Fleiri fréttir Arenas og Bryant leikmenn mánaðarins í NBA Gilbert Arenas hjá Washington Wizards og Kobe Bryant hjá LA Lakers voru í kvöld útnefndir leikmenn desembermánaðar í NBA deildinni í körfubolta, Arenas í Austurdeildinni og Bryant í Vesturdeildinni. 2.1.2007 23:15 Diego bestur í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn á fyrri helmingi keppnistímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það var tímaritið Kicker sem stóð fyrir könnuninni og spurði leikmenn í deildinni álits. 2.1.2007 22:45 Enn tapar Chelsea stigum Chelsea náði aðeins að saxa forskot Manchester United niður um eitt stig í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. 2.1.2007 21:56 Arsenal burstaði Charlton Thierry Henry var á ný í liði Arsenal í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 4-0 á heimavelli sínum. Henry skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við önnur tvö, en auk hans skoraði Robin van Persie tvö mörk og Justin Hoyte eitt. Osei Sankofa var rekinn af velli í fyrri hálfleik hjá Charlton og því halda vandræði liðsins áfram í botnbaráttunni. 2.1.2007 21:47 D´Antoni og Jordan þjálfarar mánaðarins Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns og Eddie Jordan, þjálfari Washington Wizards, voru í dag útnefndir þjálfarar mánaðarins í Vestur- og Austudeildinni í NBA. Phoenix vann 13 leiki og tapaði aðeins 2, en Washington vann 12 og tapaði 3 í desember. 2.1.2007 21:15 Arsenal yfir og einum fleiri gegn Charlton Ekki lítur út fyrir annað en að Charlton tapi enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið er 2-0 undir og manni færra gegn Arsenal á útivelli þegar flautað hefur verið til leikhlés. 2.1.2007 20:47 Iverson mætir sínum gömlu félögum í nótt Skorarinn mikli Allen Iverson sem nýlega gekk í raðir Denver Nuggets í NBA deildinni, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í Philadelphia 76ers. Þetta verður eini leikur Iverson gegn Philadelphia í ár þar sem liðin spiluðu fyrri leik sinn á tímabilinu í haust. 2.1.2007 18:02 Tottenham kaupir Alnwick Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur farið hraðast liða af stað eftir að félagaskiptaglugginn opnaði og gekk í dag frá samningi við markvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland, sem fékk markvörðinn Martin Fulop í staðinn. Alwick hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Englendinga. Kaupverðið er í kring um 1 milljón punda. 2.1.2007 17:52 Soltau farinn frá Keflavík Danski miðherjinn Thomas Soltau hefur verið látinn fara frá úrvalsdeildarliði Keflavíkur í körfubolta og heldur til síns heima á morgun. Á vef Keflavíkur kemur fram að Soltau hafi ekki hentað nógu vel í leikskipulagi liðsins en hann skoraði 15 stig að meðaltali fyrir liðið í vetur. 2.1.2007 17:45 Einar Örn í landsliðið í stað nafna síns Hornamaðurinn Einar Örn Jónsson hjá Minden í Þýskalandi hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi í stað nafna síns Hólmgeirssonar sem varð að draga sig úr hópnum vegna meiðsla á fingri í dag. Einar Örn er öllum hnútum kunnugur hjá landsliðinu og lék með því um árabil. 2.1.2007 17:32 Nadal byrjar árið á sigri Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann öruggan sigur á Rainer Schuettler á opna Chennai mótinu á Indlandi í dag 6-4 og 6-2, þrátt fyrir að vera nokkuð ryðgaður í byrjun. Nadal keppir einnig í tvíliðaleik á þessu fyrsta móti ársins og mætir heimamanninum Karan Rastogi í næstu umferð. 2.1.2007 17:25 Brand heldur upp á 10 ára starfsafmæli Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, heldur upp á tíu ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Þýska liðið hefur náð frábærum árangri undir stjórn Brand, sem á sínum tíma var liðtækur leikmaður og var í liði Þjóðverja sem varð heimsmeistari árið 1978. 2.1.2007 17:10 Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í Charlton klukkan 19:45 og þá tekur Aston Villa á móti Englandsmeisturum Chelsea á Villa Park klukkan 20. 2.1.2007 16:45 Redknapp ætlar ekki að selja Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, brást reiður við í dag þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að framherjinn Kanu og miðvörðurinn Sol Campbell væru á förum frá félaginu. 2.1.2007 16:19 Crouch vill alls ekki fara frá Liverpool Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool segist alls ekki vilja fara frá Liverpool nema knattspyrnustjórinn Rafa Benitez óski þess sérstaklega. Orðrómur hefur verið uppi um það síðustu vikur að Crouch muni fara frá félaginu í janúar. 2.1.2007 16:13 Loeb gefur þjónustu sína í Le Mans kappakstrinum Heimsmeistarinn Sebastien Loeb ætlar ekki að taka krónu fyrir að keppa með franska liðinu Pascarolo Sport í hinum sögufræga Le Mans kappakstri á þessu ári, en þetta gerir hann til að styðja við bakið á liðinu sem á í miklum fjárhagserfiðleikum. 2.1.2007 15:58 Þórarinnn Eymundsson valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2006 Val á Íþróttamanni Skagafjarðar 2006 var kynnt í Frímúrarasalnum á milli jóla og nýars. Það var hinn snjalli knapi Þórarinn Eymundsson frá Hestamannafélaginu Stíganda sem hlaut heiðurinn að þessu sinni en Þórarinn vann mikið af mótum árið 2006 og ver meðal fremstu manna í fjölmörgum mótum. 2.1.2007 15:46 Stórleikur í beinni á NBA TV í nótt Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar á Fjölvarpinu í nótt þegar Chicago Bulls tekur á móti Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan 1:30 að íslenskum tíma og þar má fastlega reikna með fjörugum leik. 2.1.2007 15:43 O´Neal að ná sér Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur nú sett stefnuna á að spila sinn fyrsta leik eftir hnéuppskurð þann 15. janúar þegar meistarar Miami sækja LA Lakers heim í síðasta leiknum af sex leikja keppnisferðalagi um vesturströndina. O´Neal hefur aðeins spilað fjóra leiki á tímabilinu. 2.1.2007 15:35 Parma á uppboð Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur nú verið sett á uppboð og vonast stjórn félagsins til að kaupandi finnist fyrir lok félagaskiptagluggans í þessum mánuði. Félagið hefur barist í bökkum síðan bakhjarl liðsins Parmalat fór á hausinn í desember árið 2003 og er nú í næstneðsta sæti deildarinnar. 2.1.2007 15:16 Einar Hólmgeirsson missir af HM Stórskyttan Einar Hólmgeirsson hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Einar er með slitið liðband í þumalfingri og verður frá í þrjá mánuði. 2.1.2007 15:07 Ballack gengst við gagnrýni Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segist verðskulda alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið fyrir leik sinn með Englandsmeisturum Chelsea í vetur og segist eiga meira inni. Hann segist þó viss um að hafa tekið rétta ákvörðun með að ganga í raðir enska liðsins í sumar. 2.1.2007 14:57 Niemi laus af sjúkrahúsi Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hann datt illa í leik gegn Watford, en óttast var að hann hefði hlotið mænuskaða eftir að hann lenti á höfðinu og var borinn af velli. 2.1.2007 14:50 Áfall fyrir Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton á ekki sjö dagana sæla í vetur og í dag fékk liðið þau skelfilegu tíðindi að framherjinn Darren Bent verði frá keppni í um það bil mánuð eftir að hann meiddist á hné í leik gegn Aston Villa. Bent hefur skorað meira en helming marka Charlton í úrvalsdeildinni í vetur eða níu mörk. 2.1.2007 14:45 Bowyer frá keppni í sex vikur Miðjumaðurinn Lee Bowyer verður líklega frá keppni í um sex vikur með enska liðinu West Ham eftir að hann fór úr axlarlið í háðuglegu tapi liðsins gegn Reading í gær. Bowyer hefur spilað 17 leiki fyrir West Ham síðan hann gekk í raðir liðsins frá Newcastle. 