Fleiri fréttir Glazer eignast 75% hlut í Man. Utd Bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer er sagður hafa eignast 75% eignarhlut í Manchester United. Á föstudag bárust þær fregnir að hann hafi klófest 74,81% hlutabréfa og væri við hinn mikilvæga 75% þröskuld sem gerir hann að einráði í félaginu. 16.5.2005 00:01 Phoenix 2 - Dallas 2 Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. 16.5.2005 00:01 Miami 4 - Washington 0 Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. 15.5.2005 00:01 Indiana-Detroit á Sýn í kvöld Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. 15.5.2005 00:01 Fyrsti titlinn Barcelona í sex ár Barcelona varð í gærkvöldi spæsnkur meiststari í knattspyrnu í 17. sinn og í fyrsta sinn í sex ár þegar liðið gerði jafntefli við Levante, 1-1. Alberto Rivera náði forystunni fyrir Levante í fyrri hálfleik en Samuel Eto'o jafnaði fyrir Barcelona í síðari hálfleik. Eitt stig dugði Börsungum til að landa fyrsta meistaratitlinum frá árinu 1999. 15.5.2005 00:01 Silja sjötta í Atlanta Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, varð í nótt sjötta í 400 metra grindahlaupi á frjálsíþróttamóti í Atlanta í Bandaríkjunum. Hún kom í mark á 57,31 sekúndu og dugði sá árangur ekki til þess að tryggja henni farseðil á heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum. Sandra Glover frá Bandaríkjunum sigraði í halupinu á 54,01 sekúndu sem er besti tími ársins. 15.5.2005 00:01 Kristjana fékk brons í Rússlandi Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í fimleikum, varð þriðja í gólfæfingum og áttunda í fjölþraut á alþjóðlegu fimleikamóti í Rússlandi um helgina. Árangur hennar í fjölþrautinni var hennar besti á ferlinum. Kristjana fékk hæstu einkunn í gólfæfingum í fjölþrautinni og komst í úrslit og vann þar til bronsverðlauna. 15.5.2005 00:01 Aftur tap hjá handboltastúlkum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, tapaði fyrir Litháen 29-24 í undankeppni Evrópumótsins í Digranesi í gær. Íslenska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum í keppninni og ljóst að það kemst ekki áfram. Agnes Árnadóttir var markhæst í íslenska liðinu í gær með níu mörk. 15.5.2005 00:01 Ólafur öflugur gegn Portland Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði sjö mörk þeagar Ciudad Real sigraði Portland San Antonio á útivell, 27-24, í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Portland er í efsta sæti deildarinnar með 54 stig en Ciudad Real í öðru sæti stigi á eftir. Barcelona er í þriðja sæti með 50 stig. 15.5.2005 00:01 Mikilvægur sigur hjá Düsseldorf Düsseldorf sigraði Minden 26-24 í miklum falllslag í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Alexander Petterson skoraði átta mörk fyrir Düsseldorf og Markús Máni Michaelsson tvö. Düsseldorf er í 14. sæti með 21 stig og sleppur að öllum líkindum við fall vegna sigursins í gær. 15.5.2005 00:01 WBA bjargaði sér frá falli Eftir æsilegan dag í ensku úrvalsdeildinni voru það nýliðarnir í West Bromwich Albion sem stóðu uppi sem "sigurvegarar" og náðu að bjarga sér frá falli. Norwich byrjaði daginn í hinu eftirsótta 17. sæti, Southampton tók við eftir fyrri hálfleik, þá Crystal Palace og að lokum West Brom þegar 8 mínútur voru eftir af leikjum dagsins 15.5.2005 00:01 Róbert og félagar undir í hálfleik Nú stendur yfir fyrsti leikur í úrslitarimmu KIF Kolding og Århus GV um danska meistaratitilinn en Róbert Gunnarsson og Sturla Ásgeirsson leika með síðarnefnda liðinu. Staðan í hálfleik er 17-16 og hafa Íslendingarnir tveir átt góðan dag. 15.5.2005 00:01 Róbert leikmaður ársins í Danmörku Tilkynnt var í dag fyrir fyrsta leik Århus GF og Kolding í úrslitarimmu um danska meistaratitilinn að Róbert Gunnarsson, leikmaður Århus, hafi verið valinn leikmaður ársins í Danmörku. Hann hefur átt frábært tímabil og er markahæstur allra leikmanna í deildinni. Hlaut Róbert 57% atkvæða en atkvæðisrétt höfðu leikmenn í efstu tveimur deildunum í Danmörku sem og danskir atvinnumenn erlendis. 15.5.2005 00:01 Róbert og Sturla á góðri leið Róbert Gunnarsson og Sturla Ásgeirsson unnu í dag fyrsta leikinn í úrslitarimmu Århus GF og Kolding KIF um danska meistaratitilinn. Lið þeirra, Århus GF, vann 38-34 sigur og áttu Íslendingarnir báðir góðan leik. Fyrir leikinn var tilkynnt að Róbert hafði verið valinn leikmaður ársins í dönsku deildinni og er það mikill heiður fyrir hann. 15.5.2005 00:01 Segja Guðjón á leið til Englands Enskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir og vissu fyrir því að Guðjón Þórðarson verði ráðinn knattspyrnustjóri hjá enska 3. deildar liðinu Notts County á næstu dögum. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sagði Guðjón Þórðarson það úr lausu lofti gripið að hann hefði rætt við forráðamenn enska félagsins um knattspyrnustjórastöðuna. 14.5.2005 00:01 Kalandaze og Hanna best Tite Kalandaze, ÍBV, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, voru valinn leikmenn ársins í DHL-deildinni á lokahófi HSÍ á Broadway í gærkvöld. Árni Þór Sigtryggsson og Sigurbjörg Jóhanssdóttir úr Fram voru útnefnd efnilegustu leikmenn ársins. Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Haukum fékk Valdimarsbikarinn sem veittur er þeim leikmanni sem þótt hefur skara fram úr og þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson voru valdir bestu dómararnir. 14.5.2005 00:01 Þórey Edda önnur í Katar Þórey Edda Elísdóttir, stangastökkvari úr FH, varð í 2.-3. sæti á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Katar. Hún stökk 4,20 metra en Anzela Balakhonova frá Úkraínu sigraði á mótinu þegar hún stökk 4,35 metra. 14.5.2005 00:01 Breiðablik og Víkingi spáð sigri Breiðablik og Víkingur sigra í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar samkvæmt spá þjálfara deildarinnar. Norðanmenn í Þór og KA berjast um 3.-4. sætið en Víkingi Ólafsvík og KS á Siglufirði er spáð falli. 14.5.2005 00:01 Ólöf María úr leik á Spáni Ólöf María Jónsdóttir er úr leik á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Ólöf María lék á þremur höggum yfir pari í gær og var samtals á sjö höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 14.5.2005 00:01 Stórsigur hjá Magdeburg Arnór Atlason skoraði fjögur mörk og Sigfús Sigurðsson tvö þegar Magdeburg burstaði Grosswallstadt 30-18 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Grosswallstadt. Einar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk þegar Wallau Massenheim tapaði á heimavelli fyrir Gummersbach 45-33. 14.5.2005 00:01 Sigur hjá Degi og Bregenz Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði fjögur mörk þegar lið hans sigraði Linz 29-27 á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um austurríska meistarartitilinn í gærkvöldi. Liðið mætast öðru sinni annað kvöld. 14.5.2005 00:01 Tap fyrir Rússum Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik, skipað stúlkum 17 ára og yngri, tapaði fyrir Rússum 22-19 í forkeppni Evrópumótsins í Digranesi í gær. Íslendingar mæta Litháum í dag sem burstuðu Búlgaríu 26-12. 14.5.2005 00:01 Phoenix 2 - Dallas 1 Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný 14.5.2005 00:01 Woods úr leik á Byron Nelson Tiger Woods féll í gær úr leik á Byron Nelson mótinu í golfi sem fram fer í Texsas. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn og var einu höggi frá því að komast áfram. Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem Tiger Woods kemst ekki í gegnum niðurskurðinn og í þriðja skiptið á ferlinum. Bandaríkjamennirnir Sean O'Hair og Brett Wetterich eru efstir á níu höggum undir pari en sýnt verður beint frá mótinu á Sýn 2 annað kvöld. 14.5.2005 00:01 Brian Davis efstur á Bretlandi Englendingurinn Brian Davis hefur eins höggs forystu eftir tvo hringi á breska Masters-mótinu í golfi. Davis er á fjórum höggum undir pari en síðan koma landi hans, David Howell, og hinir dönsku Thomas Björn og Sören Hansen á þremur höggum undir pari. 14.5.2005 00:01 Detroit 1 - Indiana 2 Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. 14.5.2005 00:01 Bjarna sé beitt í leikmannamálum Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt. 14.5.2005 00:01 Mótmæltu yfirtöku Glaziers Fimm stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Manchester United voru handteknir í gær eftir að mikil mótmæli brutust út fyrir utan heimvöll liðsins vegna fyrirhugaðrar yfirtöku bandaríska auðkýfingsins Malcolms Glaziers á liðinu. Mörg hundruð stuðningsmenn liðsins söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United, og létu öllum illum látum. 13.5.2005 00:01 San Antonio 2 - Seattle 1 Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. 13.5.2005 00:01 Miami 3 - Washington 0 Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. 13.5.2005 00:01 Kröfur Þórarins illviðráðanlegar Þórarinn Kristjánsson knattspyrnumaður sem var á mála hjá skoska félaginu Aberdeen í vetur hefur síðustu daga átt í viðræðum við Keflavík, Val og Þrótt. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 og Sýnar eru launakröfur Þórarins illviðráðanlegar. Keflvíkingar og Valsmenn eiga ekki þá peninga til sem leikmaðurinn vill fá fyrir að leika í Landsbankadeildinni í knattspyrnu á komandi sumri. 13.5.2005 00:01 Ólöf María á tveimur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir Íslandsmeistari í golfi lék á fjórum höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi á spænska meistaramótinu sem hófst í gær, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Ólöf María lék fyrstu 12 holurnar í morgun á tveimur höggum undir pari og er á tveimur yfir samtals í 78.-88. sæti. 13.5.2005 00:01 Sigurður áfram með Keflavík Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Keflavík í gær, en hann stýrði liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í vetur. Sigurður valdi í gær landsliðið sem æfa mun fyrir smáþjóðaleikana í Andorra, en fimm nýliðar eru í hópnum: Derrel Lewis, Grindavík, Egill Jónasson, Njarðvík, Sævar Haraldsson, Haukum, Kristinn Jónasson, Haukum, og Guðmundur Jónsson, Njarðvík. 13.5.2005 00:01 Osasuna í úrslit bikarkeppninnar Osasuna komst í gærkvöld í úrslit í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Atletico Madrid í síðari leik liðanna, en Osasuna vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu og mætir Real Betis í úrslitum. 13.5.2005 00:01 Gautaborg leikur til úrslita IFK Gautaborg leikur til úrslita í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Brann í undanúrslitum í gær. Hjálmar Jónsson lék síðustu tíu mínútur leiksins fyrir Gautaborg. Kristján Örn Sigurðsson var í byrjunarliði Brann en Ólafur Örn Bjarnason var hins vegar ekki í leikmannahópi norska liðsins. 13.5.2005 00:01 Appleby efstur á Byron Nelson Ástralski kylfingurinn Stuart Appelby lék vel á fyrsta degi á Byron Nelson mótinu í golfi eða á sjö höggum undir pari. Hann hefur eins höggs forskot á Ernie Els frá Suður-Afríku og John Daly sem kemur frá Bandaríkjunum. Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, er á tveimur höggum undir pari og Tiger Woods er á einu undir. 13.5.2005 00:01 Loeb með forystu á Kýpur Heimsmeistarinn í ralli, Sebastian Loeb frá Frakklandi, hefur forystu eftir þrjár sérleiðir í Kýpurrallinu. Petter Solberg frá Noregi er annar og Tony Gardemeister frá Finnlandi er þriðji. Marcus Grönholm frá Finnlandi er úr leik en bíll hans bilaði á fyrstu sérleið. 13.5.2005 00:01 Draumalið Vísis og Landsbankans Vísir og Landsbankinn hafa sameinað krafta sína og bjóða upp á öflugt draumalið á visir.is í tengslum við Landsbankadeild karla í sumar. Allir geta tekið þátt og mjög einfalt að stilla upp sínu draumaliði þ.e. með þeim leikmönnum sem eru líklegastir til afreka í hverjum leik í Landsbankadeildinni. 13.5.2005 00:01 Guðjón hættur hjá Keflavík Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu, tilkynnti forsvarsmönnum félagsins fyrir stundu að hann hefði rift samningi sínum. Ástæðan sem hann gaf upp eru vanefndir á samningi. Rætt verður við Guðjón í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 13.5.2005 00:01 Glazer kominn í 74,8% Red Football Limited, fyrirtæki ameríska auðnjöfursins Malcolm Glazer, á nú 74,8% af hlutabréfum Manchester United að því er fram kom á Sky sjónvarpsstöðinni bresku síðdegis. Fari eignarhluturinn yfir 75% verður að afskrá félagið af hlutabréfamarkaði og mun Glazer þá loks leggja fram margumrætt formlegt kauptilboð í félagið. 13.5.2005 00:01 Tite lofaður ríkisborgararéttur Tite Kalandadze, fyrrverandi leikmanni ÍBV í handbolta var lofaður íslenskur ríkisborgararéttur af fulltrúum Stjörnunnar sem á miðvikudag náðu samkomulagi við leikmanninn um að leika með Garðabæjarliðinu næstu 2 árin. Svo segir Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV í yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu félagsins. 13.5.2005 00:01 Ætla að lögsækja Guðjón Keflvíkingar ætla að lögsækja Guðjón Þórðarson sem rifti í dag samningi sínum við knattspyrnudeild félagsins. Ástæðan sem hann gaf upp eru vanefndir á samningi en rætt verður við Guðjón í Íslandi í dag á Stöð 2 eftir skamma stund eða að loknum kvöldfréttum rétt fyrir kl. 19:00. "Þessi yfirlýsing Guðjóns er fráleit..." 13.5.2005 00:01 Dallas-Phoenix beint á Sýn í nótt Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar í nótt, þegar Dallas Mavericks og Phoenix Suns mætast í þriðja leik sínum í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. Útsendingin hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti og vökunótt framundan hjá öllum aðdáendum skemmtilegs körfubolta. 13.5.2005 00:01 Róbert tilnefndur Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Róbert Gunnarsson og leikmaður Århus GF er einn fimm tilnefndra leikmanna fyrir titilinn "handboltamaður ársins" í Danmörku. Róbert sprakk út með íslenska landsliðinu á síðasta ári og hefur farið hamförum með liði sínu í Danmörku í vetur og varð markahæstur í efstu deild. 13.5.2005 00:01 Guðni gefur Everton álit Guðni Bergsson er mikils metinn í Englandi sem álitsgjafi á fótboltanum og hefur nokkrum sinnum farið ytra til lýsinga á leikjum í sjónvarpi þar í landi. Í dag birtist ítarlegt viðtal við Guðna á heimasíðu Everton þar sem hann er inntur skoðunar á liðinu sem á dögunum tryggði sér rétt til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 13.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Glazer eignast 75% hlut í Man. Utd Bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer er sagður hafa eignast 75% eignarhlut í Manchester United. Á föstudag bárust þær fregnir að hann hafi klófest 74,81% hlutabréfa og væri við hinn mikilvæga 75% þröskuld sem gerir hann að einráði í félaginu. 16.5.2005 00:01
Phoenix 2 - Dallas 2 Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. 16.5.2005 00:01
Miami 4 - Washington 0 Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. 15.5.2005 00:01
Indiana-Detroit á Sýn í kvöld Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. 15.5.2005 00:01
Fyrsti titlinn Barcelona í sex ár Barcelona varð í gærkvöldi spæsnkur meiststari í knattspyrnu í 17. sinn og í fyrsta sinn í sex ár þegar liðið gerði jafntefli við Levante, 1-1. Alberto Rivera náði forystunni fyrir Levante í fyrri hálfleik en Samuel Eto'o jafnaði fyrir Barcelona í síðari hálfleik. Eitt stig dugði Börsungum til að landa fyrsta meistaratitlinum frá árinu 1999. 15.5.2005 00:01
Silja sjötta í Atlanta Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, varð í nótt sjötta í 400 metra grindahlaupi á frjálsíþróttamóti í Atlanta í Bandaríkjunum. Hún kom í mark á 57,31 sekúndu og dugði sá árangur ekki til þess að tryggja henni farseðil á heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum. Sandra Glover frá Bandaríkjunum sigraði í halupinu á 54,01 sekúndu sem er besti tími ársins. 15.5.2005 00:01
Kristjana fékk brons í Rússlandi Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í fimleikum, varð þriðja í gólfæfingum og áttunda í fjölþraut á alþjóðlegu fimleikamóti í Rússlandi um helgina. Árangur hennar í fjölþrautinni var hennar besti á ferlinum. Kristjana fékk hæstu einkunn í gólfæfingum í fjölþrautinni og komst í úrslit og vann þar til bronsverðlauna. 15.5.2005 00:01
Aftur tap hjá handboltastúlkum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, tapaði fyrir Litháen 29-24 í undankeppni Evrópumótsins í Digranesi í gær. Íslenska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum í keppninni og ljóst að það kemst ekki áfram. Agnes Árnadóttir var markhæst í íslenska liðinu í gær með níu mörk. 15.5.2005 00:01
Ólafur öflugur gegn Portland Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði sjö mörk þeagar Ciudad Real sigraði Portland San Antonio á útivell, 27-24, í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Portland er í efsta sæti deildarinnar með 54 stig en Ciudad Real í öðru sæti stigi á eftir. Barcelona er í þriðja sæti með 50 stig. 15.5.2005 00:01
Mikilvægur sigur hjá Düsseldorf Düsseldorf sigraði Minden 26-24 í miklum falllslag í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Alexander Petterson skoraði átta mörk fyrir Düsseldorf og Markús Máni Michaelsson tvö. Düsseldorf er í 14. sæti með 21 stig og sleppur að öllum líkindum við fall vegna sigursins í gær. 15.5.2005 00:01
WBA bjargaði sér frá falli Eftir æsilegan dag í ensku úrvalsdeildinni voru það nýliðarnir í West Bromwich Albion sem stóðu uppi sem "sigurvegarar" og náðu að bjarga sér frá falli. Norwich byrjaði daginn í hinu eftirsótta 17. sæti, Southampton tók við eftir fyrri hálfleik, þá Crystal Palace og að lokum West Brom þegar 8 mínútur voru eftir af leikjum dagsins 15.5.2005 00:01
Róbert og félagar undir í hálfleik Nú stendur yfir fyrsti leikur í úrslitarimmu KIF Kolding og Århus GV um danska meistaratitilinn en Róbert Gunnarsson og Sturla Ásgeirsson leika með síðarnefnda liðinu. Staðan í hálfleik er 17-16 og hafa Íslendingarnir tveir átt góðan dag. 15.5.2005 00:01
Róbert leikmaður ársins í Danmörku Tilkynnt var í dag fyrir fyrsta leik Århus GF og Kolding í úrslitarimmu um danska meistaratitilinn að Róbert Gunnarsson, leikmaður Århus, hafi verið valinn leikmaður ársins í Danmörku. Hann hefur átt frábært tímabil og er markahæstur allra leikmanna í deildinni. Hlaut Róbert 57% atkvæða en atkvæðisrétt höfðu leikmenn í efstu tveimur deildunum í Danmörku sem og danskir atvinnumenn erlendis. 15.5.2005 00:01
Róbert og Sturla á góðri leið Róbert Gunnarsson og Sturla Ásgeirsson unnu í dag fyrsta leikinn í úrslitarimmu Århus GF og Kolding KIF um danska meistaratitilinn. Lið þeirra, Århus GF, vann 38-34 sigur og áttu Íslendingarnir báðir góðan leik. Fyrir leikinn var tilkynnt að Róbert hafði verið valinn leikmaður ársins í dönsku deildinni og er það mikill heiður fyrir hann. 15.5.2005 00:01
Segja Guðjón á leið til Englands Enskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir og vissu fyrir því að Guðjón Þórðarson verði ráðinn knattspyrnustjóri hjá enska 3. deildar liðinu Notts County á næstu dögum. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sagði Guðjón Þórðarson það úr lausu lofti gripið að hann hefði rætt við forráðamenn enska félagsins um knattspyrnustjórastöðuna. 14.5.2005 00:01
Kalandaze og Hanna best Tite Kalandaze, ÍBV, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, voru valinn leikmenn ársins í DHL-deildinni á lokahófi HSÍ á Broadway í gærkvöld. Árni Þór Sigtryggsson og Sigurbjörg Jóhanssdóttir úr Fram voru útnefnd efnilegustu leikmenn ársins. Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Haukum fékk Valdimarsbikarinn sem veittur er þeim leikmanni sem þótt hefur skara fram úr og þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson voru valdir bestu dómararnir. 14.5.2005 00:01
Þórey Edda önnur í Katar Þórey Edda Elísdóttir, stangastökkvari úr FH, varð í 2.-3. sæti á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Katar. Hún stökk 4,20 metra en Anzela Balakhonova frá Úkraínu sigraði á mótinu þegar hún stökk 4,35 metra. 14.5.2005 00:01
Breiðablik og Víkingi spáð sigri Breiðablik og Víkingur sigra í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar samkvæmt spá þjálfara deildarinnar. Norðanmenn í Þór og KA berjast um 3.-4. sætið en Víkingi Ólafsvík og KS á Siglufirði er spáð falli. 14.5.2005 00:01
Ólöf María úr leik á Spáni Ólöf María Jónsdóttir er úr leik á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Ólöf María lék á þremur höggum yfir pari í gær og var samtals á sjö höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 14.5.2005 00:01
Stórsigur hjá Magdeburg Arnór Atlason skoraði fjögur mörk og Sigfús Sigurðsson tvö þegar Magdeburg burstaði Grosswallstadt 30-18 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Grosswallstadt. Einar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk þegar Wallau Massenheim tapaði á heimavelli fyrir Gummersbach 45-33. 14.5.2005 00:01
Sigur hjá Degi og Bregenz Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði fjögur mörk þegar lið hans sigraði Linz 29-27 á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um austurríska meistarartitilinn í gærkvöldi. Liðið mætast öðru sinni annað kvöld. 14.5.2005 00:01
Tap fyrir Rússum Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik, skipað stúlkum 17 ára og yngri, tapaði fyrir Rússum 22-19 í forkeppni Evrópumótsins í Digranesi í gær. Íslendingar mæta Litháum í dag sem burstuðu Búlgaríu 26-12. 14.5.2005 00:01
Phoenix 2 - Dallas 1 Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný 14.5.2005 00:01
Woods úr leik á Byron Nelson Tiger Woods féll í gær úr leik á Byron Nelson mótinu í golfi sem fram fer í Texsas. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn og var einu höggi frá því að komast áfram. Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem Tiger Woods kemst ekki í gegnum niðurskurðinn og í þriðja skiptið á ferlinum. Bandaríkjamennirnir Sean O'Hair og Brett Wetterich eru efstir á níu höggum undir pari en sýnt verður beint frá mótinu á Sýn 2 annað kvöld. 14.5.2005 00:01
Brian Davis efstur á Bretlandi Englendingurinn Brian Davis hefur eins höggs forystu eftir tvo hringi á breska Masters-mótinu í golfi. Davis er á fjórum höggum undir pari en síðan koma landi hans, David Howell, og hinir dönsku Thomas Björn og Sören Hansen á þremur höggum undir pari. 14.5.2005 00:01
Detroit 1 - Indiana 2 Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. 14.5.2005 00:01
Bjarna sé beitt í leikmannamálum Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt. 14.5.2005 00:01
Mótmæltu yfirtöku Glaziers Fimm stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Manchester United voru handteknir í gær eftir að mikil mótmæli brutust út fyrir utan heimvöll liðsins vegna fyrirhugaðrar yfirtöku bandaríska auðkýfingsins Malcolms Glaziers á liðinu. Mörg hundruð stuðningsmenn liðsins söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United, og létu öllum illum látum. 13.5.2005 00:01
San Antonio 2 - Seattle 1 Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. 13.5.2005 00:01
Miami 3 - Washington 0 Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. 13.5.2005 00:01
Kröfur Þórarins illviðráðanlegar Þórarinn Kristjánsson knattspyrnumaður sem var á mála hjá skoska félaginu Aberdeen í vetur hefur síðustu daga átt í viðræðum við Keflavík, Val og Þrótt. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 og Sýnar eru launakröfur Þórarins illviðráðanlegar. Keflvíkingar og Valsmenn eiga ekki þá peninga til sem leikmaðurinn vill fá fyrir að leika í Landsbankadeildinni í knattspyrnu á komandi sumri. 13.5.2005 00:01
Ólöf María á tveimur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir Íslandsmeistari í golfi lék á fjórum höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi á spænska meistaramótinu sem hófst í gær, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Ólöf María lék fyrstu 12 holurnar í morgun á tveimur höggum undir pari og er á tveimur yfir samtals í 78.-88. sæti. 13.5.2005 00:01
Sigurður áfram með Keflavík Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Keflavík í gær, en hann stýrði liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í vetur. Sigurður valdi í gær landsliðið sem æfa mun fyrir smáþjóðaleikana í Andorra, en fimm nýliðar eru í hópnum: Derrel Lewis, Grindavík, Egill Jónasson, Njarðvík, Sævar Haraldsson, Haukum, Kristinn Jónasson, Haukum, og Guðmundur Jónsson, Njarðvík. 13.5.2005 00:01
Osasuna í úrslit bikarkeppninnar Osasuna komst í gærkvöld í úrslit í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Atletico Madrid í síðari leik liðanna, en Osasuna vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu og mætir Real Betis í úrslitum. 13.5.2005 00:01
Gautaborg leikur til úrslita IFK Gautaborg leikur til úrslita í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Brann í undanúrslitum í gær. Hjálmar Jónsson lék síðustu tíu mínútur leiksins fyrir Gautaborg. Kristján Örn Sigurðsson var í byrjunarliði Brann en Ólafur Örn Bjarnason var hins vegar ekki í leikmannahópi norska liðsins. 13.5.2005 00:01
Appleby efstur á Byron Nelson Ástralski kylfingurinn Stuart Appelby lék vel á fyrsta degi á Byron Nelson mótinu í golfi eða á sjö höggum undir pari. Hann hefur eins höggs forskot á Ernie Els frá Suður-Afríku og John Daly sem kemur frá Bandaríkjunum. Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, er á tveimur höggum undir pari og Tiger Woods er á einu undir. 13.5.2005 00:01
Loeb með forystu á Kýpur Heimsmeistarinn í ralli, Sebastian Loeb frá Frakklandi, hefur forystu eftir þrjár sérleiðir í Kýpurrallinu. Petter Solberg frá Noregi er annar og Tony Gardemeister frá Finnlandi er þriðji. Marcus Grönholm frá Finnlandi er úr leik en bíll hans bilaði á fyrstu sérleið. 13.5.2005 00:01
Draumalið Vísis og Landsbankans Vísir og Landsbankinn hafa sameinað krafta sína og bjóða upp á öflugt draumalið á visir.is í tengslum við Landsbankadeild karla í sumar. Allir geta tekið þátt og mjög einfalt að stilla upp sínu draumaliði þ.e. með þeim leikmönnum sem eru líklegastir til afreka í hverjum leik í Landsbankadeildinni. 13.5.2005 00:01
Guðjón hættur hjá Keflavík Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu, tilkynnti forsvarsmönnum félagsins fyrir stundu að hann hefði rift samningi sínum. Ástæðan sem hann gaf upp eru vanefndir á samningi. Rætt verður við Guðjón í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 13.5.2005 00:01
Glazer kominn í 74,8% Red Football Limited, fyrirtæki ameríska auðnjöfursins Malcolm Glazer, á nú 74,8% af hlutabréfum Manchester United að því er fram kom á Sky sjónvarpsstöðinni bresku síðdegis. Fari eignarhluturinn yfir 75% verður að afskrá félagið af hlutabréfamarkaði og mun Glazer þá loks leggja fram margumrætt formlegt kauptilboð í félagið. 13.5.2005 00:01
Tite lofaður ríkisborgararéttur Tite Kalandadze, fyrrverandi leikmanni ÍBV í handbolta var lofaður íslenskur ríkisborgararéttur af fulltrúum Stjörnunnar sem á miðvikudag náðu samkomulagi við leikmanninn um að leika með Garðabæjarliðinu næstu 2 árin. Svo segir Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV í yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu félagsins. 13.5.2005 00:01
Ætla að lögsækja Guðjón Keflvíkingar ætla að lögsækja Guðjón Þórðarson sem rifti í dag samningi sínum við knattspyrnudeild félagsins. Ástæðan sem hann gaf upp eru vanefndir á samningi en rætt verður við Guðjón í Íslandi í dag á Stöð 2 eftir skamma stund eða að loknum kvöldfréttum rétt fyrir kl. 19:00. "Þessi yfirlýsing Guðjóns er fráleit..." 13.5.2005 00:01
Dallas-Phoenix beint á Sýn í nótt Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar í nótt, þegar Dallas Mavericks og Phoenix Suns mætast í þriðja leik sínum í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. Útsendingin hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti og vökunótt framundan hjá öllum aðdáendum skemmtilegs körfubolta. 13.5.2005 00:01
Róbert tilnefndur Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Róbert Gunnarsson og leikmaður Århus GF er einn fimm tilnefndra leikmanna fyrir titilinn "handboltamaður ársins" í Danmörku. Róbert sprakk út með íslenska landsliðinu á síðasta ári og hefur farið hamförum með liði sínu í Danmörku í vetur og varð markahæstur í efstu deild. 13.5.2005 00:01
Guðni gefur Everton álit Guðni Bergsson er mikils metinn í Englandi sem álitsgjafi á fótboltanum og hefur nokkrum sinnum farið ytra til lýsinga á leikjum í sjónvarpi þar í landi. Í dag birtist ítarlegt viðtal við Guðna á heimasíðu Everton þar sem hann er inntur skoðunar á liðinu sem á dögunum tryggði sér rétt til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 13.5.2005 00:01