni. Keppnin var haldin í fyrsta skipti síðan árið 1996, en það á vann Dortmund einnig sigur.

Tainio semur við Sunderland

Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Tainio sem leikið hefur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2005 skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Sunderland.

Molde rótburstaði Brann í bikarnum

Einn leikur fór fram í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Molde gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Íslendingalið Brann 8-0 á heimavelli sínum.

Lætur Ferguson ekki spila með sig

Luiz Scolari, nýráðinn stjóri Chelsea, ætlar ekki að láta orð Sir Alex Ferguson koma sér úr jafnvægi, en stjóri Manchester United sendi Chelsea pillu í fjölmiðlum í dag.

Slagsmál í WNBA (myndband)

Sá fáheyrði atburður átti sér stað í bandarísku kvennadeildinni í körfubolta í nótt að áflog brutust út í leik Detroit Shock og LA Sparks í Detroit.

Blackburn tekur tilboði í Friedel

Blackburn hefur tekið tilboði frá Aston Villa í markvörðinn Brad Friedel. Friedel er 37 ára gamall og hefur verið talinn meðal bestu markvarða í ensku úrvalsdeildinni.

Sigur í fyrsta leik Scolari

Luiz Felipe Scolari stýrði Chelsea í fyrsta sinn í dag þegar liðið vann 4-0 sigur á Guangzhou Pharmaceutical í æfingaleik í Kína. Chelsea tefldi fram sterku liði í leiknum.

Sigfús kominn í Val

Varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson er kominn aftur heim í Val eftir sex ára dvöl í atvinnumennskuni. Sigfús er uppalinn Valsari og á fimm Íslandsmeistaratitla að baki með meistaraflokki félagsins.

Real Betis vill Pizarro

Spænska liðið Real Betis vill fá Claudio Pizarro frá Chelsea. Framkvæmdastjóri Betis sagði að Pizarro væri efstur á óskalistanum fyrir sumarið.

Hermann Geir frá HK til Ólafsvíkinga

Hermann Geir Þórsson hefur yfirgefið herbúðir HK. Hann er kominn aftur í Víking Ólafsvík sem leikur í 1. deildinni. Hermann Geir er uppalinn hjá Víkingum en hefur undanfarin þrjú ár leikið með HK.

Keflavík þarf ekki að greiða fyrir Jóhann

Fram kemur í Gautaborgarpóstinum að Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður GAIS, muni fara frítt til Keflavíkur. Gengið verður frá félagaskiptum hans á næstu dögum.

Benjani missir af byrjun tímabilsins

Sóknarmaðurinn Benjani hjá Manchester City mun missa af byrjun komandi tímabils á Englandi vegna meiðsla. Þetta er mikil vonbrigði fyrir City sem á fáa möguleika í framlínunni.

Chimbonda til Sunderland

Pascal Chimbonda er á leið til Sunderland og mun skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Samkvæmt heimildum Sky er hann að gangast undir læknisskoðun núna.

Bjarnólfur aftur í ÍBV

Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson er genginn í raðir ÍBV á ný. Bjarnólfur tók sér hvíld frá fótbolta eftir að hafa verið tilkynnt síðasta vetur af Loga Ólafssyni, þjálfara KR, að hann væri ekki í áætlunum félagsins.

Liverpool fær spænskan ungling

Liverpool hefur fengið spænska hægri bakvörðinn Emmanuel Mendy á frjálsri sölu. Mendy er átján ára og kemur frá 3. deildarliðinu Murcia Deportivo.

Raddir um að Johnson sé á förum háværari

Andrew Johnson var ekki í leikmannahópi Everton sem lék æfingaleik gegn Preston í gær. Þykir þetta renna stoðum undir þær sögusagnir að hann sé á leið til Fulham.

Atli fylgir föður sínum frá ÍA

Varnarmaðurinn Atli Guðjónsson óskaði eftir því í gær við stjórn knattspyrnufélags ÍA að verða leystur undan samningi við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Barry fékk óblíðar móttökur

Stuðningsmenn Aston Villa létu óánægju sína með Gareth Barry bersýnilega í ljós í gær þegar liðið lék æfingaleik gegn Walsall. Barry fékk að heyra það þann klukkutíma sem hann lék í leiknum.

Silja leggur hlaupaskóna á hilluna

Hlaupadrottningin Silja Úlfarsdóttir hefur ákveðið að leggja hlaupaskóna á hilluna. Henni tókst ekki að ná því markmiði að komast á Ólympíuleikana og hefur nú ákveðið að hætta keppni. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Valsmenn undir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Vals og BATE frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar. Útlitið er heldur slæmt hjá Íslandsmeisturunum, því þeir eru undir 1-0 eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu augnablikum hálfleiksins. Gestirnir leiða því samanlagt 3-0 eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum ytra.

Toppliðin unnu sína leiki

Ellefta umferð í Landsbankadeild kvenna var leikin í kvöld. Valur hefur enn þriggja stiga forystu á KR en Valsstúlkur unnu 4-1 útisigur gegn HK/Víkingi í kvöld.

Martin tryggði United sigur

Manchester United vann Orlando Pirates í æfingaleik í Suður-Afríku í kvöld 1-0. Eina mark leiksins skoraði Lee Martin í fyrri hálfleik.

Hjörtur fékk tveggja leikja bann

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag eins og alla þriðjudaga. Tveir leikmenn í Landsbankadeild karla voru dæmdir í leikbann.

Stelpurnar gerðu aftur jafntefli

U20 landslið Íslands í kvennaflokki gerði í kvöld 26-26 jafntefli við heimastúlkur á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Slóveníu. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins.

Mafían reyndi að kaupa Lazio

Stjórnvöld á Ítalíu telja að alræmd ítölsk glæpasamtök hafi reynt að kaupa knattspyrnufélagið Lazio. Félagið hefur átt í fjárhagsörðugleikum undanfarin ár.

Roma með tilboð í Mutu

Roma hefur staðfest að félagið hafi gert tilboð í Adrian Mutu hjá Fiorentina. Rúmeninn hefur verið orðaður við Rómarliðið í allt sumar en í fyrsta sinn er áhugi Roma staðfestur.

Wigan vill fá Bullard aftur

Wigan Athletic ætlar að gera tilraun til fá Jimmy Bullard aftur. Bullard fór frá Wigan til Fulham fyrir tveimur árum.

Schleck í gulu treyjunni

Fränck Schleck frá Lúxemborg hefur forystu í heildarstigakeppni Frakklandshjólreiðanna en sextánda dagleið fór fram í dag.

Sir Alex býst við erfiðum leik

Manchester United mætir Orlando Pirates frá Suður-Afríku í æfingaleik í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:10 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Redknapp vill fá Wright-Phillips

Harry Redknapp vill fá Shaun Wright-Phillips, vængmann Chelsea, til Portsmouth. Hann telur að leikmaðurinn yrði frábær viðbót við leikmannahópinn.

Þorvaldur: Almarr er framtíðarmaður

Almarr Ormarsson, tvítugur leikmaður að norðan, er genginn í raðir Fram í Landsbankadeildinni. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, þekkir Almarr vel enda er hann bróðursonur hans.

Sjá næstu 50 fréttir