Fleiri fréttir

Hinrich sektaður um 25 þúsund dollara

Leikstjórnandinn Kirk Hinrich hjá Chicago Bulls var í gærkvöld sektaður um 25,000 dollara eða 1,6 milljónir króna, fyrir að kasta munnstykki sínu upp í áhorfendastæði í fyrsta leik Chicago og Miami í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld. Hinrich átti afleitan leik og var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu. Liðin mætast öðru sinni í kvöld, en Chicago vann fyrsta leikinn á heimavelli sínum.

Barbosa besti varamaðurinn í NBA

Brasilíumaðurinn sprettharði Leandro Barbosa hjá Phoenix var í gær kjörinn varamaður ársins í NBA deildinni. Barbosa tók stórstígum framförum á tímabilinu og var lykilmaður í sigursælu liði Phoenix. Hann undirstrikaði mikilvægi sitt í fyrsta leik Phoenix og LA Lakers í fyrrakvöld þegar hann var stigahæsti maður liðsins í góðum sigri.

Benitez neitar orðrómi um Torres

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið sé í viðræðum við Atletico Madrid um kaup á framherjanum Fernando Torres. Þessar sögusagnir gengu fjöllunum hærra í gær eftir slagorðið "You never walk alone" sást prentað á fyrirliðabandið hans hjá Atletico. Þetta er nafnið á þemalagi Liverpool-liðsins.

27. dauðsfallið í Lundúnamaraþoninu

Fjölskylda mannsins sem lést eftir að hafa keppt í Lundúnamaraþoninu á sunnudaginn hefur farið þess á leit við mótshaldara og fjölmiðla að hugsanleg dánarorsök hans verði ekki rædd opinberlega. Maðurinn sem var Breti hné niður eftir að hann kom í mark en hann hljóp heilt maraþon. Hann lést svo í gærmorgun en þetta er níunda dauðsfallið í 27 ára sögu marþonhlaupsins.

Dida klár í slaginn með Milan

Markvörðurinn Dida er leikfær og er í leikmannahópi AC Milan sem mætir meiðslum hrjáðu liði Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Ferguson: Við óttumst ekki AC Milan

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir sína menn ekki óttast ítalska liðið AC Milan fyrir fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikið verður á Old Trafford og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Maldini hrósar Manchester United

Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, hrósar liði Manchester United fyrir slag liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir liðið vera mun sterkara nú en það var fyrir tveimur árum, en segir sína menn tilbúna í slaginn.

Manchester City neitaði beiðni granna sinna

Viðureignir grannliðanna City og United í Manchester eru jafnan hörkurimmur og nú er ljóst að viðureign þeirra þann 5. maí verður líklega sérstaklega hörð, því forráðamenn City neituðu grönnum sínum í dag um frestun á leiknum þann 5. maí vegna þáttöku United í Meistaradeildinni.

Dudek líður eins og þræl í herbúðum Liverpool

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki hafa áhyggjur af ummælum markvarðarins Jerzy Dudek í viðtali við dagblaðið The Sun, þar sem hann sagði sér líða eins og þræl í herbúðum liðsins og því vildi hann fara frá félaginu í sumar.

Essien handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur

Miðjumaðurinn Michael Essien var handtekinn í gærkvöldi vegna gruns um ölvunarakstur. Honum var sleppt gegn tryggingu eftir yfirheyrslu en hann á yfir höfði sér frekari rannsókn vegna málsins. Breska sjónvarpið greindir frá þessu í morgun. Essien er í banni þegar Chelsea mætir Liverpool í Meistaradeild Evrópu.

Detroit og Houston í góðum málum

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Detroit kom sér í 2-0 gegn Orlando með nokkuð auðveldum 98-90 sigri á heimavelli og Houston komst sömuleiðis í 2-0 gegn Utah með 98-90 sigri í leik tvö.

Strijbos og Cairoli menn helgarinar

Mjög þurr og krefjandi braut beið keppenda í MXGP í Portúgal, og 18 þús áhorfendur fengu skemmtilega keppni fyrir aðgangseyrinn.

