Fleiri fréttir

Sven lætur City-menn glíma

Sænski knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson hefur oft beitt frumlegum aðferðum við að koma leikmönnum sínum í gott form. Hann lætur leikmenn Manchester City æfa grísk-rómverska glímu til að bæta þol og styrk.

Við frjósum ekki á örlagastundu

Alex McLeish, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, lofar að hans menn muni ekki frjósa á ögurstundu þegar þeir taka á móti Ítölum á Hampden Park í Glasgow á morgun. Sigur í leiknum tryggir Skotum sæti á stórmóti í fyrsta skipti síðan á HM árið 1998.

Kári: Ég á að vera í landsliðinu

Kári Árnason segir í samtali við Jyllandsposten í dag að hann sé besti varnartengiliður Ísland og að hann eigi heima í landsliðinu.

Ólafur: Jóhannes með sýkingu í lungum

Ólafur Jóhannesson segir að Jóhannes Karl Guðjónsson sé með sýkingu í lungum og hafi af þeim sökum þurft að draga sig úr landsliðshópnum sem mætir Dönum í næstu viku.

Adriano lánaður til Arsenal?

Fregnir herma frá Ítalíu að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé á góðri leið með að landa lánssamningi við Inter vegna Brasilíumannsins Adriano.

Jóhannes Karl dregur sig úr hópnum

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur dregið sig úr leikmannahópi íslenska landsliðsins en á heimasíðu KSÍ segir að það sé vegna veikinda.

Krkic fær nýtt númer hjá Barcelona

Allt útlit er fyrir að táningurinn Bojan Krkic fái nýtt númer hjá Barcelona í janúar næstkomandi sem tákn um stöðu hans hjá félaginu.

Ten Cate: Eintómur þvættingur

Henk Ten Cate, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fregnum að Chelsea sé að undirbúa risatilboð í Ronaldinho, leikmann Barcelona.

Horner segir að Alonso fari til Renault

Christian Horner, liðsstjóri Red Bull-liðsins, segir að Fernando Alonso muni snúa aftur á heimaslóðir og keppa fyrir Renault á næsta ári.

Coleman áfram hjá Sociedad

Chris Coleman ætlar að halda áfram starfi sínu sem knattspyrnustjóri spænska 2. deildarliðsins Real Sociedad þrátt fyrir að stjór liðsins sagði af sér í vikunni.

Birgir Leifur á tveimur undir í dag

Birgir Leifur Hafþórsson er meðal efstu manna á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðin á Spáni en hann lék á tveimur höggum undir pari vallarins í dag.

McClaren býst við því að komast á EM

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, segist búast við því að liðið komist í úrslitakeppni EM í Austurríki og Sviss á næsta ári þó svo að útlitið sé dökkt.

Englendingar hafa 1-0 yfir í hálfleik

Englendingar hafa yfir 1-0 gegn Austurríkismönnum þegar kominn er hálfleikur í vináttuleik þjóðanna í knattspyrnu. Það var Peter Crouch sem skoraði mark Englendinga rétt fyrir hlé, en áður hafði Michael Owen verið skipt meiddum af velli hjá enska liðinu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

KR-ingar yfir í hálfleik

KR-ingar hafa þægilega 15 stiga forystu 44-29 gegn ÍR í leik liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Jovan Zdravevski er kominn með 12 stig hjá KR, Joshua Helm 9 og 9 fráköst, Avi Vogel 9 og Helgi Magnússon 9. Sveinbjörn Claesen er stigahæstur hjá ÍR með 9 stig. KR-ingar luku hálfleiknum á 10-0 spretti og hafa því þægilegt forskot í hálfleik þrátt fyrir frekar slaka hittni.

Árni Gautur: Skoða öll tilboð með opnum huga

Landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason hefur ákveðið að hætta hjá norska liðinu Valerenga. Hann segir hafa verið kominn tíma til að breyta til eftir þrjú og hálft ár í herbúðum liðsins.

Neitaði Bryant að fara til Detroit?

Útvarpsstöð í Detroit greindi frá því í kvöld að LA Lakers og Detroit Pistons hafi á þriðjudagskvöldið komist að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu sent Kobe Bryant til Detroit.

Tók Celtics fram yfir Keflavík

Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var ekki með sínum mönnum í sigrinum á Stjörnunni í kvöld þar sem hann er í Bandaríkjunum að fylgjast með Boston Celtics. Jón Norðdal Hafsteinsson var nokkuð sáttur við leik sinna manna í Keflavík í fjarveru þjálfarans.

Loksins sigur hjá Roma

Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig fyrir lið sitt Lottomatica Roma í kvöld þegar það vann sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Roma spilaði þarna sinn fyrsta heimaleik í keppninni og lagði þýska liðið Brose Baskets 81-57.

Stjarnan í undanúrslit

Stjörnustúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta þegar þær lögðu Hauka 34-30 í Mýrinni í Garðabæ. Lára Kjærnested skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna líkt og Erna Þráinsdóttir hjá Haukum.

Auðveldur sigur Keflvíkinga

Keflavík er enn efst og ósigrað í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sannfærandi 101-80 útisigur á Stjörnumönnum í Ásgarði í kvöld. Keflvíkingar höfðu yfir 32-18 og litu aldrei til baka eftir það.

Beckham byrjar gegn Austurríki

David Beckham verður í byrjunarliði Englendinga annað kvöld þegar liðið mætir Austurríkismönnum í æfingaleik. Steve McClaren gerir nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu frá síðustu leikjum enda eru líka mikil meiðsli í herbúðum enska liðsins.

Úrskurðað í máli Hamilton á morgun

Á morgun kemur í ljós hvort Lewis Hamilton verður úrskurðaður heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, þegar tilkynnt verður um niðurstöðu áfrýjunar McLaren liðsins.

Lögreglumaðurinn ákærður fyrir morð

Lögreglumaðurinn sem banaði stuðningsmanni Lazio í átökunum sem urðu á Ítalíu um síðustu helgi verður ákærður fyrir morð. Þetta staðfestir lögmaður hans í frétt á vef breska sjónvarpsins í kvöld.

Ólafur virðir ástæður Eiðs Smára

"Það eru persónulegar ástæður fyrir því að Eiður dregur sig út úr hópnum og ég gef þær ekki upp í trúnaði við leikmanninn. Ég tók þessar ástæður góðar og gildar," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari þegar Vísir spurði hann út í Eið Smára Guðjohnsen, sem hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Dönum í næstu viku.

Eiður Smári verður ekki með gegn Dönum

Eiður Smári Guðjohnsen hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Dönum í lokaleik sínum í undankeppni EM ytra í næstu viku. Ólafur Jóhannesson hefur í hans stað valið Eyjólf Héðinsson inn í hóp sinn, en Eiður mun ekki taka þátt í leiknum af persónulegum ástæðum.

Fengu 3700 krónur á dag í laun á HM

Ensku landsliðskonurnar í knattspyrnu gagnrýna enska knattspyrnusambandið harðlega fyrir að greiða landsliðsmönnunum aðeins um 3700 krónur á dag í laun meðan liðið spilaði á HM í Kína í sumar.

Veigar Páll: Býst við að byrja inn á

Veigar Páll Gunnarsson hefur jafnað sig fyllilega á meiðslum sínum og segist búast við því að fá tækifæri í byrjunarliði landsliðsins gegn Dönum í næstu viku.

Eiður húðskammaði Henry

Samkvæmt frétt sem birtist í Marca mun Eiður Smári Guðjohnsen hafa húðskammað liðsfélaga sína eftir 2-0 tap liðsins fyrir Getafe um síðustu helgi.

Birgir Leifur á einu undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson er í 30.-58. sæti eftir fyrsta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék á einu höggi undir pari vallarins í dag.

Ívar: Skoðun annarra snertir mig lítið

Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu.

Messi hefur trú á Rijkaard

Lionel Messi hefur komið knattspyrnustjóra sínum, Frank Rijkaard, til varnar en hann hefur mátt þola mikla pressu í spænsku miðlunum að undanförnu.

Rijkaard: Eiður lék mjög vel

Frank Rijkaard lofaði Eið Smára Guðjohnsen mikið eftir leik Börsunga í spænsku bikarkeppninni í fyrrakvöld.

Heiðar fór aftur í uppskurð

Heiðar Helguson, leikmaður Bolton, fór í gær í uppskurð í Noregi öðru sinni vegna ökklameiðslanna sem hafa verið að angra hann síðan í byrjun tímabilsins í Englandi.

Keflavík leiðir eftir þrjá leikhluta

Keflvíkingar eru á góðri leið með að innbyrða sigur í leik sínum gegn Stjörnunni í Iceland Express deildinni en þeir hafa yfir 73-59 þegar einum leikhluta er ólokið. Keflvíkingar eru taplausir í deildinni og fátt bendir til þess að liðið tapi fyrsta leiknum í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir