Körfubolti

Sigurganga Keflavíkur heldur áfram

Margrét Kara Sturludóttir var atkvæðamikil í liði Keflavíkur í kvöld
Margrét Kara Sturludóttir var atkvæðamikil í liði Keflavíkur í kvöld Mynd/Vilhelm

Keflavíkurstúlkur halda áfram óslitinni sigurgöngu sinni í Icelan Express deild kvenna og í kvöld lagði liðið Hamar í Hveragerði 81-70 þar sem góður endasprettur tryggði Keflavík sigurinn.

Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík í kvöld, Margrét Sturludóttir skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst og þær Hrönn Þorgrímsdóttir og Ingibjörg Vilbergsdóttir skoruðu 14 stig hvor. La Kiste Barkus skoraði 25 stig fyrir Hamar og Fanney Guðmundsdóttir skoraði 13 stig og hirti 10 fráköst.

Þá unnu nýliðar KR góðan sigur á Grindavík 83-75. Keflavík er með fullt hús stiga (12) eftir sex leiki en Haukar eru í öðru sætinu með 10 stig og KR í þriðja með 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×