Handbolti

Kronau burstaði Magdeburg

Mariusz Jurasik
Mariusz Jurasik NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kronau/Östringen vann þá nokkuð óvæntan sigur á Magdeburg 32-27 eftir að hafa leitt 20-11 í hálfleik. Pólverjinn magnaði Mariusz Jurasik skoraði 9 mörk fyrir Kronau og landi hans Karol Bilecki var atkvæðamestur hjá Magdeburg með 7 mörk.

Flensburg er í efsta sæti þýsku deildarinnar með 35 stig, Kiel í öðru með 34 stig, Hamburg og Gummersbach eru í þriðja og fjórða með 32 stig og Magdeburg í fimmta sætinu með 31 stig. Kronau/Östringen er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×