Tók Celtics fram yfir Keflavík 15. nóvember 2007 22:41 Sigurður Ingimundarson er harður stuðningsmaður Boston Celtics Mynd/Hörður Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var ekki með sínum mönnum í sigrinum á Stjörnunni í kvöld þar sem hann er í Bandaríkjunum að fylgjast með Boston Celtics. Jón Norðdal Hafsteinsson var nokkuð sáttur við leik sinna manna í Keflavík í fjarveru þjálfarans. "Við vorum staðráðnir í að mæta ákveðnir til leiks gegn Stjörnunni því þetta lið er búið að vinna Njarðvík og tapa naumlega fyrir KR. Þeir vildu auðvitað vinna okkur af því við erum á toppnum svo við ákváðum að koma grimmir til leiks. Menn verða að mæta tilbúnir til leiks á móti okkur. Við vorum svosem ekkert að spila okkar besta leik en þetta hafðist," sagði Jón og bætti við að það væri góð stemming í liði Keflavíkur í vetur. "Kanarnir okkar eru að virka mjög vel og eru alltaf að slípast meira inn í hópinn. Við erum auðvitað ekki að spila í Evrópukeppninni núna þannig að ég er ekki frá því að við séum bara ferskari núna. Við eigum mikið inni og þetta lítur bara vel út hjá okkur í vetur. Þetta er frábær hópur." Það vakti athygli að Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga var ekki á sínum stað á bekknum hjá liðinu í kvöld. "Siggi er í Boston núna með Guðjóni Skúlasyni, Hrannari Hólm og nokkrum góðum mönnum. Þeir ákváðu að skella sér á NBA leik og sáu Boston spila í gærkvöldi og ætla svo að ná öðrum leik áður en þeir koma heim," sagði Jón. "Það snýst allt um Boston hjá þeim og menn eru ekki menn með mönnum nema þeir haldi með Boston Celtics," sagði Jón léttur í bragði, en Boston-liðið er enn ósigrað í NBA deildinni rétt eins og Keflavíkurliðið í Iceland Express deildinni. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var ekki með sínum mönnum í sigrinum á Stjörnunni í kvöld þar sem hann er í Bandaríkjunum að fylgjast með Boston Celtics. Jón Norðdal Hafsteinsson var nokkuð sáttur við leik sinna manna í Keflavík í fjarveru þjálfarans. "Við vorum staðráðnir í að mæta ákveðnir til leiks gegn Stjörnunni því þetta lið er búið að vinna Njarðvík og tapa naumlega fyrir KR. Þeir vildu auðvitað vinna okkur af því við erum á toppnum svo við ákváðum að koma grimmir til leiks. Menn verða að mæta tilbúnir til leiks á móti okkur. Við vorum svosem ekkert að spila okkar besta leik en þetta hafðist," sagði Jón og bætti við að það væri góð stemming í liði Keflavíkur í vetur. "Kanarnir okkar eru að virka mjög vel og eru alltaf að slípast meira inn í hópinn. Við erum auðvitað ekki að spila í Evrópukeppninni núna þannig að ég er ekki frá því að við séum bara ferskari núna. Við eigum mikið inni og þetta lítur bara vel út hjá okkur í vetur. Þetta er frábær hópur." Það vakti athygli að Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga var ekki á sínum stað á bekknum hjá liðinu í kvöld. "Siggi er í Boston núna með Guðjóni Skúlasyni, Hrannari Hólm og nokkrum góðum mönnum. Þeir ákváðu að skella sér á NBA leik og sáu Boston spila í gærkvöldi og ætla svo að ná öðrum leik áður en þeir koma heim," sagði Jón. "Það snýst allt um Boston hjá þeim og menn eru ekki menn með mönnum nema þeir haldi með Boston Celtics," sagði Jón léttur í bragði, en Boston-liðið er enn ósigrað í NBA deildinni rétt eins og Keflavíkurliðið í Iceland Express deildinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira