Fleiri fréttir Fékk 30 milljónir fyrir hvern spilaðan leik Framherjinn Grant Hill hjá Orlando Magic sagðist í gær vera að íhuga að leggja skóna á hilluna í sumar. Lið hans féll úr úrslitakeppninni fyrir Detroit í gær og Hill er með lausa samninga í sumar. Ferill kappans hefur einkennst af erfiðri baráttu við meiðsli, en hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af peningamálunum. 29.4.2007 01:38 Barcelona - Levante í beinni Leikur Barcelona og Levante í spænska boltanum er nú hafinn og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona. Þá er fjórði leikur Miami og Chicago í úrslitakeppni NBA kominn á fullt og hann er í beinni útsendingu á Sýn Extra í lýsingu Svala Björgvinssonar og Friðriks Inga Rúnarssonar. 29.4.2007 17:30 Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni í beinni á Sýn Nú klukkan 15:30 hefst síðari úrslitaleikur þýsku liðanna Kiel og Flensburg í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Leikurinn er sýndur beint á Sýn þar sem Guðjón Guðmundsson og Atli Hilmarsson lýsa með tilþrifum. 29.4.2007 15:27 Joaquin bjargaði Valencia Miðjumaðurinn knái Joaquin hjá Valencia var hetja sinna manna í kvöld þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Recreativo og hélt sér í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Joaquin skoraði bæði mörk liðsins á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Zaragoza getur þó slegið Valencia úr Evrópusætinu á morgun með sigri á Osasuna. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 59 stig, Sevilla hefur 58, Real 57 og Valencia 56. 28.4.2007 22:24 Detroit sópaði Orlando úr keppni Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppni NBA með naumum sigri á Orlando 97-93 í fjórða leik liðanna. Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit og Rip Hamilton 19, en Dwight Howard skoraði 29 stig og hirti 17 fráköst fyrir Orlando. Detroit vann rimmuna því mjög sannfærandi 4-0. 28.4.2007 22:07 Ballack fór í uppskurð Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea fór í ökklauppskurð í gær og óvíst er hvort hann verður meira með liðinu á leiktíðinni. Þetta er mikið áfall fyrir Chelsea á lokasprettinum en miðvörðurinn Ricardo Carvalho meiddist á hné í dag og verður tæplega meira með liðinu í vor. 28.4.2007 22:01 Ferguson: Skulda Sam tvo stóra kossa Sir Alex Ferguson var í sjöunda himni í dag eftir að hans menn náðu fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og fóru langt með að tryggja sér meistaratitilinn. Það var ekki síst fyrir það að Bolton náði að hirða tvö stig af Chelsea á útivelli. 28.4.2007 21:30 Alexander skoraði 9 fyrir Grosswallstadt Alexander Petersson skoraði 9 mörk í dag þegar lið hans Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta gerði 26-26 jafntefli við Balingen. Síðar í kvöld skildu Wilhelmshavener og Hildesheim jöfn 29-29. Rétt er að minna handboltaáhugamenn á að síðari leikur Kiel og Flensburg í úrslitum Meistaradeildarinnar verður sýndur beint á Sýn á morgun. 28.4.2007 20:30 Birgir Leifur mætir Ronaldo á Pro-Am mótinu Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. 28.4.2007 19:16 Þriðji sigur Róberts í röð Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í skvassi. Íslandsmótið fór fram um helgina í húsakynnum Veggsports við Stórhöfða. Rósa Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki. 28.4.2007 19:09 Valur og KR leika til úrslita Valur og KR leika til úrslita um deildarbikar kvenna í knattspyrnu eða Lengjubikarnum eins og hann er kallaður. Liðin fóru með sigur af hólmi í undanúrslitaviðureignum sínum í dag. 28.4.2007 19:05 Körfuboltaæði í Oakland Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. 28.4.2007 18:37 Gammarnir svífa yfir Elland Road Nú er aðeins ein umferð eftir af ensku Championship deildinni og þar eru Birmingham og Sunderland nánast búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Leeds United, sem náði langt í Meistaradeild Evrópu fyrir nokkrum árum, er nánast dauðadæmt til að falla niður í 1. deild - eða C-deildina á Englandi. 28.4.2007 18:08 Ferguson: Við eigum skilið að vinna deildina Sir Alex Ferguson stökk hæð sína af gleði í dag þegar hans menn unnu dramatískan sigur á Everton og tryggðu sér fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ferguson segir að liðið ef hans menn verði meistarar - sé það vegna þess að þeir eigi það skilið. 28.4.2007 17:34 Mourinho: Þetta er ekki búið enn Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitar alfarið að gefast upp í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þó hans menn séu nú fimm stigum á eftir toppliði Manchester United eftir leiki dagsins. Chelsea náði aðeins jafntefli við Bolton á heimavelli í dag á meðan United vann dramatískan sigur á Everton á útivelli. 28.4.2007 16:57 Allt opið í þýsku úrvalsdeildinni Nú stefnir í æsispennandi lokasprett í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meistarar Bayern Munchen lágu á heimavelli gegn HSV og eru nú möguleikar liðsins á Meistaradeildarsæti orðnir ansi litlir. Topplið Schalke tapaði í gær fyrir Bochum 2-1 og Stuttgart skaust í annað sætið í dag eftir 1-0 sigur á botnliði Gladbach. 28.4.2007 16:42 Hermann skoraði sjálfsmark Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton áttu ekki góðan dag í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið steinlá 4-1 fyrir Blackburn. Hermann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum og er liðið nú í næstneðsta sæti deildarinnar og missti West Ham upp fyrir sig. Sigur hefði þýtt að Charlton hefði komið sér í góð mál fyrir ofan Wigan og West Ham, en nú bíður liðsins erfiður slagur í síðustu tveimur leikjunum. 28.4.2007 16:26 West Ham heldur enn í vonina West Ham vann í dag gríðarlegar mikilvægan 3-0 útisigur á Wigan í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool tapaði 2-1 fyrir Portsmouth og Sheffield United náði einnig í mikilvæg stig með 1-0 sigri á botnliði Watford, sem þegar er fallið. 28.4.2007 16:04 Meistarar Miami á leið úr keppni Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. 28.4.2007 14:10 Dramatík á Goodison Park - United í vænlegri stöðu Manchester United er komið í afar vænlega stöðu í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann ótrúlegan sigur á Everton á útivelli í dag 4-2 eftir að hafa lent undir 2-0. Á sama tíma gerði Chelsea 2-2 jafntefli við Bolton á heimavelli og því er forysta United orðin fimm stig á toppnum þegar aðeins þrír leikir eru eftir. 28.4.2007 13:49 Orlando - Detroit í beinni núna Fjórði leikur Orlando og Detroit í úrslitakeppni Austurdeildar NBA er í fullum gangi í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hófst klukkan 19. Detroit getur "sópað" Orlando úr leik með sigri í kvöld því liðið hefur yfir 3-0 í seríunni. Síðar í kvöld mætast Washington og Cleveland, Denver og San Antonio og svo Utah og Houston. 28.4.2007 19:49 LeBron James tekur Bee Gees slagara (Myndband) Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur farið á kostum með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA undanfarna daga, en hann kann meira en bara að spila körfubolta. Í myndbandi hér í fréttinni má sjá og heyra kappann syngja og dansa við lag Bee Gees. Svo verður hver og einn að dæma fyrir sig hvort James ætti að leggja skóna á hilluna og snúa sér að tónlistinni. 27.4.2007 20:09 David Beckham er orðinn eins og Scooter David Beckham er ekki vanur að láta sitt eftir liggja í heimi tískunnar og hann hefur nú komið tískumógúlum um allan heim í opna skjöldu með því að láta aflita á sér hárið. Þýska blaðið Bild hitti naglann á höfuðið í dag þegar það sagði Beckham vera orðinn eins og danstónlistarfrömuðurinn HP Baxter í útliti - en hann er betur þekktur sem íslandsvinurinn Scooter. 27.4.2007 18:18 Klose biðst afsökunar Framherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen í Þýskalandi hefur beðið forráðamenn félagsins afsökunar á framkomu sinni í kjölfar þess að upp komst um leynilegan fund sem hann átti með forráðamönnum Bayern Munchen í vikunni. Forráðamenn Bremen segja að ekki komi til greina að selja Klosa til annars liðs í Þýskalandi áður en samningur hans rennur út eftir eitt ár. 27.4.2007 21:45 Stjarnan í úrslit Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum deildarbikarsins í handbolta með því að leggja Íslandsmeistara Vals 31-17 í öðrum leik liðanna. Framarar knúðu fram oddaleik gegn HK með 36-24 sigri í kvöld. Þau mætast í oddaleik í Digranesi á sunnudaginn. 27.4.2007 21:38 Tevez fær að spila með West Ham Enska úrvalsdeildarliðið West Ham fékk í kvöld grænt ljóst frá enska knattspyrnusambandinu til að tefla Argentínumanninum Carlos Tevez fram í síðustu leikjum tímabilsins. Félagið var í dag sektað um 5,5 milljónir punda vegna félagaskipta hans sem reyndust ólögleg en samningamál hans hafa nú verið gerð upp. 27.4.2007 21:30 Valur og FH í úrslit Lengjubikarsins Valur og FH tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Valsmenn lögðu Víking 1-0 í Egilshöllinni og Íslandsmeistarar FH lögðu HK 4-1á Stjörnuvelli. Úrslitaleikurinn fer fram á þriðjudagskvöldið. 27.4.2007 21:21 Ein breyting á U-17 ára landsliðinu Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum sem leikur til úrslita í Evrópukeppni landsliða leikmanna 17 ára og yngri. KR-ingurinn Dofri Snorrason tekur sæti í liðinu fyrir Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki sem er meiddur. Íslendingar mæta Englendingum í fyrsta leik 2. maí. 27.4.2007 21:15 Yfirtökutilboð í Southampton á frumstigi Svo gæti farið að enska 1. deildarfélagið Southampton yrði nýjasta knattspyrnufélagið á Englandi til að komast í eigu amerískra fjárfesta. Félagið tilkynnti í dag að viðræður vegna yfirtökutilboðs væru á frumstigi, en heimildir herma að Paul Allen, annar stofnenda tölvurisans Microsoft, sé á bak við tilboðið. 27.4.2007 20:30 Sigurður væntanlega áfram með Keflavík Þjálfaramál Keflvíkinga í körfuboltanum ráðst í kvöld eða fyrramálið. Sigurður Ingimundarsson verður væntanlega áfram þjálfari liðsins. Ný stjórn tók við á aðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Birgir Már Bragason tók við formennsku. Birgir staðfesti í samtali við Vísi að körfuknattleiksdeildin ætti í viðræðum við Sigurð. 27.4.2007 19:21 Beinar útsendingar frá NBA um helgina Áhugamenn um NBA körfuboltann fá nóg fyrir sinn snúð um helgina þegar úrslitakeppnin heldur áfram af fullum krafti. Stórleikur helgarinnar verður slagur Miami og Chicago á Sýn Extra klukkan 17 á sunnudaginn, en auk þess er NBA TV sjónvarpsstöðin með beina útsendingu á hverju kvöldi. New Jersey tekur á móti Toronto klukkan 23 í kvöld og á miðnætti verður Sýn með útsendingu frá leik Utah og Houston frá í gærkvöldi. 27.4.2007 18:45 Marcus Camby varnarmaður ársins Dagblaðið Denver Post greindi frá því í morgun að miðherjinn Marcus Camby hjá Denver Nuggets verði kjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni. Camby á að baki 11 ár í deildinni og skoraði 11 stig, hirti tæp 12 fráköst og varði 3,3 skot að meðaltali í leik í vetur - sem er besti árangurinn í deildinni. Camby er sagður hafa fengið 431 atkvæði í kjöri fjölmiðlamanna en Bruce Bowen hjá San Antonio varð annar með 206 stig og félagi hans Tim Duncan í þriðja sæti með 158 stig. 27.4.2007 17:45 Föstudagsslúðrið á Englandi Tottenham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. The Sun segir að Manchester United sé að undirbúa tilboð í framherjann Jermain Defoe sem sé ósáttur í herbúðum Tottenham. Lundúnaliðið sé að íhuga 5-6 milljón punda tilboð í Kieron Dyer hjá Newcastle, en launakröfur hans geti þar sett strik í reikninginnn því leikmaðurinn sé með helmingi hærri laun en launahæsti maður Tottenham. 27.4.2007 17:36 Upson úr leik hjá West Ham Varnarmaðurinn Matthew Upson spilar ekki meira með liði West Ham á leiktíðinni vegna kálfameiðsla. Upson gekk í raðir West Ham frá Birmingham í janúar en hefur aðeins spilað 40 mínútur í tveimur leikjum fyrir liðið þar sem hann var tekinn meiddur af velli í bæði skiptin. Framtíð hans hjá félaginu þykir ótrygg, en hann hefur kostað félagið 146,000 pund á mínútu miðað við framlag sitt til þessa. 27.4.2007 16:15 Henry ætlar að vera hjá Arsenal eins lengi og Wenger Thierry Henry hefur nú enn á ný þurft að slökkva í orðrómi um framtíð sína hjá Arsenal, en bresku blöðin hafa gert því skóna að hann sé á förum eftir erfitt tímabil í vetur. Henry bendir á að hann sé nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og segist ætla að vera hjá félaginu á meðan Wenger situr í stjórastóli. Henry hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla í vetur. 