Fleiri fréttir

Bale á leið til Tottenham

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er sagt hafa náð samkomulagi við Southampton um kaup á efnilegasta bakverði Bretlandseyja, Gareth Bale. Breska sjónvarpið segir sig hafa heimildir fyrir því að leikmaðurinn fari í læknisskoðun á morgun, en kaupverðið hefur enn ekki verið staðfest. Southampton hafði áður neitað 10 milljón punda Tottenham í hinn 17 ára gamla Bale, sem er í landsliði Wales. Southampton hefur ekki fengist til að staðfesta þessar fréttir.

Distin semur við Portsmouth

Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur skrifað undir þriggja ára samning við Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni en hann var samningslaus hjá Manchester City. Distin er 29 ára gamall og kom til City frá Paris St Germain fyrir 4 milljónir punda árið 2002.

Gerrard segir Liverpool ætla að snúa heim sem hetjur

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir leikmenn liðsins staðráðna í að snúa heim frá Aþenu sem hetjur. Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, rétt eins og fyrir tveimur árum síðan, en þá vann liðið sigur í vítaspyrnukeppni.

Sannfærandi sigur hjá San Antonio

San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta.

Portland datt í lukkupottinn

NBA-lið Portland Trailblazers datt heldur betur í lukkupottinn í nótt þegar dregið var í lotteríinu fyrir nýliðavalið í sumar. Portland fékk fyrsta valréttinn þrátt fyrir að eiga aðeins 5% líkur á að landa fyrsta valrétti og Seattle fékk annan valréttinn þrátt fyrir að eiga einnig fáar kúlur í lottóvélinni þegar dregið var. Sögufrægt lið Boston þarf að gera sér að góðu fimmta valrétt þrátt fyrir að eiga næstum 50% líkur á að landa einu af tveimur fyrstu valréttunum vegna lélegs árangurs liðsins í deildinni í vetur.

Milan er yfir í hálfleik

AC Milan hefur yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knatttspyrnu. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en það var markahrókurinn Pippo Inzaghi sem skoraði mark ítalska liðsins á 45. mínútu þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. Fá færi litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en Liverpool var þó öllu sterkari aðilinn.

Byrjunarliðin klár í Aþenu

Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli Liverpool og AC Milan í Aþenu. Bæði lið spila með þétta miðju og einn framherja. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin og nokkra mola um úrslitaleikinn sem senn er að hefjast.

Upphitun fyrir úrslitaleik Milan og Liverpool í kvöld

AC Milan og Liverpool mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á tveimur árum. Arnar Björnsson íþróttafréttamaður lýsir leiknum beint frá Aþenu klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu.

Crouch: Carragher er enn að stríða Lampard

Peter Crouch, framherji Liverpool, segir að Jamie Carragher hafi strítt Chelsea-mönnunum í enska landsliðinu mikið eftir að Liverpool varð Evrópumeistari árið 2005. Hann vonast til að geta gert hið sama þegar enska landsliðið kemur saman fyrir leikinn gegn Brasilíumönnum þann 1. júní.

KR skellti Blikum

Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem KR vann sannfærandi 4-1 útisigur á Breiðablik í Kópavogi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 1-0. Edda Garðarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Katrín Ómarsóttir og Olga Færseth skoruðu mörk KR en Greta Mjöll Samúelsdóttir minnkaði muninn fyrir Blika.

Duff úr leik fram í nóvember

Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff hjá Newcastle getur ekki spilað með liði sínu á ný fyrr en eftir fimm eða sex mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Þetta sagði Steve Staunton landsliðsþjálfari Íra í dag. Það er því ekki hægt að segja að Newcastle hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í fyrra þegar það keypti stjörnuleikmennina Duff og Michael Owen, sem báðir hafa verið oftar hjá sjúkraþjálfaranum en á leikvellinum.

Ísland tapaði fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld 28-18 fyrir því hollenska í vináttuleik þjóðanna ytra. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk og Dagný Skúladóttir skoraði 3 mörk. Liðin mætast aftur á morgun.

Seldi knattspyrnufélagið Wolves fyrir 1231 krónu

Viðskiptajöfurinn Steve Morgan hefur gengið frá kaupum á fornfrægu knattspyrnufélagi Wolverhampton Wanderers fyrir 1231 krónu af fyrrum stjórnarformanni félagsins Sir Jack Hayward. Í staðinn hefur Morgan gefið loforð fyrir því að fjárfesta í félaginu fyrir 30 milljónir punda.

Ancelotti: Gerrard bullar

Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir Steven Gerrard hafa verið að bulla þegar hann sagði að Milan hafi byrjað að fagna sigri í Meistaradeildinni í hálfleik úrslitaleiks liðanna árið 2005. Hann segir jafnframt að tapið þá eftir að hafa verið 3-0 yfir séu ekki stærstu mistök sín á ferlinum og bendir á annað áhugavert atriði í því sambandi.