2.1.2007 14:38 Tottenham gengur frá samningi við Taarabt Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá lánssamningi við miðjumanninn unga Adel Taarabt frá franska félaginu Lens. Taarabt er aðeins 17 ára gamall og er sagður geta spilað allar stöður á miðju og í sókn. Leikmaðurinn hafði verið í sigtinu hjá Arsenal og Chelsea og spilaði sinn fyrsta alvöruleik fyrir Lens í haust. 2.1.2007 14:34 Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik. 2.1.2007 14:26 Íslenskir hestar á stórsýningu Apassionata Apassionata er ein af stærstu hestasýningum í heimi og ein stórkostlegasta upplifun sem nokkur hestamaður getur upplifað. Á sýningarprógrammi fyrir Evrópu eru íslenskir hestar og er það Styrmir Árnason sem sér um program íslensku hestanna á sýningunni. Sýningaratriði íslenska hópsins er stórfenglegt og hefst það með víkingaskipi sem rennur inn í höllina, svo blása hverir og á sviðinu er glóandi hraun. 2.1.2007 00:18 15 félög á eftir Beckham? Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið. 1.1.2007 21:30 Deco vill fara til Englands Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur lýst því yfir að hann vilji spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Deco er samningsbundinn Evrópumeisturunum til ársins 2010 en útilokar ekki að fara til Englands fyrir þann tíma. 1.1.2007 20:45 Ellilífeyrisþegi hljóp 110 metra á 12,12 sekúndum Tony Bowman vann glæstan sigur í hinu árlega nýrársspretthlaupi ellilífeyrisþega sem fram fór í Musselburgh í Englandi í gær. Hinn 71 árs gamli fyrrverandi ruðningsleikmaður kom í mark á 12,12 sekúndum, sem verður að teljast ótrúlegur tími miðað við aldur. 1.1.2007 20:15 Man. Utd. tapaði stigum Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United, tapaði stigum nú undir kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Newcastle á útivelli, 2-2. Forysta Man. Utd. í deildinni er engu að síður sjö stig, en Chelsea á leik til góða og getur minnkað hana niður í fjögur stig með sigri. 1.1.2007 19:06 Þrír tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku Afríska knattspyrnustambandið hefur tilkynnt hvaða þrír leikmenn koma til greina sem knattspyrnumaður ársins í Afríku. Ekki er hægt að segja að tilnefningarnar komi mikið á óvart en leikmennirnir sem um ræðir eru Didier Drogba, Michael Essien og Samuel Eto'o. 1.1.2007 18:45 Upson vill ekki vera hjá Birmingham Umboðsmaður varnarmannsins Matthew Upson hefur lýst því yfir að leikmaðurinn sjái framtíð sína ekki í herbúðum Birmingham, en hann er með samning við liðið sem rennur út eftir 18 mánuði. Ummæli umboðsmannsins verða líklega til þess að Birmingham haldi uppboð á Upson á næstu dögum, þar sem hæstbjóðandi hreppi hnossið. 1.1.2007 18:30 Essien varar Man. Utd. við Michael Essien hjá Chelsea telur að lið sitt sé langt frá því búið að segja sitt síðasta í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Essien segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea fari að spila eðlilega á ný og hvenær Man. Utd. detti úr því formi sem það hefur verið í að undanförnu. 1.1.2007 18:00 West Ham tapaði 6-0 Eigendurnir Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson og knattspyrnustjórinn Alan Curbishley voru þungir á brún þegar sjónvarpsmyndavélar beindu sjónum sínum að þeim eftir viðureign West Ham og Reading. West Ham fékk háðuglega útreið og tapaði 6-0. 