Rooney jafnar fyrir United

Staðan í leik Manchester United og AC Milan er orðin jöfn 2-2. Það var Wayne Rooney sem jafnaði leikinn fyrir United eftir klukkutíma leik og heimamenn allir að lifna við eftir kjaftshöggið sem þeir fengu í fyrri hálfleik.

Milan leiðir í hálfleik á Old Trafford

AC Milan hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Manchester United í fyrri leik liðanna á Old Trafford í Manchester. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og komust í 1-0 eftir fimm mínútur þegar markvörðurinn Dida sló boltann í eigið net. Það var svo Brasilíumaðurinn Kaka sem stal senunni fyrir gestina og kom liði sínu í 2-1 með mörkum á 22. og 37. mínútu.

Kaka kemur Milan yfir á Old Trafford

AC Milan hefur náð 2-1 forystu gegn Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Brasilíumaðurinn Kaka sem var aftur á ferðinni fyrir ítalska liðið og skoraði á 37. mínútu. Heimamenn eru því komnir í vond mál í einvíginu.

Kaka jafnar

Snillingurinn Kaka hjá AC Milan er búinn að jafna fyrir AC Milan gegn Manchester United á Old Trafford. Markið kom á 22. mínútu eftir fallega spilamennsku hjá Milan-liðinu þar sem Kaka fékk góða sendingu inn fyrir vörnina og lagði boltann í hornið.

United komið yfir

Það tók Manchester United aðeins 5 mínútur að ná forystu gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Cristiano Ronaldo átti fínan skalla að marki ítalska liðsins, en markvörðurinn Dida gerði mistök og kýldi boltann í eigið net.

Byrjunarliðin klár hjá United og Milan

Fyrri leikur Manchester United og AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Sýn. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þau má sjá hér fyrir neðan. Guðni Bergsson og Heimir Karlsson eru nú að hita upp fyrir leikinn í beinni á Sýn.

Götuhjólastuntari sýnir listir sínar á morgun

Á morgun miðvikudag verður Aaron Colton 15 ára götuhjólastöntari með sýningu á planinu hjá Nítró/N1 kl. 18:30 - 21:00. Þrátt fyrir ungan aldur er Aaron talinn verða næsti heimsmeistari í þessari rosalegu íþrótt. Þetta er sýning sem fólk sér ekki á hverjum degi og hvetjum við þessvegna sem flesta að mæta.

Maldini verður ekki settur til höfuðs Ronaldo

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, hefur ekki í hyggju að breyta leikskipulagi sínu út af vananum til að halda sem mest aftur af Cristiano Ronaldo, leikmanni Manchester United, í fyrri viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun. Orðrómur hafði verið um að fyrirliðinn Paulo Maldini yrði settur í vinstri bakvörðinn til höfuðs Ronaldo, en Ancelotti segir svo ekki vera.

Eric Abidal má fara frá Lyon

Franski landsliðsbakvörðurinn Eric Abidal hjá Lyon hefur fengið grænt ljós frá Jean-Michel Aulas, stjórnarformanni félagsins, um að leita sér að nýjum liði utan Frakklands. Abidal þykir gríðarlega öflugur vinstri bakvörður og er líklegur til að vekja áhuga margra af helstu stórliðum Evrópu.

Ferguson skipar Ronaldo að hvíla sig

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo, nýkjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, verði að slaka á æfingum sínum, ella eigi hann á hættu að verða útbrunninn á lokaspretti tímabilsins. Ferguson segist reglulega þurfa að draga Ronaldo af æfingasvæði liðsins.

Keppinautarnir ánægðir með tap Barcelona

Forráðamenn Real Madrid og Sevilla, helstu keppinauta Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn í fótbolta, hafa lýst yfir ánægju sinni með tap liðsins fyrir Villareal í gær. Frank Rijkaard, stjóri Barca, var mjög óánægður með frammistöðu leikmanna sinna fyrir framan markið í gær.