Sidwell fer til Chelsea

Jose Mourinho knattspyrustjóri Chelsea hefur gengið frá fyrstu kaupum sumarsins hjá félaginu. Miðjumaðurinn Steve Sidwell hjá Reading hefur þannig samþykkt að ganga í raðir félagsins í sumar á frjálsri sölu. Hann er 24 ára gamall og kom mjög á óvart í öskubuskuliði Reading í úrvalsdeildinni í vetur. Samningur Sidwell rennur út í júlí og þá er honum frjálst að ganga í raðir Chelsea.

Zdravevski semur við KR

Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta vetur en félagið hefur náð samkomulagi við Makedóníumanninn Jovan Zdravevski hjá Skallagrími um að leika með liðinu næsta vetur. Í dag framlengdu KR-ingar svo samninga þeirra Fannars Ólafssonar og Pálma Sigurgeirssonar um þrjú ár.

San Antonio - Utah í beinni á Sýn í nótt

Nú fer að draga til tíðinda í úrslitakeppni NBA deildarinnar þar sem fjögur lið eru eftir í baráttunni um titilinn. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá öllum leikjum næstu vikuna og hátíðin hefst með öðrum leik San Antonio og Utah klukkan 1 í nótt.

Källström ekki með Svíum - Zlatan tæpur

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn sem mætir Dönum og Íslendingum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Miðjumaðurinn Kim Källström hjá Lyon er meiddur og verður ekki með og þá er framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter tæpur vegna meiðsla.

Eyjólfur valdi fjóra nýliða

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hópinn sem mætir Liechtenstein og Svíþjóð í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Í hópnum eru fjórir nýliðar að þessu sinni, þeir Birkir Már Sævarsson frá Val, Ragnar Sigurðsson Gautaborg, Theodór Elmar Bjarnason Celtic og þá fær Gunnar Kristjánsson hjá Víkingi óvænt sæti í hónum.

Ancelotti heimtar yfirvegun

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, vill ekki að leikmenn hans líti á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni annað kvöld sem tækifæri til að ná fram hefndum á Liverpool síðan í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum. Hann vill heldur sjá sína menn einbeitta og yfirvegaða í Aþenu.

Adelman að taka við Houston?

Fjölmiðlar í Houston eru á einu máli um að Rick Adelman verði tilkynntur sem þjálfari Houston Rockets á morgun. Félagið rak Jeff Van Gundy á föstudaginn og segir Houston Chronicle að Adelman hafi þegar verið búinn að ræða við forráðamenn félagsins áður en það gerðist. Adelman er með hæsta vinningshlutfall allra þjálfara í NBA sem aldrei hafa unnið meistaratitil eða 61%. Hann þjálfaði síðast Sacramento Kings á árunum 1998 til 2006 og fór tvisvar með Portland í úrslit á tíunda áratugnum.

Henry: Beckham á skilið að komast í landsliðið

Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segir að frammistaða David Beckham með Real Madrid í vor sé að sínu mati nóg til að réttlæta að hann verði kallaður inn í enska landsliðið á ný. Beckham náði að vinna traust þjálfara síns Fabio Capello og komast aftur inn í byrjunarlið Real eftir að hafa verið settur út í kuldann á tímabili.

Distin farinn frá City

Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur ákveðið að fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City eftir fimm ár í röðum þess. Distin er 29 ára gamall og missti aðeins úr einn leik á tímabilinu. Hann neitaði tilboði City um framlengingu á samningi sínum og talið er að hann muni ganga í raðir Portsmouth í sumar.

Adebayor framlengir við Arsenal

Framherjinn Emmanuel Adebayor hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hann átti fast sæti í liðinu á nýafstaðinni leiktíð og skoraði 12 mörk í 44 leikjum. Adebayor er 23 ára gamall landsliðsmaður Tógó og var keyptur frá Mónakó í janúar í fyrra fyrir 3 milljónir punda.

Benitez boðar breytingar

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur boðað breytingar í herbúðum liðsins í sumar óháð því hvernig fer í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld. Ljóst þykir að nýju eigendur félagsins séu tilbúnir að útvega fjármagn í að styrkja liðið verulega.

Slúðrið í enska í dag

Margt er að gerast í ensku knattspyrnunni þessa daganna þó svo að leiktímabilið sé búið. Mikið er spáð í hver verður hvar og hérna má sjá helstu orðrómana sem breska ríkisútvarpið, BBC, tók til í dag.

Robson tekur við Sheffield United

Bryan Robson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Sheffield United sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Hann tekur við af Neil Warnock sem hætti með liðið eftir að það féll.

Tamningamaður eða FT tamningamaður

Náttúrutalent eða bókaormur sem ekkert kann í tamningum með FT próf uppá arminn? Já, það er spurning hvað er það sem þarf til að komast inn í Hólaskóla? Ég dúxaði í slugsahætti í skóla þegar ég var yngri. Það komst enginn með tærnar þar sem ég hafði hælana í slugsahættinum. Ég var lang bestur í því. Í verklegu námi var ég þó mjög góður og í íþróttum.

Úrslit af opnu Íþróttamóti Gusts

Íþróttamót Gusts fór fram í Glaðheimum um liðna helgi. Keppt var í flestum greinum hestaíþrótta og var þátttaka nokkuð góð. Fáksmenn gerðu góða ferð í Kópavoginn og þeir félagar Ragnar Bragi Sveinsson og Óskar Sæberg sigruðu í öllum greinum í barna- og unglingaflokkum.

HK lagði ÍA í Kópavoginum

Nýliðar HK unnu góðan sigur á ÍA í Landsbankadeild karla í kvöld. Leikurinn, sem fram fór á heimavelli HK í Kópavoginum, endaði 1-0 en það var Jón Þorgrímur Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu. HK er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en Skagamenn eru enn stigalausir.

HK leiðir gegn ÍA í hálfleik

Jón Þorgrímur Stefánsson hefur skorað eina markið í leik HK og ÍA í Landsbankadeildinni, en flautað hefur verið til hálfleiks á Kópavogsvellinum. Markið skoraði hann undir lok hálfleiksins en fram að þeim tíma höfðu gestirnir frá Akranesi verið sterkari aðilinn. Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

McLaren fagnar endurkomu Owen

Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins, er alsæll með að sóknarmaðurinn Micheal Owen skuli loksins vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir á HM í Þýskalandi síðasta sumar. McLaren segir að öll lið sem ætli sér að verða sigursæl þurfi á markaskorara á borð við Owen að halda.

Foster verður aðalmarkvörður Man. Utd.

Nokkur götublaðanna í Englandi segja frá því í morgun að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., hafi tilkynnt markverðinum Edwin van der Saar að hann muni verða varamaður fyrir Ben Foster á næstu leiktíð, en Foster snýr þá aftur til Man. Utd. úr láni hjá Watford.

Portsmouth að klófesta Distin

Harry Redknapp og félagar í Portsmouth eru við það að tryggja sér þjónustu varnarmannsins Silvain Distin næstu þrjú árin, en varnarmanninum hefur verið boðinn samningur sem færir honum rúmar fimm milljónir á viku. Distin fer til Portsmouth á frjálsri sölu, en samningur hans við Manchester City er að renna út.

Robben áfram hjá Chelsea

Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hefur fullvissað stuðningsmenn Chelsea um að hann verði áfram í herbúðum enska liðsins á næstu leiktíð, en hann hefur lengi verið orðaður við sölu frá félaginu. Robben segist enn fremur hafa fulla trú á að hann verði kominn aftur í sitt besta form áður en næsta tímabil hefst.

Bellamy þráir að spila úrslitaleikinn

Craig Bellamy, hinn velski framherji Liverpool, segist munu verða eyðilagður leikmaður, fari svo að hann fái ekki að taka neinn þátt í úrslitaleiknum við AC Milan í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Bellamy hefur ekki verið inn í myndinni hjá stjóranum Rafa Benitez síðustu vikur.

Shevchenko vill spila í Bandaríkjunum

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur greint frá því að hann eigi þann draum heitastan að geta spilað í bandarísku atvinnumannadeildinni áður en ferill hans er á enda. Shevchenko segir mikla uppbyggingu vera að eiga sér stað þar vestra og hefur sóknarmaðurinn mikinn áhuga á að taka þátt í henni.

Malouda bestur í Frakklandi

Florent Malouda, leikmaður Lyon, hefur verið valinn besti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en það eru samtök leikmanna sem standa að hinu árlega kjöri. Gerard Houllier var valinn besti þjálfarinn.

Carrick fagnar komu Hargreaves

Michael Carrick, enski miðjumaðurinn hjá Man. Utd., segist munu bjóða landa sinn Owen Hargreaves velkominn til félagsins með opnum örmum, en Hargreaves mun líklega skrifa undir samning við ensku meistaranna síðar í vikunni. Carrick óttast ekki samkeppnina sem felst í komu Hargreaves til liðsins.

Robson vill stýra Sheffield Utd.

Bryan Robson, fyrrum þjálfari Middlesbrough og WBA, hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á að taka við stjórn Sheffield United og er búist við því að hann verði formlega kynntur sem næsti knattspyrnustjóri liðsins á næstu tveimur sólarhringum.

Hvatningarræða Drogba gerði útslagið

Þótt að Didier Drogba hafi skorað markið sem réð úrslitum í bikarúrslitaleik Chelsea og Man. Utd. um helgina var það ekki síður ávarp hans til leikmanna fyrir leikinn sem hafði hvað mest áhrif á niðurstöðu leiksins, að því er fyrirliðinn John Terry heldur fram. Drogba hvatti leikmenn til að leggja sig alla fram fyrir hvorn annan.

Romario skoraði 1000. markið

Brasilíski framherjinn Romario náði loksins að skora sitt 1000. mark á ferlinum í gær þegar lið hans Vasco de Gama bar sigurorð af Recife í brasilísku úrvalsdeildinni í gær. Hinn 41 árs gamli Romario setti stefnuna á að skora 1000 mörk fyrir nokkrum árum og hefur nú loksins náð sínu æðsta markmiði.

San Antonio vann fyrsta leikinn

San Antonio vann fyrsta leikinn gegn Utah í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt, 108-100. Tim Duncan gegndi lykilhlutverki í sigri San Antonio, en fjölmiðlar vestra segja hann sjaldan eða aldrei hafa spilað betur á sínum ferli.

Sjá næstu 50 fréttir