Golf

Birgir Leifur í 60. sæti

Mynd/Eiríkur

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í í 59.-60. sæti á á Opna Indónesíska mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í morgun. Birgir byrjaði vel í morgun og var á tímabili á þremur höggum undir pari.

Þá lenti hann í ógöngum og fékk tvo skolla á síðustu holunum og einu sinni tvöfaldan skolla og lauk hringnum á einu höggi yfir pari. Birgir Leifur lauk því keppni á samtals fimm höggum yfir pari, fjórtán höggum á eftir sigurvegaranum, Mikko Ilonen frá Finnlandi. Verðlaunfé Birgis fyrir þennan árangur telur 204 þúsund íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×