1.1.2007 16:52 Línur að skýrast í NBA Þrjú efstu lið NBA-deildarinnar; Dallas, San Antonio og Pheonix, unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Þegar tímabilið er nú tæplega hálfnað eru línur teknar að skýrast og er ljóst að Vesturdeildin er mun sterkari en Austurdeildin. 1.1.2007 16:30 West Ham niðurlægt Íslendingaliðið West Ham er 4-0 undir gegn Reading þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sjálfstraustið hjá leikmönnum liðsins er í molum og eru sprækir leikmenn Reading bókstaflega að valta yfir kollega sína. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark Reading. 1.1.2007 15:46 Ívar er fyrirliði Reading Ívar Ingimarsson er fyrirliði Reading í viðureign liðsins gegn West Ham í dag. Graham Murty, sem venjulega er fyrirliði liðsins, er meiddur og leysir Ívar hann af í dag. Brynjar Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Þá er Heiðar Helguson í framlínu Fulham, sem tekur á móti Watford. 1.1.2007 15:00 Bolton átti ekki möguleika í Liverpool Liverpool er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinni . eftir sannfærandi 3-0 sigur á Bolton á Anfield í dag. Lverpool er með 40 stig en Bolton er í fjórða sæti með 39 stig. 1.1.2007 14:38 Ótrúlegur leikkafli hjá Liverpool Liverpool er komið með 2-0 forystu gegn Bolton eftir að hafa skorað tvö stórkostleg mörk með tæplega mínútu millibili. Fyrst skoraði Peter Crouch með klippu og síðan bætti Steven Gerrard með viðstöðulausu skoti upp í samskeytin. 1.1.2007 14:08 Tiger verður pabbi á árinu Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. 1.1.2007 13:00 Giggs vill verða stjóri í framtíðinni Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur lýst því yfir að hann hyggist gerast þjálfari eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur. Hinn 33 ára gamli Walesbúi telur að áralöng reynsla hans sem leikmaður í einu besta lið heims muni gera hann að hæfum knattspyrnustjóra. 1.1.2007 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Arenas og Bryant leikmenn mánaðarins í NBA Gilbert Arenas hjá Washington Wizards og Kobe Bryant hjá LA Lakers voru í kvöld útnefndir leikmenn desembermánaðar í NBA deildinni í körfubolta, Arenas í Austurdeildinni og Bryant í Vesturdeildinni. 2.1.2007 23:15
Diego bestur í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn á fyrri helmingi keppnistímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það var tímaritið Kicker sem stóð fyrir könnuninni og spurði leikmenn í deildinni álits. 2.1.2007 22:45
Enn tapar Chelsea stigum Chelsea náði aðeins að saxa forskot Manchester United niður um eitt stig í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. 2.1.2007 21:56
Arsenal burstaði Charlton Thierry Henry var á ný í liði Arsenal í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 4-0 á heimavelli sínum. Henry skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við önnur tvö, en auk hans skoraði Robin van Persie tvö mörk og Justin Hoyte eitt. Osei Sankofa var rekinn af velli í fyrri hálfleik hjá Charlton og því halda vandræði liðsins áfram í botnbaráttunni. 2.1.2007 21:47
D´Antoni og Jordan þjálfarar mánaðarins Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns og Eddie Jordan, þjálfari Washington Wizards, voru í dag útnefndir þjálfarar mánaðarins í Vestur- og Austudeildinni í NBA. Phoenix vann 13 leiki og tapaði aðeins 2, en Washington vann 12 og tapaði 3 í desember. 2.1.2007 21:15
Arsenal yfir og einum fleiri gegn Charlton Ekki lítur út fyrir annað en að Charlton tapi enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið er 2-0 undir og manni færra gegn Arsenal á útivelli þegar flautað hefur verið til leikhlés. 2.1.2007 20:47
Iverson mætir sínum gömlu félögum í nótt Skorarinn mikli Allen Iverson sem nýlega gekk í raðir Denver Nuggets í NBA deildinni, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í Philadelphia 76ers. Þetta verður eini leikur Iverson gegn Philadelphia í ár þar sem liðin spiluðu fyrri leik sinn á tímabilinu í haust. 2.1.2007 18:02
Tottenham kaupir Alnwick Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur farið hraðast liða af stað eftir að félagaskiptaglugginn opnaði og gekk í dag frá samningi við markvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland, sem fékk markvörðinn Martin Fulop í staðinn. Alwick hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Englendinga. Kaupverðið er í kring um 1 milljón punda. 2.1.2007 17:52
Soltau farinn frá Keflavík Danski miðherjinn Thomas Soltau hefur verið látinn fara frá úrvalsdeildarliði Keflavíkur í körfubolta og heldur til síns heima á morgun. Á vef Keflavíkur kemur fram að Soltau hafi ekki hentað nógu vel í leikskipulagi liðsins en hann skoraði 15 stig að meðaltali fyrir liðið í vetur. 2.1.2007 17:45
Einar Örn í landsliðið í stað nafna síns Hornamaðurinn Einar Örn Jónsson hjá Minden í Þýskalandi hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi í stað nafna síns Hólmgeirssonar sem varð að draga sig úr hópnum vegna meiðsla á fingri í dag. Einar Örn er öllum hnútum kunnugur hjá landsliðinu og lék með því um árabil. 2.1.2007 17:32
Nadal byrjar árið á sigri Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann öruggan sigur á Rainer Schuettler á opna Chennai mótinu á Indlandi í dag 6-4 og 6-2, þrátt fyrir að vera nokkuð ryðgaður í byrjun. Nadal keppir einnig í tvíliðaleik á þessu fyrsta móti ársins og mætir heimamanninum Karan Rastogi í næstu umferð. 2.1.2007 17:25
Brand heldur upp á 10 ára starfsafmæli Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, heldur upp á tíu ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Þýska liðið hefur náð frábærum árangri undir stjórn Brand, sem á sínum tíma var liðtækur leikmaður og var í liði Þjóðverja sem varð heimsmeistari árið 1978. 2.1.2007 17:10
Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í Charlton klukkan 19:45 og þá tekur Aston Villa á móti Englandsmeisturum Chelsea á Villa Park klukkan 20. 2.1.2007 16:45
Redknapp ætlar ekki að selja Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, brást reiður við í dag þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að framherjinn Kanu og miðvörðurinn Sol Campbell væru á förum frá félaginu. 2.1.2007 16:19
Crouch vill alls ekki fara frá Liverpool Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool segist alls ekki vilja fara frá Liverpool nema knattspyrnustjórinn Rafa Benitez óski þess sérstaklega. Orðrómur hefur verið uppi um það síðustu vikur að Crouch muni fara frá félaginu í janúar. 2.1.2007 16:13
Loeb gefur þjónustu sína í Le Mans kappakstrinum Heimsmeistarinn Sebastien Loeb ætlar ekki að taka krónu fyrir að keppa með franska liðinu Pascarolo Sport í hinum sögufræga Le Mans kappakstri á þessu ári, en þetta gerir hann til að styðja við bakið á liðinu sem á í miklum fjárhagserfiðleikum. 2.1.2007 15:58
Þórarinnn Eymundsson valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2006 Val á Íþróttamanni Skagafjarðar 2006 var kynnt í Frímúrarasalnum á milli jóla og nýars. Það var hinn snjalli knapi Þórarinn Eymundsson frá Hestamannafélaginu Stíganda sem hlaut heiðurinn að þessu sinni en Þórarinn vann mikið af mótum árið 2006 og ver meðal fremstu manna í fjölmörgum mótum. 2.1.2007 15:46
Stórleikur í beinni á NBA TV í nótt Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar á Fjölvarpinu í nótt þegar Chicago Bulls tekur á móti Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan 1:30 að íslenskum tíma og þar má fastlega reikna með fjörugum leik. 2.1.2007 15:43
O´Neal að ná sér Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur nú sett stefnuna á að spila sinn fyrsta leik eftir hnéuppskurð þann 15. janúar þegar meistarar Miami sækja LA Lakers heim í síðasta leiknum af sex leikja keppnisferðalagi um vesturströndina. O´Neal hefur aðeins spilað fjóra leiki á tímabilinu. 2.1.2007 15:35
Parma á uppboð Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur nú verið sett á uppboð og vonast stjórn félagsins til að kaupandi finnist fyrir lok félagaskiptagluggans í þessum mánuði. Félagið hefur barist í bökkum síðan bakhjarl liðsins Parmalat fór á hausinn í desember árið 2003 og er nú í næstneðsta sæti deildarinnar. 2.1.2007 15:16
Einar Hólmgeirsson missir af HM Stórskyttan Einar Hólmgeirsson hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Einar er með slitið liðband í þumalfingri og verður frá í þrjá mánuði. 2.1.2007 15:07
Ballack gengst við gagnrýni Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segist verðskulda alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið fyrir leik sinn með Englandsmeisturum Chelsea í vetur og segist eiga meira inni. Hann segist þó viss um að hafa tekið rétta ákvörðun með að ganga í raðir enska liðsins í sumar. 2.1.2007 14:57
Niemi laus af sjúkrahúsi Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hann datt illa í leik gegn Watford, en óttast var að hann hefði hlotið mænuskaða eftir að hann lenti á höfðinu og var borinn af velli. 2.1.2007 14:50
Áfall fyrir Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton á ekki sjö dagana sæla í vetur og í dag fékk liðið þau skelfilegu tíðindi að framherjinn Darren Bent verði frá keppni í um það bil mánuð eftir að hann meiddist á hné í leik gegn Aston Villa. Bent hefur skorað meira en helming marka Charlton í úrvalsdeildinni í vetur eða níu mörk. 2.1.2007 14:45
Bowyer frá keppni í sex vikur Miðjumaðurinn Lee Bowyer verður líklega frá keppni í um sex vikur með enska liðinu West Ham eftir að hann fór úr axlarlið í háðuglegu tapi liðsins gegn Reading í gær. Bowyer hefur spilað 17 leiki fyrir West Ham síðan hann gekk í raðir liðsins frá Newcastle. 2.1.2007 14:38
Tottenham gengur frá samningi við Taarabt Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá lánssamningi við miðjumanninn unga Adel Taarabt frá franska félaginu Lens. Taarabt er aðeins 17 ára gamall og er sagður geta spilað allar stöður á miðju og í sókn. Leikmaðurinn hafði verið í sigtinu hjá Arsenal og Chelsea og spilaði sinn fyrsta alvöruleik fyrir Lens í haust. 2.1.2007 14:34
Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik. 2.1.2007 14:26
Íslenskir hestar á stórsýningu Apassionata Apassionata er ein af stærstu hestasýningum í heimi og ein stórkostlegasta upplifun sem nokkur hestamaður getur upplifað. Á sýningarprógrammi fyrir Evrópu eru íslenskir hestar og er það Styrmir Árnason sem sér um program íslensku hestanna á sýningunni. Sýningaratriði íslenska hópsins er stórfenglegt og hefst það með víkingaskipi sem rennur inn í höllina, svo blása hverir og á sviðinu er glóandi hraun. 2.1.2007 00:18
15 félög á eftir Beckham? Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið. 1.1.2007 21:30
Deco vill fara til Englands Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur lýst því yfir að hann vilji spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Deco er samningsbundinn Evrópumeisturunum til ársins 2010 en útilokar ekki að fara til Englands fyrir þann tíma. 1.1.2007 20:45
Ellilífeyrisþegi hljóp 110 metra á 12,12 sekúndum Tony Bowman vann glæstan sigur í hinu árlega nýrársspretthlaupi ellilífeyrisþega sem fram fór í Musselburgh í Englandi í gær. Hinn 71 árs gamli fyrrverandi ruðningsleikmaður kom í mark á 12,12 sekúndum, sem verður að teljast ótrúlegur tími miðað við aldur. 1.1.2007 20:15
Man. Utd. tapaði stigum Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United, tapaði stigum nú undir kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Newcastle á útivelli, 2-2. Forysta Man. Utd. í deildinni er engu að síður sjö stig, en Chelsea á leik til góða og getur minnkað hana niður í fjögur stig með sigri. 1.1.2007 19:06
Þrír tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku Afríska knattspyrnustambandið hefur tilkynnt hvaða þrír leikmenn koma til greina sem knattspyrnumaður ársins í Afríku. Ekki er hægt að segja að tilnefningarnar komi mikið á óvart en leikmennirnir sem um ræðir eru Didier Drogba, Michael Essien og Samuel Eto'o. 1.1.2007 18:45
Upson vill ekki vera hjá Birmingham Umboðsmaður varnarmannsins Matthew Upson hefur lýst því yfir að leikmaðurinn sjái framtíð sína ekki í herbúðum Birmingham, en hann er með samning við liðið sem rennur út eftir 18 mánuði. Ummæli umboðsmannsins verða líklega til þess að Birmingham haldi uppboð á Upson á næstu dögum, þar sem hæstbjóðandi hreppi hnossið. 1.1.2007 18:30
Essien varar Man. Utd. við Michael Essien hjá Chelsea telur að lið sitt sé langt frá því búið að segja sitt síðasta í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Essien segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea fari að spila eðlilega á ný og hvenær Man. Utd. detti úr því formi sem það hefur verið í að undanförnu. 1.1.2007 18:00
West Ham tapaði 6-0 Eigendurnir Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson og knattspyrnustjórinn Alan Curbishley voru þungir á brún þegar sjónvarpsmyndavélar beindu sjónum sínum að þeim eftir viðureign West Ham og Reading. West Ham fékk háðuglega útreið og tapaði 6-0. 1.1.2007 16:52
Línur að skýrast í NBA Þrjú efstu lið NBA-deildarinnar; Dallas, San Antonio og Pheonix, unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Þegar tímabilið er nú tæplega hálfnað eru línur teknar að skýrast og er ljóst að Vesturdeildin er mun sterkari en Austurdeildin. 1.1.2007 16:30
West Ham niðurlægt Íslendingaliðið West Ham er 4-0 undir gegn Reading þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sjálfstraustið hjá leikmönnum liðsins er í molum og eru sprækir leikmenn Reading bókstaflega að valta yfir kollega sína. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark Reading. 1.1.2007 15:46
Ívar er fyrirliði Reading Ívar Ingimarsson er fyrirliði Reading í viðureign liðsins gegn West Ham í dag. Graham Murty, sem venjulega er fyrirliði liðsins, er meiddur og leysir Ívar hann af í dag. Brynjar Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Þá er Heiðar Helguson í framlínu Fulham, sem tekur á móti Watford. 1.1.2007 15:00
Bolton átti ekki möguleika í Liverpool Liverpool er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinni . eftir sannfærandi 3-0 sigur á Bolton á Anfield í dag. Lverpool er með 40 stig en Bolton er í fjórða sæti með 39 stig. 1.1.2007 14:38
Ótrúlegur leikkafli hjá Liverpool Liverpool er komið með 2-0 forystu gegn Bolton eftir að hafa skorað tvö stórkostleg mörk með tæplega mínútu millibili. Fyrst skoraði Peter Crouch með klippu og síðan bætti Steven Gerrard með viðstöðulausu skoti upp í samskeytin. 1.1.2007 14:08
Tiger verður pabbi á árinu Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. 1.1.2007 13:00
Giggs vill verða stjóri í framtíðinni Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur lýst því yfir að hann hyggist gerast þjálfari eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur. Hinn 33 ára gamli Walesbúi telur að áralöng reynsla hans sem leikmaður í einu besta lið heims muni gera hann að hæfum knattspyrnustjóra. 1.1.2007 11:00