Fleiri fréttir

Örn kominn aftur á A-styrk

Á blaðamannafundi í hádeginu var tilkynnt að ÍSÍ ætlaði að úthluta 63 milljónum króna til afreksstarfs á árinu 2007. Tæpar 48 milljónir af þessum peningum koma úr afrekssjóði og rúmar 9 milljónir úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna.

Clijsters sigraði í Sidney

Belgíska tenniskonan Kim Clijsters sigraði í annað sinn á fjórum á Sydney mótinu sem er einskonar upphitun fyrir opna ástrlalska meistaramótið sem hefst þann 15. janúar. Clijsters lagði Jelenu Jankovic í æsilegum úrslitaleik 4-6, 7-6 og 6-4, en sú belgíska er þegar búin að tilkynna að þetta verði hennar síðasta keppnisár.

Toyota frumsýnir nýja bílinn

Lið Toyota frumsýndi í dag nýja keppnisbíl liðsins í Formúlu 1 sem fær heitið TF 107. Forráðamenn liðsins notuðu tækifærið og báðust afsökunar á því að liðið næði ekki í sinn fyrsta sigur á síðasta tímabili og lofuðu að úr því yrði bætt á komandi tímabili. Toyota er eina liðið sem verður með sömu ökumenn og í fyrra á næsta ári, þá Ralf Schumacher og Jarno Trulli, og þá er liðið með sömu hjólbarða og sömu vél.

Beckham hefði farið til AC Milan

Adriano Galliani, yfirmaður AC Milan á Ítalíu, segir að félagið hefði klárlega gert David Beckham tilboð ef hann hefði ekki ákveðið að fara til Bandaríkjanna næsta sumar. Þá sagði Galliani að félagið ætlaði ekki að bjóða í framherjann Ronaldo hjá Real Madrid eins og slúðrað hefur verið um í marga mánuði.

Wenger hefur neitað tilboðum í Ljungberg

Arsene Wenger segir að fleiri en eitt lið hafi gert tilboð í sænska miðjumanninn Freddie Ljungberg, en tekur það fram að leikmaðurinn sé alls ekki til sölu. Hann segist einnig hafa fengið tilboð í framherjann Jeremie Aliadiere, en sá er heldur ekki til sölu nema hann krefjist þess að fá að fara frá félaginu.

Ákvörðun Beckham kom Ferguson ekki á óvart

Sir Alex Ferguson segist hafa séð það fyrir að fyrrum leikmaður hans David Beckham færi til Bandaríkjanna eftir að hann féll úr náðinni hjá Real Madrid. Félagar hans á Spáni segjast muni sakna hans þegar hann heldur vestur um haf.

Vel heppnaður samningafundur í dag

Framkvæmdastjóri KSÍ átti í hádeginu fund með samninganefnd félags deildardómara og þar náðist samkomulag um nýjan þriggja ára samning við dómara fyrir árin 2007-2009. Samningurinn er þó gerður með fyrirvara um að hann verði samþykktur á fundi félags deildadómara. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag.

Ricky Hatton lofar góðri sýningu í Vegas

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hefur lofað því að gefa áhorfendum eitthvað gott fyrir aurinn þegar hann berst í fyrsta skipti í Las Vegas í Bandaríkjunum annað kvöld. Búist er við því að 3000 Bretar muni mæta og sjá hetjuna sína berjast við Kólumbíumanninn Juan Orango um IBF beltið.

Lyon bauð í Shevchenko

Franska stórliðið Lyon er sagt hafa gert Chelsea kauptilboð í úkraínska framherjann Andriy Shevchenko í dag, en tilboðinu var neitað undir eins. Lyon er nú að leita sér að framherja og hefur liðið verið orðað við menn eins og Milan Baros hjá Aston Villa og David Trezeguet hjá Juventus á Ítalíu.

Fær 500 sinnum hærri laun en samherjarnir

David Beckham segir peninga ekki helstu ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir bandaríska liðsins LA Galaxy í sumar, en þar mun hinn 31 árs gamli leikmaður verða á 500 sinnum hærri launum en félagar hans í liðinu.

Davids í viðræðum við Kana

Hollenski miðjumaðurinn Edgar Davids hjá Tottenham fetar mögulega í fótspor David Beckham á næstunni, því knattspyrnustjóri FC Dallas í MLS deildinni hefur nú gefið það upp að félagið sé í viðræðum við Tottenham um að fá Davids til sín. Leikmaðurinn hefur ekki átt fast sæti í liði Tottenham í vetur.

Jafet gefur kost á sér til formanns

Jafet S. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar og Íslenska útvarpsfélagsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningu til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður þann 10. febrúar næstkomandi.

Wenger neitar að gangast við ákæru

Arsene Wenger hefur neitað að gangast við ákæru enska knattspyrnusambandsins vegna ósæmilegrar hegðunar sinnar á leik Arsenal og Portsmouth þann 16. desember sl. Wenger veittist þá að dómurum leiksins í hálfleik og hefur nú farið fram á lokaðan fund með aganefndinni sem haldinn verður fljótlega.

Ronaldo er besti leikmaður í heimi í dag

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United segir að enginn leikmaður í heiminum sé búinn að spila betur en Cristiano Ronaldo félagi hans undanfarnar vikur. Ronaldo er búinn að skora 12 mörk í deildinni í vetur og United hefur sex stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar.

Bayern hefur áhuga á Robben

Forráðamenn þýska félagsins Bayern Munchen hafa gefið það upp að þeir hafi mikinn áhuga á að fá til sín hollenska vængmanninn Arjen Robben hjá Chelsea. Þessar fréttir komu upp úr kafinu í kjölfar þess að Chelsea er sagt hafa blandað sér í hóp þeirra liða sem vilja fá Owen Hargreaves frá Bayern.

Forráðamenn Chelsea hljóðir

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea hafa neitað að tjá sig í dag eftir að þær fréttir gengu fjöllum hærra í morgun að Jose Mourinho hefði tjáð vini sínum að hann ætlaði að hætta hjá liðinu í vor. Mourinho hefur ekki fengið að kaupa þá leikmenn sem hann óskaði í janúar og svo er því haldið fram að hann eigi í deilum við hátt setta menn innan félagsins.

Kári samdi við AGF

Eins og fram kom hér á Vísi á dögunum hefur landsliðsmaðurinn Kári Árnason nú gengið frá samningi við danska félagið AGF. Kári hefur verið á mála hjá sænska liðinu Djurgarden, en er nú samningsbundinn danska liðinu til ársins 2010.

Kidd lætur skrautlegan skilnað ekki hafa áhrif á sig

Leikstjórnandinn magnaði Jason Kidd hjá New Jersey Nets lætur erfiðan hjónaskilnað ekki hafa áhrif á leik sinn með liðinu og í nótt fór hann á kostum þegar Nets lagði Chicago Bulls á útivelli í NBA deildinni. Þá var stórleikur í Phoenix þar sem heimamenn tóku á móti Cleveland, en sá leikur verður sýndur á Sýn í kvöld.

Beckham verður með 1,5 milljón á tímann hjá LA Galaxy

Beckham hjónin David og Victoria ættu að hafa það sæmilegt í Los Angeles næstu fimm árin því að David á von á launahækkun. Samningur Beckhams við LA Galaxy hljóðar upp á fimm sinnum hærri laun en hann hefur haft hjá Real Madrid. Tímakaupið verður 1,5 milljón króna og búist er við að Beckham verði teljuhæsti íþróttamaður heims.

Töfri frá Selfossi á leið til Noregs

Ingimar Baldvinsson hefur selt stóðhest sinn Töfra frá Selfossi til Noregs. Í samtali við Hestafréttir nú í kvöld sagði Ingimar að söknuðurinn væri mikill og þó sérstaklega hjá börnum sínum sem hafa alist upp með hestinum frá upphafi. Það var Nina Grövdal / Havhesten Hestoppdret sem keypti klárinn og fer hann út fyrr en áætlað var en brottför hans er í næstu viku.

Beltabúnaður fyrir torfæruhjól á markað

Verslunin Nitro hefur hafið innflutning á beltabúnaði fyrir torfæruhjól. Búnaðinn má koma fyrir á flestum tegundum torfæruhjóla og gagnast í snjó, sandi og hverskonar torfærum jarðvegi. Hægt er að fá nagla í beltið og skíði á framdekkið og breyta þannig hjólinu í snjósleða!

Segir eiginkonuna hafa lamið sig í mörg ár

Ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar, Jason Kidd, leikmaður New Jersey Nets, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til síðustu tíu ára. Málið hefur vakið mikla athygli vestra enda sakar Kidd eiginkonu sína um áralanga misnotkun, líkamlega sem andlega. Kidd sótti um skilnað degi eftir að hann fór fram á tímabundið nálgunarbann á eiginkonuna.

Formaður á flótta

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með framgöngu, og framkomu, formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, síðustu vikur. Brátt lýkur 19 ára valdatíð Eggerts og verður ekki sagt að útganga formannsins sé glæsileg.

Landsliðið mætir Tékkum um helgina

Íslenska landsliðið í handbolta spilar um helgina tvo æfingaleiki við Tékka og er þetta liður í lokaundirbúningi liðsins fyrir HM í Þýskalandi sem hefst þann 19. janúar næstkomandi. Alfreð Gíslason er búinn að tilkynna hópinn sem mætir Tékkum.

Búið að tilkynna þáttakendur í skotkeppninni

Körfuknattleikssambandið er nú búið að tilkynna þáttakendur í skotkeppninni í stjörnuleikjum KKÍ um helgina. Kvennaleikurinn hefst klukkan 14 á laugardag og karlaleikurinn klukkan 16 og leikið verður í DHL höllinni í Frostaskjóli.

ÍS skoraði aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum

Íslandsmeistarar Hauka völtuðu yfir Stúdínur 96-44 í leik kvöldsins í efstu deild kvenna í körfubolta. Haukastúlkur eru því komnar aftur upp að hlið Keflvíkinga á toppi deildarinnar en bæði lið hafa 20 stig úr 11 leikjum. ÍS situr í fjórða sætinu með 8 stig eftir 11 leiki.

Tottenham hafnaði boði Fulham í Routledge

Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum stöðvarinnar hefði Tottenham hafnað tilboði Fulham um að ganga frá formlegum kaupum á U-21 árs landsliðsmanninum Wayne Routledge. Leikmaðurinn hefur verið í láni hjá Fulham í vetur og hefur staðið sig ágætlega, en Tottenham virðist ekki tilbúið að láta hann fara þó hann hafi alls ekki náð að sanna sig í þeim fáu leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið.

Atouba enn til vandræða

Kamerúninn Timothee Atouba hjá þýska liðinu Hamburg er enn og aftur búinn að koma sér í ónáð hjá forráðamönnum félagsins og var í dag sendur heim úr æfingaferðalagi liðsins í Dubai.

LA Galaxy nýtir sér "Beckham-regluna"

Sparkspekingar og íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir sett stórt spurningamerki við það hvernig félag í þessari litlu grein á Bandaríkjamarkaði fari að því að greiða knattspyrnumanni 250 milljónir dollara fyrir fimm ára samning.

Enn einn skandallinn hjá Barry Bonds

Hafnaboltaleikmaðurinn Barry Bonds hefur nú lent í enn einu hneykslismálinu eftir að dagblaðið New York Daily News greindi frá því að hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir amfetamínneyslu. Bonds hefur um árabil verið sakaður um að nota stera, en hann kennir félaga sínum um að hafa gefið sér amfetamín án sinnar vitundar.

Rangers ná samningum

Skoska knattspyrnufélagið Rangers hefur nú náð samkomulagi við knattspyrnusambandið þar í landi eftir að landsliðsþjálfarinn Walter Smith hætti snögglega hjá landsliðinu og tók við liði Rangers.

Gallas meiddist aftur

Franski varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal getur ekki byrjað að spila aftur með liðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær til þrjár vikur að sögn Arsene Wenger knattspyrnustjóra. Stefnt var að því að Gallas sneri aftur um næstu helgi, en meiðsli hans á læri tóku sig upp að nýju á æfingu. Hann hefur verið frá keppni síðan í nóvember vegna þessa.

Evrópukeppni B-liða haldin á Íslandi

Stærsta alþjóðlega badmintonmót sem haldið hefur verið á Íslandi frá upphafi, Evrópukeppni B-þjóða, fer fram í Laugardalshöll dagana 17. til 21. janúar næstkomandi.

O´Neal, Walker og Posey farnir að æfa með Miami

Meisturum Miami Heat hefur borist góður liðstyrkur það sem það er nú á miðju keppnisferðalagi um vesturströnd Bandaríkjanna, því þeir Shaquille O´Neal, Antoine Walker og James Posey mættu allir á æfingu liðsins þar sem það var statt í San Francisco í dag.

Guðjón Valur meiddur

Óvíst er hvort landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Gummersbach geti leikið með handboltalandsliðinu í tveimur æfingaleikjum gegn Tékkum um helgina.

Dómarar vilja helmingshækkun

Kjarafundur er á morgun í deilu knattspyrnudómara og KSÍ. Deiluaðilar eru bjartsýnir á lausn mála en mikill hiti hefur verið í málinu. Dómarar vilja fá helmingshækkun á launum sínum samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2.

Engar stórar yfirlýsingar hjá Federer

Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar ekki að gefa út neinar stórar yfirlýsingar fyrir komandi tímabil í tennis og vill ekki gefa það út að hann stefni á að vinna öll risamótin á árinu. Hann komst mjög nálægt því á síðasta ári og allir eru sammála um að hann geti náð að vinna þau öll í ár, enda er Federer einfaldlega besti tennisleikari heimsins í dag.

Tekur Eriksson við Marseille á morgun?

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Svíinn Sven-Göran Eriksson verði kynntur sem næsti knattspyrnustjóri Marseille á morgun. Talið er að arabískur prins sé nú að leggja lokahönd á að ganga frá yfirtökutilboði í félagið og herma fréttir að Eriksson verði ráðinn um leið og viðskiptin ganga í gegn.

Ronaldo leikmaður mánaðarins

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, annan mánuðinn í röð. Ronaldo er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að hljóta verðlaunin tvisvar í röð, en áður höfðu Robbie Fowler (´96) og Dennis Bergkamp (´97) hlotið þann heiður.

Allardyce stjóri mánaðarins

Sam Allardyce hjá Bolton var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Allardyce vann Bolton fimm leiki í röð í desember og er nú komið í hörkubaráttu um sæti í Evrópukeppninni eftir slaka byrjun. Þetta er í fjórða skipti sem Allardyce er kjörinn stjóri mánaðarins síðan hann tók við Bolton árið 1999.

Boykins á leið til Milwaukee

Minnsti leikmaðurinn í NBA deildinni, leikstjórnandinn Earl Boykins hjá Denver Nuggets, er á leið til Milwaukee Bucks ásamt framherjanum Julius Hodge í skiptum fyrir bakvörðinn Steve Blake. Þetta er fyrst og fremst ráðstöfun til að spara peninga af hálfu Denver, en Milwaukee liðið er í gríðarlegum meiðslavandræðum þessa dagana.

Koma David Beckham gríðarlega þýðingarmikil

Don Garber, forseti bandarísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu, segir ekki hægt að mæla mikilvægi þess að David Beckham muni spila í deildinni á næstu leiktíð. Hann segir þetta stórt skref í framþróun deildarinnar og knattspyrnu í Bandaríkjunum í heild.

Stuðningsmenn Getafe enn til vandræða

Quique Sanchez Flores, þjálfari Valencia, er æfur yfir stuðningsmönnum Getafe eftir að hópur þeirra gerði sig sekan um kynþáttaníð í garð varnarmannsins Miguel í viðureign liðanna í bikarkeppninni á Spáni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Getafe eru gagnrýndir fyrir kynþáttaníð.

Diawara og O´Brien skipta um félög

Varnarmaðurinn Souleymane Diawara hjá Charlton var í dag sendur til Portsmouth í skiptum fyrir írska landsliðsmanninn Andy O´Brien. Hvorugur leikmaðurinn hefur náð að festa sig í sessi hjá félagi sínu til þessa og standa vonir manna til að vistaskiptin hjálpi þeim að hleypa lífi í ferilinn á ný.

Los Angeles Galaxy

Í dag varð ljóst að enski knattspyrnumaðurinn David Beckham mun ganga í raðir Los Angeles Galaxy í amerísku atvinnumannadeildinni næsta sumar. Það er því ekki úr vegi að skoða aðeins sögu félagsins, sem er eitt tíu upprunalegra atvinnumannaliðanna í MLS deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir