Fleiri fréttir Veron aftur í argentínska landsliðið Miðjumaðurinn Juan Sebastian Veron hefur verið kallaður aftur inn í landslið Argentínu í fyrsta skipti síðan árið 2003. Veron fer fyrir sérstöku liði sem fer í æfingabúðir í Argentínu í vikunni en það er aðeins skipað leikmönnum sem spila í heimalandinu. 7.3.2007 16:30 Mancini: Navarro er skræfa Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segir að David Navarro hjá Valencia sé skræfa. Þetta sé eina orðið sem hægt sé að nota til að lýsa manni sem hagar sér eins og Navarro gerði í gær. 7.3.2007 16:02 Valencia og Inter kærð vegna ólátanna í gær Evrópska knattspyrnusambandið hefur kært Valencia og Inter Milan vegna slagsmálanna sem brutust út eftir leik liðanna í gær. Þá hafa fimm leikmenn úr liðunum verið kærðir sérstaklega fyrir alvarleg agabrot. 7.3.2007 15:51 Platini ráðalaus þegar kemur að óeirðum í knattspyrnu Michel Platini, nýkjörinn forseti evrópska knattspyrnusambandsins, segst ráðþrota þegar kemur að bulluskap og óeirðum sem verið hafa mjög áberandi í knattspyrnuheiminum á síðustu vikum. Hann segir málið að stórum hluta í höndum lögregluyfirvalda. 7.3.2007 15:30 Ole Gunnar ætlar að snúa aftur í þessum mánuði Norski markahrókurinn Ole Gunnar Solskjær segist viss um að hann verði klár í slaginn á ný með Manchester United í lok þessa mánaðar eftir að hann fór í lítinn hnéuppskurð á dögunum. United-liðið er fáliðað í framlínunni þessa dagana. 7.3.2007 15:15 Stuðningsmaður Celtic lést í Mílanó Stuðningsmaður skoska liðsins Glasgow Celtic lét lífið í Mílanó í gærkvöldi eftir að leigubíll ók á hann á götu skammt frá San Siro leikvangnum. Maðurinn var 36 ára gamall og ælað ásamt fjölda landa sinna að fylgja liði Celtic á síðari leikinn gegn AC Milan í meistaradeildinni í kvöld. 7.3.2007 14:45 Koeman hleður pressu á Arsenal Ronald Koeman, þjálfari PSV Eindhoven, segir að ekkert megi útaf bera hjá Arsenal í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hollenska liðið hefur 1-0 forystu fyrir leikinn á Emirates í kvöld. 7.3.2007 14:31 Navarro biðst afsökunar David Navarro, leikmaður Valencia, hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni í gær þar sem hann hljóp inn á völlinn og kýldi Nicolas Burdisso hjá Inter. Völlurinn logaði í slagsmálum eftir að flautað var af þar sem spænska liðið fór áfram í keppninni. 7.3.2007 14:07 Dallas öruggt í úrslitakeppnina Dallas Mavericks varð í nótt fyrsta liðið í NBA deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þó enn sé langt eftir af deildarkeppninni. Dallas bætti enn félagsmet sitt og vann 16. leikinn í röð og 22. heimaleikinn í röð þegar liðið skellti New Jersey 102-89. Jason Terry skoraði 24 stig fyrir Dallas en Vince Carter 32 fyrir New Jersey. 7.3.2007 13:40 United og Bayern í góðum málum Manchester United og Bayern Munchen eru í mjög góðum málum í Meistaradeildinni. Henrik Larsson er búinn að koma United í 1-0 gegn Lille á Old Trafford og þá var Brasilíumaðurinn Lucio að koma Bayern í 2-0 gegn Real Madrid. Liðin eru því í afar vænlegri stöðu þegar aðeins 15 mínútur eru til leiksloka. 