Handbolti

Jafnt hjá Kiel og Flensburg í Meistaradeildinni

Johnny Jensen, leikmaður Flensburg, sést hér í baráttu við leikmenn Kiel í leiknum í dag. Leikurinn var gríðarlega harður á köflum í síðari hálfleik.
Johnny Jensen, leikmaður Flensburg, sést hér í baráttu við leikmenn Kiel í leiknum í dag. Leikurinn var gríðarlega harður á köflum í síðari hálfleik. MYND/Getty

Flensburg vann Kiel með eins marks mun, 28-27, í fyrri viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Flensburg svo að lið Kiel, sem saknar margra lykilmanna vegna meiðsla, verður að teljast vera í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á sínum heimavelli sem fram fer um næstu helgi.

Kiel hafði yfir í hálfleik, 12-10, en það var fyrst og fremst frábær varnarleikur sem skilaði liðinu þessum hagstæðu úrslitum. Liðið saknaði sárlega Stefan Lövgren í sóknarleiknum en þess má geta að örvhentu skytturnar Kim Anderson og Christian Zeitz skiptust á að spila í leikstjórnendastöðunni hjá Kiel.

Flensburg var hins nokkuð frá sínu bestu og þarf að spila mun betur á gríðarlega öflugum heimavelli Kiel, ætli liðið sér að eiga einhverja möguleika í síðari leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×