Körfubolti

Haukar bikarmeistarar

Kvennalið Hauka er bikarmeistari í körfubolta 2007 eftir sigur á Keflavík í rafmögnuðum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag 78-77. Úrslitin réðust tæpum tveimur sekúndum fyrir leikslok þegar TaKesha Watson hjá Keflavík fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni en náði ekki að setja það fyrra ofaní og því var sigurinn Hauka.

Watson var stigahæst í liði Keflavíkur með 19 stig og hirti 8 fráköst en var fjarri sínu besta þar sem hún tapaði 8 boltum og hitti aðeins úr 7 af 14 vítum sínum. María Erlingsdóttir skoraði 18 stig og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 15 stig fyrir Keflavík.

Hjá Haukum skoraði Ifeoma Okonkwo 24 stig, hirti 10 fráköst og stal 6 boltum og Helena Sverrisdóttir skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×