Handbolti

Valsstúlkur til Serbíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hafrún Kristjánsdóttir er hér í baráttunni í leik gegn Haukum.
Hafrún Kristjánsdóttir er hér í baráttunni í leik gegn Haukum. Mynd/Danni Rú

Í dag var dregið í sextán liða úrslit í Evrópukeppnum kvenna í handbolta. Valur var í pottinum í Áskorendakeppni Evrópu en liðið fékk SRB RK Lasta Radnicki Petrol Belgrad frá Serbíu.

Fyrri leikur liðanna verður í Serbíu 9. eða 10. febrúar og sá seinni á Íslandi viku síðar.

Þess má geta að Valsstúlkur leika í kvöld gegn Fram á heimavelli í Eimskipsbikar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×