27.4.2007 15:45 Kaka: United spilar brasilískan bolta Miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segir að Manchester United spili eins og lið frá Brasilíu og var hann hrifinn af spilamennsku liðsins þegar það tók á móti Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki rétt að Arsenal spili brasilískan bolta eins og sumir hafi haldið fram. 27.4.2007 15:00 Stuðningsmaður Milan setti Dida á uppboð á eBay Svekktur stuðningsmaður AC Milan sýndi vilja sinn í verki í gær og setti markvörðinn Dida á uppboð á netinu í gær eftir að honum þótti brasilíski markvörðurinn ekki standa sig nógu vel í fyrri leiknum gegn Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum. 27.4.2007 14:31 Shevchenko: Kaka er sá besti Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, segir að fyrrum félagi hans hjá AC Milan, Brasilíumaðurinn Kaka, sé besti knattspyrnumaður heimsins í dag. Kaka fór á kostum með Milan gegn Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni og skoraði tvö mörk á Old Trafford. 27.4.2007 14:21 Park hjá sérfræðingi í Bandaríkjunum Miðjumaðurinn Ji-Sung Park hjá Manchester United er nú í Bandaríkjunum hjá sérfræðingi þar sem hann leitar sér lækninga vegna hnémeiðsla. Park hefur ekki komið við sögu hjá toppliðinu síðan í mars og mun ekki leika meira með liðinu í vor. Óttast er að hann gæti orðið allt að eitt ár frá keppni vegna meiðsla sinna. Félagi hans Louis Saha er þó að verða klár í slaginn og gæti snúið aftur gegn Everton um helgina. 27.4.2007 14:16 Ferguson reiður út í Mourinho Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist gáttaður á því að enska knattspyrnusambandið skuli ekki vera búið að taka Jose Mourinho inn á teppi fyrir ummæli sín að undanförnu þar sem hann hefur hvað eftir annað látið í veðri vaka að sérstakar reglur gildi í dómgæslu í leikjum United. 27.4.2007 14:06 West Ham sektað um 5,5 milljónir punda Enska úrvalsdeildarliðið West Ham var í dag sektað um 5,5 milljónir punda eða rúmar 700 milljónir króna eftir að niðurstaða komst loks í félagaskiptamál þeirra Javier Mascherano og Carlos Tevez. Stig verða ekki dregin af liðinu í úrvalsdeildinni en Tevez fær ekki leikheimild með liðinu nema hann geri við það nýjan samning. Sektin er sú stærsta í sögu úrvalsdeildarinnar, en refsingin varð ekki eins þung og reiknað var með því þeir sem stóðu að félagaskiptunum á sínum tíma eru flestir hættir störfum. 27.4.2007 13:59 Dýrmætir sigrar hjá Jazz og Lakers Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. LA Lakers minnkaði muninn í einvígi sínu við Phoenix í 2-1 með góðum heimasigri og sömu sögu var að segja af Utah gegn Houston. Lið Detroit Pistons er hinsvegar komið í afar vænlega stöðu gegn Orlando Magic og hefur yfir 3-0 eftir góðan útisigur í nótt. 27.4.2007 13:41 Íslandsmet í armbeygjum Íslandsmet var sett í armbeygjum á Skólahreysti í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fríða Rún Einarsdóttir sló met Kristjönu Sæunnar Ólafsdóttur frá því í fyrra með því að taka 65 armbeygjur. Metið var 60. Fríða var í vinningsliði Skólahreystis úr Lindarskóla. Þau settu einnig Íslandsmet í hraðaþraut. Í öðru sæti í keppninni varð Hagaskóli og í því þriðja Breiðholtsskóli. 27.4.2007 11:33 Espanyol með annan fótinn í úrslitum Spænska liðið Espanyol er komið með annan fótinn í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða eftir 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen í fyrri viðureign liðanna í kvöld. Moises Hurtado kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og Walter Pandiani og varamaðurinn Ferran Corominas tryggðu sigurinn í þeim síðari. Markvörðurinn Tim Wiese var rekinn af velli hjá Bremen eftir klukkutíma leik. 26.4.2007 21:04 Roy Keane náði athygli leikmanna með karatetilþrifum Markvörðurinn Darren Ward hjá Sunderland segir að knattspyrnustjórinn Roy Keane geri lítið af því að öskra á leikmenn sína til að ná athygli þeirra, en segir að komið hafi til þess að Keane hafi tekið karatespörk í leiktöfluna til að undirstrika mál sitt. Sunderland á góða möguleika á að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í vor eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni. 26.4.2007 20:30 Sjá næstu 50 fréttir
Fékk 30 milljónir fyrir hvern spilaðan leik Framherjinn Grant Hill hjá Orlando Magic sagðist í gær vera að íhuga að leggja skóna á hilluna í sumar. Lið hans féll úr úrslitakeppninni fyrir Detroit í gær og Hill er með lausa samninga í sumar. Ferill kappans hefur einkennst af erfiðri baráttu við meiðsli, en hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af peningamálunum. 29.4.2007 01:38
Barcelona - Levante í beinni Leikur Barcelona og Levante í spænska boltanum er nú hafinn og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona. Þá er fjórði leikur Miami og Chicago í úrslitakeppni NBA kominn á fullt og hann er í beinni útsendingu á Sýn Extra í lýsingu Svala Björgvinssonar og Friðriks Inga Rúnarssonar. 29.4.2007 17:30
Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni í beinni á Sýn Nú klukkan 15:30 hefst síðari úrslitaleikur þýsku liðanna Kiel og Flensburg í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Leikurinn er sýndur beint á Sýn þar sem Guðjón Guðmundsson og Atli Hilmarsson lýsa með tilþrifum. 29.4.2007 15:27
Joaquin bjargaði Valencia Miðjumaðurinn knái Joaquin hjá Valencia var hetja sinna manna í kvöld þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Recreativo og hélt sér í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Joaquin skoraði bæði mörk liðsins á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Zaragoza getur þó slegið Valencia úr Evrópusætinu á morgun með sigri á Osasuna. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 59 stig, Sevilla hefur 58, Real 57 og Valencia 56. 28.4.2007 22:24
Detroit sópaði Orlando úr keppni Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppni NBA með naumum sigri á Orlando 97-93 í fjórða leik liðanna. Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit og Rip Hamilton 19, en Dwight Howard skoraði 29 stig og hirti 17 fráköst fyrir Orlando. Detroit vann rimmuna því mjög sannfærandi 4-0. 28.4.2007 22:07
Ballack fór í uppskurð Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea fór í ökklauppskurð í gær og óvíst er hvort hann verður meira með liðinu á leiktíðinni. Þetta er mikið áfall fyrir Chelsea á lokasprettinum en miðvörðurinn Ricardo Carvalho meiddist á hné í dag og verður tæplega meira með liðinu í vor. 28.4.2007 22:01
Ferguson: Skulda Sam tvo stóra kossa Sir Alex Ferguson var í sjöunda himni í dag eftir að hans menn náðu fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og fóru langt með að tryggja sér meistaratitilinn. Það var ekki síst fyrir það að Bolton náði að hirða tvö stig af Chelsea á útivelli. 28.4.2007 21:30
Alexander skoraði 9 fyrir Grosswallstadt Alexander Petersson skoraði 9 mörk í dag þegar lið hans Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta gerði 26-26 jafntefli við Balingen. Síðar í kvöld skildu Wilhelmshavener og Hildesheim jöfn 29-29. Rétt er að minna handboltaáhugamenn á að síðari leikur Kiel og Flensburg í úrslitum Meistaradeildarinnar verður sýndur beint á Sýn á morgun. 28.4.2007 20:30
Birgir Leifur mætir Ronaldo á Pro-Am mótinu Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. 28.4.2007 19:16
Þriðji sigur Róberts í röð Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í skvassi. Íslandsmótið fór fram um helgina í húsakynnum Veggsports við Stórhöfða. Rósa Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki. 28.4.2007 19:09
Valur og KR leika til úrslita Valur og KR leika til úrslita um deildarbikar kvenna í knattspyrnu eða Lengjubikarnum eins og hann er kallaður. Liðin fóru með sigur af hólmi í undanúrslitaviðureignum sínum í dag. 28.4.2007 19:05
Körfuboltaæði í Oakland Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. 28.4.2007 18:37
Gammarnir svífa yfir Elland Road Nú er aðeins ein umferð eftir af ensku Championship deildinni og þar eru Birmingham og Sunderland nánast búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Leeds United, sem náði langt í Meistaradeild Evrópu fyrir nokkrum árum, er nánast dauðadæmt til að falla niður í 1. deild - eða C-deildina á Englandi. 28.4.2007 18:08
Ferguson: Við eigum skilið að vinna deildina Sir Alex Ferguson stökk hæð sína af gleði í dag þegar hans menn unnu dramatískan sigur á Everton og tryggðu sér fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ferguson segir að liðið ef hans menn verði meistarar - sé það vegna þess að þeir eigi það skilið. 28.4.2007 17:34
Mourinho: Þetta er ekki búið enn Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitar alfarið að gefast upp í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þó hans menn séu nú fimm stigum á eftir toppliði Manchester United eftir leiki dagsins. Chelsea náði aðeins jafntefli við Bolton á heimavelli í dag á meðan United vann dramatískan sigur á Everton á útivelli. 28.4.2007 16:57
Allt opið í þýsku úrvalsdeildinni Nú stefnir í æsispennandi lokasprett í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meistarar Bayern Munchen lágu á heimavelli gegn HSV og eru nú möguleikar liðsins á Meistaradeildarsæti orðnir ansi litlir. Topplið Schalke tapaði í gær fyrir Bochum 2-1 og Stuttgart skaust í annað sætið í dag eftir 1-0 sigur á botnliði Gladbach. 28.4.2007 16:42
Hermann skoraði sjálfsmark Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton áttu ekki góðan dag í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið steinlá 4-1 fyrir Blackburn. Hermann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum og er liðið nú í næstneðsta sæti deildarinnar og missti West Ham upp fyrir sig. Sigur hefði þýtt að Charlton hefði komið sér í góð mál fyrir ofan Wigan og West Ham, en nú bíður liðsins erfiður slagur í síðustu tveimur leikjunum. 28.4.2007 16:26
West Ham heldur enn í vonina West Ham vann í dag gríðarlegar mikilvægan 3-0 útisigur á Wigan í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool tapaði 2-1 fyrir Portsmouth og Sheffield United náði einnig í mikilvæg stig með 1-0 sigri á botnliði Watford, sem þegar er fallið. 28.4.2007 16:04
Meistarar Miami á leið úr keppni Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. 28.4.2007 14:10
Dramatík á Goodison Park - United í vænlegri stöðu Manchester United er komið í afar vænlega stöðu í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann ótrúlegan sigur á Everton á útivelli í dag 4-2 eftir að hafa lent undir 2-0. Á sama tíma gerði Chelsea 2-2 jafntefli við Bolton á heimavelli og því er forysta United orðin fimm stig á toppnum þegar aðeins þrír leikir eru eftir. 28.4.2007 13:49
Orlando - Detroit í beinni núna Fjórði leikur Orlando og Detroit í úrslitakeppni Austurdeildar NBA er í fullum gangi í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hófst klukkan 19. Detroit getur "sópað" Orlando úr leik með sigri í kvöld því liðið hefur yfir 3-0 í seríunni. Síðar í kvöld mætast Washington og Cleveland, Denver og San Antonio og svo Utah og Houston. 28.4.2007 19:49
LeBron James tekur Bee Gees slagara (Myndband) Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur farið á kostum með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA undanfarna daga, en hann kann meira en bara að spila körfubolta. Í myndbandi hér í fréttinni má sjá og heyra kappann syngja og dansa við lag Bee Gees. Svo verður hver og einn að dæma fyrir sig hvort James ætti að leggja skóna á hilluna og snúa sér að tónlistinni. 27.4.2007 20:09
David Beckham er orðinn eins og Scooter David Beckham er ekki vanur að láta sitt eftir liggja í heimi tískunnar og hann hefur nú komið tískumógúlum um allan heim í opna skjöldu með því að láta aflita á sér hárið. Þýska blaðið Bild hitti naglann á höfuðið í dag þegar það sagði Beckham vera orðinn eins og danstónlistarfrömuðurinn HP Baxter í útliti - en hann er betur þekktur sem íslandsvinurinn Scooter. 27.4.2007 18:18
Klose biðst afsökunar Framherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen í Þýskalandi hefur beðið forráðamenn félagsins afsökunar á framkomu sinni í kjölfar þess að upp komst um leynilegan fund sem hann átti með forráðamönnum Bayern Munchen í vikunni. Forráðamenn Bremen segja að ekki komi til greina að selja Klosa til annars liðs í Þýskalandi áður en samningur hans rennur út eftir eitt ár. 27.4.2007 21:45
Stjarnan í úrslit Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum deildarbikarsins í handbolta með því að leggja Íslandsmeistara Vals 31-17 í öðrum leik liðanna. Framarar knúðu fram oddaleik gegn HK með 36-24 sigri í kvöld. Þau mætast í oddaleik í Digranesi á sunnudaginn. 27.4.2007 21:38
Tevez fær að spila með West Ham Enska úrvalsdeildarliðið West Ham fékk í kvöld grænt ljóst frá enska knattspyrnusambandinu til að tefla Argentínumanninum Carlos Tevez fram í síðustu leikjum tímabilsins. Félagið var í dag sektað um 5,5 milljónir punda vegna félagaskipta hans sem reyndust ólögleg en samningamál hans hafa nú verið gerð upp. 27.4.2007 21:30
Valur og FH í úrslit Lengjubikarsins Valur og FH tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Valsmenn lögðu Víking 1-0 í Egilshöllinni og Íslandsmeistarar FH lögðu HK 4-1á Stjörnuvelli. Úrslitaleikurinn fer fram á þriðjudagskvöldið. 27.4.2007 21:21
Ein breyting á U-17 ára landsliðinu Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum sem leikur til úrslita í Evrópukeppni landsliða leikmanna 17 ára og yngri. KR-ingurinn Dofri Snorrason tekur sæti í liðinu fyrir Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki sem er meiddur. Íslendingar mæta Englendingum í fyrsta leik 2. maí. 27.4.2007 21:15
Yfirtökutilboð í Southampton á frumstigi Svo gæti farið að enska 1. deildarfélagið Southampton yrði nýjasta knattspyrnufélagið á Englandi til að komast í eigu amerískra fjárfesta. Félagið tilkynnti í dag að viðræður vegna yfirtökutilboðs væru á frumstigi, en heimildir herma að Paul Allen, annar stofnenda tölvurisans Microsoft, sé á bak við tilboðið. 27.4.2007 20:30
Sigurður væntanlega áfram með Keflavík Þjálfaramál Keflvíkinga í körfuboltanum ráðst í kvöld eða fyrramálið. Sigurður Ingimundarsson verður væntanlega áfram þjálfari liðsins. Ný stjórn tók við á aðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Birgir Már Bragason tók við formennsku. Birgir staðfesti í samtali við Vísi að körfuknattleiksdeildin ætti í viðræðum við Sigurð. 27.4.2007 19:21
Beinar útsendingar frá NBA um helgina Áhugamenn um NBA körfuboltann fá nóg fyrir sinn snúð um helgina þegar úrslitakeppnin heldur áfram af fullum krafti. Stórleikur helgarinnar verður slagur Miami og Chicago á Sýn Extra klukkan 17 á sunnudaginn, en auk þess er NBA TV sjónvarpsstöðin með beina útsendingu á hverju kvöldi. New Jersey tekur á móti Toronto klukkan 23 í kvöld og á miðnætti verður Sýn með útsendingu frá leik Utah og Houston frá í gærkvöldi. 27.4.2007 18:45
Marcus Camby varnarmaður ársins Dagblaðið Denver Post greindi frá því í morgun að miðherjinn Marcus Camby hjá Denver Nuggets verði kjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni. Camby á að baki 11 ár í deildinni og skoraði 11 stig, hirti tæp 12 fráköst og varði 3,3 skot að meðaltali í leik í vetur - sem er besti árangurinn í deildinni. Camby er sagður hafa fengið 431 atkvæði í kjöri fjölmiðlamanna en Bruce Bowen hjá San Antonio varð annar með 206 stig og félagi hans Tim Duncan í þriðja sæti með 158 stig. 27.4.2007 17:45
Föstudagsslúðrið á Englandi Tottenham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. The Sun segir að Manchester United sé að undirbúa tilboð í framherjann Jermain Defoe sem sé ósáttur í herbúðum Tottenham. Lundúnaliðið sé að íhuga 5-6 milljón punda tilboð í Kieron Dyer hjá Newcastle, en launakröfur hans geti þar sett strik í reikninginnn því leikmaðurinn sé með helmingi hærri laun en launahæsti maður Tottenham. 27.4.2007 17:36
Upson úr leik hjá West Ham Varnarmaðurinn Matthew Upson spilar ekki meira með liði West Ham á leiktíðinni vegna kálfameiðsla. Upson gekk í raðir West Ham frá Birmingham í janúar en hefur aðeins spilað 40 mínútur í tveimur leikjum fyrir liðið þar sem hann var tekinn meiddur af velli í bæði skiptin. Framtíð hans hjá félaginu þykir ótrygg, en hann hefur kostað félagið 146,000 pund á mínútu miðað við framlag sitt til þessa. 27.4.2007 16:15
Henry ætlar að vera hjá Arsenal eins lengi og Wenger Thierry Henry hefur nú enn á ný þurft að slökkva í orðrómi um framtíð sína hjá Arsenal, en bresku blöðin hafa gert því skóna að hann sé á förum eftir erfitt tímabil í vetur. Henry bendir á að hann sé nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og segist ætla að vera hjá félaginu á meðan Wenger situr í stjórastóli. Henry hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla í vetur. 27.4.2007 15:45
Kaka: United spilar brasilískan bolta Miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segir að Manchester United spili eins og lið frá Brasilíu og var hann hrifinn af spilamennsku liðsins þegar það tók á móti Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki rétt að Arsenal spili brasilískan bolta eins og sumir hafi haldið fram. 27.4.2007 15:00
Stuðningsmaður Milan setti Dida á uppboð á eBay Svekktur stuðningsmaður AC Milan sýndi vilja sinn í verki í gær og setti markvörðinn Dida á uppboð á netinu í gær eftir að honum þótti brasilíski markvörðurinn ekki standa sig nógu vel í fyrri leiknum gegn Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum. 27.4.2007 14:31
Shevchenko: Kaka er sá besti Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, segir að fyrrum félagi hans hjá AC Milan, Brasilíumaðurinn Kaka, sé besti knattspyrnumaður heimsins í dag. Kaka fór á kostum með Milan gegn Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni og skoraði tvö mörk á Old Trafford. 27.4.2007 14:21
Park hjá sérfræðingi í Bandaríkjunum Miðjumaðurinn Ji-Sung Park hjá Manchester United er nú í Bandaríkjunum hjá sérfræðingi þar sem hann leitar sér lækninga vegna hnémeiðsla. Park hefur ekki komið við sögu hjá toppliðinu síðan í mars og mun ekki leika meira með liðinu í vor. Óttast er að hann gæti orðið allt að eitt ár frá keppni vegna meiðsla sinna. Félagi hans Louis Saha er þó að verða klár í slaginn og gæti snúið aftur gegn Everton um helgina. 27.4.2007 14:16
Ferguson reiður út í Mourinho Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist gáttaður á því að enska knattspyrnusambandið skuli ekki vera búið að taka Jose Mourinho inn á teppi fyrir ummæli sín að undanförnu þar sem hann hefur hvað eftir annað látið í veðri vaka að sérstakar reglur gildi í dómgæslu í leikjum United. 27.4.2007 14:06
West Ham sektað um 5,5 milljónir punda Enska úrvalsdeildarliðið West Ham var í dag sektað um 5,5 milljónir punda eða rúmar 700 milljónir króna eftir að niðurstaða komst loks í félagaskiptamál þeirra Javier Mascherano og Carlos Tevez. Stig verða ekki dregin af liðinu í úrvalsdeildinni en Tevez fær ekki leikheimild með liðinu nema hann geri við það nýjan samning. Sektin er sú stærsta í sögu úrvalsdeildarinnar, en refsingin varð ekki eins þung og reiknað var með því þeir sem stóðu að félagaskiptunum á sínum tíma eru flestir hættir störfum. 27.4.2007 13:59
Dýrmætir sigrar hjá Jazz og Lakers Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. LA Lakers minnkaði muninn í einvígi sínu við Phoenix í 2-1 með góðum heimasigri og sömu sögu var að segja af Utah gegn Houston. Lið Detroit Pistons er hinsvegar komið í afar vænlega stöðu gegn Orlando Magic og hefur yfir 3-0 eftir góðan útisigur í nótt. 27.4.2007 13:41
Íslandsmet í armbeygjum Íslandsmet var sett í armbeygjum á Skólahreysti í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fríða Rún Einarsdóttir sló met Kristjönu Sæunnar Ólafsdóttur frá því í fyrra með því að taka 65 armbeygjur. Metið var 60. Fríða var í vinningsliði Skólahreystis úr Lindarskóla. Þau settu einnig Íslandsmet í hraðaþraut. Í öðru sæti í keppninni varð Hagaskóli og í því þriðja Breiðholtsskóli. 27.4.2007 11:33
Espanyol með annan fótinn í úrslitum Spænska liðið Espanyol er komið með annan fótinn í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða eftir 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen í fyrri viðureign liðanna í kvöld. Moises Hurtado kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og Walter Pandiani og varamaðurinn Ferran Corominas tryggðu sigurinn í þeim síðari. Markvörðurinn Tim Wiese var rekinn af velli hjá Bremen eftir klukkutíma leik. 26.4.2007 21:04
Roy Keane náði athygli leikmanna með karatetilþrifum Markvörðurinn Darren Ward hjá Sunderland segir að knattspyrnustjórinn Roy Keane geri lítið af því að öskra á leikmenn sína til að ná athygli þeirra, en segir að komið hafi til þess að Keane hafi tekið karatespörk í leiktöfluna til að undirstrika mál sitt. Sunderland á góða möguleika á að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í vor eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni. 26.4.2007 20:30