Fleiri fréttir Terry missir af úrslitaleiknum í deildarbikarnum Chelsea verður án fyrirliða síns John Terry í úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum um næstu helgi. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Jose Mourinho í kvöld eftir að Terry haltraði af velli meiddur af ökkla gegn Porto í Meistaradeildinni. Þetta þýðir að Chelsea er aðeins með einn leikfæran miðvörð í hóp sínum fyrir úrslitaleikinn gegn Arsenal. 21.2.2007 23:24 Mourinho: Meiðslin riðluðu öllu skipulagi Jose Mourinho sagði að meiðsli sinna manna hefðu gert þeim gríðarlega erfitt fyrir í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld. John Terry meiddist á ökkla í byrjun leiks og þá þurfti Arjen Robben að fara meiddur af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður. Mourinho sagðist ekki geta verið annað en sáttur við jafnteflið þegar tekið væri mið af þessu. 21.2.2007 22:34 Kronau burstaði Magdeburg Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kronau/Östringen vann þá nokkuð óvæntan sigur á Magdeburg 32-27 eftir að hafa leitt 20-11 í hálfleik. Pólverjinn magnaði Mariusz Jurasik skoraði 9 mörk fyrir Kronau og landi hans Karol Bilecki var atkvæðamestur hjá Magdeburg með 7 mörk. 21.2.2007 22:47 Fram í úrslitaleikinn Karlalið Fram tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í ss bikarnum með góðum sigri á Haukum á Ásvöllum 37-30 í undanúrslitum. Stjarnan lagði ÍR fyrr í kvöld og það verða því Fram og Stjarnan sem leika til úrslita í keppninni. Haukar og Grótta mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki. 21.2.2007 22:43 Tottenham lagði Everton Tottenham vann í kvöld sjaldgæfan útisigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Everton nokkuð óvænt 2-1 á Goodison Park. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í leiknum en Mikel Arteta jafnaði skömmu síðar með marki beint úr aukaspyrnu. Staðan var 1-1 í háfleik en það var svo Jermaine Jenas sem skoraði sigurmark Tottenham á 89. mínútu. 21.2.2007 22:10 Watford missti af gullnu tækifæri Fátt annað en fall í fyrstu deild virðist blasa við slöku liði Watford í ensku úrvalsdeildinni en í kvöld náði liðið aðeins 1-1 jafntefli við Wigan á heimavelli sínum þrátt fyrir að vera manni fleiri í 70 mínútur. Wigan lenti undir í leiknum en náði að koma til baka og jafna metin á 10 mönnum þrátt fyrir liðsmuninn. 21.2.2007 22:04 Haukastúlkur í vænlegri stöðu Aðeins kraftaverk getur nú komið í veg fyrir að deildarmeistarar Hauka verji titil sinn í kvennakörfunni eftir að Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði granna sína í Keflavík í kvöld 93-86. Haukastúlkur hafa fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga leik til góða á Keflavík sem er í öðru sætinu. Grindavík er svo aðeins tveimur stigum frá Keflavík í þriðja sætinu. 21.2.2007 21:50 Valur skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik Það verða Haukastúlkur sem leika til úrslita gegn Gróttu í úrslitum ss-bikars kvenna í handbolta. Haukar unnu öruggan sigur á Val 25-18 í kvöld eftir að hafa leitt í hálfleik 14-3. Sandra Stojkovic skoraði 7 mörk fyrir Hauka og Hanna Stefánsdóttir 5, en Drífa Skúladóttir skoraði 6 fyrir Val. 21.2.2007 20:56 Stjarnan í úrslit Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ss-bikarsins í karlaflokki þegar liðið lagði ÍR á heimavelli sínum 27-24. Stjarnan mætir Haukum eða Fram í úrslitaleik keppninnar, en þessi lið eigast við í hinum undanúrslitaleiknum klukkan 21 í kvöld. 21.2.2007 20:53 Jafnt á báðum vígstöðvum í úrvalsdeildinni Tveir leikir standa yfir í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn í þeim báðum í leikhléi. Jafnt er hjá Watford og Wigan 1-1 þar sem Fitz Hall var vikið af leikvelli á 20. mínútu í liði Wigan og þá er sömuleiðis jafnt 1-1 í leik Tottenham og Everton á Goodison Park þar sem Berbatov og Arteta skoruðu mörkin. 21.2.2007 20:44 Bellamy skoraði og fagnaði með golfsveiflu Staðan í stórleik Barcelona og Liverpool er 1-1 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum fjórum í Meistaradeildinni. Deco kom spænska liðinu yfir eftir aðeins 14 mínútur en Craig Bellamy jafnaði fyrir baráttuglaða gestina og fagnaði marki sínu með golflátbragði að hætti hússins. 21.2.2007 20:32 Ólafur skrifar undir hjá Helsingborg Knattspyrnukappinn Ólafur Ingi Skúlason skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg. Ólafur hefur verið á mála hjá enska liðinu Brentford undanfarin tvö ár en heldur nú til sænska liðsins þar sem meðal liðsfélaga hans verður enginn annar en Henrik Larsson sem nú er lánsmaður hjá Man Utd. 21.2.2007 19:22 Eiður Smári á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í stórleik kvöldsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn, en auk þessa leiks eru stöðvar sýnar með beina útsendingu frá viðureignum Porto - Chelsea og Inter - Valencia. 21.2.2007 19:06 Framherji á kókaíni Framherjinn Francesco Flachi hjá Sampdoria á Ítalíu féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir leik liðsins gegn Inter Milan í síðasta mánuði. Kókaín fannst í fyrsta sýni og ef sannað þykir að hann hafi neitt efnisins fer hann í lágmark hálfs árs bann. Bannið gæti þó verið lengra í þessu tilviki því stutt er síðan leikmaðurinn tók út tveggja mánaða bann fyrir spillingu í tengslum við ólögleg veðmál í ítalska boltanum. 21.2.2007 17:08 Rivaldo ætlar að hætta eftir næsta tímabil Brasilíska goðsögnin Rivaldo hjá Olympiacos í Grikklandi tilkynnti í dag að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir næsta tímabil. Rivaldo er 34 ára gamall og hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna í knattspyrnu á 19 ára ferli sínum. 21.2.2007 16:30 Bikarkeppnirnar hafa tekið sinn toll Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að þáttaka liðsins í bikarkeppnum í ár hafi komið niður á því í deildarkeppninni á Englandi. Tottenham féll strax út úr öllum bikarkeppnum á síðustu leiktíð og náði fínum árangri í deildinni, en nú hefur gengið vel í bikarkeppnum en ekkert í deildinni. 21.2.2007 15:30 McClaren: Beckham kemur mér í vanda Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu viðurkennir að David Beckham sé að skapa sér vandamál með góðri frammistöðu sinni með Real Madrid undanfarið, en McClaren hefur ekki enn valið Beckham í landsliðshóp sinn síðan hann tók við enska liðinu. 21.2.2007 14:18 Tap á rekstri Arsenal Arsenal tapaði rúmum 6 milljónum punda á á síðasta hálfa fjárhagsári og segja forráðamenn félagsins að rekja megi tapið til flutnings liðsins á nýja Emirates völlinn. Tekjur félagsins hafa þó hækkað mikið og er það rakið til fleiri áhorfenda sem mæta á leiki liðsins. Stefnan er sett á að koma jafnvægi á rekstur félagsins undir lok tímabilsins. 21.2.2007 14:01 Motocross í kastljósi Stelpurnar í sportinu sýndu mikinn dugnað þegar kastljósið hitti þær við æfingar í Þorlákshöfn síðastliðinn mánudag. Mikil aukning hefur verið meðal stelpna og kvenna í sportinu og verða þær fleirri og fleirri með hverju árinu sem líður. 21.2.2007 10:33 Steve Nash vill kaupa hlut í Tottenham Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. 21.2.2007 08:15 Klerkar í knattspyrnu Því er oft haldið fram kaþólska og knattspyrna séu helstu trúarbrögð Ítala. Þessi tvö stóru áhugamál þjóðarinnar munu nú fara saman á laugardaginn þegar knattspyrnumót sem nefnt hefur verið Klerkabikarinn hefur göngu sína í Rómarborg. 