7.3.2007 21:16 Arsenal leiðir á sjálfsmarki Arsenal er komið í 1-0 gegn PSV á Emirates í Meistaradeildinni. Markið var sjálfsmark frá varnarmanninum Alex, en það var einmitt hann sem skoraði sjálfsmark og sendi lið sitt úr keppni síðast þegar liðin mættust í keppninni. Staðan í rimmunni er því orðin 1-1. Enn er ekkert mark komið í öðrum leikjum kvöldsins síðan Roy Makaay kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid. 7.3.2007 21:10 Martröð í byrjun hjá Real Madrid Keppni í Meistaradeild Evrópu hefst með látum í kvöld, en framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen hefur eflaust farið langt með að setja nýtt met í keppninni þegar hann kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid eftir aðeins um 10 sekúndna leik. Eins og staðan er núna er Bayern því á leið áfram í keppninni á útimörkum. 7.3.2007 19:48 Æskan og hesturinn um næstu helgi Hin frábæra sýning Æskan og Hesturinn verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal um næstu helgi. Sýningar eru á laugardag og sunnudag klukkan 13 og 16 og er ókeypis aðgangur fyrir alla fjölskylduna. Það eru hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni en alls munu um 250 börn á aldrinum 3- 18 ára taka þátt. 7.3.2007 18:13 Rijkaard: Liverpool átti skilið að fara áfram Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var auðmjúkur eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Anfield. Hann sagði Liverpool eiga skilið að fara áfram og hrósaði enska liðinu fyrir gott skipulag og baráttu. 6.3.2007 22:51 Carragher: Við slógum besta lið í heimi úr keppni Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool var í góðum anda í kvöld eftir að Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni þrátt fyrir tap á heimavelli. Hann sagði þessa niðurstöðu líklega besta afrek Liverpool í Meistaradeildinni fyrir utan það að lyfta sjálfum bikarnum. 6.3.2007 22:45 Liverpool og Chelsea í 8-liða úrslit Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. 6.3.2007 21:36 Troðslan kostaði 70 þúsund krónur C.J. Miles, tvítugur leikmaður Utah Jazz, átti heldur bitra innkomu með liði sínu í sigri á Charlotte Hornets í gærkvöld. Miles lék aðeins tvær mínútur í blálokin á stórsigri Utah, en uppskar lítið annað en 70 þúsund króna sekt. 6.3.2007 23:15 Shaquille O´Neal kennir börnum að léttast Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat er nýjasti NBA leikmaðurinn sem tekur þátt í raunveruleikasjónvarpi. O´Neal verður gestur í þætti á ABC sjónvarpsstöðinni sem fjallar um offituvandamál barna í Bandaríkjunum. Þar mun hann ráðleggja börnum hvernig á að ná af sér aukakílóum, en svo má deila hvort hinn íturvaxni miðherji er rétti maðurinn í það verkefni, enda hefur hann oft verið full þéttur á velli í NBA deildinni. 6.3.2007 18:56 Ecclestone: Massa verður meistari Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segir að Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sé að sínu mati líklegasti ökuþórinn til að verða heimsmeistari á komandi keppnistímabili í Formúlu 1. 6.3.2007 18:37 Kiel mætir Portland Í dag var dregið í undanúrslit Evrópumótanna í handbolta en þar verða fyrri leikir spilaðir dagana 24. og 25. mars næstkomandi. Þýskalandsmeistarar Kiel mæta Portland San Antonio í Meistaradeildinni og spútniklið Valladolid, sem sló Gummersbach úr keppni um helgina, mætir Flensburg. 6.3.2007 17:18 Cannavaro: Dauðadæmdir ef við dettum í vörn Miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid segir sína menn ekki ætla að falla í þá gryfju að verja forskot sitt þegar þeir sækja Bayern Munchen heim annað kvöld. Real hefur 3-2 forystu eftir fyrri leikinn á Spáni en liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum sínum í Munchen. 6.3.2007 16:39 Ekkert hrísgrjónarusl Kínverskir knattspyrnumenn verða að hætta að lifa á eintómum kolvetnum og fara að borða nautakjöt og drekka mjólk ef þeir ætla sér að vera samkeppnishæfir á knattspyrnuvellinum. Þetta er niðurstaða vísindalegrar rannsóknar sem ráðgjafar kínverska þingsins létu gera á dögunum, en fjölmiðlafár hefur verið þar í landi síðan Ólympíulið Kínverja var leikið grátt í slagsmálum við leikmenn QPR í vináttuleik fyrir nokkru. 6.3.2007 16:17 Mourinho: Hvaða pressa? Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki finna fyrir pressu í starfi frá neinum nema sjálfum sér og segir að ef hann yrði rekinn frá Chelsea myndi hann taka að sér nýtt starf eftir tvær vikur - og ríkur í þokkabót. 6.3.2007 16:04 Henry hugsanlega í byrjunarliði Arsenal Thierry Henry verður líklega í byrjunarliði Arsenal þegar það tekur á móti PSV í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Henry hefur verið mjög tæpur vegna meiðsla en Arsene Wenger upplýsti í dag að hann væri klár í byrjunarliðið. Hann segir þó nokkra áhættu fólgna í því að láta Henry spila og hefur enn ekki gert upp hug sinn. 6.3.2007 15:45 Saha verður ekki með gegn Lille Franski framherjinn Louis Saha verður ekki með liði Manchester United þegar það mætir Lille öðru sinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Félagi hans Wayne Rooney hefur hinsvegar fengið grænt ljós á að spila leikinn. Ole Gunnar Solskjær verður frá í þrjár vikur og Patrice Evra er talinn mjög tæpur eftir að hann gat ekki tekið þátt í lokaæfingu liðsins. 6.3.2007 15:15 Artest settur út úr liði Sacramento Ron Artest hefur verið settur út úr liði Sacramento Kings um óákveðinn tíma eftir að hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi í gær. Kona hringdi í neyðarlínuna af heimili hans og hélt því fram að hann hefði ítrekað hrint sér í gólfið og hindrað hana í að hafa samband við lögreglu. 6.3.2007 14:55 Rijkaard: Það er gott að vera alvitur Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, brást hinn versti við þegar hann heyrði að Rafa Benitez kollegi sinn hjá Liverpool væri þegar búinn að spá því hvaða leikmenn yrðu í byrjunarliði Barcelona í leik þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 6.3.2007 14:27 Benitez: Barcelona mun sækja stíft Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segist vera tilbúinn undir stórsókn Barcelona í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. 6.3.2007 14:22 McCarthy tippar á Chelsea Framherjinn Benni McCarthy hjá Blackburn segist eiga von á því að Chelsea vinni sigur í Meistaradeildinni í vor. McCarthy var í liði Porto sem vann keppnina undir stjórn Jose Mourinho árið 2004. 6.3.2007 14:17 Myndband af leik West Ham og Tottenham til rannsóknar Lögreglan í Lundúnum hefur nú tekið myndband til rannsóknar sem tekið var upp á leik West Ham og Tottenham um síðustu helgi, en á myndbandinu syngja stuðningsmenn West Ham lög sem þykja bera vott um gyðingahatur. Myndbrotið var til sýninga á netinu en hefur nú verið tekið úr umferð. 6.3.2007 13:59 Opið mót í fjórgangi og smala í Ölfushöll næstkomandi laugardag Haldið verður opið mót í fjórgangi og smala í Ölfushöll næstkomandi laugardag, 10. mars. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, kvennaflokki og opnum flokki í báðum greinum. 6.3.2007 12:39 Jón Arnór aftur traustur í lokin Körfubolti Jón Arnór Stefánsson hitti úr tveimur úrslitavítaskotum á lokasekúndunum í 78-77 útisigri Lottomatica Roma á VidiVici Bologna í ítalska körfuboltanum. 6.3.2007 11:45 FH, KR og HK á sigurbraut FH, KR og HK unnu öll leiki sína í Lengjubikarnum um helgina. FH vann 2-1 sigur á Val, KR vann Þrótt 2-0 og HK vann Grindavík 1-0. 6.3.2007 11:00 Rannsaka meint kynþáttahatur stuðningsmanna West Ham Einmitt þegar vandræði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham virðast ekki geta orðið meiri hefur enn eitt áfallið dunið yfir því breska lögreglan og enska úrvalsdeildin hafa hafið rannsókn á því hvort stuðningsmenn liðsins hafi gerst sekir um kynþáttafordóma á leik West Ham og Tottenham á sunnudag. 6.3.2007 10:03 Preston komið í umspilssæti Preston North End komst í gærkvöldi í fimmta sæti ensku 1. deildarinnar í fótbolta eftir sigur á Southampton. Neil Mellor kom heimamönnum í Preston yfir í lok fyrri hálfleiks en leikurinn var sýndur beint á Sýn. 6.3.2007 10:00 Endurkoma Mings dugði ekki gegn Cleveland Endurkoma Kínverjans Yaos Ming í lið Houston Rockets eftir meiðsli dugði liðinu ekki því það tapaði fyrir Cleveland Cavaliers 91-85 í NBA-deildinni í gær. Ming skoraði 16 stig í leiknum og tók 11 fráköst en LeBron James skyggið á hann með 32 stig og 12 fráköst í liði Cleveland. 6.3.2007 09:15 Rooney verður með Wayne Rooney er búinn að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut á laugardag í leik Manchester United og Liverpool. Rooney haltraði af velli í seinni hálfleik eftir samstuð við Jamie Carragher varnarmann Liverpool. Knattspyrnustjóri Manchesterliðsins, Sir Alex Ferguson segir Rooney tilbúinn í slaginn annað kvöld en þá keppir United við franska liðið Lille. Wayne Rooney hefur ekki verið á skotskónum í meistaradeildinni frá því hann þreytti frumraun sína í keppninni. Hann skoraði þrennu í leik gegn Fenerbache í september 2004. 6.3.2007 09:00 Spenna í Meistaradeildinni í kvöld Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. 6.3.2007 08:46 Fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. 6.3.2007 00:01 Miði á leik Liverpool og Barcelona á 1700 pund Það er án vafa gríðarlega mikill áhugi fyrir leik Liverpool og Barcelona sem fer fram á Anfield í kvöld. Leikurinn er síðari viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 6.3.2007 00:01 Chelsea getur náð Man Utd, segir Carvalho Ricardo Carvalho, miðvörður Chelsea, er ekkert búinn að gefa upp vonina um að verja enska meistaratitilinn þó að Manchester United sé með níu stiga forskot. 6.3.2007 00:01 Páll Axel Vilbergsson átti stórleik gegn Keflavík Grindavík vann í gær sanngjarnan sigur á grönnum sínum í Keflavík. Mikið var skorað í leiknum sem var hraður og skemmtilegur. Sautján stiga sigur Grindavíkur, 117-99, tryggði liðinu betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Grindavík á því enn möguleika á að stela 5. sætinu í lokaumferð Iceland Express deildarinnar á fimmtudag. 6.3.2007 00:01 Selfoss heldur Landsmótið árið 2012 Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, tilkynnti á 85. héraðsþingi HSK um helgina að Selfoss muni halda 27. landsmót UMFÍ sem fer fram árið 2012. 25. landsmótið fer fram í Kópavogi nú í sumar og 26. mótið er á Akureyri árið 2009. 6.3.2007 00:01 Besta tímabil Ragnars Handbolti Ragnar Óskarsson spilar vel þessa dagana í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Um helgina skoraði Ragnar 8 mörk úr 13 skotum í 27-24 sigri Ivry á Montpellier í toppbaráttuslag deildarinnar. 6.3.2007 00:01 Eiður skoraði strax Eiður Smári Guðjohnsen var ekki lengi að setja mark sitt á leik Liverpool og Barcelona á Anfield og skoraði laglegt mark nánast um leið og hann kom inn sem varamaður. Barcelona þarf eitt mark í viðbót til að tryggja sig áfram í keppninni. 6.3.2007 21:16 Sjá næstu 50 fréttir
