Sport

Kristjana fékk brons í Rússlandi

Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í fimleikum, varð þriðja í gólfæfingum og áttunda í fjölþraut á alþjóðlegu fimleikamóti í Rússlandi um helgina. Árangur hennar í fjölþrautinni var hennar besti á ferlinum. Kristjana fékk hæstu einkunn í gólfæfingum í fjölþrautinni og komst í úrslit og vann þar til bronsverðlauna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×