21.2.2007 07:30 Atlanta skoraði ekki körfu í þriðja leikhluta Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum. 21.2.2007 04:19 Riise kemur Liverpool yfir Norðmaðurinn John Arne Riise hefur komið Liverpool yfir 2-1 gegn Barcelona og Nou Camp í leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Börsungar hafa alls ekki náð sér á strik í leiknum, en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður hjá liðinu þegar um 10 mínútur voru eftir. 21.2.2007 21:23 Liverpool og Chelsea undir Liverpool og Chelsea er bæði komin marki undir eftir aðeins 15 mínútna leik í Meistaradeildinni. Deco hefur komið Barcelona yfir 1-0 gegn Liverpool með marki á 14. mínútu og Raul Meireles kom Porto í 1-0 gegn Chelsea þegar skot hans breytti um stefnu af Frank Lampard og í netið. Það byrjar því ekki glæsilega hjá ensku liðunum á útivelli í kvöld. 21.2.2007 20:00 Umdeilt mark Giggs tryggði United sigurinn Manchester United tryggði sér í kvöld mikilvægan 1-0 útisigur á franska liðinu Lille á útivelli í kvöld. Það var gamli refurinn Ryan Giggs sem skoraði mark enska liðsins beint úr umdeildri aukaspyrnu á 83. mínútu þegar hann vippaði boltanum í hornið á meðan leikmenn Lille voru enn að stilla upp í vörninni. 20.2.2007 21:46 Ferguson: Leikmenn Lille voru til skammar Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson. 20.2.2007 22:40 Wenger: Við verðum að bæta okkur Arsene Wenger var ekki kátur með frammistöðu sinna manna í Eindhoven í kvöld þegar lið hans Arsenal tapaði 1-0 fyrir PSV þar sem sannkölluð kjötkveðjuhátíðarstemming ríkti á pöllunum. 20.2.2007 22:35 Súrt tap hjá Arsenal í Eindhoven Arsenal varð í kvöld að bíta í það súra epli að tapa 1-0 í fyrri leik sínum gegn PSV Eindhoven í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Ekvadormaðurinn Edison Mendes sem skoraði sigurmark hollenska liðsins, en gestirnir frá Englandi voru sterkari aðilinn í leiknum. Arsenal á síðari leikinn til góða í Lundúnum eftir hálfan mánuð. 20.2.2007 22:05 Naumur sigur Real á Bayern Real Madrid vann 3-2 sigur á Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real Madrid komst í 3-1 fyrir hlé, en þýska liðið sýndi fræga seiglu sína í síðari hálfleik og minnkaði muninn í 3-2. Bayern er því í ákjósanlegri stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum. 20.2.2007 21:53 Jafnt hjá Celtic og Milan Glasgow Celtic og AC Milan skildu jöfn í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Skotlandi í kvöld. Bæði lið fengu fín færi til að tryggja sér sigurinn en nú er ítalska liðið í fínni stöðu fyrir síðari leikinn í Mílanó eftir hálfan mánuð. 20.2.2007 22:22 Tveir stuðningsmenn United krömdust Örvænting greip um sig á Stade Felix-Bollaert í Lens í kvöld þegar stuðningsmenn Manchester United krömdust upp við stálhlið á vellinum. Nokkuð hitnaði í kolunum í kjölfarið og þurfti lögregla að grípa til þess að nota táragas til að skakka leikinn. Tveir stuðningsmenn enska liðsins fóru verst út úr uppákomunni en eru ekki alvarlega slasaðir. 20.2.2007 21:34 Grótta í bikarúrslitin Grótta tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik SS-bikarsins í kvennaflokki þegar liðið lagði ÍBV naumlega í Eyjum 29-28. Grótta mætir Val eða Haukum í úrslitunum en þessi lið eigast við annað kvöld. 20.2.2007 21:07 Fjörið er á Bernabeu Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skemmst er frá því að segja að mesta fjörið er á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid, en þar hefur liðið 3-1 forystu gegn Bayern Munchen. 20.2.2007 20:33 Mourinho: Wenger hefur aldrei orðið Evrópumeistari Jose Mourinho skaut léttu skoti á kollega sinn Arsene Wenger á blaðamannafundi í dag og gaf þar með tóninn fyrir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum sem fram fer á sunnudaginn. Þar mætast Chelsea og Arsenal. 20.2.2007 19:42 Beckham í byrjunarliði Real Madrid David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid sem tekur á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en sá leikur er sýndur á Sýn Extra. Real er án Sergio Ramos og Mahamadou Diarra, en þeir Gonzalo Higuain og Ruud van Nistelrooy eru í framlínu spænska liðsins. 20.2.2007 19:33 Rooney og Larsson í framlínu United Nú klukkan 19:45 verður flautað til leiks í viðureign Lille og Manchester United á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og þeir Wayne Rooney og Henrik Larsson verða í framlínu enska liðsins. Þá kemur markvörðurinn Edwin van der Sar inn á ný eftir nefbrot. 20.2.2007 19:25 Mascherano klár í slaginn Liverpool hefur nú fengið grænt ljós frá bæði enska og evrópska knattspyrnusambandinu um að tefla fram argentínska miðjumanninum Javier Mascherano. Það er því ljóst að Mascherano gæti allt eins verið kallaður inn í hóp Liverpool fyrir leikinn gegn Barcelona annað kvöld. Mascherano gekk í raðir Liverpool frá West Ham í janúarglugganum. 20.2.2007 18:45 NBA molar: Nash ætlar að spila í kvöld Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. 20.2.2007 17:11 Upphitun fyrir Real Madrid - Bayern Munchen Leikur Real Madrid og Bayern Munchen á Bernabeu í kvöld verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 19:30 í kvöld. Þetta verður 17 leikur liðanna í Evrópukeppni og þegar sagan er skoðuð er ljóst að þýska liðið hefur nokkuð tak á því spænska. 20.2.2007 16:33 Upphitun fyrir Lille - Man Utd Franska liðið Lille tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta verður fimmti leikur liðanna í Meistaradeildinni og hér fyrir neðan gefur að líta nokkra fróðleiksmola fyrir leik kvöldsins sem sýndur er beint á Sýn klukkan 19:30. 20.2.2007 16:11 Dudek: Ég hótaði ekki að berja lögreglumann Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir sögur af agabrotum leikmanna liðsins í Portúgal hafa verið ýktar upp í fjölmiðlum. Hann segir að þó málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum, eigi hann og aðrir leikmenn sem brutu reglur liðsins skilið að fá refsingu. 20.2.2007 15:58 Veislan hefst í kvöld Í kvöld hefjast 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu með látum og sem fyrr verða sjónvarpsstöðvar Sýnar með puttana á púlsinum. Aðalleikurinn á Sýn verður leikur Lille og Manchester United í Frakklandi, Sýn Extra verður með leik Real og Bayern og þá verður leikur PSV og Arsenal á Sýn Extra 2. Útsendingar hefjast klukkan 19:30 en þar að auki verða upphitun og markaþættir á Sýn. 20.2.2007 14:16 Afrekskvennasjóður með fyrstu úthlutunina í dag Í dag var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr nýstofnuðum afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ en sjóðurinn hefur það markmið að styðja við bak afrekskvenna í íþróttum. Stofnframlagið var 20 milljónir króna og voru knattspyrnukonur, skylmingakonur og sundkonur handhafar fyrstu framlaga sjóðsins í dag. 20.2.2007 14:07 100. leikur Maldini í kvöld Gamla brýnið Paolo Maldini spilar í kvöld sinn 100. leik á ferlinum í Meistaradeildinni þegar Milan tekur á móti Celtic. Maldini segir þetta vissulega merkilegan áfanga, en bendir á að hann segi ekki nálægt því alla söguna. 20.2.2007 13:56 Kidd orðaður við LA Lakers New York Times greinir frá því í dag að lið New Jersey Nets sé nú ákaft að reyna að skipta leikstjórnandanum Jason Kidd í burtu frá félaginu. Blaðið heldur því fram að Los Angeles Lakers sé líklegasta liðið til að hreppa Kidd og sé að reyna að koma þriðja liði inn í skiptin til að láta enda ná saman. 20.2.2007 13:47 Sjá næstu 50 fréttir