Veron aftur í argentínska landsliðið Miðjumaðurinn Juan Sebastian Veron hefur verið kallaður aftur inn í landslið Argentínu í fyrsta skipti síðan árið 2003. Veron fer fyrir sérstöku liði sem fer í æfingabúðir í Argentínu í vikunni en það er aðeins skipað leikmönnum sem spila í heimalandinu. 7.3.2007 16:30
Mancini: Navarro er skræfa Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segir að David Navarro hjá Valencia sé skræfa. Þetta sé eina orðið sem hægt sé að nota til að lýsa manni sem hagar sér eins og Navarro gerði í gær. 7.3.2007 16:02
Valencia og Inter kærð vegna ólátanna í gær Evrópska knattspyrnusambandið hefur kært Valencia og Inter Milan vegna slagsmálanna sem brutust út eftir leik liðanna í gær. Þá hafa fimm leikmenn úr liðunum verið kærðir sérstaklega fyrir alvarleg agabrot. 7.3.2007 15:51
Platini ráðalaus þegar kemur að óeirðum í knattspyrnu Michel Platini, nýkjörinn forseti evrópska knattspyrnusambandsins, segst ráðþrota þegar kemur að bulluskap og óeirðum sem verið hafa mjög áberandi í knattspyrnuheiminum á síðustu vikum. Hann segir málið að stórum hluta í höndum lögregluyfirvalda. 7.3.2007 15:30
Ole Gunnar ætlar að snúa aftur í þessum mánuði Norski markahrókurinn Ole Gunnar Solskjær segist viss um að hann verði klár í slaginn á ný með Manchester United í lok þessa mánaðar eftir að hann fór í lítinn hnéuppskurð á dögunum. United-liðið er fáliðað í framlínunni þessa dagana. 7.3.2007 15:15
Stuðningsmaður Celtic lést í Mílanó Stuðningsmaður skoska liðsins Glasgow Celtic lét lífið í Mílanó í gærkvöldi eftir að leigubíll ók á hann á götu skammt frá San Siro leikvangnum. Maðurinn var 36 ára gamall og ælað ásamt fjölda landa sinna að fylgja liði Celtic á síðari leikinn gegn AC Milan í meistaradeildinni í kvöld. 7.3.2007 14:45
Koeman hleður pressu á Arsenal Ronald Koeman, þjálfari PSV Eindhoven, segir að ekkert megi útaf bera hjá Arsenal í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hollenska liðið hefur 1-0 forystu fyrir leikinn á Emirates í kvöld. 7.3.2007 14:31
Navarro biðst afsökunar David Navarro, leikmaður Valencia, hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni í gær þar sem hann hljóp inn á völlinn og kýldi Nicolas Burdisso hjá Inter. Völlurinn logaði í slagsmálum eftir að flautað var af þar sem spænska liðið fór áfram í keppninni. 7.3.2007 14:07
Dallas öruggt í úrslitakeppnina Dallas Mavericks varð í nótt fyrsta liðið í NBA deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þó enn sé langt eftir af deildarkeppninni. Dallas bætti enn félagsmet sitt og vann 16. leikinn í röð og 22. heimaleikinn í röð þegar liðið skellti New Jersey 102-89. Jason Terry skoraði 24 stig fyrir Dallas en Vince Carter 32 fyrir New Jersey. 7.3.2007 13:40
United og Bayern í góðum málum Manchester United og Bayern Munchen eru í mjög góðum málum í Meistaradeildinni. Henrik Larsson er búinn að koma United í 1-0 gegn Lille á Old Trafford og þá var Brasilíumaðurinn Lucio að koma Bayern í 2-0 gegn Real Madrid. Liðin eru því í afar vænlegri stöðu þegar aðeins 15 mínútur eru til leiksloka. 7.3.2007 21:16
Arsenal leiðir á sjálfsmarki Arsenal er komið í 1-0 gegn PSV á Emirates í Meistaradeildinni. Markið var sjálfsmark frá varnarmanninum Alex, en það var einmitt hann sem skoraði sjálfsmark og sendi lið sitt úr keppni síðast þegar liðin mættust í keppninni. Staðan í rimmunni er því orðin 1-1. Enn er ekkert mark komið í öðrum leikjum kvöldsins síðan Roy Makaay kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid. 7.3.2007 21:10
Martröð í byrjun hjá Real Madrid Keppni í Meistaradeild Evrópu hefst með látum í kvöld, en framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen hefur eflaust farið langt með að setja nýtt met í keppninni þegar hann kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid eftir aðeins um 10 sekúndna leik. Eins og staðan er núna er Bayern því á leið áfram í keppninni á útimörkum. 7.3.2007 19:48
Æskan og hesturinn um næstu helgi Hin frábæra sýning Æskan og Hesturinn verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal um næstu helgi. Sýningar eru á laugardag og sunnudag klukkan 13 og 16 og er ókeypis aðgangur fyrir alla fjölskylduna. Það eru hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni en alls munu um 250 börn á aldrinum 3- 18 ára taka þátt. 7.3.2007 18:13
Rijkaard: Liverpool átti skilið að fara áfram Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var auðmjúkur eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Anfield. Hann sagði Liverpool eiga skilið að fara áfram og hrósaði enska liðinu fyrir gott skipulag og baráttu. 6.3.2007 22:51
Carragher: Við slógum besta lið í heimi úr keppni Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool var í góðum anda í kvöld eftir að Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni þrátt fyrir tap á heimavelli. Hann sagði þessa niðurstöðu líklega besta afrek Liverpool í Meistaradeildinni fyrir utan það að lyfta sjálfum bikarnum. 6.3.2007 22:45
Liverpool og Chelsea í 8-liða úrslit Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. 6.3.2007 21:36
Troðslan kostaði 70 þúsund krónur C.J. Miles, tvítugur leikmaður Utah Jazz, átti heldur bitra innkomu með liði sínu í sigri á Charlotte Hornets í gærkvöld. Miles lék aðeins tvær mínútur í blálokin á stórsigri Utah, en uppskar lítið annað en 70 þúsund króna sekt. 6.3.2007 23:15
Shaquille O´Neal kennir börnum að léttast Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat er nýjasti NBA leikmaðurinn sem tekur þátt í raunveruleikasjónvarpi. O´Neal verður gestur í þætti á ABC sjónvarpsstöðinni sem fjallar um offituvandamál barna í Bandaríkjunum. Þar mun hann ráðleggja börnum hvernig á að ná af sér aukakílóum, en svo má deila hvort hinn íturvaxni miðherji er rétti maðurinn í það verkefni, enda hefur hann oft verið full þéttur á velli í NBA deildinni. 6.3.2007 18:56
Ecclestone: Massa verður meistari Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segir að Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sé að sínu mati líklegasti ökuþórinn til að verða heimsmeistari á komandi keppnistímabili í Formúlu 1. 6.3.2007 18:37
Kiel mætir Portland Í dag var dregið í undanúrslit Evrópumótanna í handbolta en þar verða fyrri leikir spilaðir dagana 24. og 25. mars næstkomandi. Þýskalandsmeistarar Kiel mæta Portland San Antonio í Meistaradeildinni og spútniklið Valladolid, sem sló Gummersbach úr keppni um helgina, mætir Flensburg. 6.3.2007 17:18
Cannavaro: Dauðadæmdir ef við dettum í vörn Miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid segir sína menn ekki ætla að falla í þá gryfju að verja forskot sitt þegar þeir sækja Bayern Munchen heim annað kvöld. Real hefur 3-2 forystu eftir fyrri leikinn á Spáni en liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum sínum í Munchen. 6.3.2007 16:39
Ekkert hrísgrjónarusl Kínverskir knattspyrnumenn verða að hætta að lifa á eintómum kolvetnum og fara að borða nautakjöt og drekka mjólk ef þeir ætla sér að vera samkeppnishæfir á knattspyrnuvellinum. Þetta er niðurstaða vísindalegrar rannsóknar sem ráðgjafar kínverska þingsins létu gera á dögunum, en fjölmiðlafár hefur verið þar í landi síðan Ólympíulið Kínverja var leikið grátt í slagsmálum við leikmenn QPR í vináttuleik fyrir nokkru. 6.3.2007 16:17
Mourinho: Hvaða pressa? Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki finna fyrir pressu í starfi frá neinum nema sjálfum sér og segir að ef hann yrði rekinn frá Chelsea myndi hann taka að sér nýtt starf eftir tvær vikur - og ríkur í þokkabót. 6.3.2007 16:04
Henry hugsanlega í byrjunarliði Arsenal Thierry Henry verður líklega í byrjunarliði Arsenal þegar það tekur á móti PSV í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Henry hefur verið mjög tæpur vegna meiðsla en Arsene Wenger upplýsti í dag að hann væri klár í byrjunarliðið. Hann segir þó nokkra áhættu fólgna í því að láta Henry spila og hefur enn ekki gert upp hug sinn. 6.3.2007 15:45
Saha verður ekki með gegn Lille Franski framherjinn Louis Saha verður ekki með liði Manchester United þegar það mætir Lille öðru sinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Félagi hans Wayne Rooney hefur hinsvegar fengið grænt ljós á að spila leikinn. Ole Gunnar Solskjær verður frá í þrjár vikur og Patrice Evra er talinn mjög tæpur eftir að hann gat ekki tekið þátt í lokaæfingu liðsins. 6.3.2007 15:15
Artest settur út úr liði Sacramento Ron Artest hefur verið settur út úr liði Sacramento Kings um óákveðinn tíma eftir að hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi í gær. Kona hringdi í neyðarlínuna af heimili hans og hélt því fram að hann hefði ítrekað hrint sér í gólfið og hindrað hana í að hafa samband við lögreglu. 6.3.2007 14:55
Rijkaard: Það er gott að vera alvitur Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, brást hinn versti við þegar hann heyrði að Rafa Benitez kollegi sinn hjá Liverpool væri þegar búinn að spá því hvaða leikmenn yrðu í byrjunarliði Barcelona í leik þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 6.3.2007 14:27
Benitez: Barcelona mun sækja stíft Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segist vera tilbúinn undir stórsókn Barcelona í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. 6.3.2007 14:22
McCarthy tippar á Chelsea Framherjinn Benni McCarthy hjá Blackburn segist eiga von á því að Chelsea vinni sigur í Meistaradeildinni í vor. McCarthy var í liði Porto sem vann keppnina undir stjórn Jose Mourinho árið 2004. 6.3.2007 14:17
Myndband af leik West Ham og Tottenham til rannsóknar Lögreglan í Lundúnum hefur nú tekið myndband til rannsóknar sem tekið var upp á leik West Ham og Tottenham um síðustu helgi, en á myndbandinu syngja stuðningsmenn West Ham lög sem þykja bera vott um gyðingahatur. Myndbrotið var til sýninga á netinu en hefur nú verið tekið úr umferð. 6.3.2007 13:59
Opið mót í fjórgangi og smala í Ölfushöll næstkomandi laugardag Haldið verður opið mót í fjórgangi og smala í Ölfushöll næstkomandi laugardag, 10. mars. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, kvennaflokki og opnum flokki í báðum greinum. 6.3.2007 12:39
Jón Arnór aftur traustur í lokin Körfubolti Jón Arnór Stefánsson hitti úr tveimur úrslitavítaskotum á lokasekúndunum í 78-77 útisigri Lottomatica Roma á VidiVici Bologna í ítalska körfuboltanum. 6.3.2007 11:45
FH, KR og HK á sigurbraut FH, KR og HK unnu öll leiki sína í Lengjubikarnum um helgina. FH vann 2-1 sigur á Val, KR vann Þrótt 2-0 og HK vann Grindavík 1-0. 6.3.2007 11:00
Rannsaka meint kynþáttahatur stuðningsmanna West Ham Einmitt þegar vandræði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham virðast ekki geta orðið meiri hefur enn eitt áfallið dunið yfir því breska lögreglan og enska úrvalsdeildin hafa hafið rannsókn á því hvort stuðningsmenn liðsins hafi gerst sekir um kynþáttafordóma á leik West Ham og Tottenham á sunnudag. 6.3.2007 10:03
Preston komið í umspilssæti Preston North End komst í gærkvöldi í fimmta sæti ensku 1. deildarinnar í fótbolta eftir sigur á Southampton. Neil Mellor kom heimamönnum í Preston yfir í lok fyrri hálfleiks en leikurinn var sýndur beint á Sýn. 6.3.2007 10:00
Endurkoma Mings dugði ekki gegn Cleveland Endurkoma Kínverjans Yaos Ming í lið Houston Rockets eftir meiðsli dugði liðinu ekki því það tapaði fyrir Cleveland Cavaliers 91-85 í NBA-deildinni í gær. Ming skoraði 16 stig í leiknum og tók 11 fráköst en LeBron James skyggið á hann með 32 stig og 12 fráköst í liði Cleveland. 6.3.2007 09:15
Rooney verður með Wayne Rooney er búinn að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut á laugardag í leik Manchester United og Liverpool. Rooney haltraði af velli í seinni hálfleik eftir samstuð við Jamie Carragher varnarmann Liverpool. Knattspyrnustjóri Manchesterliðsins, Sir Alex Ferguson segir Rooney tilbúinn í slaginn annað kvöld en þá keppir United við franska liðið Lille. Wayne Rooney hefur ekki verið á skotskónum í meistaradeildinni frá því hann þreytti frumraun sína í keppninni. Hann skoraði þrennu í leik gegn Fenerbache í september 2004. 6.3.2007 09:00
Spenna í Meistaradeildinni í kvöld Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. 6.3.2007 08:46
Fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. 6.3.2007 00:01
Miði á leik Liverpool og Barcelona á 1700 pund Það er án vafa gríðarlega mikill áhugi fyrir leik Liverpool og Barcelona sem fer fram á Anfield í kvöld. Leikurinn er síðari viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 6.3.2007 00:01
Chelsea getur náð Man Utd, segir Carvalho Ricardo Carvalho, miðvörður Chelsea, er ekkert búinn að gefa upp vonina um að verja enska meistaratitilinn þó að Manchester United sé með níu stiga forskot. 6.3.2007 00:01
Páll Axel Vilbergsson átti stórleik gegn Keflavík Grindavík vann í gær sanngjarnan sigur á grönnum sínum í Keflavík. Mikið var skorað í leiknum sem var hraður og skemmtilegur. Sautján stiga sigur Grindavíkur, 117-99, tryggði liðinu betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Grindavík á því enn möguleika á að stela 5. sætinu í lokaumferð Iceland Express deildarinnar á fimmtudag. 6.3.2007 00:01
Selfoss heldur Landsmótið árið 2012 Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, tilkynnti á 85. héraðsþingi HSK um helgina að Selfoss muni halda 27. landsmót UMFÍ sem fer fram árið 2012. 25. landsmótið fer fram í Kópavogi nú í sumar og 26. mótið er á Akureyri árið 2009. 6.3.2007 00:01
Besta tímabil Ragnars Handbolti Ragnar Óskarsson spilar vel þessa dagana í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Um helgina skoraði Ragnar 8 mörk úr 13 skotum í 27-24 sigri Ivry á Montpellier í toppbaráttuslag deildarinnar. 6.3.2007 00:01
Eiður skoraði strax Eiður Smári Guðjohnsen var ekki lengi að setja mark sitt á leik Liverpool og Barcelona á Anfield og skoraði laglegt mark nánast um leið og hann kom inn sem varamaður. Barcelona þarf eitt mark í viðbót til að tryggja sig áfram í keppninni. 6.3.2007 21:16