Berbatov gagnrýnir varnarmenn Tottenham

Búlgverjinn Dimitar Berbatov, sóknarmaður Tottenham, segir að varnarmenn liðsins þurfi heldur betur að hysja upp um sig brækurnar í síðustu leikjum tímabilsins, ætli liðið sér að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Berbatov segir varnarleik Tottenham gegn Arsenal á laugardag hafa verið hrikalegan.

David James er sá besti að mati Redknapp

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að markvörður sinn David James, sé “sá besti í bransanum”, en þannig orðaði hann það eftir að hafa horft upp á magnaða frammistöðu James gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni í gær. James setti nýtt úrvalsdeildarmet í leiknum í gær með því að halda hreinu í 142. sinn á ferlinum.

Zamora: Þetta ræðst í lokaumferðinni

Framherji West Ham, Bobby Zamora, segir að sjálfstraustið í herbúðum liðsins sé í góðu lagi í augnablikinu og er hann vongóður um að Íslendingaliðið nái að halda sæti sínu í deildinni. Zamora segist sannfærður um að það ráðist ekki fyrr en í lokaumferðinni hvaða lið þurfi að bíta í það súra epli að falla niður í 1. deild.

Nakamura bestur í Skotlandi

Shunsuke Nakamura, leikmaður meistaranna í Celtic, hefur verið valinn besti leikmaður skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nakamura spilaði lykilrullu á miðju Celtic í vetur og skoraði alls 10 mörk, mörg þeirra beint úr aukaspyrnu.

Wenger: Skapið í Lehmann er vandamál

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að skapofsi markvarðarins Jens Lehmann sé vandamál. Lehmann fékk sitt áttunda gula spjald á tímabilinu í gær þegar hann lenti í ryskingum við Dimitar Berbatov, leikmann Tottenham.

Átta leikmenn Man. Utd. í liði ársins

Átta leikmenn frá toppliði Manchester United voru valdir í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, sem tilkynnt var um á árlegu hófi leikmannasamtaka deildarinnar í gærkvöldi. Öll varnarlína liðsins er í úrvalsliðinu, auk þess sem Edwin van der Sar þykir vera besti markvörður deildarinnar. Athygli vekur þó að ekkert pláss er fyrir Wayne Rooney.

Cantona: Stuðningsmenn Man. Utd. eru einstakir

Hinn franski Eric Cantona, lifandi goðsögn hjá Manchester United, segir að stuðningsmenn liðsins eigi stærstan þátt í frábærri frammistöðu Cristiano Ronaldo í vetur. Telur Cantona að Ronaldo geti þakkað þeim fyrir að hafa verið valinn besti leikmaður deildarinnar í gær.

Ronaldo ætlar að verða enn betri

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var að vonum ánægður með þá viðurkenningu sem honum hlotnaðist í gærkvöldi þegar hann var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildinnar og besti ungi leikmaðurinn. Ronaldo segir útnefninguna vera hvatningu til að bæta sig enn frekar sem fótboltamaður.

Mancini verður áfram hjá Inter

Massimo Moratti, forseti nýkrýndra Ítalíumeistara í Inter Milan, kom öllum á óvart í gær þegar hann tilkynnti að þjálfarinn Roberto Mancini hefði framlengt samning sinn við félagið fyrir nokkru síðan. Moratti náðu að leyna fréttunum frá ítölskum fjölmiðlum, en staða Mancini hjá félaginu hafði alls ekki þótt örugg.

Dallas og San Antonio töpuðu óvænt

Deildarmeistarar Dallas og firnasterkt lið San Antonio töpuðu óvænt fyrstu leikjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á heimavelli í nótt. San Antonio þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Denver, 95-89, þar sem Allen Iverson og Carmelo Anthony fóru á kostum, og Dallas steinlá fyrir Golden State, 97-85.

