Fleiri fréttir Houllier að hætta með Lyon Gerard Houllier hyggst hætta sem knattspyrnustjóri franska liðsins Lyon. Frá þessu er greint í erlendum miðlum og sagt að hann hafi þegar greint leikmönnum liðsins frá þessu. Boðað hefur verið til blaðamannafunda í kvöld vegna málsins. 25.5.2007 15:34 Æfingaleikir hjá blaklandsliðunum um helgina Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki leika um helgina æfingaleiki við breskt félagslið en það er liður í undirbúningi þeirra fyrir smáþjóðaleikana í sumar. 25.5.2007 14:15 Stefán Már og Sigmundur í hópi efstu manna í Austurríki Stefán Már Stefánsson, kylfingur úr GR, lék frábærlega á Opna austurríska áhugamannamótinu í golfi í dag en hann lék hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is er Stefán á einu höggi undir pari líkt og Sigmundur Einar Másson úr GKG sem á titil að verja á mótinu. 25.5.2007 13:21 Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. 25.5.2007 11:58 Slúðrið í enska boltanum í dag Á hverjum degi segja ensku blöðin fjöldan allan af leikmönnum vera við það að skipta um lið. Breska ríkisútvarpið, BBC, safnar helstu sögunum saman á morgni hverjum og má sjá orðrómana hér. Þeirra á meðal er einn um að Eiður Smári Guðjohnsen sé á óskalista nýliða Sunderland. 25.5.2007 11:06 Um stöðu hesthúsmála hjá Gusti - hugleiðingar félagsmanns Hvað er að frétta? Ég undirritaður er einn þeirra sem eiga (eða áttu) hlut í hesthúsi í Glaðheimum, félagssvæði Hestamanafélagsins Gusts í Kópavogi. Líkt og flestir aðrir eigendur hesthúsa í Glaðheimum hef ég selt Kópavogsbæ hesthúseign mína og þá í trausti þess að við afhendingu eignarinnar muni ég geta flutt í nýtt hesthús sem byggt yrði á nýju svæði Gusts á Kjóavöllum. 25.5.2007 10:42 Benitez fær fé til að freista Owen Enn er talað um að Michael Owen fari aftur til Liverpool. Nýjir eigendur félagsins, þeir George Gillett og Tom Hicks, hafa sagt að Benitez fái þann pening sem hann telur sig þurfa á að halda. Og spurðir um Owen sögðu þeir hann vissulega frábæran leikmann en Benitez réði ferðinni í leikmannakaupum. 25.5.2007 10:32 McClaren segir Beckham eiga möguleika Landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, Steve McClaren, hefur neitað að slá á vangaveltur fjölmiðla um hvort David Beckham, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, verði valin í liðið á ný. 25.5.2007 10:17 Groundhog Day í Detroit Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. 25.5.2007 09:56 FH burstaði HK - KR og ÍA á botninum FH-ingar eru enn með fullt hús stiga þegar þriðja umferðin í Landsbankadeildinni er langt komin. FH burstaði nýliða HK 4-0 í Hafnarfirði í kvöld, Breiðablik og Keflavík skildu jöfn 2-2 í Kópavogi, líkt og ÍA og Fram á Skaganum og þá unnu Fylkismenn 1-0 sigur á Víkingi í Fossvogi. KR hefur aðeins eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir 2-1 tap fyrir Val á Laugardalsvelli. 24.5.2007 19:32 Annar leikur Detroit og Cleveland í beinni í kvöld Annar leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Detroit vann mjög nauman sigur í fyrsta leiknum og Cleveland mun í kvöld freista þess að stela heimavallarréttinum með sigri. Næstu tveir leikir fara fram í Cleveland og verða einnig sýndir beint á Sýn. Á laugardagskvöldið verður svo sýnt beint frá þriðja leik Utah og San Antonio. 24.5.2007 19:07 Heil umferð í Landsbankadeildinni í kvöld Það verður mikið fjör í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá fer fram þriðja umferð deildarinnar með fimm leikjum og aðalleikur kvöldsins verður slagur Reykjavíkurliðanna Vals og KR á Laugardalsvellinum. Fylgst verður með gangi mála í leikjunum hér á Vísi í kvöld. 24.5.2007 18:55 Alfreð velur hópinn fyrir Serbaleikina Alfreð Gíslason, þjálfari A-landsliðs karla í handbolta, valdi í dag 17 manna landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Serbum sem fram fara dagana 9. og 17. júní í sumar, en þessi hópur spilar einnig tvo æfingaleiki við Tékka í upphafi næsta mánaðar. Hópurinn er hér fyrir neðan. 24.5.2007 16:31 Ásthildur í hópnum gegn Grikkjum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2009 sem mætir Grikkjum ytra þann 31. maí. Þar ber hæst að Ásthildur Helgadóttir kemur inn í landsliðshópinn á ný, en systir hennar Þóra gaf ekki kost á sér í þetta sinn vegna anna í vinnu. 24.5.2007 16:21 Klúður í Aþenu Knattspyrnusamband Evrópu er ekki ánægt með viðbrögð stuðningsmanna Liverpool í Aþenu í gær þegar til átaka kom fyrir utan Ólympíuleikvanginn þar sem úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fór fram. Nokkrir stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða á leikinn þurftu frá að hverfa. 24.5.2007 14:32 Owen í byrjunarliði B-liðs Englendinga Michael Owen mun á morgun spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englendinga síðan á HM í fyrrasumar þegar hann verður í byrjunarliði B-liðsins sem mætir Albönum. Owen verður í framlínunni ásamt Alan Smith frá Manchester United en auk þeirra eru í liðinu nokkrir leikmenn sem ekki hafa átt fast sæti í A-landsliðinu. 24.5.2007 14:16 Baptista fer aftur til Real Arsenal ákvað í dag að nýta sér ekki kauprétt sinn á Julio Baptista og senda hann aftur til Real Madrid. Brasilíumaðurinn, sem er 25 ára, skoraði 10 mörk í 35 leikjum en þar af voru aðeins þrjú mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Baptista kom til Arsenal á lánssamning og Jose Antonio Reyes fór frá Arsenal til Real Madrid í staðinn.Spænsku leiktíðinni er ekki enn lokið og engin ákvörðun hefur því verið tekin varðandi Reyes. 24.5.2007 12:01 Muntari á leið til Portsmouth Ítalska félagið Udinese hefur staðfest að miðjumaðurinn Sulley Muntari er farinn til Englands til þess að binda endahnútinn á félagaskipti til Portsmouth. 24.5.2007 11:40 Slúðrið í enska í dag Margt á sér stað í enska boltanum þó svo hann rúlli ekki um þessar mundir. Hérna má sjá það helsta sem er að gerast í dag og breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman. 24.5.2007 10:46 Einnar milljónar sekt vegna lyfjamála Alþjóðaólympíunefndin sektaði í dag austurrísku ólympíunefndina um eina milljón dollara vegna lyfjahneykslis austurrískra íþróttamanna á vetrarólympíuleikunum í Túrín í fyrra. Nefndin bannaði einnig sex íþróttamönnum sambandsins að taka þátt í ólympíuleikum framvegis. 24.5.2007 08:15 Brautskráning á Hólum Laugardaginn 26. maí verður fyrsta brautskráningin úr Hólaskóla – Háskólanum á Hólum eftir að ný lög um háskólann voru samþykkt. kl. 13 Reiðsýning reiðkennaranema á skeiðvellinum kl. 14 Brautskráning - athöfnin verður í Þráarhöll Brautskráðir verða nemar úr hrossaræktardeild: 24.5.2007 14:26 Opin gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins. Gæðingakeppni Mána verður haldin dagana 2. og 3. júní á Mánagrund. Keppt verður í : Teymingaflokki Polla, Pollaflokki, Barnaflokki, Unglingaflokki, Ungmennaflokki, A-flokki og B-flokki áhugamanna, A-flokki og B-flokki (opinn). 24.5.2007 14:24 AC Milan er Evrópumeistari 2007 AC Milan frá Ítalíu fagnaði í kvöld sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. 23.5.2007 20:34 Gerrard: Ég er í rusli Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sagði að tilfinningar sínar eftir tapið gegn Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld væru algjör andstæða þeirra sem hann upplifði þegar Liverpool lyfti bikarnum árið 2005. 23.5.2007 21:27 Benitez: Við töpuðum fyrir frábæru liði Rafa Benitez var að vonum súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. "Við töpuðum gegn hágæða knattspyrnuliði með frábæra leikmenn innanborðs. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik en fengum á okkur klaufalegt mark. Eftir það urðum við að pressa hærra á vellinum og þeir höfðu getu til að refsa okkur. Maður verður að nýta öll færi sem maður fær í svona leik," sagði Benitez. 23.5.2007 21:21 Kuyt: Þeir voru heppnir Dirk Kuyt skoraði mark Liverpool í kvöld þegar liðið lá 2-1 fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. "Þeir voru heppnir en við höfðum á sama hátt ekki heppnina með okkur. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þeir voru stálheppnir að skora markið í fyrri hálfleiknum. Við fengum nokkur sæmileg færi en höfðum ekki heppnina með okkur í kvöld - lukkan var á bandi Milan að þessu sinni," sagði Kuyt í samtali við Sky. 23.5.2007 21:03 Seedorf: Stoltur af liðinu Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hjá AC Milan vann í kvöld sinn fjórða sigur á ferlinum í Meistaradeildinni. Hann sagðist stoltur af því að vera partur af frábæru liði eins og Milan. 23.5.2007 21:46 Rúnar Kristinsson mætti á æfingu hjá KR í kvöld Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kristinsson er kominn aftur heim eftir langa veru í atvinnumennskunni erlendis og í kvöld mætti hann á sína fyrstu æfingu með KR. Guðjón Guðmundsson hitti Rúnar að máli í kvöld, en hann verður líklega í leikmannahópi KR gegn Val annað kvöld. 23.5.2007 21:45 Ísland steinlá aftur fyrir Hollendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði 30-21 fyrir því hollenska í kvöld í öðrum vinnáttuleik þjóðanna á tveimur dögum. Hollenska liðið hafði yfir 14-8 í hálfleik. Rut Jónsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk og þær Guðbjörg Guðmannsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu 3 hvor. 23.5.2007 20:02 Eggert: Gerum allt til að halda Tevez Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, segir í samtali við Sky í dag að félagið muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda framherjanum Carlos Tevez í röðum liðsins áfram. Tevez hefur verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu eftir að hann náði loks að sanna sig hjá West Ham í vor. 23.5.2007 17:19 Miðvikudagsslúðrið á Englandi Íslenskir landsliðsmenn eru á meðal þeirra sem mest er slúðrað um í ensku pressunni í dag og eru blöð á Englandi meðal annars að velta fyrir sér mögulegum kaupum West Ham á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen. 23.5.2007 16:00 Yfirtökutilboð í Newcastle Milljarðamæringurinn Mike Ashley hefur gert 133 milljón punda yfirtökutilboð í enska knattspyrnufélagið Newcastle. Ashley hefur þegar keypt hlut fjölskyldu Sir John Hall í félaginu sem nemur um 41,6% og kostaði það viðskiptajöfurinn 55 milljónir punda. 23.5.2007 14:31 Roma í undanúrslit Jón Arnór Stefánsson skoraði 12 stig fyrir lið sitt Lottomatica Roma í gær þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum í ítölsku deildinni með 83-58 stórsigri á fyrrum félögum hans í Napoli. Roma vann einvígið 3-0 og mætir toppliði Siena í næstu umferð. 23.5.2007 14:27 Bale á leið til Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er sagt hafa náð samkomulagi við Southampton um kaup á efnilegasta bakverði Bretlandseyja, Gareth Bale. Breska sjónvarpið segir sig hafa heimildir fyrir því að leikmaðurinn fari í læknisskoðun á morgun, en kaupverðið hefur enn ekki verið staðfest. Southampton hafði áður neitað 10 milljón punda Tottenham í hinn 17 ára gamla Bale, sem er í landsliði Wales. Southampton hefur ekki fengist til að staðfesta þessar fréttir. 23.5.2007 13:49 Distin semur við Portsmouth Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur skrifað undir þriggja ára samning við Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni en hann var samningslaus hjá Manchester City. Distin er 29 ára gamall og kom til City frá Paris St Germain fyrir 4 milljónir punda árið 2002. 23.5.2007 13:45 Gerrard segir Liverpool ætla að snúa heim sem hetjur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir leikmenn liðsins staðráðna í að snúa heim frá Aþenu sem hetjur. Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, rétt eins og fyrir tveimur árum síðan, en þá vann liðið sigur í vítaspyrnukeppni. 23.5.2007 10:46 Sannfærandi sigur hjá San Antonio San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. 23.5.2007 05:20 Portland datt í lukkupottinn NBA-lið Portland Trailblazers datt heldur betur í lukkupottinn í nótt þegar dregið var í lotteríinu fyrir nýliðavalið í sumar. Portland fékk fyrsta valréttinn þrátt fyrir að eiga aðeins 5% líkur á að landa fyrsta valrétti og Seattle fékk annan valréttinn þrátt fyrir að eiga einnig fáar kúlur í lottóvélinni þegar dregið var. Sögufrægt lið Boston þarf að gera sér að góðu fimmta valrétt þrátt fyrir að eiga næstum 50% líkur á að landa einu af tveimur fyrstu valréttunum vegna lélegs árangurs liðsins í deildinni í vetur. 23.5.2007 05:05 Milan er yfir í hálfleik AC Milan hefur yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knatttspyrnu. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en það var markahrókurinn Pippo Inzaghi sem skoraði mark ítalska liðsins á 45. mínútu þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. Fá færi litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en Liverpool var þó öllu sterkari aðilinn. 23.5.2007 19:34 Byrjunarliðin klár í Aþenu Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli Liverpool og AC Milan í Aþenu. Bæði lið spila með þétta miðju og einn framherja. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin og nokkra mola um úrslitaleikinn sem senn er að hefjast. 23.5.2007 18:05 Upphitun fyrir úrslitaleik Milan og Liverpool í kvöld AC Milan og Liverpool mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á tveimur árum. Arnar Björnsson íþróttafréttamaður lýsir leiknum beint frá Aþenu klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu. 23.5.2007 14:19 Crouch: Carragher er enn að stríða Lampard Peter Crouch, framherji Liverpool, segir að Jamie Carragher hafi strítt Chelsea-mönnunum í enska landsliðinu mikið eftir að Liverpool varð Evrópumeistari árið 2005. Hann vonast til að geta gert hið sama þegar enska landsliðið kemur saman fyrir leikinn gegn Brasilíumönnum þann 1. júní. 22.5.2007 22:00 KR skellti Blikum Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem KR vann sannfærandi 4-1 útisigur á Breiðablik í Kópavogi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 1-0. Edda Garðarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Katrín Ómarsóttir og Olga Færseth skoruðu mörk KR en Greta Mjöll Samúelsdóttir minnkaði muninn fyrir Blika. 22.5.2007 21:41 Duff úr leik fram í nóvember Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff hjá Newcastle getur ekki spilað með liði sínu á ný fyrr en eftir fimm eða sex mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Þetta sagði Steve Staunton landsliðsþjálfari Íra í dag. Það er því ekki hægt að segja að Newcastle hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í fyrra þegar það keypti stjörnuleikmennina Duff og Michael Owen, sem báðir hafa verið oftar hjá sjúkraþjálfaranum en á leikvellinum. 22.5.2007 20:52 Ísland tapaði fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld 28-18 fyrir því hollenska í vináttuleik þjóðanna ytra. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk og Dagný Skúladóttir skoraði 3 mörk. Liðin mætast aftur á morgun. 22.5.2007 20:47 Sjá næstu 50 fréttir
Houllier að hætta með Lyon Gerard Houllier hyggst hætta sem knattspyrnustjóri franska liðsins Lyon. Frá þessu er greint í erlendum miðlum og sagt að hann hafi þegar greint leikmönnum liðsins frá þessu. Boðað hefur verið til blaðamannafunda í kvöld vegna málsins. 25.5.2007 15:34
Æfingaleikir hjá blaklandsliðunum um helgina Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki leika um helgina æfingaleiki við breskt félagslið en það er liður í undirbúningi þeirra fyrir smáþjóðaleikana í sumar. 25.5.2007 14:15
Stefán Már og Sigmundur í hópi efstu manna í Austurríki Stefán Már Stefánsson, kylfingur úr GR, lék frábærlega á Opna austurríska áhugamannamótinu í golfi í dag en hann lék hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is er Stefán á einu höggi undir pari líkt og Sigmundur Einar Másson úr GKG sem á titil að verja á mótinu. 25.5.2007 13:21
Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. 25.5.2007 11:58
Slúðrið í enska boltanum í dag Á hverjum degi segja ensku blöðin fjöldan allan af leikmönnum vera við það að skipta um lið. Breska ríkisútvarpið, BBC, safnar helstu sögunum saman á morgni hverjum og má sjá orðrómana hér. Þeirra á meðal er einn um að Eiður Smári Guðjohnsen sé á óskalista nýliða Sunderland. 25.5.2007 11:06
Um stöðu hesthúsmála hjá Gusti - hugleiðingar félagsmanns Hvað er að frétta? Ég undirritaður er einn þeirra sem eiga (eða áttu) hlut í hesthúsi í Glaðheimum, félagssvæði Hestamanafélagsins Gusts í Kópavogi. Líkt og flestir aðrir eigendur hesthúsa í Glaðheimum hef ég selt Kópavogsbæ hesthúseign mína og þá í trausti þess að við afhendingu eignarinnar muni ég geta flutt í nýtt hesthús sem byggt yrði á nýju svæði Gusts á Kjóavöllum. 25.5.2007 10:42
Benitez fær fé til að freista Owen Enn er talað um að Michael Owen fari aftur til Liverpool. Nýjir eigendur félagsins, þeir George Gillett og Tom Hicks, hafa sagt að Benitez fái þann pening sem hann telur sig þurfa á að halda. Og spurðir um Owen sögðu þeir hann vissulega frábæran leikmann en Benitez réði ferðinni í leikmannakaupum. 25.5.2007 10:32
McClaren segir Beckham eiga möguleika Landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, Steve McClaren, hefur neitað að slá á vangaveltur fjölmiðla um hvort David Beckham, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, verði valin í liðið á ný. 25.5.2007 10:17
Groundhog Day í Detroit Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. 25.5.2007 09:56
FH burstaði HK - KR og ÍA á botninum FH-ingar eru enn með fullt hús stiga þegar þriðja umferðin í Landsbankadeildinni er langt komin. FH burstaði nýliða HK 4-0 í Hafnarfirði í kvöld, Breiðablik og Keflavík skildu jöfn 2-2 í Kópavogi, líkt og ÍA og Fram á Skaganum og þá unnu Fylkismenn 1-0 sigur á Víkingi í Fossvogi. KR hefur aðeins eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir 2-1 tap fyrir Val á Laugardalsvelli. 24.5.2007 19:32
Annar leikur Detroit og Cleveland í beinni í kvöld Annar leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Detroit vann mjög nauman sigur í fyrsta leiknum og Cleveland mun í kvöld freista þess að stela heimavallarréttinum með sigri. Næstu tveir leikir fara fram í Cleveland og verða einnig sýndir beint á Sýn. Á laugardagskvöldið verður svo sýnt beint frá þriðja leik Utah og San Antonio. 24.5.2007 19:07
Heil umferð í Landsbankadeildinni í kvöld Það verður mikið fjör í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá fer fram þriðja umferð deildarinnar með fimm leikjum og aðalleikur kvöldsins verður slagur Reykjavíkurliðanna Vals og KR á Laugardalsvellinum. Fylgst verður með gangi mála í leikjunum hér á Vísi í kvöld. 24.5.2007 18:55
Alfreð velur hópinn fyrir Serbaleikina Alfreð Gíslason, þjálfari A-landsliðs karla í handbolta, valdi í dag 17 manna landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Serbum sem fram fara dagana 9. og 17. júní í sumar, en þessi hópur spilar einnig tvo æfingaleiki við Tékka í upphafi næsta mánaðar. Hópurinn er hér fyrir neðan. 24.5.2007 16:31
Ásthildur í hópnum gegn Grikkjum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2009 sem mætir Grikkjum ytra þann 31. maí. Þar ber hæst að Ásthildur Helgadóttir kemur inn í landsliðshópinn á ný, en systir hennar Þóra gaf ekki kost á sér í þetta sinn vegna anna í vinnu. 24.5.2007 16:21
Klúður í Aþenu Knattspyrnusamband Evrópu er ekki ánægt með viðbrögð stuðningsmanna Liverpool í Aþenu í gær þegar til átaka kom fyrir utan Ólympíuleikvanginn þar sem úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fór fram. Nokkrir stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða á leikinn þurftu frá að hverfa. 24.5.2007 14:32
Owen í byrjunarliði B-liðs Englendinga Michael Owen mun á morgun spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englendinga síðan á HM í fyrrasumar þegar hann verður í byrjunarliði B-liðsins sem mætir Albönum. Owen verður í framlínunni ásamt Alan Smith frá Manchester United en auk þeirra eru í liðinu nokkrir leikmenn sem ekki hafa átt fast sæti í A-landsliðinu. 24.5.2007 14:16
Baptista fer aftur til Real Arsenal ákvað í dag að nýta sér ekki kauprétt sinn á Julio Baptista og senda hann aftur til Real Madrid. Brasilíumaðurinn, sem er 25 ára, skoraði 10 mörk í 35 leikjum en þar af voru aðeins þrjú mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Baptista kom til Arsenal á lánssamning og Jose Antonio Reyes fór frá Arsenal til Real Madrid í staðinn.Spænsku leiktíðinni er ekki enn lokið og engin ákvörðun hefur því verið tekin varðandi Reyes. 24.5.2007 12:01
Muntari á leið til Portsmouth Ítalska félagið Udinese hefur staðfest að miðjumaðurinn Sulley Muntari er farinn til Englands til þess að binda endahnútinn á félagaskipti til Portsmouth. 24.5.2007 11:40
Slúðrið í enska í dag Margt á sér stað í enska boltanum þó svo hann rúlli ekki um þessar mundir. Hérna má sjá það helsta sem er að gerast í dag og breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman. 24.5.2007 10:46
Einnar milljónar sekt vegna lyfjamála Alþjóðaólympíunefndin sektaði í dag austurrísku ólympíunefndina um eina milljón dollara vegna lyfjahneykslis austurrískra íþróttamanna á vetrarólympíuleikunum í Túrín í fyrra. Nefndin bannaði einnig sex íþróttamönnum sambandsins að taka þátt í ólympíuleikum framvegis. 24.5.2007 08:15
Brautskráning á Hólum Laugardaginn 26. maí verður fyrsta brautskráningin úr Hólaskóla – Háskólanum á Hólum eftir að ný lög um háskólann voru samþykkt. kl. 13 Reiðsýning reiðkennaranema á skeiðvellinum kl. 14 Brautskráning - athöfnin verður í Þráarhöll Brautskráðir verða nemar úr hrossaræktardeild: 24.5.2007 14:26
Opin gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins. Gæðingakeppni Mána verður haldin dagana 2. og 3. júní á Mánagrund. Keppt verður í : Teymingaflokki Polla, Pollaflokki, Barnaflokki, Unglingaflokki, Ungmennaflokki, A-flokki og B-flokki áhugamanna, A-flokki og B-flokki (opinn). 24.5.2007 14:24
AC Milan er Evrópumeistari 2007 AC Milan frá Ítalíu fagnaði í kvöld sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. 23.5.2007 20:34
Gerrard: Ég er í rusli Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sagði að tilfinningar sínar eftir tapið gegn Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld væru algjör andstæða þeirra sem hann upplifði þegar Liverpool lyfti bikarnum árið 2005. 23.5.2007 21:27
Benitez: Við töpuðum fyrir frábæru liði Rafa Benitez var að vonum súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. "Við töpuðum gegn hágæða knattspyrnuliði með frábæra leikmenn innanborðs. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik en fengum á okkur klaufalegt mark. Eftir það urðum við að pressa hærra á vellinum og þeir höfðu getu til að refsa okkur. Maður verður að nýta öll færi sem maður fær í svona leik," sagði Benitez. 23.5.2007 21:21
Kuyt: Þeir voru heppnir Dirk Kuyt skoraði mark Liverpool í kvöld þegar liðið lá 2-1 fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. "Þeir voru heppnir en við höfðum á sama hátt ekki heppnina með okkur. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þeir voru stálheppnir að skora markið í fyrri hálfleiknum. Við fengum nokkur sæmileg færi en höfðum ekki heppnina með okkur í kvöld - lukkan var á bandi Milan að þessu sinni," sagði Kuyt í samtali við Sky. 23.5.2007 21:03
Seedorf: Stoltur af liðinu Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hjá AC Milan vann í kvöld sinn fjórða sigur á ferlinum í Meistaradeildinni. Hann sagðist stoltur af því að vera partur af frábæru liði eins og Milan. 23.5.2007 21:46
Rúnar Kristinsson mætti á æfingu hjá KR í kvöld Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kristinsson er kominn aftur heim eftir langa veru í atvinnumennskunni erlendis og í kvöld mætti hann á sína fyrstu æfingu með KR. Guðjón Guðmundsson hitti Rúnar að máli í kvöld, en hann verður líklega í leikmannahópi KR gegn Val annað kvöld. 23.5.2007 21:45
Ísland steinlá aftur fyrir Hollendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði 30-21 fyrir því hollenska í kvöld í öðrum vinnáttuleik þjóðanna á tveimur dögum. Hollenska liðið hafði yfir 14-8 í hálfleik. Rut Jónsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk og þær Guðbjörg Guðmannsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu 3 hvor. 23.5.2007 20:02
Eggert: Gerum allt til að halda Tevez Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, segir í samtali við Sky í dag að félagið muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda framherjanum Carlos Tevez í röðum liðsins áfram. Tevez hefur verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu eftir að hann náði loks að sanna sig hjá West Ham í vor. 23.5.2007 17:19
Miðvikudagsslúðrið á Englandi Íslenskir landsliðsmenn eru á meðal þeirra sem mest er slúðrað um í ensku pressunni í dag og eru blöð á Englandi meðal annars að velta fyrir sér mögulegum kaupum West Ham á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen. 23.5.2007 16:00
Yfirtökutilboð í Newcastle Milljarðamæringurinn Mike Ashley hefur gert 133 milljón punda yfirtökutilboð í enska knattspyrnufélagið Newcastle. Ashley hefur þegar keypt hlut fjölskyldu Sir John Hall í félaginu sem nemur um 41,6% og kostaði það viðskiptajöfurinn 55 milljónir punda. 23.5.2007 14:31
Roma í undanúrslit Jón Arnór Stefánsson skoraði 12 stig fyrir lið sitt Lottomatica Roma í gær þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum í ítölsku deildinni með 83-58 stórsigri á fyrrum félögum hans í Napoli. Roma vann einvígið 3-0 og mætir toppliði Siena í næstu umferð. 23.5.2007 14:27
Bale á leið til Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er sagt hafa náð samkomulagi við Southampton um kaup á efnilegasta bakverði Bretlandseyja, Gareth Bale. Breska sjónvarpið segir sig hafa heimildir fyrir því að leikmaðurinn fari í læknisskoðun á morgun, en kaupverðið hefur enn ekki verið staðfest. Southampton hafði áður neitað 10 milljón punda Tottenham í hinn 17 ára gamla Bale, sem er í landsliði Wales. Southampton hefur ekki fengist til að staðfesta þessar fréttir. 23.5.2007 13:49
Distin semur við Portsmouth Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur skrifað undir þriggja ára samning við Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni en hann var samningslaus hjá Manchester City. Distin er 29 ára gamall og kom til City frá Paris St Germain fyrir 4 milljónir punda árið 2002. 23.5.2007 13:45
Gerrard segir Liverpool ætla að snúa heim sem hetjur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir leikmenn liðsins staðráðna í að snúa heim frá Aþenu sem hetjur. Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, rétt eins og fyrir tveimur árum síðan, en þá vann liðið sigur í vítaspyrnukeppni. 23.5.2007 10:46
Sannfærandi sigur hjá San Antonio San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. 23.5.2007 05:20
Portland datt í lukkupottinn NBA-lið Portland Trailblazers datt heldur betur í lukkupottinn í nótt þegar dregið var í lotteríinu fyrir nýliðavalið í sumar. Portland fékk fyrsta valréttinn þrátt fyrir að eiga aðeins 5% líkur á að landa fyrsta valrétti og Seattle fékk annan valréttinn þrátt fyrir að eiga einnig fáar kúlur í lottóvélinni þegar dregið var. Sögufrægt lið Boston þarf að gera sér að góðu fimmta valrétt þrátt fyrir að eiga næstum 50% líkur á að landa einu af tveimur fyrstu valréttunum vegna lélegs árangurs liðsins í deildinni í vetur. 23.5.2007 05:05
Milan er yfir í hálfleik AC Milan hefur yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knatttspyrnu. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en það var markahrókurinn Pippo Inzaghi sem skoraði mark ítalska liðsins á 45. mínútu þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. Fá færi litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en Liverpool var þó öllu sterkari aðilinn. 23.5.2007 19:34
Byrjunarliðin klár í Aþenu Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli Liverpool og AC Milan í Aþenu. Bæði lið spila með þétta miðju og einn framherja. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin og nokkra mola um úrslitaleikinn sem senn er að hefjast. 23.5.2007 18:05
Upphitun fyrir úrslitaleik Milan og Liverpool í kvöld AC Milan og Liverpool mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á tveimur árum. Arnar Björnsson íþróttafréttamaður lýsir leiknum beint frá Aþenu klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu. 23.5.2007 14:19
Crouch: Carragher er enn að stríða Lampard Peter Crouch, framherji Liverpool, segir að Jamie Carragher hafi strítt Chelsea-mönnunum í enska landsliðinu mikið eftir að Liverpool varð Evrópumeistari árið 2005. Hann vonast til að geta gert hið sama þegar enska landsliðið kemur saman fyrir leikinn gegn Brasilíumönnum þann 1. júní. 22.5.2007 22:00
KR skellti Blikum Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem KR vann sannfærandi 4-1 útisigur á Breiðablik í Kópavogi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 1-0. Edda Garðarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Katrín Ómarsóttir og Olga Færseth skoruðu mörk KR en Greta Mjöll Samúelsdóttir minnkaði muninn fyrir Blika. 22.5.2007 21:41
Duff úr leik fram í nóvember Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff hjá Newcastle getur ekki spilað með liði sínu á ný fyrr en eftir fimm eða sex mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Þetta sagði Steve Staunton landsliðsþjálfari Íra í dag. Það er því ekki hægt að segja að Newcastle hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í fyrra þegar það keypti stjörnuleikmennina Duff og Michael Owen, sem báðir hafa verið oftar hjá sjúkraþjálfaranum en á leikvellinum. 22.5.2007 20:52
Ísland tapaði fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld 28-18 fyrir því hollenska í vináttuleik þjóðanna ytra. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk og Dagný Skúladóttir skoraði 3 mörk. Liðin mætast aftur á morgun. 22.5.2007 20:47