Fleiri fréttir

Sigurganga Keflavíkur heldur áfram

Keflavíkurstúlkur halda áfram óslitinni sigurgöngu sinni í Icelan Express deild kvenna og í kvöld lagði liðið Hamar í Hveragerði 81-70 þar sem góður endasprettur tryggði Keflavík sigurinn.

HK á toppinn

HK er komið aftur í efsta sæti N1 deildar karla eftir 24-20 sigur á Aftureldingu í kvöld, en Haukar höfðu áður smellt sér á toppinn með stigi gegn Val. HK menn höfðu forystuna lengst af í kvöld og unnu verðskuldaðan sigur. Nánari umfjöllun um leikina kemur hér á Vísi snemma í fyrramálið.

FCK tapaði heima

Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. FCK tapaði heima fyrir Fredericia í Íslendingaslagnum þar sem Gísli Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir gestina og þeir Fannar Þorbjörnsson og Hannes Jón Jónsson eitt hvor. Arnór Atlason var ekki með FCK vegna meiðsla.

Gummersbach lagði Göppingen

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og var leikur Göppingen og Gummersbach sýndur beint á Sýn. Gummersbach vann góðan útisigur 34-32 og skoraði Róbert Gunnarsson 2 mörk fyrir gestina en Jaliesky Garcia 3 fyrir heimamenn.

Baldvin tryggði Valsmönnum jafntefli

Haukar og Valur gerðu í kvöld jafntefli 22-22 í hörkuleik í N1 deild karla í handbolta. Haukar höfðu yfir í hálfleik 14-11 en Valsmenn komu til baka og náðu eins marks forystu á kafla í síðari hálfleiknum.

Þjálfari Ísraela vill Rússa á EM

Markvarðaþjálfari ísraelska landsliðsins í knattspyrnu segist vilja að Rússar komist áfram á EM í knattspyrnu á kostnað Englendinga. Þetta hefur breska blaðið The Sun eftir honum í dag.

Bruce fær ekki að ræða við Wigan

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Birmingham neituðu í dag beiðni Wigan um að fá að ræða við knattspyrnustjórann Steve Bruce með það fyrir augum að fá hann til að taka við liðinu.

Belgar og Hollendingar sækja um HM 2018

Belgar og Hollendingar hafa nú lagt fram formlegt tilboð um að halda HM í knattspyrnu árið 2018. Þjóðirnar héldu EM árið 2000 með ágætum árangri en þær munu keppa við fjölda þjóða um að fá keppnina eftir 11 ár.

Jónas Guðni dýr en ekki rándýr

Vísir sagði frá því fyrr í dag að knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson hefði kostað KR 6 milljónir króna og að hann fái 600.000 krónur á mánuði í laun frá félaginu.

Níu lærisveinar Ferguson þjálfa á Englandi

Sir Alex Ferguson hefur stýrt liði Manchester United í 21 ár með frábærum árangri. Hann hefur líka alið af sér nokkra góða leikmenn sem síðar hafa gerst knattspyrnustjórar í fjórum efstu deildunum á Englandi.

KR: Upphæðin lægri

Baldur Stefánsson, formaður meistaraflokksráðs KR, segir að félagið hafi ekki greitt sex milljónir fyrir Jónas Guðna Sævarsson.

Carvalho frá í tvo mánuði

Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho verður frá næstu tvo mánuðina eftir að hann meiddist í baki í leik Chelsea og Everton um helgina.

Notodden vill kaupa Símun

Norska 1. deildarfélagið hefur áhuga að kaupa færeyska landsliðsmanninn Símun Samuelsen frá Keflavík.

Hargreaves ekki með á föstudag

Owen Hargreaves verður ekki með enska landsliðinu á föstudag er það mætir Austurríki í Vínarborg vegna hnémeiðsla.

Jónas Guðni kostaði KR sex milljónir

Samkvæmt traustum heimildum Vísis borgaði KR Keflavík tæpar sex milljónir króna fyrir Jónas Guðna Sævarsson sem samdi við félagið í gær.

Pavla Nevarilova valin best

Úrvalslið N1-deildar kvenna fyrir fyrstu níu umferðar var í dag kynnt á blaðamannafundi HSÍ á Hótel Loftleiðum.

Bröndby á eftir Kristjáni Erni

Ólafur Garðarsson segir í samtali við danska dagblaðið BT í dag að Bröndby hafi áhuga á Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Brann í Noregi.

Garðar með tilboð frá öðru félagi

Garðar Gunnlaugsson segist vera með tilboð frá efstudeildarfélagi í Evrópu í samtali við sænska fjölmiðla. Hann er þó enn samningsbundinn Norrköping í Svíþjóð.

NBA í nótt: Boston enn ósigrað

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem meðal annars Boston vann sinn sjötta sigurleik í röð en Houston tapaði. Allt um leikina hér.

Haukar yfir gegn Val

Haukar hafa yfir 14-11 gegn Val þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í N1 deild karla í handbolta. Haukarnir náðu 11-6 forystu í hálfleiknum en Fannar Friðgeirsson hélt Valsmönnum inni í leiknum með sjö mörkum, þar af sex síðustu mörkum liðsins í hálfleiknum.

Berbatov ánægður með Ramos

Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov er hæstánægður með nýja knattspyrnustjórann hjá Tottenham, Spánverjann Juande Ramos. Berbatov lenti upp á kant við Martin Jol en eftirmaður hans er í meiri metum hjá honum.

Ánægður með að spila ekki á Ítalíu

Fabio Cannavaro, einn besti leikmaður heimsmeistaraliðs Ítalíu, segist hástánægður með að vera ekki að spila í heimalandinu. Ítalska deildarkeppnin hefur mikið verið í fréttunum síðustu ár, aðallega vegna neikvæðra mála.

Þjálfaraskipti á Ítalíu

Tvö lið í efstu deild á Ítalíu hafa skipt um þjálfara, það eru Cagliari og Siena. Nedo Sonetti er nýr þjálfari Cagliari sem rak Marco Giampaolo frá störfum fyrr í dag og þá er Mario Beretta tekinn við Siena á ný.

Rosicky er ekki á förum

Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal, er orðinn þreyttur á sögusögnum í enskum fjölmiðlum þar sem hann er sífellt orðaður við önnur félög.

Stöðugleiki lykill að velgengni

Menn flykkjast við bak Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands. Þar á meðal er Phil Neville, stjarna Everton og enska landsliðsins. England á mikilvægan leik gegn Króatíu í næstu viku.

Jewell tekur ekki við Wigan á ný

Paul Jewell, fyrrum knattspyrnustjóri Wigan, útilokar að hann taki aftur við liðinu. Jewell hætti eftir síðasta leiktímabil og Chris Hutchings var ráðinn í hans stað.

Valsstúlkur til Serbíu

Í dag var dregið í sextán liða úrslit í Evrópukeppnum kvenna í handbolta. Valur var í pottinum í Áskorendakeppni Evrópu en liðið fékk SRB RK Lasta Radnicki Petrol Belgrad frá Serbíu.

Vefsíða kaupir fótboltafélag

Vefsíðan MyFootballClub.co.uk hefur tilkynnt um kaup á enska utandeildarliðinu Ebbsfleet United. Þar með hefur verið brotið blað í fótboltaheiminum en í gegnum þessa síðu hefur almenningi verið gefinn kostur á að kaupa hlut í fótboltaliði.

Ólafur Ingi eftirsóttur

Vísir hefur heimildir fyrir því að Ólafur Ingi Skúlason sé eftirsóttur af félögum víða um Evrópu, þeirra á meðal hjá Galatasaray í Tyrklandi.

Eiður áfram fyrirliði

Eiður Smári Guðjohnsen verður áfram fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í dag.

Ólafur: Val mitt byggt á tilfinningu

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kynnti í dag tuttugu manna leikmannahóp sinn sem mætir Dönum í Kaupmannahöfn í næstu viku.

Ísland verður í fimmta styrkleikaflokki

Ísland hefur fallið úr því að vera í fjórða neðsta styrkleikaflokki í undankeppni stórmóts í þann næstneðsta. Dregið verður síðar í mánuðinum í riðla í undankeppni HM 2010.

Ívar hættur með landsliðinu

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Ívar Ingimarsson væri hættur með íslenska landsliðinu.

Ívar ekki í hópnum

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp fyrir leikinn gegn Dönum ytra þann 21. nóvember næstkomandi.

Leikjum frestað á Ítalíu

Öllum leikjum í B- og C-deildum á Ítalíu sem áttu að fara fram um helgina hefur verið frestað um óákveðinn tíma í kjölfar ofbeldis í tengslum við knattspyrnuleiki þar í landi síðastliðinn sunnudag.

Sjá næstu 50 fréttir