Cleveland og Phoenix komin með forystu

Tveimur leikjum er þegar lokið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. Cleveland lagði Washington auðveldlega á heimavelli, 97-82, en Phoenix þurfti að hafa mikið fyrir 95-87 sigri á LA Lakers, þar sem gestirnir höfðu forystu allt fram í fjórða og síðasta leikhluta. Cleveland og Phoenix hafa því náð 1-0 forystu í einvígunum.

Barcelona tapar og spennan eykst á Spáni

Spennan eykst með hverjum leik í spænsku úrvalsdeildinni og harnaði toppbaráttan enn frekar í kvöld þegar Barcelona tapaði fyrir Villeral, 2-0. Á sama tíma vann Sevilla öruggan sigur á Atletico Bilbao, 4-1, og munar nú aðeins einu stigi á liðunum. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 15 mínúturnar fyrir Barcelona.

Ronaldo vann tvöfalt

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af samtökum leikmanna deildarinnar en úrslitin voru gerð opinber í kvöld. Ronaldo var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar en þetta er aðeins í annað skiptið í sögunni sem sami leikmaðurinn hlýtur bæði verðlaunin.

Strachan í sannkallaðri sigurvímu

Celtic gulltrygði meistaratitilinn í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að sigra Kilmarnock á útivelli, 2-1. Það var Japaninn Shunsuke Nakamura sem skoraði sigurmark Celtic beint úr aukaspyrnu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Þjálfarinn Gordon Strachan lýsti sigurtilfinningunni eftir leikinn við vímu.

Phoenix og LA Lakers í beinni á Sýn Extra

Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna mikið frá úrslitakeppni NBA-deildarinnar næstu vikur og má segja að fjörið hefjist formlega í kvöld þegar Phoenix og LA Lakers eigast við í sínum fyrsta leik. Leikurinn hefst kl. 19 og verður verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra, en auk þess verður útsending frá leiknum sýnd á Sýn strax að loknum leik Barcelona og Villareal í spænsku úrvalsdeildinni.

Valsmenn eru Íslandsmeistarar

Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig.

Valur í lykilstöðu þegar 10 mínútur eru eftir

Íslandsmeistaratitilinn blasir við Valsmönnum þegar 10 mínútur eru eftir af síðustu umferð DHL-deildar karla í handbolta. Þeir hafa þriggja marka forystu á Hauka, 28-26, og þurfa því að klúðra miklu á lokamínútunum til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. HK er einu marki yfir gegn Akureyri fyrir norðan, 21-20.

Jafnt hjá Kiel og Flensburg í Meistaradeildinni

Flensburg og Kiel skildu jöfn, 28-28, í fyrri viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Flensburg svo að lið Kiel, sem saknar margra lykilmanna vegna meiðsla, verður að teljast vera í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á sínum heimavelli sem fram fer um næstu helgi.

Valsmenn í góðri stöðu

Valsmenn eru komnir með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en liðið hefur þriggja marka forystu, 16-13, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Haukum á Ásvöllum í DHL-deildinni. HK hefur sömuleiðis yfir gegn Akureyri fyrir norðan, 14-13. Ef Valur sigrar á Ásvöllum í dag er liðið orðið Íslandsmeistari.

Mourinho: Áttum ekki skilið að vinna

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi eftir markalausa jafnteflið gegn Newcastle í dag að sínir menn hefðu ekki átt skilið að fara frá St. James´Park með þrjú stig í farteskinu. Mourinho var hins vegar mjög óánægður með dómara leiksins og sagði augljósri vítaspyrnu hafa verið sleppt.

Joey Barton gagnrýnir forráðamenn Man. City

Joey Barton, leikmaður Manchester City á Englandi, hefur gagnrýnt stjórnarmenn félagsins harðlega fyrir að hafa ekki hugmynd um hvert þeir vilja stefna með félagið. Barton telur að tímabilið í ár hafi verið algjörlega misheppnað og að stuðningsmenn liðsins eigi betri árangur skilinn. Hann náist hins vegar ekki án þess að betri leikmenn komi til liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir