Phoenix 2 - Dallas 1 14. maí 2005 00:01 Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig. NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sjá meira
Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig.
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sjá meira