Golf

Birgir náði sér ekki á strik

Mynd/Eiríkur

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék sinn slakasta hring á Opna Indónesíumótinu í Jakarta í morgun. Hann fékk fjóra skolla á hringnum og einn fugl og kom inn á 74 höggum, eða 3 höggum yfir pari.

Hann er því samtals á 4 höggum yfir pari fyrir lokaumferðina og er sem stendur í 61. sæti af alls 68 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn eftir annan hringinn í gær. Lesa má viðbrögð Birgis á kylfingur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×