Fleiri fréttir Auðveldur sigur vesturliðsins Lið vesturstrandarinnar vann auðveldan sigur á austurliðinu í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem haldinn var í Las Vegas í nótt. Vesturliðið var skrefinu á undan allan tímann, náði meira en 30 stiga forystu á kafla og vann að lokum 153-132 sigur. 19.2.2007 06:30 Stjörnuleikurinn í beinni á Sýn í nótt Hinn árlegi stjörnuleikur í NBA deildinni fer fram í spilaborginni Las Vegas í Nevada í nótt og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá menn á borð við Kobe Bryant, Dwyane Wade og LeBron James sýna listir sínar í leik þar sem leiftrandi sóknarleikur verður í forgrunni. Útsending Sýnar hefst rétt eftir klukkan eitt í nótt. 18.2.2007 20:17 San Diego supercross úrslit. Supercrossið var haldið í San Diego um helgina. Keppnin var æsispennandi og mikið að gerast þ.a.m. bylta hjá einum að aðalköllunum. Smelltu á "Meira" til að sjá úrslit helgarinnar. 18.2.2007 21:20 San Diego Lites úrslit. Ryan Villopoto varð með Vestur strandar meistari með sínum sjötta sigri um helgina. " Ég get ekki þakkað liðinu mínu nógu mikið,þeir eiga allan þennan sigur því þeir hafa gert mig að þeim ökumanni sem ég er í dag" sagði Ryan Villopoto. 18.2.2007 21:08 Valencia lagði Barcelona Valencia vann í kvöld mikilvægan sigur á Barcelona í stórleik helgarinnar í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir klukkutíma leik. Silva og Angulo skoruðu mörk Valencia með þriggja mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, en Ronaldinho minnkaði muninn í uppbótartíma. 18.2.2007 19:55 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham vann nokkuð auðveldan 4-0 útisigur á Fulham í fimmtu umferð enska bikarsins á Craven Cottage í dag. Robbie Keane og varamaðurinn Dimitar Berbatov skoruðu mörk gestanna sem eru komnir í 8-liða úrslitin. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt af velli eftir klukktíma leik. 18.2.2007 17:56 Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í stórleiknum gegn Valencia sem hefst á Mestalla leikvangnum nú klukkan 18 og er sýndur beint á Sýn. Barcelona tekur svo á móti Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. 18.2.2007 17:53 Valur burstaði ÍR Fjórir leikir voru á dagskrá í dhl deild karla í handbolta í dag. Topplið Vals burstaði ÍR í Austurbergi 35-23, HK lagði Hauka 33-28 á Ásvöllum, Fram burstaði Fylki á útivelli 38-29 og þá vann Stjarnan góðan útisigur á Akureyri 31-24. 18.2.2007 17:41 Góð sæti á stjörnuleiknum kosta tæpar tvær milljónir Það er ekki fyrir meðalmanninn að fá gott sæti á stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas í nótt því miðaverð fyrir hvert sæti í fyrstu 5-10 röðunum í kring um völlinn er hátt í tvær milljónir íslenskra króna. Stjörnuleikurinn verður sýndur beint á Sýn eftir miðnætti í kvöld, en hér er um að ræða stærsta íþróttaviðburð í sögu borgarinnar. 18.2.2007 17:08 Heiðar í byrjunarliði Fulham Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í dag þegar liðið tekur á móti Tottenham í fimmtu umferð enska bikarsins. Heiðar og félagar ættu að eiga góða möguleika á sigri í dag þar sem liði Tottenham hefur gengið afleitlega það sem af er árinu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar og hefst klukkan 16. 18.2.2007 15:58 Mauresmo skemmdi kveðjuleik Clijsters á heimavelli Franska tenniskonan Amelie Mauresmo gerði vonir hinnar belgísku Kim Clijsters að engu í dag þegar hún vann sigur á Antwerpen mótinu þriðja árið í röð. Þetta var síðasta stórmót Clijsters í heimalandinu, en hún leggur spaðann á hilluna í ár. Mauresmo sigraði Clijsters 6-4, 7-6 (7-5) í úrslitaleiknum. 18.2.2007 15:41 Hirvonen sigraði í Noregsrallinu Finninn Mikko Hirvonen sigraði í dag í Noregsrallinu. Félagi hans í Ford-liðinu Marcus Grönholm tryggði liðinu besta árangur í ralli síðan árið 1979 með því að tryggja tvö efstu sætin. Henning Solberg varð þriðji en heimsmeistarinn Sebastien Loeb varð að láta sér lynda 14. sætið eftir að hann lenti í tveimur óhöppum í gær. 18.2.2007 15:28 City áfram í bikarnum Manchester City tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Preston. City lenti undir eftir 7 mínútur en Michael Ball jafnaði metin eftir 35 mínútur. Tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins frá Samaras og Ireland tryggðu City svo sigurinn og sæti í næstu umferð. 18.2.2007 15:21 Eggert: Pardew varð að víkja Breska blaðið News of the World hefur eftir Eggerti Magnússyni að það hafi verið óhjákvæmilegt að víkja Alan Pardew úr starfi á sínum tíma því mikil spenna hafi verið komin í búningsherbergi West Ham og að Pardew hafi ekki ráðið við leikmenn sína. Pardew stýrir nýja liði sínu Charlton gegn West Ham í miklum fallslag um næstu helgi. 18.2.2007 15:17 Benitez hótar aðgerðum Rafa Benitez hefur gefið það út að þeir leikmenn Liverpool sem brjóti agareglur liðsins þar sem það er í æfingabúðum í Portúgal muni verða refsað. Þessa yfirlýsingu gaf hann út í kjölfar fréttaflutnings af ölvun og ofbeldi í röðum liðsins í gærkvöld. Liverpool hefur ekki vilja staðfesta fréttir gærkvöldsins af slagsmálum þeirra Craig Bellamy og John Arne Riise. 18.2.2007 15:12 Rotaði andstæðinginn á 55 sekúndum Breski hnefaleikarinn Amir Khan heldur áfram að klífa metorðastigann í boxinu en í gærkvöld rotaði hann Mohammed Medjadi á aðeins 55 sekúndum í viðureign þeirra á Wembley. Þetta var ellefti sigur hins tvítuga Khan í ellefu bardögum og er mál manna að styttist í að þetta mikla efni fari nú að berjast um alvöru titla. 18.2.2007 15:08 Birgir Leifur í 60. sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í í 59.-60. sæti á á Opna Indónesíska mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í morgun. Birgir byrjaði vel í morgun og var á tímabili á þremur höggum undir pari. 18.2.2007 15:03 Gerald Green sigraði í troðkeppninni Gerald Green frá Boston Celtics sigraði með glæsibrag í troðkeppninni í NBA sem haldin var um stjörnuhelgina í Las Vegas í nótt. Green þótti sýna bestu tilþrifin fyrir troðslur sínar fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af mönnum eins og Michael Jordan og fleiri fyrrum troðkóngum. 18.2.2007 14:14 Fín tilþrif á bikarmótinu í fimleikum Bikarmót fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram í Seljaskóla í gær. Þar mátti sjá stórglsæileg tilþrif. Mótið var tvískipt, fimm lið kepptu í kvennaflokki í TeamGym en tvö lið í blönduðum flokki karla og kvenna þar sem keppt er eftir Evrópureglum. 18.2.2007 15:05 Bellamy lamdi Riise með golfkylfu Norskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Craig Bellamy hafi lamið liðsfélaga sinn John Arne Riise ítrekað með golfkylfu á hóteli í Portúgal á föstudagskvöldið. Liverpool er nú í æfingabúðum þar í landi og er þetta ekki eina skrautlega uppákoman í ferðinni ef marka má fréttir úr bresku blöðunum. 17.2.2007 23:21 Alexander með 9 mörk í sigurleik Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson skoraði 9 mörk fyrir Grosswallstadt í góðum sigri liðsins á Melsungen 38-34 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, en alls voru fimm leikir á dagskrá í deildinni. Staða efstu liða breyttist ekkert þar sem þau unnu öll leiki sína. 17.2.2007 22:37 Cruyff: Framherjar Liverpool lykillinn gegn Barca Hollenska knattspyrnugoðið Johann Cryuff sem stýrði liði Barcelona til sigurs í Evrópukeppninni árið 1992 segir að þó lið Barcelona sé sigurstranglegra á pappírunum, geti framherjar Liverpool gert Börsungum lífið leitt þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. 17.2.2007 22:03 Del Piero markahæstur Alessandro del Piero var í skýjunum yfir þrennunni sem hann skoraði fyrir Juventus í 5-0 sigrinum á Crotone í dag. Þrennan gerir það að verkum að þessi skemmtilegi leikmaður er orðinn markahæstur í B-deildinni með 12 mörk. 17.2.2007 22:00 Eintóm gleði hjá Coppell Steve Coppell, stjóri Reading, gat ekki annað en hrósað sínum mönnum eftir að þeir náðu 1-1 jafntefli við Manchester United á útivelli í fimmtu umferð enska bikarsins í dag. Lið Reading hefur verið sannkallað Öskubuskuævintýri á Englandi í vetur eftir að það vann sér sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. 17.2.2007 21:50 Ferguson hrósaði Reading Sir Alex Ferguson var nokkuð ánægður með leik sinna manna í jafnteflinu við Reading í dag en sagði sína menn hafa farið illa með færin. Hann bætti því við að þó Reading hefði verið með lukkuna á sínu bandi á Old Trafford, ætti liðið heiður skilinn fyrir baráttu sína. 17.2.2007 21:43 Framherjakrísa hjá AC Milan Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni. 17.2.2007 21:13 Þrautaganga Real heldur áfram - Beckham sá rautt Real Madrid er enn að hiksta í spænsku deildinni í fótbolta og í kvöld náði liðið aðeins markalausu jafntefli gegn Real Betis á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í Madrid. David Beckham fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins sem sýndur var beint á Sýn. Bein útsending frá leik Zaragoza og Villarreal hefst klukkan 21. 17.2.2007 20:54 Hirvonen í vænlegri stöðu Finnski ökuþórinn Mikko Hirvonen á Ford hefur 21 sekúndu forskot á landa sinn og liðsfélaga Marcus Grönholm eftir tvo fyrstu dagana í Noregsrallinu. Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen var í þriðja sætinu lengst af en ók tvisvar út af veginum og hefur dregist langt aftur úr fremstu mönnum. 17.2.2007 20:16 Boulahrouz fór úr axlarlið Hollenski landsliðsmaðurinn Khalid Boulahrouz fór úr axlarlið í leik Chelsea og Norwich í dag og því er útlit fyrir að þessi fjölhæfi varnarmaður verði frá keppni í nokkurn tíma. Þetta er afar óheppilegt fyrir leikmanninn, sem sneri til baka í dag eftir að hafa misst úr sex vikur vegna hnémeiðsla. 17.2.2007 20:15 Góður sigur KR á Brann KR náði í dag að rétta sinn hlut á æfingamótinu í knattspyrnu sem fram fer á La Manga á Spáni. Eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum á mótinu vann liðið stórsigur á norska liðinu Brann í dag 4-0. 17.2.2007 20:00 Rúnar skoraði í tapleik Gamli refurinn Rúnar Kristinsson var á skotskónum hjá belgíska liðinu Lokeren í dag þegar hann skoraði annað mark sinna manna úr vítaspyrnu í upphafi leiks gegn Beveren á útivelli. Það dugði þó ekki til, því Beveren hafði sigur 3-2 þrátt fyrir að vera manni fleiri í 85 mínútur. Það var maður sem heitir því skemmtilega nafni Dissa sem skoraði sigurmark heimamanna skömmu fyrir leikslok. 17.2.2007 19:55 Del Piero með þrennu í stórsigri Juventus Gamla brýnið Alessandro del Piero var í miklu stuði hjá Juventus í ítölsku B-deildinni í dag þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Crotone. Juventus er nú komið með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þó tekið sé mið af þeim níu stigum sem dregin voru af liðinu í upphafi leiktíðar vegna spillingarmálsins á Ítalíu. 17.2.2007 19:46 Tap hjá Bayern og Bremen Schalke hefur enn fimm stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Schalke þurfti að sætta sig við jafntefli við Wolfsburg 2-2 þar sem Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Schalke, en Stuttgart skaust í annað sætið með sigri á Frankfurt 4-0. Bremen tapaði þriðja leiknum í röð þegar það lá fyrir Hamburg og Bayern tapaði 1-0 fyrir Aachen aðeins nokkrum dögum áður en liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni. 17.2.2007 19:38 Beckham í liði Real Madrid á ný David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid í kvöld þar sem liðið tekur á móti Real Betis í spænsku deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hófst nú uppúr klukkan 19. Síðar í kvöld verður leikur Zaragoza og Villarreal sýndur beint á Sýn. Á morgun verður Sýn svo með beina útsendingu frá stórleik Barcelona og Valencia þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Barcelona. 17.2.2007 19:21 Brynjar Björn jafnaði á Old Trafford Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Reading í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Manchester United í fimmtu umferð enska bikarsins og knúði þar með fram aukaleik á heimavelli Reading. Michael Carrick kom United yfir á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks en Brynjar jafnaði með laglegum skalla í þeim síðari. Ívar Ingimarsson spilaði líka allan tímann með Reading í leiknum og eigast liðin við á ný annan þriðjudag. 17.2.2007 19:08 Til hamingju ÍR Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, tileinkaði félaginu bikartitilinn í dag á 100 ára afmæli ÍR. Jón Arnar Ingvarsson þjálfari sagði betra liðið hafa unnið í dag. 17.2.2007 17:55 ÍR-ingar bikarmeistarar ÍR-ingar eru bikarmeistarar karla í körfubolta árið 2007 eftir 83-81 sigur á Hamri/Selfoss í Laugardalshöllinni. ÍR hafði undirtökin lengst af í leiknum en Hamarsmenn voru aldrei langt undan og voru lokasekúndurnar æsispennandi líkt og í kvennaleiknum fyrr í dag. 17.2.2007 17:41 Chelsea lagði Norwich Chelsea er komið í 8-liða úrslitin í enska bikarnum eftir 4-0 sigur á baráttuglöðu liði Norwich. Shaun Wright-Phillips kom Englandsmeisturunum í 1-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom liðinu í 2-0 í upphafi þess síðari. Shevchenko og Essien innsigluðu svo öruggan sigur Chelsea með mörkum á lokamínútunum. 17.2.2007 17:34 Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik sínum Inter vann í dag 16. sigurinn í röð í ítölsku A-deildinni þegar liðið lagði Cagliari 1-0. Grannar þeirra í AC Milan unnu 4-3 útisigur á Siena þar sem brasilíski framherjinn Ronaldo skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins. Inter hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og er komið með aðra hönd á meistaratitilinn. 17.2.2007 17:12 Haukar bikarmeistarar Kvennalið Hauka er bikarmeistari í körfubolta 2007 eftir sigur á Keflavík í rafmögnuðum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag 78-77. Úrslitin réðust tæpum tveimur sekúndum fyrir leikslok þegar TaKesha Watson hjá Keflavík fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni en náði ekki að setja það fyrra ofaní og því var sigurinn Hauka. 17.2.2007 15:42 Blackburn og Arsenal þurfa að mætast á ný Arsenal og Blackburn þurfa að eigast við að nýju í fimmtu umferð enska bikarsins eftir að liðin skildu jöfn 0-0 á Emirates í dag. Leikurinn var fremur tíðindalítill og því mætast liðin öðru sinni og þá á heimavelli Blackburn. 17.2.2007 14:32 Beckham verður miðjubakvörður Þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum segist eiga von á því að David Beckham verði notaður sem leikstjórnandi á miðjunni þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. Beckham fái ekki ósvipað hlutverk og miðjubakvörður í NFL deildinni, þar sem honum verði fengið að dreifa öllu spili liðsins. 17.2.2007 13:40 Birgir náði sér ekki á strik Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék sinn slakasta hring á Opna Indónesíumótinu í Jakarta í morgun. Hann fékk fjóra skolla á hringnum og einn fugl og kom inn á 74 höggum, eða 3 höggum yfir pari. 17.2.2007 13:26 Pippen vill snúa aftur í NBA Hinn 41 árs gamli Scottie Pippen hefur nú lýst því yfir að hann vilji snúa aftur í NBA deildina. Pippen spilaði síðast með liði Chicago Bulls fyrir rúmum tveimur árum en er fyrir nokkru búinn að leggja skóna á hilluna. Pippen er ekki í vafa um að hann geti hjálpað liði sem er í baráttu um meistaratitilinn. 17.2.2007 12:53 David Lee hitti úr öllum 14 skotum sínum Framherjinn David Lee hjá New York Knicks stal senunni í nýliðaleiknum árlega um stjörnuhelgina í NBA. Leikurinn er viðureign úrvalsliðs leikmanna á öðru ári í deildinni gegn úrvalsliði nýliða. Þeir eldri höfðu sigur enn eitt árið og að þessu sinni var sigurinn stór 155-114. 17.2.2007 12:39 Sjá næstu 50 fréttir
Auðveldur sigur vesturliðsins Lið vesturstrandarinnar vann auðveldan sigur á austurliðinu í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem haldinn var í Las Vegas í nótt. Vesturliðið var skrefinu á undan allan tímann, náði meira en 30 stiga forystu á kafla og vann að lokum 153-132 sigur. 19.2.2007 06:30
Stjörnuleikurinn í beinni á Sýn í nótt Hinn árlegi stjörnuleikur í NBA deildinni fer fram í spilaborginni Las Vegas í Nevada í nótt og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá menn á borð við Kobe Bryant, Dwyane Wade og LeBron James sýna listir sínar í leik þar sem leiftrandi sóknarleikur verður í forgrunni. Útsending Sýnar hefst rétt eftir klukkan eitt í nótt. 18.2.2007 20:17
San Diego supercross úrslit. Supercrossið var haldið í San Diego um helgina. Keppnin var æsispennandi og mikið að gerast þ.a.m. bylta hjá einum að aðalköllunum. Smelltu á "Meira" til að sjá úrslit helgarinnar. 18.2.2007 21:20
San Diego Lites úrslit. Ryan Villopoto varð með Vestur strandar meistari með sínum sjötta sigri um helgina. " Ég get ekki þakkað liðinu mínu nógu mikið,þeir eiga allan þennan sigur því þeir hafa gert mig að þeim ökumanni sem ég er í dag" sagði Ryan Villopoto. 18.2.2007 21:08
Valencia lagði Barcelona Valencia vann í kvöld mikilvægan sigur á Barcelona í stórleik helgarinnar í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir klukkutíma leik. Silva og Angulo skoruðu mörk Valencia með þriggja mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, en Ronaldinho minnkaði muninn í uppbótartíma. 18.2.2007 19:55
Tottenham áfram í bikarnum Tottenham vann nokkuð auðveldan 4-0 útisigur á Fulham í fimmtu umferð enska bikarsins á Craven Cottage í dag. Robbie Keane og varamaðurinn Dimitar Berbatov skoruðu mörk gestanna sem eru komnir í 8-liða úrslitin. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt af velli eftir klukktíma leik. 18.2.2007 17:56
Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í stórleiknum gegn Valencia sem hefst á Mestalla leikvangnum nú klukkan 18 og er sýndur beint á Sýn. Barcelona tekur svo á móti Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. 18.2.2007 17:53
Valur burstaði ÍR Fjórir leikir voru á dagskrá í dhl deild karla í handbolta í dag. Topplið Vals burstaði ÍR í Austurbergi 35-23, HK lagði Hauka 33-28 á Ásvöllum, Fram burstaði Fylki á útivelli 38-29 og þá vann Stjarnan góðan útisigur á Akureyri 31-24. 18.2.2007 17:41
Góð sæti á stjörnuleiknum kosta tæpar tvær milljónir Það er ekki fyrir meðalmanninn að fá gott sæti á stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas í nótt því miðaverð fyrir hvert sæti í fyrstu 5-10 röðunum í kring um völlinn er hátt í tvær milljónir íslenskra króna. Stjörnuleikurinn verður sýndur beint á Sýn eftir miðnætti í kvöld, en hér er um að ræða stærsta íþróttaviðburð í sögu borgarinnar. 18.2.2007 17:08
Heiðar í byrjunarliði Fulham Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í dag þegar liðið tekur á móti Tottenham í fimmtu umferð enska bikarsins. Heiðar og félagar ættu að eiga góða möguleika á sigri í dag þar sem liði Tottenham hefur gengið afleitlega það sem af er árinu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar og hefst klukkan 16. 18.2.2007 15:58
Mauresmo skemmdi kveðjuleik Clijsters á heimavelli Franska tenniskonan Amelie Mauresmo gerði vonir hinnar belgísku Kim Clijsters að engu í dag þegar hún vann sigur á Antwerpen mótinu þriðja árið í röð. Þetta var síðasta stórmót Clijsters í heimalandinu, en hún leggur spaðann á hilluna í ár. Mauresmo sigraði Clijsters 6-4, 7-6 (7-5) í úrslitaleiknum. 18.2.2007 15:41
Hirvonen sigraði í Noregsrallinu Finninn Mikko Hirvonen sigraði í dag í Noregsrallinu. Félagi hans í Ford-liðinu Marcus Grönholm tryggði liðinu besta árangur í ralli síðan árið 1979 með því að tryggja tvö efstu sætin. Henning Solberg varð þriðji en heimsmeistarinn Sebastien Loeb varð að láta sér lynda 14. sætið eftir að hann lenti í tveimur óhöppum í gær. 18.2.2007 15:28
City áfram í bikarnum Manchester City tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Preston. City lenti undir eftir 7 mínútur en Michael Ball jafnaði metin eftir 35 mínútur. Tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins frá Samaras og Ireland tryggðu City svo sigurinn og sæti í næstu umferð. 18.2.2007 15:21
Eggert: Pardew varð að víkja Breska blaðið News of the World hefur eftir Eggerti Magnússyni að það hafi verið óhjákvæmilegt að víkja Alan Pardew úr starfi á sínum tíma því mikil spenna hafi verið komin í búningsherbergi West Ham og að Pardew hafi ekki ráðið við leikmenn sína. Pardew stýrir nýja liði sínu Charlton gegn West Ham í miklum fallslag um næstu helgi. 18.2.2007 15:17
Benitez hótar aðgerðum Rafa Benitez hefur gefið það út að þeir leikmenn Liverpool sem brjóti agareglur liðsins þar sem það er í æfingabúðum í Portúgal muni verða refsað. Þessa yfirlýsingu gaf hann út í kjölfar fréttaflutnings af ölvun og ofbeldi í röðum liðsins í gærkvöld. Liverpool hefur ekki vilja staðfesta fréttir gærkvöldsins af slagsmálum þeirra Craig Bellamy og John Arne Riise. 18.2.2007 15:12
Rotaði andstæðinginn á 55 sekúndum Breski hnefaleikarinn Amir Khan heldur áfram að klífa metorðastigann í boxinu en í gærkvöld rotaði hann Mohammed Medjadi á aðeins 55 sekúndum í viðureign þeirra á Wembley. Þetta var ellefti sigur hins tvítuga Khan í ellefu bardögum og er mál manna að styttist í að þetta mikla efni fari nú að berjast um alvöru titla. 18.2.2007 15:08
Birgir Leifur í 60. sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í í 59.-60. sæti á á Opna Indónesíska mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í morgun. Birgir byrjaði vel í morgun og var á tímabili á þremur höggum undir pari. 18.2.2007 15:03
Gerald Green sigraði í troðkeppninni Gerald Green frá Boston Celtics sigraði með glæsibrag í troðkeppninni í NBA sem haldin var um stjörnuhelgina í Las Vegas í nótt. Green þótti sýna bestu tilþrifin fyrir troðslur sínar fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af mönnum eins og Michael Jordan og fleiri fyrrum troðkóngum. 18.2.2007 14:14
Fín tilþrif á bikarmótinu í fimleikum Bikarmót fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram í Seljaskóla í gær. Þar mátti sjá stórglsæileg tilþrif. Mótið var tvískipt, fimm lið kepptu í kvennaflokki í TeamGym en tvö lið í blönduðum flokki karla og kvenna þar sem keppt er eftir Evrópureglum. 18.2.2007 15:05
Bellamy lamdi Riise með golfkylfu Norskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Craig Bellamy hafi lamið liðsfélaga sinn John Arne Riise ítrekað með golfkylfu á hóteli í Portúgal á föstudagskvöldið. Liverpool er nú í æfingabúðum þar í landi og er þetta ekki eina skrautlega uppákoman í ferðinni ef marka má fréttir úr bresku blöðunum. 17.2.2007 23:21
Alexander með 9 mörk í sigurleik Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson skoraði 9 mörk fyrir Grosswallstadt í góðum sigri liðsins á Melsungen 38-34 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, en alls voru fimm leikir á dagskrá í deildinni. Staða efstu liða breyttist ekkert þar sem þau unnu öll leiki sína. 17.2.2007 22:37
Cruyff: Framherjar Liverpool lykillinn gegn Barca Hollenska knattspyrnugoðið Johann Cryuff sem stýrði liði Barcelona til sigurs í Evrópukeppninni árið 1992 segir að þó lið Barcelona sé sigurstranglegra á pappírunum, geti framherjar Liverpool gert Börsungum lífið leitt þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. 17.2.2007 22:03
Del Piero markahæstur Alessandro del Piero var í skýjunum yfir þrennunni sem hann skoraði fyrir Juventus í 5-0 sigrinum á Crotone í dag. Þrennan gerir það að verkum að þessi skemmtilegi leikmaður er orðinn markahæstur í B-deildinni með 12 mörk. 17.2.2007 22:00
Eintóm gleði hjá Coppell Steve Coppell, stjóri Reading, gat ekki annað en hrósað sínum mönnum eftir að þeir náðu 1-1 jafntefli við Manchester United á útivelli í fimmtu umferð enska bikarsins í dag. Lið Reading hefur verið sannkallað Öskubuskuævintýri á Englandi í vetur eftir að það vann sér sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. 17.2.2007 21:50
Ferguson hrósaði Reading Sir Alex Ferguson var nokkuð ánægður með leik sinna manna í jafnteflinu við Reading í dag en sagði sína menn hafa farið illa með færin. Hann bætti því við að þó Reading hefði verið með lukkuna á sínu bandi á Old Trafford, ætti liðið heiður skilinn fyrir baráttu sína. 17.2.2007 21:43
Framherjakrísa hjá AC Milan Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni. 17.2.2007 21:13
Þrautaganga Real heldur áfram - Beckham sá rautt Real Madrid er enn að hiksta í spænsku deildinni í fótbolta og í kvöld náði liðið aðeins markalausu jafntefli gegn Real Betis á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í Madrid. David Beckham fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins sem sýndur var beint á Sýn. Bein útsending frá leik Zaragoza og Villarreal hefst klukkan 21. 17.2.2007 20:54
Hirvonen í vænlegri stöðu Finnski ökuþórinn Mikko Hirvonen á Ford hefur 21 sekúndu forskot á landa sinn og liðsfélaga Marcus Grönholm eftir tvo fyrstu dagana í Noregsrallinu. Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen var í þriðja sætinu lengst af en ók tvisvar út af veginum og hefur dregist langt aftur úr fremstu mönnum. 17.2.2007 20:16
Boulahrouz fór úr axlarlið Hollenski landsliðsmaðurinn Khalid Boulahrouz fór úr axlarlið í leik Chelsea og Norwich í dag og því er útlit fyrir að þessi fjölhæfi varnarmaður verði frá keppni í nokkurn tíma. Þetta er afar óheppilegt fyrir leikmanninn, sem sneri til baka í dag eftir að hafa misst úr sex vikur vegna hnémeiðsla. 17.2.2007 20:15
Góður sigur KR á Brann KR náði í dag að rétta sinn hlut á æfingamótinu í knattspyrnu sem fram fer á La Manga á Spáni. Eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum á mótinu vann liðið stórsigur á norska liðinu Brann í dag 4-0. 17.2.2007 20:00
Rúnar skoraði í tapleik Gamli refurinn Rúnar Kristinsson var á skotskónum hjá belgíska liðinu Lokeren í dag þegar hann skoraði annað mark sinna manna úr vítaspyrnu í upphafi leiks gegn Beveren á útivelli. Það dugði þó ekki til, því Beveren hafði sigur 3-2 þrátt fyrir að vera manni fleiri í 85 mínútur. Það var maður sem heitir því skemmtilega nafni Dissa sem skoraði sigurmark heimamanna skömmu fyrir leikslok. 17.2.2007 19:55
Del Piero með þrennu í stórsigri Juventus Gamla brýnið Alessandro del Piero var í miklu stuði hjá Juventus í ítölsku B-deildinni í dag þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Crotone. Juventus er nú komið með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þó tekið sé mið af þeim níu stigum sem dregin voru af liðinu í upphafi leiktíðar vegna spillingarmálsins á Ítalíu. 17.2.2007 19:46
Tap hjá Bayern og Bremen Schalke hefur enn fimm stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Schalke þurfti að sætta sig við jafntefli við Wolfsburg 2-2 þar sem Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Schalke, en Stuttgart skaust í annað sætið með sigri á Frankfurt 4-0. Bremen tapaði þriðja leiknum í röð þegar það lá fyrir Hamburg og Bayern tapaði 1-0 fyrir Aachen aðeins nokkrum dögum áður en liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni. 17.2.2007 19:38
Beckham í liði Real Madrid á ný David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid í kvöld þar sem liðið tekur á móti Real Betis í spænsku deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hófst nú uppúr klukkan 19. Síðar í kvöld verður leikur Zaragoza og Villarreal sýndur beint á Sýn. Á morgun verður Sýn svo með beina útsendingu frá stórleik Barcelona og Valencia þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Barcelona. 17.2.2007 19:21
Brynjar Björn jafnaði á Old Trafford Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Reading í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Manchester United í fimmtu umferð enska bikarsins og knúði þar með fram aukaleik á heimavelli Reading. Michael Carrick kom United yfir á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks en Brynjar jafnaði með laglegum skalla í þeim síðari. Ívar Ingimarsson spilaði líka allan tímann með Reading í leiknum og eigast liðin við á ný annan þriðjudag. 17.2.2007 19:08
Til hamingju ÍR Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, tileinkaði félaginu bikartitilinn í dag á 100 ára afmæli ÍR. Jón Arnar Ingvarsson þjálfari sagði betra liðið hafa unnið í dag. 17.2.2007 17:55
ÍR-ingar bikarmeistarar ÍR-ingar eru bikarmeistarar karla í körfubolta árið 2007 eftir 83-81 sigur á Hamri/Selfoss í Laugardalshöllinni. ÍR hafði undirtökin lengst af í leiknum en Hamarsmenn voru aldrei langt undan og voru lokasekúndurnar æsispennandi líkt og í kvennaleiknum fyrr í dag. 17.2.2007 17:41
Chelsea lagði Norwich Chelsea er komið í 8-liða úrslitin í enska bikarnum eftir 4-0 sigur á baráttuglöðu liði Norwich. Shaun Wright-Phillips kom Englandsmeisturunum í 1-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom liðinu í 2-0 í upphafi þess síðari. Shevchenko og Essien innsigluðu svo öruggan sigur Chelsea með mörkum á lokamínútunum. 17.2.2007 17:34
Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik sínum Inter vann í dag 16. sigurinn í röð í ítölsku A-deildinni þegar liðið lagði Cagliari 1-0. Grannar þeirra í AC Milan unnu 4-3 útisigur á Siena þar sem brasilíski framherjinn Ronaldo skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins. Inter hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og er komið með aðra hönd á meistaratitilinn. 17.2.2007 17:12
Haukar bikarmeistarar Kvennalið Hauka er bikarmeistari í körfubolta 2007 eftir sigur á Keflavík í rafmögnuðum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag 78-77. Úrslitin réðust tæpum tveimur sekúndum fyrir leikslok þegar TaKesha Watson hjá Keflavík fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni en náði ekki að setja það fyrra ofaní og því var sigurinn Hauka. 17.2.2007 15:42
Blackburn og Arsenal þurfa að mætast á ný Arsenal og Blackburn þurfa að eigast við að nýju í fimmtu umferð enska bikarsins eftir að liðin skildu jöfn 0-0 á Emirates í dag. Leikurinn var fremur tíðindalítill og því mætast liðin öðru sinni og þá á heimavelli Blackburn. 17.2.2007 14:32
Beckham verður miðjubakvörður Þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum segist eiga von á því að David Beckham verði notaður sem leikstjórnandi á miðjunni þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. Beckham fái ekki ósvipað hlutverk og miðjubakvörður í NFL deildinni, þar sem honum verði fengið að dreifa öllu spili liðsins. 17.2.2007 13:40
Birgir náði sér ekki á strik Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék sinn slakasta hring á Opna Indónesíumótinu í Jakarta í morgun. Hann fékk fjóra skolla á hringnum og einn fugl og kom inn á 74 höggum, eða 3 höggum yfir pari. 17.2.2007 13:26
Pippen vill snúa aftur í NBA Hinn 41 árs gamli Scottie Pippen hefur nú lýst því yfir að hann vilji snúa aftur í NBA deildina. Pippen spilaði síðast með liði Chicago Bulls fyrir rúmum tveimur árum en er fyrir nokkru búinn að leggja skóna á hilluna. Pippen er ekki í vafa um að hann geti hjálpað liði sem er í baráttu um meistaratitilinn. 17.2.2007 12:53
David Lee hitti úr öllum 14 skotum sínum Framherjinn David Lee hjá New York Knicks stal senunni í nýliðaleiknum árlega um stjörnuhelgina í NBA. Leikurinn er viðureign úrvalsliðs leikmanna á öðru ári í deildinni gegn úrvalsliði nýliða. Þeir eldri höfðu sigur enn eitt árið og að þessu sinni var sigurinn stór 155-114. 17.2.2007 12:39