Terry missir af úrslitaleiknum í deildarbikarnum Chelsea verður án fyrirliða síns John Terry í úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum um næstu helgi. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Jose Mourinho í kvöld eftir að Terry haltraði af velli meiddur af ökkla gegn Porto í Meistaradeildinni. Þetta þýðir að Chelsea er aðeins með einn leikfæran miðvörð í hóp sínum fyrir úrslitaleikinn gegn Arsenal. 21.2.2007 23:24
Mourinho: Meiðslin riðluðu öllu skipulagi Jose Mourinho sagði að meiðsli sinna manna hefðu gert þeim gríðarlega erfitt fyrir í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld. John Terry meiddist á ökkla í byrjun leiks og þá þurfti Arjen Robben að fara meiddur af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður. Mourinho sagðist ekki geta verið annað en sáttur við jafnteflið þegar tekið væri mið af þessu. 21.2.2007 22:34
Kronau burstaði Magdeburg Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kronau/Östringen vann þá nokkuð óvæntan sigur á Magdeburg 32-27 eftir að hafa leitt 20-11 í hálfleik. Pólverjinn magnaði Mariusz Jurasik skoraði 9 mörk fyrir Kronau og landi hans Karol Bilecki var atkvæðamestur hjá Magdeburg með 7 mörk. 21.2.2007 22:47
Fram í úrslitaleikinn Karlalið Fram tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í ss bikarnum með góðum sigri á Haukum á Ásvöllum 37-30 í undanúrslitum. Stjarnan lagði ÍR fyrr í kvöld og það verða því Fram og Stjarnan sem leika til úrslita í keppninni. Haukar og Grótta mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki. 21.2.2007 22:43
Tottenham lagði Everton Tottenham vann í kvöld sjaldgæfan útisigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Everton nokkuð óvænt 2-1 á Goodison Park. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í leiknum en Mikel Arteta jafnaði skömmu síðar með marki beint úr aukaspyrnu. Staðan var 1-1 í háfleik en það var svo Jermaine Jenas sem skoraði sigurmark Tottenham á 89. mínútu. 21.2.2007 22:10
Watford missti af gullnu tækifæri Fátt annað en fall í fyrstu deild virðist blasa við slöku liði Watford í ensku úrvalsdeildinni en í kvöld náði liðið aðeins 1-1 jafntefli við Wigan á heimavelli sínum þrátt fyrir að vera manni fleiri í 70 mínútur. Wigan lenti undir í leiknum en náði að koma til baka og jafna metin á 10 mönnum þrátt fyrir liðsmuninn. 21.2.2007 22:04
Haukastúlkur í vænlegri stöðu Aðeins kraftaverk getur nú komið í veg fyrir að deildarmeistarar Hauka verji titil sinn í kvennakörfunni eftir að Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði granna sína í Keflavík í kvöld 93-86. Haukastúlkur hafa fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga leik til góða á Keflavík sem er í öðru sætinu. Grindavík er svo aðeins tveimur stigum frá Keflavík í þriðja sætinu. 21.2.2007 21:50
Valur skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik Það verða Haukastúlkur sem leika til úrslita gegn Gróttu í úrslitum ss-bikars kvenna í handbolta. Haukar unnu öruggan sigur á Val 25-18 í kvöld eftir að hafa leitt í hálfleik 14-3. Sandra Stojkovic skoraði 7 mörk fyrir Hauka og Hanna Stefánsdóttir 5, en Drífa Skúladóttir skoraði 6 fyrir Val. 21.2.2007 20:56
Stjarnan í úrslit Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ss-bikarsins í karlaflokki þegar liðið lagði ÍR á heimavelli sínum 27-24. Stjarnan mætir Haukum eða Fram í úrslitaleik keppninnar, en þessi lið eigast við í hinum undanúrslitaleiknum klukkan 21 í kvöld. 21.2.2007 20:53
Jafnt á báðum vígstöðvum í úrvalsdeildinni Tveir leikir standa yfir í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn í þeim báðum í leikhléi. Jafnt er hjá Watford og Wigan 1-1 þar sem Fitz Hall var vikið af leikvelli á 20. mínútu í liði Wigan og þá er sömuleiðis jafnt 1-1 í leik Tottenham og Everton á Goodison Park þar sem Berbatov og Arteta skoruðu mörkin. 21.2.2007 20:44
Bellamy skoraði og fagnaði með golfsveiflu Staðan í stórleik Barcelona og Liverpool er 1-1 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum fjórum í Meistaradeildinni. Deco kom spænska liðinu yfir eftir aðeins 14 mínútur en Craig Bellamy jafnaði fyrir baráttuglaða gestina og fagnaði marki sínu með golflátbragði að hætti hússins. 21.2.2007 20:32
Ólafur skrifar undir hjá Helsingborg Knattspyrnukappinn Ólafur Ingi Skúlason skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg. Ólafur hefur verið á mála hjá enska liðinu Brentford undanfarin tvö ár en heldur nú til sænska liðsins þar sem meðal liðsfélaga hans verður enginn annar en Henrik Larsson sem nú er lánsmaður hjá Man Utd. 21.2.2007 19:22
Eiður Smári á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í stórleik kvöldsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn, en auk þessa leiks eru stöðvar sýnar með beina útsendingu frá viðureignum Porto - Chelsea og Inter - Valencia. 21.2.2007 19:06
Framherji á kókaíni Framherjinn Francesco Flachi hjá Sampdoria á Ítalíu féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir leik liðsins gegn Inter Milan í síðasta mánuði. Kókaín fannst í fyrsta sýni og ef sannað þykir að hann hafi neitt efnisins fer hann í lágmark hálfs árs bann. Bannið gæti þó verið lengra í þessu tilviki því stutt er síðan leikmaðurinn tók út tveggja mánaða bann fyrir spillingu í tengslum við ólögleg veðmál í ítalska boltanum. 21.2.2007 17:08
Rivaldo ætlar að hætta eftir næsta tímabil Brasilíska goðsögnin Rivaldo hjá Olympiacos í Grikklandi tilkynnti í dag að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir næsta tímabil. Rivaldo er 34 ára gamall og hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna í knattspyrnu á 19 ára ferli sínum. 21.2.2007 16:30
Bikarkeppnirnar hafa tekið sinn toll Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að þáttaka liðsins í bikarkeppnum í ár hafi komið niður á því í deildarkeppninni á Englandi. Tottenham féll strax út úr öllum bikarkeppnum á síðustu leiktíð og náði fínum árangri í deildinni, en nú hefur gengið vel í bikarkeppnum en ekkert í deildinni. 21.2.2007 15:30
McClaren: Beckham kemur mér í vanda Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu viðurkennir að David Beckham sé að skapa sér vandamál með góðri frammistöðu sinni með Real Madrid undanfarið, en McClaren hefur ekki enn valið Beckham í landsliðshóp sinn síðan hann tók við enska liðinu. 21.2.2007 14:18
Tap á rekstri Arsenal Arsenal tapaði rúmum 6 milljónum punda á á síðasta hálfa fjárhagsári og segja forráðamenn félagsins að rekja megi tapið til flutnings liðsins á nýja Emirates völlinn. Tekjur félagsins hafa þó hækkað mikið og er það rakið til fleiri áhorfenda sem mæta á leiki liðsins. Stefnan er sett á að koma jafnvægi á rekstur félagsins undir lok tímabilsins. 21.2.2007 14:01
Motocross í kastljósi Stelpurnar í sportinu sýndu mikinn dugnað þegar kastljósið hitti þær við æfingar í Þorlákshöfn síðastliðinn mánudag. Mikil aukning hefur verið meðal stelpna og kvenna í sportinu og verða þær fleirri og fleirri með hverju árinu sem líður. 21.2.2007 10:33
Steve Nash vill kaupa hlut í Tottenham Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. 21.2.2007 08:15
Klerkar í knattspyrnu Því er oft haldið fram kaþólska og knattspyrna séu helstu trúarbrögð Ítala. Þessi tvö stóru áhugamál þjóðarinnar munu nú fara saman á laugardaginn þegar knattspyrnumót sem nefnt hefur verið Klerkabikarinn hefur göngu sína í Rómarborg. 21.2.2007 07:30
Atlanta skoraði ekki körfu í þriðja leikhluta Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum. 21.2.2007 04:19
Riise kemur Liverpool yfir Norðmaðurinn John Arne Riise hefur komið Liverpool yfir 2-1 gegn Barcelona og Nou Camp í leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Börsungar hafa alls ekki náð sér á strik í leiknum, en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður hjá liðinu þegar um 10 mínútur voru eftir. 21.2.2007 21:23
Liverpool og Chelsea undir Liverpool og Chelsea er bæði komin marki undir eftir aðeins 15 mínútna leik í Meistaradeildinni. Deco hefur komið Barcelona yfir 1-0 gegn Liverpool með marki á 14. mínútu og Raul Meireles kom Porto í 1-0 gegn Chelsea þegar skot hans breytti um stefnu af Frank Lampard og í netið. Það byrjar því ekki glæsilega hjá ensku liðunum á útivelli í kvöld. 21.2.2007 20:00
Umdeilt mark Giggs tryggði United sigurinn Manchester United tryggði sér í kvöld mikilvægan 1-0 útisigur á franska liðinu Lille á útivelli í kvöld. Það var gamli refurinn Ryan Giggs sem skoraði mark enska liðsins beint úr umdeildri aukaspyrnu á 83. mínútu þegar hann vippaði boltanum í hornið á meðan leikmenn Lille voru enn að stilla upp í vörninni. 20.2.2007 21:46
Ferguson: Leikmenn Lille voru til skammar Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson. 20.2.2007 22:40
Wenger: Við verðum að bæta okkur Arsene Wenger var ekki kátur með frammistöðu sinna manna í Eindhoven í kvöld þegar lið hans Arsenal tapaði 1-0 fyrir PSV þar sem sannkölluð kjötkveðjuhátíðarstemming ríkti á pöllunum. 20.2.2007 22:35
Súrt tap hjá Arsenal í Eindhoven Arsenal varð í kvöld að bíta í það súra epli að tapa 1-0 í fyrri leik sínum gegn PSV Eindhoven í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Ekvadormaðurinn Edison Mendes sem skoraði sigurmark hollenska liðsins, en gestirnir frá Englandi voru sterkari aðilinn í leiknum. Arsenal á síðari leikinn til góða í Lundúnum eftir hálfan mánuð. 20.2.2007 22:05
Naumur sigur Real á Bayern Real Madrid vann 3-2 sigur á Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real Madrid komst í 3-1 fyrir hlé, en þýska liðið sýndi fræga seiglu sína í síðari hálfleik og minnkaði muninn í 3-2. Bayern er því í ákjósanlegri stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum. 20.2.2007 21:53
Jafnt hjá Celtic og Milan Glasgow Celtic og AC Milan skildu jöfn í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Skotlandi í kvöld. Bæði lið fengu fín færi til að tryggja sér sigurinn en nú er ítalska liðið í fínni stöðu fyrir síðari leikinn í Mílanó eftir hálfan mánuð. 20.2.2007 22:22
Tveir stuðningsmenn United krömdust Örvænting greip um sig á Stade Felix-Bollaert í Lens í kvöld þegar stuðningsmenn Manchester United krömdust upp við stálhlið á vellinum. Nokkuð hitnaði í kolunum í kjölfarið og þurfti lögregla að grípa til þess að nota táragas til að skakka leikinn. Tveir stuðningsmenn enska liðsins fóru verst út úr uppákomunni en eru ekki alvarlega slasaðir. 20.2.2007 21:34
Grótta í bikarúrslitin Grótta tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik SS-bikarsins í kvennaflokki þegar liðið lagði ÍBV naumlega í Eyjum 29-28. Grótta mætir Val eða Haukum í úrslitunum en þessi lið eigast við annað kvöld. 20.2.2007 21:07
Fjörið er á Bernabeu Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skemmst er frá því að segja að mesta fjörið er á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid, en þar hefur liðið 3-1 forystu gegn Bayern Munchen. 20.2.2007 20:33
Mourinho: Wenger hefur aldrei orðið Evrópumeistari Jose Mourinho skaut léttu skoti á kollega sinn Arsene Wenger á blaðamannafundi í dag og gaf þar með tóninn fyrir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum sem fram fer á sunnudaginn. Þar mætast Chelsea og Arsenal. 20.2.2007 19:42
Beckham í byrjunarliði Real Madrid David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid sem tekur á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en sá leikur er sýndur á Sýn Extra. Real er án Sergio Ramos og Mahamadou Diarra, en þeir Gonzalo Higuain og Ruud van Nistelrooy eru í framlínu spænska liðsins. 20.2.2007 19:33
Rooney og Larsson í framlínu United Nú klukkan 19:45 verður flautað til leiks í viðureign Lille og Manchester United á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og þeir Wayne Rooney og Henrik Larsson verða í framlínu enska liðsins. Þá kemur markvörðurinn Edwin van der Sar inn á ný eftir nefbrot. 20.2.2007 19:25
Mascherano klár í slaginn Liverpool hefur nú fengið grænt ljós frá bæði enska og evrópska knattspyrnusambandinu um að tefla fram argentínska miðjumanninum Javier Mascherano. Það er því ljóst að Mascherano gæti allt eins verið kallaður inn í hóp Liverpool fyrir leikinn gegn Barcelona annað kvöld. Mascherano gekk í raðir Liverpool frá West Ham í janúarglugganum. 20.2.2007 18:45
NBA molar: Nash ætlar að spila í kvöld Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. 20.2.2007 17:11
Upphitun fyrir Real Madrid - Bayern Munchen Leikur Real Madrid og Bayern Munchen á Bernabeu í kvöld verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 19:30 í kvöld. Þetta verður 17 leikur liðanna í Evrópukeppni og þegar sagan er skoðuð er ljóst að þýska liðið hefur nokkuð tak á því spænska. 20.2.2007 16:33
Upphitun fyrir Lille - Man Utd Franska liðið Lille tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta verður fimmti leikur liðanna í Meistaradeildinni og hér fyrir neðan gefur að líta nokkra fróðleiksmola fyrir leik kvöldsins sem sýndur er beint á Sýn klukkan 19:30. 20.2.2007 16:11
Dudek: Ég hótaði ekki að berja lögreglumann Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir sögur af agabrotum leikmanna liðsins í Portúgal hafa verið ýktar upp í fjölmiðlum. Hann segir að þó málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum, eigi hann og aðrir leikmenn sem brutu reglur liðsins skilið að fá refsingu. 20.2.2007 15:58
Veislan hefst í kvöld Í kvöld hefjast 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu með látum og sem fyrr verða sjónvarpsstöðvar Sýnar með puttana á púlsinum. Aðalleikurinn á Sýn verður leikur Lille og Manchester United í Frakklandi, Sýn Extra verður með leik Real og Bayern og þá verður leikur PSV og Arsenal á Sýn Extra 2. Útsendingar hefjast klukkan 19:30 en þar að auki verða upphitun og markaþættir á Sýn. 20.2.2007 14:16
Afrekskvennasjóður með fyrstu úthlutunina í dag Í dag var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr nýstofnuðum afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ en sjóðurinn hefur það markmið að styðja við bak afrekskvenna í íþróttum. Stofnframlagið var 20 milljónir króna og voru knattspyrnukonur, skylmingakonur og sundkonur handhafar fyrstu framlaga sjóðsins í dag. 20.2.2007 14:07
100. leikur Maldini í kvöld Gamla brýnið Paolo Maldini spilar í kvöld sinn 100. leik á ferlinum í Meistaradeildinni þegar Milan tekur á móti Celtic. Maldini segir þetta vissulega merkilegan áfanga, en bendir á að hann segi ekki nálægt því alla söguna. 20.2.2007 13:56
Kidd orðaður við LA Lakers New York Times greinir frá því í dag að lið New Jersey Nets sé nú ákaft að reyna að skipta leikstjórnandanum Jason Kidd í burtu frá félaginu. Blaðið heldur því fram að Los Angeles Lakers sé líklegasta liðið til að hreppa Kidd og sé að reyna að koma þriðja liði inn í skiptin til að láta enda ná saman. 20.2.2007 13:47
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti