Fleiri fréttir

Tap hjá Bayern og Bremen

Schalke hefur enn fimm stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Schalke þurfti að sætta sig við jafntefli við Wolfsburg 2-2 þar sem Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Schalke, en Stuttgart skaust í annað sætið með sigri á Frankfurt 4-0. Bremen tapaði þriðja leiknum í röð þegar það lá fyrir Hamburg og Bayern tapaði 1-0 fyrir Aachen aðeins nokkrum dögum áður en liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni.

Beckham í liði Real Madrid á ný

David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid í kvöld þar sem liðið tekur á móti Real Betis í spænsku deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hófst nú uppúr klukkan 19. Síðar í kvöld verður leikur Zaragoza og Villarreal sýndur beint á Sýn. Á morgun verður Sýn svo með beina útsendingu frá stórleik Barcelona og Valencia þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Barcelona.

Brynjar Björn jafnaði á Old Trafford

Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Reading í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Manchester United í fimmtu umferð enska bikarsins og knúði þar með fram aukaleik á heimavelli Reading. Michael Carrick kom United yfir á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks en Brynjar jafnaði með laglegum skalla í þeim síðari. Ívar Ingimarsson spilaði líka allan tímann með Reading í leiknum og eigast liðin við á ný annan þriðjudag.

Til hamingju ÍR

Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, tileinkaði félaginu bikartitilinn í dag á 100 ára afmæli ÍR. Jón Arnar Ingvarsson þjálfari sagði betra liðið hafa unnið í dag.

ÍR-ingar bikarmeistarar

ÍR-ingar eru bikarmeistarar karla í körfubolta árið 2007 eftir 83-81 sigur á Hamri/Selfoss í Laugardalshöllinni. ÍR hafði undirtökin lengst af í leiknum en Hamarsmenn voru aldrei langt undan og voru lokasekúndurnar æsispennandi líkt og í kvennaleiknum fyrr í dag.

Chelsea lagði Norwich

Chelsea er komið í 8-liða úrslitin í enska bikarnum eftir 4-0 sigur á baráttuglöðu liði Norwich. Shaun Wright-Phillips kom Englandsmeisturunum í 1-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom liðinu í 2-0 í upphafi þess síðari. Shevchenko og Essien innsigluðu svo öruggan sigur Chelsea með mörkum á lokamínútunum.

Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik sínum

Inter vann í dag 16. sigurinn í röð í ítölsku A-deildinni þegar liðið lagði Cagliari 1-0. Grannar þeirra í AC Milan unnu 4-3 útisigur á Siena þar sem brasilíski framherjinn Ronaldo skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins. Inter hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og er komið með aðra hönd á meistaratitilinn.

Haukar bikarmeistarar

Kvennalið Hauka er bikarmeistari í körfubolta 2007 eftir sigur á Keflavík í rafmögnuðum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag 78-77. Úrslitin réðust tæpum tveimur sekúndum fyrir leikslok þegar TaKesha Watson hjá Keflavík fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni en náði ekki að setja það fyrra ofaní og því var sigurinn Hauka.

Blackburn og Arsenal þurfa að mætast á ný

Arsenal og Blackburn þurfa að eigast við að nýju í fimmtu umferð enska bikarsins eftir að liðin skildu jöfn 0-0 á Emirates í dag. Leikurinn var fremur tíðindalítill og því mætast liðin öðru sinni og þá á heimavelli Blackburn.

Beckham verður miðjubakvörður

Þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum segist eiga von á því að David Beckham verði notaður sem leikstjórnandi á miðjunni þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. Beckham fái ekki ósvipað hlutverk og miðjubakvörður í NFL deildinni, þar sem honum verði fengið að dreifa öllu spili liðsins.

Birgir náði sér ekki á strik

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék sinn slakasta hring á Opna Indónesíumótinu í Jakarta í morgun. Hann fékk fjóra skolla á hringnum og einn fugl og kom inn á 74 höggum, eða 3 höggum yfir pari.

Pippen vill snúa aftur í NBA

Hinn 41 árs gamli Scottie Pippen hefur nú lýst því yfir að hann vilji snúa aftur í NBA deildina. Pippen spilaði síðast með liði Chicago Bulls fyrir rúmum tveimur árum en er fyrir nokkru búinn að leggja skóna á hilluna. Pippen er ekki í vafa um að hann geti hjálpað liði sem er í baráttu um meistaratitilinn.

David Lee hitti úr öllum 14 skotum sínum

Framherjinn David Lee hjá New York Knicks stal senunni í nýliðaleiknum árlega um stjörnuhelgina í NBA. Leikurinn er viðureign úrvalsliðs leikmanna á öðru ári í deildinni gegn úrvalsliði nýliða. Þeir eldri höfðu sigur enn eitt árið og að þessu sinni var sigurinn stór 155-114.

ÍR-ingar yfir í hálfleik

ÍR hefur nauma forystu gegn Hamri 36-34þegar flautað hefur verið til leikhlés í bikarúrslitaleiknum í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni. ÍR hefur verið með frumkvæðið framan af leiknum, en Hamar minnkaði muninn niður í tvö stig rétt fyrir hlé.

Jafnt eftir þrjá leikhluta

Staðan í leik Hauka og Keflavíkur um bikarmeistaratitilinn í körfubolta kvenna er jöfn 60-60 eftir þrjá leikhluta. Liðin skiptast á um að hafa nauma forystu og ljóst er að úrslitin í Höllinni ráðast ekki fyrr en í blálokin.

Allt í járnum í Höllinni

Nú er kominn hálfleikur í bikarúrslitaleik Keflavíkur og Hauka í kvennaflokki. Haukaliðið hefur yfir 43-42 eftir skemmtilegan fyrri hálfleik og útlit fyrir rafmagnaðan spennuleik.

Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta

Keflavíkurstúlkur hafa yfir 26-24 gegn Haukum eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleik kvenna í Laugardalshöll. Haukar höfðu frumkvæðið lengst af en Keflavíkurliðið komst yfir með þriggja stiga körfu um leið og leikhlutinn kláraðist.

Capello vill sjá Beckham í landsliðinu

David Beckham er greinlega orðinn að algjöru uppáhaldi hjá stjóra sínum Fabio Capello. Ekki er nóg með að hann skuli aftur vera kominn í byrjunarlið Real Madrid heldur hefur Capello nú hvatt Steve McLaren, þjálfara enska landsliðsins, að velja Beckham á ný í liðið. Capello telur að Beckham geti haft sömu áhrif á enska liðið og hann hafði á lið Real um síðustu helgi.

Henry hefur það of gott hjá Arsenal

Thierry Henry er ekki á leið frá Arsenal til Ítalíu, að sögn hans fyrrum félaga hjá enska liðinu, Patrick Vieira. Henry og Vieira eru góðir félagar og ræðast reglulega við, en miðjumaðurinn segir að Henry hafi það einfaldlega of gott hjá Arsenal til að geta hugsað sér að fara frá félaginu.

Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu.

AC Milan stefnir á úrslit Meistaradeildarinnar

Georgíski varnarmaðurinn Kakha Kaladze hjá AC Milan telur að ítalska liðið hafi alla möguleika á að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu í maí. AC Milan hefur ekki vegnað sem skyldi í deildarkeppninni á Ítalíu og segir Kaladze að fyrir vikið sé allt kapp sé lagt á að ná árangri í Meistaradeildinni.

Mánaðarpassar og árskort í brautir VÍK

Á nýloknum aðalfundi VÍK kom fram tillaga um að selja mánaðarpassa og árskort í brautir VÍK á árinu, þ.e. Bolöldu og Álfsnes. Margir fagna þessari tillögu, enda mikill kostnaður fyrir keppnisfólk að kaupa dagskort á hverjum degi.

VÍK fær nýtt nafn

Á aðalfundi VÍK var kosið um þá lagabreytingu að breyta nafni félagsins úr “Vélhjólaíþróttaklúbburinn” í “Vélhjólaíþróttafélagið VÍK”. Að baki lagabreytingunni liggur sú staðreynd að félagið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun þess, félagið er orðið fullgildur aðili að ÍSÍ og vegna samskipta við opinbera aðila þarf það að hafa þann stimpil að vera öflugt og fullvaxið íþróttafélag en ekki lokaður klúbbur áhugamanna um sportið.

Sharapova og Williams ekki með í Dubai

Maria Sharapova, stigahæsti tennisspilari heims í kvennaflokki, og Serena Williams, sigurvegari Opna ástralska meistaramótsins frá því fyrir skemmstu, hafa afboðað komu sína á Opna Dubai mótið sem hefst í næstu viku. Þetta er mikið áfallt fyrir mótshaldara í Dubai, enda höfðu einhverjir gert sér vonir um að þær myndu endurtaka úrslitaviðureignina frá því í Ástralíu á mótinu.

Birgir Leifur komst áfram í Indónesíu

Birgir Leifur Hafþórsson er í 42.-58. sæti á opna indónesíska meistaramótinu í golfi þegar aðeins nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka keppni. Má telja nánast öruggt að Birgir Leifur komist í gegnum niðurskurð mótsins, sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari í dag.

Nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að veita Geir Þorsteinssyni, nýjum formanni sambandsins, heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu framkvæmdastjóra.

Materazzi: Við verðum meistarar

Marco Materazzi, hinn umdeildi varnarmaður Inter Milan, er sannfærður um að lið sitt hampi meistaratitlinum þar í landi í ár. Hann segir að 2-3 sigrar í viðbót muni fara langt með að tryggja meistaratitilinn, en Inter hefur unnið 15 leiki í röð í deildinni til þessa.

Hardaway úti í kuldanum

Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra.

Mellberg: Leikjaskipulagið er fáránlegt

Olaf Mellberg hjá Aston Villa hefur tekið undir orð stjóra síns, Martin O´Neill, og gagnrýnt leikjafyrirkomulagið í ensku úrvalsdeildinni harðlega. Villa léku gegn Reading um síðustu helgi en næsti leikur liðsins er þann 3. mars næstkomandi. Sú staðreynd að 21 dagur sé á milli leikja er merki um glórulausa skipulagningu, segir Mellberg.

Robinho: Tottenham er ekki nógu stórt félag

Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hjá Real Madrid segir ekkert til í þeim orðrómi að hann sé á leið til Tottenham í sumar, eftir að hafa fallið niður í goggunarröðinni hjá Real. Robinho segir ástæðuna afar einfalda – Tottenham er ekki nægilega stórt félag fyrir hann.

Ronaldo í byrjunarliðinu á morgun

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo verður að öllum líkindum í byrjunarliði AC Milan í fyrsta skipti þegar liðið tekur á móti Siena í ítölsku A-deildinni á morgun. Þjálfarinn Carlo Ancelotti segir að Ronaldo sé óðum að komast í gott form og sé í nægilega góðu ástandi til að vera í byrjunarliðinu.

Casillas gagnrýnir spænska fjölmiðla

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, gerir lítið úr meintu uppþoti í herbúðum Barcelona, hvað meintar deilur Samuel Eto´o, Ronaldinho og þjálfarann Frank Rijkaard varðar. Casillas harmar hvernig spænskir fjölmiðlar hafa blásið málið upp.

Nonda ætlar að sanna sig fyrir Hughes

Shabani Nonda, framherjinn knái sem er í láni hjá Blackburn frá Roma, vill helst af öllu vera áfram hjá enska liðinu og vonast til að forráðamenn ítalska félagsins séu reiðubúnir að selja hann í sumar. Nonda hefur verið hrósað mikið fyrir frammistöðu sína með Blacburn, nú síðast í gær þegar stjórinn Mark Hughes fór um hann fögrum orðum.

Mótorkrossmenn vilja aðstöðu við Ölduhrygg

Hugmyndir eru uppi meðal áhugahóps mótorkrossmanna að koma sér upp aðstöðu við Ölduhrygg, sem er nálægt Borgarnesi og hefur beiðni um slíkt borist til sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Kristófer Helgi Sigurðsson er annar forsvarsmanna hópsins.

Neville veit ekkert hvað hann talar um

Darryl Powell, fyrrum leikmaður Derby og Birmingham í enska boltanum og núverandi umboðsmaður, segir að Gary Neville viti ekkert hvað hann sé að tala um þegar hann segir umboðsmenn leikmanna vera óþarfa. Ummæli Neville frá því í gær hafa vakið hörð viðbrögð á meðal umboðsmanna, sem telja vegið óþarflega að starfsheiðri sínum.

Dallas marði sigur á Houston

Dallas vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið bar sigurorð af Houston í nótt. Bakvörðurinn Jason Terry var maðurinn á bakvið sigur Dallas, en hann skoraði mikilvægar körfur á lokamínútum leiksins. Cleveland lagði LA Lakers í hinum leik næturinnar en nú verður gert hlé á deildarkeppninni vegna stjörnuleiksins sem fram fer á sunnudag.

Hvað er motocross ?

Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvað motocross þýðir í raun og veru. Í þessari grein mun ég fara ofan í hvað motocross er í raun og veru og útskýra hvernig keppnir fara fram o.fl.

Stelpur í motocrossi

Það eru aðeins þrjú ár síðan einungis 1-3 stelpur voru í motocrossi. Sportið var stimplað sem strákasport og engum lét sér detta það í hug að ungar stúlkur gætu nokkurn tíman sest upp á mótorfák og brunað í drullupolla o.svf. En þetta er að gerast, yfir 50 stúlkur eru í sportinu eins og stendur og hækkar þessi fjöldi mjög hratt.

Þolakstursmótið á Klaustri komið aftur á dagatalið!

Mikil umræða hefur átt sér stað um hvort þolakstursmótið á Klaustri muni fara fram í ár. Ljóst er að Kjartan Kjartansson, frumkvöðull mótsins, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá mótshaldi. Nú hefur Hrafnkell Sigtryggsson, formaður VÍK staðfest að búið er að semja við landeigendur á Klaustri og undirbúningur mótsins að komast aftur á fullt skrið. Það er því ljóst að Klaustur 2007 verður að veruleika.

ThumpStar fær Terra-Moto andlitslyftingu

Pit-Bike smáhjól voru sannarlega æði síðasta árs. Verslunin Nitro reið á vaðið og flutti inn ThumpStar smáhjól í gámavís og ruku þau út eins og heitar lummur, enda ódýr hjólakostur og einfallt að hjóla á þeim. Nú hefur framleiðandinn gefið hjólinu allsherjar uppfærslu, betrumbætt og stílfært. Þessi nýja uppfærsla verður seld undir nafninu Terra-Moto mun eftir sem áður fást hjá Nitro.

Ný stjórn kosin á Aðalfundi VÍK

Á aðalfundi VÍK, sem fram fór í gærkvöldi var kosin ný stjórn. Hrafnkell Sigtryggsson verður áfram formaður en með honum í stjórn munu næsta árið sitja Jóhann Halldórsson, Birgir Már Georgsson, Einar Sverrisson og Sverrir Jónsson.

Markus Baur fer frá Lemgo

Landsliðsmaðurinn Markus Baur mun fara frá Íslendingaliði Lemgo í sumar þegar samningur hans rennur út. Forráðamenn Lemgo hafa tilkynnt að samningur hans verði ekki endurnýjaður. Baur gekk í raðir Lemgo frá Wetzlar árið 2001og hefur orðið bæði heims- og Evrópumeistari með Þjóðverjum.

Nordhorn og Minden skildu jöfn

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingalið Minden gerði jafntefli við Nordhorn 26-26 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik 13-12. Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Minden og Snorri Steinn Guðjónsson 1 mark. Nordhorn er í sjötta sæti deildarinnar en Minden í tólfta.

Hjartasjúklingur á leið til Start

Brasilíski knattspyrnumaðurinn, Ygor Maciel Santiago, verður samherji Skagamannsins Jóhannesar Harðarsonar hjá Start í Kristianssand. Sá brasilíski þarf að gangast undir læknisskoðun hjá norska félaginu áður.

Newcastle í góðri stöðu

Newcastle fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld með 3-1 útisigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark heimamanna og þeir Obafemi Martins og Antonie Sibierski gerðu út um leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir