Körfuboltaæði í Oakland 28. apríl 2007 18:37 Stemmingin í Oakland í gær var engri lík þegar stuðningsmenn liðsins fögnuðu fyrsta heimasigri liðsins í úrslitakeppni í meira en áratug NordicPhotos/GettyImages Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld. NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld.
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira