Handbolti

Kiel mætir Portland

NordicPhotos/GettyImages

Í dag var dregið í undanúrslit Evrópumótanna í handbolta en þar verða fyrri leikir spilaðir dagana 24. og 25. mars næstkomandi. Þýskalandsmeistarar Kiel mæta Portland San Antonio í Meistaradeildinni og spútniklið Valladolid, sem sló Gummersbach úr keppni um helgina, mætir Flensburg.

Í Evrópukeppni félagsliða mætast Magdeburg- Grasshopper og Íslendingalið Skern mætir Aragón. Í Evrópukeppni bikarhafa mætast svo Bosna Sarajevo-Hamburg og Sigfús Sigurðsson og félagar í Ademar Leon mæta RK Zagreb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×