Fleiri fréttir

Sinisa Kekic í Víking

Sinisa Valdimar Kekic skrifaði í dag undir eins árs samning við Víking. Kekic lék með Þrótti á síðustu leiktíð eftir að hann fór frá liði Grindavíkur, þar sem hann lenti upp á kant við þjálfara liðsins. Kekic er 37 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður í efstu deild hérlendis í rúman áratug.

Vesturdeildin í sérflokki

Deildarkeppnin í NBA deildinni hefst aftur annað kvöld eftir árlegt hlé sem gert er á keppni vegna stjörnuleiksins. Þegar rýnt er í tölfræðina er ljóst að Vesturdeildin er með sögulega yfirburði á Austurdeildina hvað varðar vinningshlutfall fyrir stjörnuleik.

Capello sagður hafa sagt af sér hjá Real Madrid

Spænsk útvarpsstöð hafði eftir heimildamanni sínum í dag að ítalski þjálfarinn Fabio Capello hefði sagt starfi sínu lausu hjá Real Madrid. Talsmaður Real vildi ekki staðfesta þetta og segir þjálfarann muni stýra liðinu gegn Bayern í Meistaradeildinni á morgun. Hann vildi hinsvegar ekki staðfesta að Capello yrði við stjórnvölinn þegar Real mætir grönnum sínum í Atletico um næstu helgi.

Barcelona með fullskipað lið gegn Liverpool

Evrópumeistarar Barcelona verða í fyrsta skipti í nokkra mánuði með fullskipað lið þegar liðið tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudagskvöld. Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram er nú byrjaður að æfa á ný eftir mánaðar fjarveru og því hefur Frank Rijkaard loksins endurheimt alla sína leikmenn úr meiðslum.

Castillo næsti andstæðingur Hattons

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton fær erfiðan andstæðing næst þegar hann stígur inn í hringinn, en í dag var staðfest að hann mæti fyrrum heimsmeistaranum Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní í sumar. Bardaginn verður í Thomas and Mack Center, höllinni sem hýsti stjörnuleikinn í NBA í nótt og tekur 17.000 manns í sæti.

Raikkönen er ofmetinn ökumaður

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, segir að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari sé ofmetinn ökumaður. Hann segir þann finnska ekki hafa það til að bera sem þurfi til að fylla skó Michael Schumacher hjá þeim rauðu.

Federer jafnaði 30 ára gamalt met

Svissneski tenniskappinn Roger Federer er enn á ný kominn í sögubækurnar en í dag jafnaði hann 30 ára gamalt met Bandaríkjamannsins Jimmy Connors með því að vera í efsta sæti heimslistans 160. vikuna í röð.

Vilja ekki afnema aukaleiki

Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins hafna þeim hugmyndum knattspyrnustjóra að afnema aukaleiki í ensku bikarkeppninni. Menn á borð við Arsene Wenger hjá Arsenal og Glenn Roeder hjá Newcastle hafa látið í ljós óánægju sína með núverandi fyrirkomulag og vilja meina að álagið sé nóg svo ekki bætist við enn fleiri leikir.

Stjörnuleikurinn endursýndur klukkan 18:15

Rétt er að minna körfuboltaáhugamenn á að stjörnuleikurinn í NBA sem fram fór í Las Vegas í nótt verður endursýndur klukkan 18:15 á sjónvarpsstöðinni Sýn. Leikurinn var hin besta skemmtun og bauð upp á eitt hæsta stigaskor í sögunni. Þá sá poppdívan Christina Aguilera um skemmtiatriðin í hálfleik.

Stuðningsmenn Liverpool sjá skoplegu hliðina á Bellamy

Stuðningsmenn Liverpool hafa séð skoplegu hliðina á enn einu feilsporinu hjá framherjanum skapheita Craig Bellamy og meðfylgjandi mynd birtist á einum af vefsíðum stuðningsmanna liðsins. Þar er Bellamy stillt upp í hlutverk Adams Sandler í gamanmyndinni Happy Gilmore sem fjallar um frekar óheflaðan og skapstyggan golfleikara.

Forseti Barca: Ég elska Steven Gerrard

Joan Laporta, forseti Barcelona, segist elska Steven Gerrard fyrirliða Liverpool og segir hann táknmynd félagsins. Barcelona tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn.

Ég myndi ekki ráðast á félaga minn með golfkylfu

Norski landsliðsmaðurinn Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn hefur fordæmt meinta golfkylfuárás Craig Bellamy á John Arne Riise, en segir félaga sinn eiga eftir að komast yfir hana. Pedersen spilaði á sínum tíma með Bellamy hjá Blackburn.

Lamaður á motocrosshjóli

Það má með sanni segja að hinn 19 ára gamli Ricky James sé algjör hetja. Ricky lenti í hræðilegu slysi fyrir rúmum tvem árum þegar hann var að keppa í motocrossi í Lake Whitney. Ricky var í fyrsta sæti á sínum fyrsta hring í fjórða moto-i helgarinnar þegar keppinautur hans misreiknaði sig í stökki og stökk beint inn í hliðina á Ricky og sendi hann "fljúgandi" lengst út fyrir braut.

Bellamy sektaður um 10 milljónir

Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Liverpool verður sektaður um rúmlega tíu milljónir króna fyrir átök sín við norska landsliðsmanninn John Arne Riise á dögunum ef marka má fréttir úr bresku blöðunum í dag.

Tap Chelsea minnkaði um 8 milljarða

Enska knattspyrnufélagið Chelsea tapaði 80 milljónum punda eða rúmum 10 milljörðum króna á fjárhagsárinu fram í júní á síðasta ári, en þetta er heilum 60 milljónum punda minna tap en var á rekstri félagsins á árinu áður.

Dowie tekinn við Coventry

Ian Dowie var í dag kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Coventry í ensku 1. deildinni. Honum til aðstoðar verður Tim Flowers, en Dowie hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Charlton í haust. Fyrsti leikur Dowie við stjórnvölinn verður gegn fyrrum félögum hans í Southampton.

Miðaverð fryst hjá Chelsea

Forráðamenn Chelsea tilkynntu í dag að miðaverð hjá félaginu muni standa í stað allt næsta tímabil. Stuðningsmannasamtök félagsins höfðu lýst yfir áhyggjum sínum á hækkandi miðaverði undanfarin ár, en komið verður til móts við stuðningsmenn með því að lækka miðaverð á leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

FA bikarinn: Chelsea mætir Tottenham

Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit enska bikarsins. Stórleikur umferðarinnar er grannaslagur Chelsea og Tottenham. Middlesbrough eða West Brom fær Man Utd eða Reading, Arsenal eða Blackburn mætir Manchester City og Plymouth tekur á móti Watford. Leikirnir fara fram dagana 10. og 11. mars.

Auðveldur sigur vesturliðsins

Lið vesturstrandarinnar vann auðveldan sigur á austurliðinu í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem haldinn var í Las Vegas í nótt. Vesturliðið var skrefinu á undan allan tímann, náði meira en 30 stiga forystu á kafla og vann að lokum 153-132 sigur.

Stjörnuleikurinn í beinni á Sýn í nótt

Hinn árlegi stjörnuleikur í NBA deildinni fer fram í spilaborginni Las Vegas í Nevada í nótt og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá menn á borð við Kobe Bryant, Dwyane Wade og LeBron James sýna listir sínar í leik þar sem leiftrandi sóknarleikur verður í forgrunni. Útsending Sýnar hefst rétt eftir klukkan eitt í nótt.

San Diego supercross úrslit.

Supercrossið var haldið í San Diego um helgina. Keppnin var æsispennandi og mikið að gerast þ.a.m. bylta hjá einum að aðalköllunum. Smelltu á "Meira" til að sjá úrslit helgarinnar.

San Diego Lites úrslit.

Ryan Villopoto varð með Vestur strandar meistari með sínum sjötta sigri um helgina. " Ég get ekki þakkað liðinu mínu nógu mikið,þeir eiga allan þennan sigur því þeir hafa gert mig að þeim ökumanni sem ég er í dag" sagði Ryan Villopoto.

Valencia lagði Barcelona

Valencia vann í kvöld mikilvægan sigur á Barcelona í stórleik helgarinnar í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir klukkutíma leik. Silva og Angulo skoruðu mörk Valencia með þriggja mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, en Ronaldinho minnkaði muninn í uppbótartíma.

Tottenham áfram í bikarnum

Tottenham vann nokkuð auðveldan 4-0 útisigur á Fulham í fimmtu umferð enska bikarsins á Craven Cottage í dag. Robbie Keane og varamaðurinn Dimitar Berbatov skoruðu mörk gestanna sem eru komnir í 8-liða úrslitin. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt af velli eftir klukktíma leik.

Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í stórleiknum gegn Valencia sem hefst á Mestalla leikvangnum nú klukkan 18 og er sýndur beint á Sýn. Barcelona tekur svo á móti Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni.

Valur burstaði ÍR

Fjórir leikir voru á dagskrá í dhl deild karla í handbolta í dag. Topplið Vals burstaði ÍR í Austurbergi 35-23, HK lagði Hauka 33-28 á Ásvöllum, Fram burstaði Fylki á útivelli 38-29 og þá vann Stjarnan góðan útisigur á Akureyri 31-24.

Góð sæti á stjörnuleiknum kosta tæpar tvær milljónir

Það er ekki fyrir meðalmanninn að fá gott sæti á stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas í nótt því miðaverð fyrir hvert sæti í fyrstu 5-10 röðunum í kring um völlinn er hátt í tvær milljónir íslenskra króna. Stjörnuleikurinn verður sýndur beint á Sýn eftir miðnætti í kvöld, en hér er um að ræða stærsta íþróttaviðburð í sögu borgarinnar.

Heiðar í byrjunarliði Fulham

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í dag þegar liðið tekur á móti Tottenham í fimmtu umferð enska bikarsins. Heiðar og félagar ættu að eiga góða möguleika á sigri í dag þar sem liði Tottenham hefur gengið afleitlega það sem af er árinu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar og hefst klukkan 16.

Mauresmo skemmdi kveðjuleik Clijsters á heimavelli

Franska tenniskonan Amelie Mauresmo gerði vonir hinnar belgísku Kim Clijsters að engu í dag þegar hún vann sigur á Antwerpen mótinu þriðja árið í röð. Þetta var síðasta stórmót Clijsters í heimalandinu, en hún leggur spaðann á hilluna í ár. Mauresmo sigraði Clijsters 6-4, 7-6 (7-5) í úrslitaleiknum.

Hirvonen sigraði í Noregsrallinu

Finninn Mikko Hirvonen sigraði í dag í Noregsrallinu. Félagi hans í Ford-liðinu Marcus Grönholm tryggði liðinu besta árangur í ralli síðan árið 1979 með því að tryggja tvö efstu sætin. Henning Solberg varð þriðji en heimsmeistarinn Sebastien Loeb varð að láta sér lynda 14. sætið eftir að hann lenti í tveimur óhöppum í gær.

City áfram í bikarnum

Manchester City tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Preston. City lenti undir eftir 7 mínútur en Michael Ball jafnaði metin eftir 35 mínútur. Tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins frá Samaras og Ireland tryggðu City svo sigurinn og sæti í næstu umferð.

Eggert: Pardew varð að víkja

Breska blaðið News of the World hefur eftir Eggerti Magnússyni að það hafi verið óhjákvæmilegt að víkja Alan Pardew úr starfi á sínum tíma því mikil spenna hafi verið komin í búningsherbergi West Ham og að Pardew hafi ekki ráðið við leikmenn sína. Pardew stýrir nýja liði sínu Charlton gegn West Ham í miklum fallslag um næstu helgi.

Benitez hótar aðgerðum

Rafa Benitez hefur gefið það út að þeir leikmenn Liverpool sem brjóti agareglur liðsins þar sem það er í æfingabúðum í Portúgal muni verða refsað. Þessa yfirlýsingu gaf hann út í kjölfar fréttaflutnings af ölvun og ofbeldi í röðum liðsins í gærkvöld. Liverpool hefur ekki vilja staðfesta fréttir gærkvöldsins af slagsmálum þeirra Craig Bellamy og John Arne Riise.

Rotaði andstæðinginn á 55 sekúndum

Breski hnefaleikarinn Amir Khan heldur áfram að klífa metorðastigann í boxinu en í gærkvöld rotaði hann Mohammed Medjadi á aðeins 55 sekúndum í viðureign þeirra á Wembley. Þetta var ellefti sigur hins tvítuga Khan í ellefu bardögum og er mál manna að styttist í að þetta mikla efni fari nú að berjast um alvöru titla.

Birgir Leifur í 60. sæti

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í í 59.-60. sæti á á Opna Indónesíska mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í morgun. Birgir byrjaði vel í morgun og var á tímabili á þremur höggum undir pari.

Gerald Green sigraði í troðkeppninni

Gerald Green frá Boston Celtics sigraði með glæsibrag í troðkeppninni í NBA sem haldin var um stjörnuhelgina í Las Vegas í nótt. Green þótti sýna bestu tilþrifin fyrir troðslur sínar fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af mönnum eins og Michael Jordan og fleiri fyrrum troðkóngum.

Fín tilþrif á bikarmótinu í fimleikum

Bikarmót fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram í Seljaskóla í gær. Þar mátti sjá stórglsæileg tilþrif. Mótið var tvískipt, fimm lið kepptu í kvennaflokki í TeamGym en tvö lið í blönduðum flokki karla og kvenna þar sem keppt er eftir Evrópureglum.

Bellamy lamdi Riise með golfkylfu

Norskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Craig Bellamy hafi lamið liðsfélaga sinn John Arne Riise ítrekað með golfkylfu á hóteli í Portúgal á föstudagskvöldið. Liverpool er nú í æfingabúðum þar í landi og er þetta ekki eina skrautlega uppákoman í ferðinni ef marka má fréttir úr bresku blöðunum.

Alexander með 9 mörk í sigurleik

Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson skoraði 9 mörk fyrir Grosswallstadt í góðum sigri liðsins á Melsungen 38-34 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, en alls voru fimm leikir á dagskrá í deildinni. Staða efstu liða breyttist ekkert þar sem þau unnu öll leiki sína.

Cruyff: Framherjar Liverpool lykillinn gegn Barca

Hollenska knattspyrnugoðið Johann Cryuff sem stýrði liði Barcelona til sigurs í Evrópukeppninni árið 1992 segir að þó lið Barcelona sé sigurstranglegra á pappírunum, geti framherjar Liverpool gert Börsungum lífið leitt þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.

Del Piero markahæstur

Alessandro del Piero var í skýjunum yfir þrennunni sem hann skoraði fyrir Juventus í 5-0 sigrinum á Crotone í dag. Þrennan gerir það að verkum að þessi skemmtilegi leikmaður er orðinn markahæstur í B-deildinni með 12 mörk.

Eintóm gleði hjá Coppell

Steve Coppell, stjóri Reading, gat ekki annað en hrósað sínum mönnum eftir að þeir náðu 1-1 jafntefli við Manchester United á útivelli í fimmtu umferð enska bikarsins í dag. Lið Reading hefur verið sannkallað Öskubuskuævintýri á Englandi í vetur eftir að það vann sér sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor.

Ferguson hrósaði Reading

Sir Alex Ferguson var nokkuð ánægður með leik sinna manna í jafnteflinu við Reading í dag en sagði sína menn hafa farið illa með færin. Hann bætti því við að þó Reading hefði verið með lukkuna á sínu bandi á Old Trafford, ætti liðið heiður skilinn fyrir baráttu sína.

Framherjakrísa hjá AC Milan

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni.

Þrautaganga Real heldur áfram - Beckham sá rautt

Real Madrid er enn að hiksta í spænsku deildinni í fótbolta og í kvöld náði liðið aðeins markalausu jafntefli gegn Real Betis á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í Madrid. David Beckham fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins sem sýndur var beint á Sýn. Bein útsending frá leik Zaragoza og Villarreal hefst klukkan 21.

Sjá næstu 50 fréttir